Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 2
1
FH
Stjarnan
2
1
FH
Örvar Eggertsson '64 1-0
Andri Rúnar Bjarnason '68 2-0
2-1 Dagur Traustason '90
07.04.2025  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1253
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('78)
10. Samúel Kári Friðjónsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Benedikt V. Warén ('93)
29. Alex Þór Hauksson ('69)
30. Kjartan Már Kjartansson ('69)
32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('78)

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Þorri Mar Þórisson
11. Adolf Daði Birgisson ('78)
14. Jón Hrafn Barkarson ('78)
19. Daníel Finns Matthíasson ('69)
24. Sigurður Gunnar Jónsson ('93)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('69)
41. Alexander Máni Guðjónsson
78. Bjarki Hauksson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Daníel Finns Matthíasson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið Þvílíkur fótboltaleikur. Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka. Stjarnan byrjar mótið á þremur stigum en lokatölur 2-1.

Alvöru síðari hálfleikur sem við fengum!!

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
95. mín
Böðvar lyftir boltanum inn á teiginn. Ahmad Faqa vinnur skallann og boltinn berst á Dag sem á skot en boltinn yfir markið.
93. mín
Inn:Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan) Út:Benedikt V. Warén (Stjarnan)
90. mín
Sex mínútur í uppbótartíma!
90. mín MARK!
Dagur Traustason (FH)
FH gefur okkur leik Dagur Traustson fær boltann inn á teignum eftir frábæran undirbúning og setur boltann í netið

2-1
89. mín
ÁRNI SNÆR!! Arnór Borg keyrir upp hægri vænginn og rennir boltanum fyrir á Sigurð Bjart sem nær skoti sem Árni Snær ver vel.
85. mín Gult spjald: Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
Rífur Arnór Borg niður.
84. mín
HÚHHIÐ tekið á Samsungvellinum Skemmtilegt!
83. mín
Kjartan Kári fær boltann vinstra megin og á fyrirgjöf sem Árni Snær grípur og lætur sig falla og vinnur sekúndur fyrir Stjörnuna.
82. mín
Inn:Arngrímur Bjartur Guðmundsson (FH) Út:Baldur Kári Helgason (FH)
82. mín
Inn:Dagur Traustason (FH) Út:Einar Karl Ingvarsson (FH)
82. mín
Inn:Ahmad Faqa (FH) Út:Birkir Valur Jónsson (FH)
80. mín
FH að hóta Tómas Orri fær boltann inn á teiginn og lætur vaða. Boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu.
79. mín
Baldur Kári keyrir upp og gerir vel inn á teig Stjörnunnar, nær að finna Björn Daníel sem nær skoti en boltinn framhjá.
78. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan)
78. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
77. mín
Mikið um stopp hérna síðustu mínútur. Örvar Eggertsson liggur eftir og virðist vera að koma af velli.
71. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Bragi Karl Bjarkason (FH)
71. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
69. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
69. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
68. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan)
Stjarnan bætir við!!! Þetta var það sem leikurinn þurfti!!!!

Örvar Eggertsson gerir frábærlega við vítateiginn hægra megin og leggur boltann út í teiginn á Benedikt Warén sem setur boltann í stöngina en Andri Rúnar er vel vakandi og setur boltann í netið

2-0!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
64. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
Stjarnan er komin yfir!!! Benedikt Warén tekur aukspyrnuna og lyftir boltanum inn á teiginn á Örvar Eggertsson sem nær skallanum í átt að marki.

Vilhjálmur Alvar sá þetta engan vegin og það var Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari númer 1 sem flaggar markið.

Þarna hefði verið gott að fá marklínutæknina.

1-0.
63. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Rífur Örvar niður við endarlínu hægrameginn.
62. mín
Vel mætt í Garðabæinn 1253 áhorefndur eru mættir á Samsungvöllinn í kvöld.
60. mín
FH ingar farnir að gefa sér tíma FH er farið að gefa sér allan þann tíma í allt sem þeir framkvæma. Marspyrnur, innköst osfrv.

Stuðningsmenn Stjörnunnar allt annað en sáttir.
57. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á flottum stað Böddi löpp dæmdur brotlegur.

Benedikt Warén undirbýr sig til að taka spyrnuna. Warén lyftir boltanum fyrir en boltinn í fangið á Rösenörn.
54. mín
Andri Rúnar fellur inn á teig FH Samúel Kári lyftir boltanum inn á Andra Rúnar sem virðist vera rifinn niður af Grétari Snæ og Andri er alveg brjálaður úti Alvarinn að gefa honum ekki víti þarna.

