Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
Vestri
0
0
FH
13.04.2025  -  14:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Dómarinn Sýrlenski pylsusalinn og ólíkindatólið Twana Khalid Ahmed verður á flautunni í dag. Frábær dómari á sínum degi en hefur átt sína umdeildu daga. Mæli með að lesa um hann, áhugaverður maður.

Draumurinn rættist

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH FH töpuðu sínum fyrsta leik gegn Stjörnunni, voru þó inní leiknum lengst af og "draugamark" þurfti til að brjóta ísinn. Hlutabréfin í FH hafa verið rauð núna rétt fyrir mót, voru slakir í Lengjubikarnum og misstu sterka menn úr hópnum. Heimir er þó slægur og mun án efa ná í stig hér og þar í sumar og jafnvel koma á óvart. Þessi leikur gæti skilgreint þá að vissu leiti fyrir sumarið, verða þeir áfram alvöru klúbbur sem berst í efri hlutanum eða verða þeir í brasi í sumar?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vestri Heimamenn hófu tímabilið með látum ef svo má segja, náðu í gríðarlega sterkt stig á Hlíðarenda gegn Val Reykjavík. Fáir hafa mikla trú á Vestra í ár, hafa misst marga lykilleikmenn frá sér og rekstur liðs í efstu deild á Ísafirði er þungur. Þeir hafa þó styrkt sig talsvert rétt fyrir mót og árangurinn í Lengjubikarnum var bara þokkalegur, 7 stig í 5 leikjum. Ljóst er að heimavöllurinn, sem Vestri hefur frá byrjun móts ólíkt í fyrra, verður að vega þungt og Davíð Smári og dátar hans stefna á 3 stig í dag, það er alveg klárt.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á Ísafjörð! Hér verður bein textalýsing frá leik Vestra og FH í Bestu deild karla á Kerecisvellinum á Ísafirði
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: