
Það var heldur betur fótboltahlaðborð um helgina. Nú tekur við ný vinnuvika og við flettum við upp í slúðurblöðunum og sjáum hvað þau hafa að segja.
Newcastle hefur sett sig í samband við umboðsmann Moise Kean (25), framherja Fiorentina, um möguleg sumarkaup. Ítalski framherjinn hefur einnig vakið áhuga Arsenal, Tottenham, AC Milan, Napoli og Barcelona. (Calciomercato)
Arsenal er tilbúið að borga 17 milljóna punda (20 milljóna evra) riftunarákvæði Joan Garcia (23) markvarðar Espanyol eftir áhuga frá félögum á Ítalíu og Þýskalandi. (El Nacional)
Arsenal og Liverpool ætlar að reyna að fá Eberechi Eze (26), miðjumann Crystal Palace og enska landsliðsins í sumar. (Caughtoffside)
Rafael Leao (25), kantmaður AC Milan og Portúgal, er einn af þeim leikmönnum sem Real Madrid horfir til ef Vinicius Jr. (24) verður seldur í sumar. (Fichajes)
Everton hefur rætt við umboðsmenn þýska miðjumannsins Merlin Rohl (22) hjá Freiburg. (Kicker)
Eddie Howe, stjóri Newcastle, er mikill aðdáandi Aaron Ramsdale (26) markvarðar Southampton og er að íhuga að virkja 25 milljóna punda ákvæði til að fá enska landsliðsmanninn. (Football Insider)
Bournemouth er með 40 milljóna punda verðmiða á ungverska vinstri bakverðinum Milos Kerkez (21) sem er á óskalista Liverpool. Bandaríski bakvörðurinn Antonee Robinson (27) hjá Fulham er einnig á blaði Liveprool en á honum er 50 milljóna punda verðmiði. (Mirror)
Brighton og Bournemouth eru bæði að fylgjast með Kofi Shaw (18), miðjumanni Bristol Rovers. (Mail)
West Ham er að skipuleggja mikla endurskoðun á leikmannahópi sínum í sumar þar sem allt að tíu eldri leikmenn munu yfirgefa félagið. (Football Insider)
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric (39) hefur enn ekki fengið tilboð um nýjan samning frá Real Madrid og gæti farið til Katar. (Marca)
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er enn opinn fyrir þeirri hugmynd að verða þjálfari Brasilíu í framtíðinni, en aðeins þegar tími hans hjá Bernabeu er á enda. (Relevo)
Fyrrum stjóri Manchester United, Erik ten Hag, sást í Róm fyrir leik Roma við Juventus. Bæði félögin ætla að leita að nýjum stjóra í sumar. (Radio Mana Sport Roma)
Athugasemdir