Ég skal ekki segja. Klárlega togaður niður en var þetta nóg til þess að dæma víti?
53. mín Gult spjald: Baldur Kári Helgason (FH)
Tekur Samúel Kára niður.
52. mín
Tómas Orri við það að sleppa í gegn en Sindri með frábærlega tímasetta tæklingu og kemur í veg fyrir að Tómas Orri nái skoti á markið.
50. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

49. mín
Stjarnan fær hornspyrnu Örvar fær boltann inn á teig FH en Böddi löpp þrumar boltanum í hornspyrnu.

Warén lyftir boltanum inn á teig FH og boltinn dettur fyrir Andra Rúnar sem setur boltann yfir.
48. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

47. mín
Okkar besti Hafliði Breiðfjörð er mættur og hefur skilað myndum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

46. mín
Við erum farinn af stað aftur Síðari hálfleikurinn er farinn af stað. Þjálfarar liðanna breyta engu og sömu 22 leikmenn hefja síðari hálfleikinn og hófu þann fyrri.

Hljótum við ekki að fara fá mörk í þennan leik?
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar bætir engu við Virkilega fjörugum fyrri hálfleik lokið þar sem bæði lið hafa svo sannarlega fengið færin. Stjarnan byrjaði miklu betur en þegar leið á fyrri hálfleikinn komust FH inn í leikinn og náðu að skapa sér nokkur frábær færi.

Tökum okkur pásu og komum með seinni eftir korter.
43. mín
Guðmundur Baldvin brýtur á Braga og FH fær aukaspyrnu á fínum stað.

Kjartan Kári lyftir boltanum inn á teiginn en Stjörnumenn koma boltanum í burtu.
41. mín
Brotið á Andra Rúnari og Stjarnan fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming FH. Benedikt Warén tekur spyrnuna og boltinn dettur inn á Örvar sem nær skoti en boltinn af varnarmanni og Stjarnan fær horn.
39. mín
Einar Karl FH lyftir boltanum fyrir og Einar Karl fær boltann við vítateigslínuna og lætur vaða en boltinn af varnarmanni Stjörnunnar og í hornspyrnu

Þarna munaði ekki miklu.
37. mín
FH vill víti Tómas Orri er á undan Örvar Loga í boltann og fellur en Vilhjálmur Alvar dæmir ekkert.

Held það sé bara rétt ákvörðun.
35. mín
Rólegt yfir þessu síðustu mínútur Leikurinn aðeins róast og liðin lítið að sækja þessa stundina.
31. mín
Benedikt Warén vinnur hornspyrnu fyrir Stjörnuna.

Upp úr hornspyrnunni berst boltinn út á Alex sem lyfitr boltanum inn á teiginn. Örvar Eggertsson nær skallanum en boltinn rétt framhjá.
27. mín
Einar Karl með skemmtilega tilraun fyrir utan teig en boltinn rétt yfir.
24. mín
FH að vakna Tómas Orri með skemmtilegan bolta yfir til hægri á Braga sem tekur hann með sér inn á teig Stjörnunar og á skot sem fer yfir markið.

Betra frá Fimleikafélaginu.
22. mín
FH fær hornspyrnu Bragi Karl æðir upp vinstra megin en góð vörn hjá Sindra sýndist mér sem náði að loka á fyrirgjöfina.
17. mín
Bragi Karl skyndilega sloppinn í gegn Allt í einu er Bragi Karl aleinn gegn Árna Snæ eftir langt útspark frá Rosenörn. Sigurður Bjartur nær að flikka boltanum inn á Braga sem ætlar að setja hann yfir Árna Snæ en Árni lokar vel.
14. mín
FH fær sína fyrstu hornspyrnu í leiknum.

Kjartan Kári tekur hana stutt á Ingvar Karl sem leggur hann aftur á Kjartan sem tekur boltann með sér og lætur vaða en boltinn framhjá.
12. mín
Samúel Kári fær boltann út til hægri og finnur Örvar sem leggur boltann fyrir Kjartan Má sem fer í varnarmann.
8. mín
ANDRI RÚNAR!! Samúel Kári lyftir boltanum inn á teig á Andra Rúnar sem nær ekki að setja boltann framhjá Rosenörn

Það er ekki FH að þakka að Stjarnan sé ekki komið hér yfir. Ég skal segja ykkur það, þvílíkir yfirburðir fyrstu 10 mínútur leiksins.
6. mín
FH í allskonar brasi Örvar tekur snöggt innkast upp völlinn og Böddi setur boltann í hornspyrnu

Alex Þór með hornspyrnuna á Samúel Kára en FH bjarga nánast á línu.
4. mín
VÁ ÞETTA VAR BJÚDDARI Örvar Eggerts teiknar boltann skemmtilega á hausinn á Andra Rúnari sem á skalla en Rosenörn blakar honum í hornspyrnu.

Stjörnumenn liggja á FH
2. mín
Stjarnan fær fyrstu hornspyrnu leiksins Ekkert kom upp úr henni
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað Heimamenn í Stjörnunni hefja leik.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Vel mætt í Garðabæinn í kvöld Liðin hafa verið kynnt og það fer allt að verða til reiðu hér í Garðabænum.
Fyrir leik
Emil á fæðingardeildinni Emil Atlason er á fæðingardeildinni og því ekki með Stjörnunni í þessum leik í kvöld. Þetta kom fram í viðtali við Jökul Elísabetarson á Stöð 2 Sport.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús Hjá Stjörnunni vekur það athygi að Emil Atlason er ekki í leikmannahópi Stjörnunnar í kvöld. Andri Rúnar Bjarnason er því í fremstu víglínu hjá heimamönnum í kvöld.

Miðvörðurinn Ahmad Faqa sem gékk til liðs við FH á dögunum er á bekknum og má því ætla að Grétar Snær Gunnarsson og Jóhann Ægir Arnarsson verði í hjarta varnarinnar hjá FH í kvöld.
Fyrir leik
Útlit fyrir æsispennandi leik!
Stjarnan er sigurstranglegra liðið miðað við skoðanakönnun sem var á forsíðu.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fær það verkefni að halda utan um flautuna í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Patrik Freyr Guðmundsson. Gunnar Oddur Hafliðason er fjórði dómari

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Halldór Smári spáir í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net Halldór Smári Sigurðsson, fyrum leikmaður Víkings R. lagði skóna nýverið á hilluna, tók að sér það verkefni að spá í fyrstu umferð deildarinnar

Stjarnan 1 - 2 FH (19:15 á mánudag)
Ég byggi spá mína eingöngu á því að ég sá að Stjarnan hefur ekki unnið leik í tvo mánuði og sá líka um daginn að FH vann Breiðablik í æfingaleik. Ómögulegt að segja til um hver skorar fyrir FH en Örbylgjuofninn setur hann fyrir Stjörnuna.

Mynd: Víkingur

Fyrir leik
Stjarnan hafnaði tilboði í Adolf Daða ÍA reyndi í síðasta mánuði að kaupa Adolf Daða Birgisson af Stjörnunni en tilboðið barst í kjölfar sölu ÍA á Hinriki Harðarsyni til Odd í Noregi.

Adolf Daði er tvítugur sóknarmaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni og er á lék sinn fyrsta leik fyrir félagið tímabilið 2020. Hann kom við sögu í 19 deildarleikjum í fyrra og skoraði tvö mörk.

Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, í vikunni og var hann spurður út í Adolf.

„Nei, við vorum ekki tilbúnir að láta hann fara. Adolf Daði, þó að hann hafi ekki spilað eins mikið og hann hefði viljað á síðasta tímabili og leikmaður á hans kaliberi ætti kannski að gera, er auðvitað algjör lykilmaður og leiðtogi í þessu liði og verður það áfram. Það kom aldrei til greina (að samþykkja það tilboð)," sagði Jökull.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Fyrir leik
FH sótti miðvörð á dögunum FH hefur fengið 22 ára miðvörð lánaðan úr röðum AIK í Svíþjóð. Sá heitir Ahmad Faqa og verður í Hafnarfirði til 31. júlí. Mikið hefur verið rætt um þörf FH fyrir því að fá miðvörð í hópinn fyrir tímabilið.

Ahmad, sem er sýrlenskur landsliðsmaður, spilaði 7 deildarleiki fyrir AIK í fyrra. Honum tókst ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu og fær núna tækifæri hjá FH.

„Þegar þessi möguleiki bauðst þá vorum við sammála um að Faqa væri leikmaður sem hentaði okkur vel. Hann er fljótur, áræðinn og góður í návígjum. Hann mun styrkja hópinn og við hlökkum til sjá hann klæðast FH-treyjunni," sagði Davíð Þór Viðarsson við FH Media.



Mynd: FH
Fyrir leik
FH 3-4 árum á eftir toppliðunum „Ef þú tekur Breiðablik og Víking sem dæmi, þá er búið að ganga vel og bæði þessi lið hafa komist í riðla/deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, það er eins og við vitum töluverður peningur þar. Við vitum náttúrulega að Valur á pening. Það er ekkert óeðlilegt við það að þessir klúbbar sem eiga pening séu að nota hann. Finnst mér þetta kannski orðið aðeins of mikið? Já, mögulega, en ég hef alltaf litið á þetta þannig að klúbbur eins og FH eigi að hugsa hvernig komumst við þangað (þar sem hin félögin eru)." þegar Heimir Guðjónsson var spurður út í peninganna sem eru komnir í Íslenska boltann.



Fyrir leik
Stjarnan ekki í leit að styrkingu „Maður er auðvitað alltaf að velta fyrir sér hvort hópurinn þurfi einhverja styrkingu, hvort að það sé einhvers staðar sem við þurfum að bæta í og hvort hópurinn þurfi örvun með þeim hætti að taka inn nýjan leikmann. Það er ekki auðvelt að taka inn leikmann og ég er mjög ánægður með þá sem hafa komið inn. Veltan er mikil nú þegar milli tímabila, meiri en ég hefði kannski viljað og meira en verður undir eðlilegum kringumstæðum. Við erum opnir en ekki að leita“ sagði Jökull Elísarbetarson við Fótbolta.net í síðustu viku.

Fyrir leik
Stjarnan Stjörnunni er spáð 5.sæti af sérfræðingum Fótbolta.net.

Sumarið í fyrra var rosa mikið 'næstum því' fyrir Stjörnuna. Liðið endaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar en komst ekki í Evrópukeppni þar sem KA vann bikarinn og svo komst liðið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum en tapaði þar gegn Víkingum. Þeir byrjuðu illa en fundu ágætis takt þegar leið á sumarið og þetta var næstum því mjög gott sumar. En það endaði bara á því að vera frekar miðlungs. Stjörnumenn vonast til þess að liðið geti tekið næstu skref í sumar og barist um titla.


Komnir:
Samúel Kári Friðjónsson frá Grikklandi
Benedikt V. Warén frá Vestra
Þorri Mar Þórisson frá Öster
Alex Þór Hauksson frá KR
Andri Rúnar Bjarnason frá Vestra
Guðmundur Baldvin Nökkvason keyptur frá Mjällby (var á láni)
Hrafn Guðmundsson frá KR
Aron Dagur Birnuson frá Grindavík
Henrik Máni B. Hilmarsson frá ÍBV (var á láni)
Guðmundur Rafn Ingason frá Fylki

Farnir:
Róbert Frosti Þorkelsson til GAIS
Daníel Laxdal hættur
Hilmar Árni Halldórsson hættur
Þórarinn Ingi Valdimarsson hættur
Mathias Rosenörn í FH
Óli Valur Ómarsson til Breiðabliks (var á láni frá Sirius)
Þorlákur Breki Baxter til ÍBV (á láni)
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Fyrir leik
FH Fimleikafélag Hafnarfjarðar er spáð 7.sæti af sérfræðingum Fótbolta.net.

FH er stórveldi í íslenskum fótbolta. Það er erfitt að hugsa ekki til baka til 2005 og 2006 þegar FH var með eitt besta lið í sögu íslenska fótboltans. Þetta voru sannkölluð gullaldarár í fótboltanum í FH, ótrúlegir tímar með fullt af minningum. Síðustu ár hafa ekki verið eins góð, en það hefur verið að koma betri taktur í þetta. Eftir hörmulegt 2022, þar sem FH féll næstum því úr Bestu deildinni, þá hefur gengið betur síðastliðin tvö ár. FH-ingar hafa komist í efri hlutann bæði tímabilin án þess þó að gera alvöru atlögu að Evrópusætunum. Núna er það stefnir í Kaplakrika að komast aftur í Evrópu og byggja út frá því, þó þessi spá sé ekki bjartsýn um það það muni gerast.


Komnir:
Mathias Rosenörn frá Stjörnunni
Bragi Karl Bjarkason frá ÍR
Birkir Valur Jónsson frá HK
Einar Karl Ingvarsson frá Grindavík
Tómas Orri Róbertsson frá Breiðabliki (var á láni hjá Gróttu)
Gils Gíslason frá ÍR (var á láni)

Farnir:
Logi Hrafn Róbertsson til Króatíu
Ólafur Guðmundsson til Álasunds
Sindri Kristinn Ólafsson til Keflavíkur
Vuk Oskar Dimitrijevic í Fram
Finnur Orri Margeirsson hættur
Ingimar Torbjörnsson Stöle í KA (var á láni)
Robby Wakaka til Belgíu

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Við lokum umferðinni hér í Garðabænum í kvöld Fyrsta umferð Bestu deildar karla klárast í kvöld þegar Stjarnan fær FH í heimsókn á Samsungvöllinn í Garðabæ. Þessi leikur verður mjög áhugaverður fyrir það að við vitum ekkert hvað við munum fá að sjá frá þessum tveimur liðum.

Flautum til leiks klukkan 19:15.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.


Frá leik liðanna á síðustu leiktíð.
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson ('82)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('71)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
11. Bragi Karl Bjarkason ('71)
18. Einar Karl Ingvarsson ('82)
21. Böðvar Böðvarsson (f)
23. Tómas Orri Róbertsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason ('82)

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Ahmad Faqa ('82)
10. Björn Daníel Sverrisson ('71)
32. Gils Gíslason
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
35. Allan Purisevic
36. Dagur Traustason ('82)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson ('82)
90. Arnór Borg Guðjohnsen ('71)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Baldur Kári Helgason ('53)
Böðvar Böðvarsson ('63)

Rauð spjöld: