Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
Afturelding
0
0
ÍBV
13.04.2025  -  17:00
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Aðstæður: Hvasst og 3°
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 711
Maður leiksins: Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
3. Axel Óskar Andrésson ('97)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('62)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('62)
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('62)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson ('89)
77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson ('97)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('89)
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('62)
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('62)
19. Sævar Atli Hugason ('62)
22. Rikharður Smári Gröndal
27. Enes Þór Enesson Cogic
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Sigurpáll Melberg Pálsson ('64)
Axel Óskar Andrésson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Steindautt markalaust jafntefli. Fyrsta stig beggja þessara liða komið.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld.
97. mín
Inn:Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding) Út:Axel Óskar Andrésson (Afturelding)
96. mín
Tomic var nógu hress til að rölta af velli, Axel virðist aðeins verr farinn en hann þurfti þó ekki börurnar.
96. mín
Inn:Jovan Mitrovic (ÍBV) Út:Milan Tomic (ÍBV)
96. mín
Inn:Viggó Valgeirsson (ÍBV) Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (ÍBV)
95. mín
Það eru börur á leiðinni inn á völl. Axel og Tomic liggja ennþá og það er verið að vefja utan um hausinn á Tomic.
93. mín
Axel og Tomic skella hérna saman og menn segja sjúkraþjálfurunum að drífa sig inn á völl. Vonandi er í lagi með menn.
92. mín
Omar Sowe!! Sævar Atli tapar boltanum á hættulegum stað. Oliver er kominn í góða stöðu inn í teig og leggur boltan á Omar sem er í dauðafæri. Hann hittir boltann illa hinsvegar og skotið framhjá.
91. mín
Uppbótartíminn er 5 mínútur.
89. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Oliver Sigurjónsson (Afturelding)
87. mín
Stöngin!! Omar Sowe fær boltann í góðu færi og hann neglir boltanum í stöngina! Þarna skall hurð nærri hælum fyrir heimamenn.
86. mín
Omar Sowe með góðan bolta fram á Oliver sem sleppur í gegn. Hann reynir að senda boltann til hliðar á Þorlák Breka, en slök sending sem kemur fyrir aftan hann. Hann hefði verið með opið mark fyrir framan sig ef hann hefði hitt á Þorlák þarna.
85. mín
Elmar tekur spyrnuna og hann reynir líka að skjóta undir vegginn. Boltinn fer af veggnum og Andri nær boltanum hann tekur skotið en í varnarmann.
84. mín
Afturelding fær aukaspyrnu á næstum sama stað og áðan. Spyrnan þarf að vera betri núna.
83. mín
Inn:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) Út:Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
81. mín
Aron Jó tekur spyrnuna en hún er slök og beint í vegginn.
80. mín
Brotið á Aroni Jó rétt fyrir utan teig. Hættuleg staða fyrir þessa aukaspyrnu.
79. mín Gult spjald: Þorlákur Breki Þ. Baxter (ÍBV)
77. mín Gult spjald: Axel Óskar Andrésson (Afturelding)
Alltof seinn í Oliver sem var að komast í afbragðs færi.
76. mín Gult spjald: Arnór Ingi Kristinsson (ÍBV)
75. mín
Alvöru vesen inn á teig Aftureldingar eftir hornspyrnu. Milan Tomic nær svo skotinu í þvöguna en af varnarmanni og aftur fyrir.
73. mín
Inn:Omar Sowe (ÍBV) Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
70. mín
Georg!! Elmar Kári keyrir á varnarmanninn sinn sem bakkar bara frá honum. Þá kemur Georg á fleygiferð og Elmar leggur boltan á hann, Georg er þá í frábæru færi en skotið hans beint í Marcel.
69. mín
Færi!! Georg kemur með fyrirgjöfina inn í teig þar sem Aron Jó er galopinn. Hann reynir að skjóta í fyrsta en hittir boltann ekki vel og framhjá. Illa farið með gott færi.
68. mín
Hafliði Breiðfjörð auðvitað mættur með myndavélina á lofti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

66. mín
Varsla! Bjarki Björn tekur spyrnuna og reynir að skjóta undir vegginn en boltinn fer í veginn. Alex Freyr nær svo boltanum og á virkilega gott skot sem Jökull ver frábærlega!
65. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Það verður skotið úr þessari spyrnu.
64. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding)
62. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Afturelding)
62. mín
Inn:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
62. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
62. mín
Skalli!! Afturelding keyrir upp hægra meginn og fyrirgjöfin kemur inn í teig. Arnór Gauti tekur þar skallann sem fer rétt framhjá markinu.
58. mín
Annað skot hjá Þorláki, þetta var ekki jafn gott. Hátt yfir og langt framhjá.
57. mín
Þorlákur Breki með flott hreyfingu og hristir pressuna af Georgi af sér. Hann fer svo í skotið sem er gott en rétt framhjá.
52. mín
Vesen inn í teig Aftureldingar og þeim gengur bölvanlega að reyna að hreinsa. Eyjamenn ná svo skoti en í varnarmann.
50. mín
Oliver kominn í hættulega stöðu inn í teig og tekur skotið. Það er varið af Jökli og aftur fyrir. Það kemur svo ekkert úr horninu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Rólegum hálfleik lokið hér. Oliver Heiðars komst næst því að skora eftir algjöra gjöf frá Sigurpáli. Vonumst eftir líflegri seinni hálfleik.
42. mín
Oliver með skotið fyrir utan teig en ekki mikil sannfæring í þessu, töluvert framhjá markinu.
40. mín
Dauðafæri!! Sigurpáll gefur boltann bara beint á Oliver og hann er þá bara einn gegn markmanni. Hann nær hinsvegar ekki að halda boltanum niðri og skýtur yfir markið.
39. mín
Langur bolti fram á Hrannar, hann nær svo að búa sér til smá pláss inn í teig áður en hann skýtur en framhjá markinu.
35. mín
Hendi!? Afturelding á aukaspyrnu sem Aron tekur og hann lyftir boltanum inn í teiginn. Sigurpáll nær skallanum og boltinn fer alveg greinilega í hendina á Sigurði Arnari en ekkert dæmt.

Hendin var eiginlega alveg upp við líkamann hjá Sigurði þannig réttur dómar að mínu mati.
34. mín Gult spjald: Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
32. mín
Flottir taktar hjá Alex Frey, gefur hælspyrnu á Bjarka Björn fyrir utan teig og Bjarki tekur skotið en yfir markið.
28. mín
Oliver Heiðars með hættulegan sprett upp hægri kantinn, hann nær hinsvegar ekki að gefa fyrir heldur fer sendinginn beint í varnarmann og aftur fyrir.
19. mín
Aron tekur aukaspyrnu við hlið teigsins og lyftir boltanum í pakkann. Georg nær skallanum en boltinn rétt yfir markið.
18. mín Gult spjald: Milan Tomic (ÍBV)
Fyrir hendi
16. mín
Fyrsta alvöru sókn ÍBV, þeir koma sér í fína stöðu og Sigurður Arnar tekur skotið sem frer í varnarmann og afturfyrir. Þeir taka svo hornið og það skapast smá hætta en þeir hreinsa frá á endanum.
12. mín
Hann skokkar aftur inn á og heldur áfram leik.
11. mín
Alex Freyr þarf aðhlynningu eftir samstuð við Aron Jó, vonum að hann haldi áfram.
8. mín
Aron Elí tekur skotið úr spyrnunni en beint í vegginn, slök spyrna. Aron fær svo boltann aftur og tekur annað skot en þetta fer framhjá.
7. mín
Sigurður Arnar brýtur á Hrannari og Afturelding fær aukaspyrnu í góðu skotfæri.
3. mín
Bjarki Björn sér að Jökull er kominn töluvert frá markinu sínu þannig Bjarki lætur bara vaða frá miðlínu. Slakt skot og ekki erfitt fyrir Jökul að grípa þennan.
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar gerir aðeins eina breytingu á sínu liði sem tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í síðustu umferð. Það er Arnór Gauti Ragnarsson sem kemur inn í liðið en Andri Freyr Jónasson sest á bekkinn.

Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV gerir engar breytingar og heldur sama byrjunarliði og tapaði gegn Víking 2-0 í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna í dag en honum til aðstoðar verða Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson.

Eftirlitsmaður KSÍ er Gylfi Þór Orrason og varadómari er Arnar Þór Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spáin Eggert Aron Guðmundsson leikmaður Brann í Noregi og fyrrum leikmaður Stjörnunnar spáir í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolti.net.

Afturelding 1 - 1 ÍBV
Bæði lið að koma úr erfiðum leikjum. Afturelding verður meira með boltann og verða skemmtilegir í sumar. En ÍBV kemst yfir, verður erfitt fyrir Eldinguna en Mosfellingar ná að jafna undir lok leiks með vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Nýliða slagur Bæði þessi lið spiluðu í Lengjudeildinni í fyrra en ÍBV vann deildina á meðan Afturelding endaði í 4. sæti en vann úrslitakeppnina. Liðin mættust tvisvar í fyrra en ÍBV vann 3-0 þegar þeir komu í heimsókn í Mosfellsbæinn. Afturelding náði svo fram hefndum sínum þegar þeir fóru til Vestmannaeyja og unnu þar 3-2.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
2. umferð Bestu Deildarinnar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og ÍBV í 2. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á Malbikstöðinni að Varmá.
Mynd: Raggi Óla
Byrjunarlið:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic ('96)
8. Bjarki Björn Gunnarsson ('83)
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson ('73)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('96)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
3. Alexander Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
9. Viggó Valgeirsson ('96)
11. Víðir Þorvarðarson
14. Arnar Breki Gunnarsson ('83)
21. Birgir Ómar Hlynsson
44. Jovan Mitrovic ('96)
67. Omar Sowe ('73)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Jón Ingason
Elías J Friðriksson
Arnar Gauti Grettisson
Elías Árni Jónsson
Kristian Barbuscak

Gul spjöld:
Milan Tomic ('18)
Bjarki Björn Gunnarsson ('34)
Arnór Ingi Kristinsson ('76)
Þorlákur Breki Þ. Baxter ('79)

Rauð spjöld: