Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 10:44
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd setur verðmiða á Höjlund - Real Madrid tilbúið að bíða eftir Saliba
Powerade
Man Utd vill að minnsta kosti 52 milljónir punda fyrir Höjlund
Man Utd vill að minnsta kosti 52 milljónir punda fyrir Höjlund
Mynd: EPA
Man City þarf að borga 100 milljónir punda til að fá Gibbs-White
Man City þarf að borga 100 milljónir punda til að fá Gibbs-White
Mynd: EPA
Real Madrid hefur mikinn áhuga á Saliba
Real Madrid hefur mikinn áhuga á Saliba
Mynd: EPA
Manchester United vill háa summu fyrir Rasmus Höjlund, Real Madrid er tilbúið að bíða eftir William Saliba og Manchester City gæti þurft að greiða 100 milljónir punda til að fá Morgan Gibbs-White frá Nottingham Forest. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagisns.

Manchester United mun aðeins hlusta á tilboð sem nemur 52 milljónum punda eða meira í danska framherjann Rasmus Höjlund (22) í sumar. Juventus er mjög áhugasamt um Höjlund. (Tuttomercatoweb)

Manchester City mun þurfa að greiða 100 milljónir punda ef félagið ætlar sér að fá Morgan Gibbs-White, leikmann Nottingham Forest og enska landsliðsins í sumar. (Talksport)

Real Madrid stefnir á að fá William Saliba (24) frá Arsenal á næsta ári fyrir lægra verð eða árið á eftir þegar samningur hans rennur út. (Athletic)

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, ætlar að funda með Marcus Rashford (27) til að hreinsa andrúmsloftið ef félagaskipti hans í Aston Villa verða ekki gerð varanleg. (Daily Star)

Samningaviðræður Man City við Nico O'Reilly miðar áfram og er búist við að hann framlengi samning sinn. Chelsea sýndi honum áhuga í janúar. (Fabrizio Romano)

Inter Miami er nálægt því að framlengja samning argentínska leikmannsins Lionel Messi (37) en hann mun gera samning út næsta tímabil. (Athletic)

Tottenham Hotspur er að íhuga að gera skipti franska sóknarmannsins Mathys Tel (19) varanleg í sumar, en er samt ekki reiðubúið að virkja 47 milljóna punda kaupákvæðið í lánssamning hans. (Florian Plettenberg)

Sergi Altimira (23), leikmaður Real Betis, mun skrifa undir nýjan samning til 2029 þrátt fyrir áhuga Manchester City. Nýr samningur hans mun innihalda 60 milljóna evra riftunarákvæði. (Fabrizio Romano)

Manchester United, Newcastle, Arsenal, Aston Villa, Nottingham Forest og Tottenham eru öll í baráttunni um Matheus Cunha (25), framherja Wolves og brasilíska landsliðsins. (Daily Mail)

Liverpool hefur náð samkomulagi við hollenska fyrirliðann Virgil van Dijk (33) um nýjan samning, en hann mun skrifa undir hann í lok leiktíðar. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner