
Ný vinnuvika er farin af stað og við tökum henni opnum örmum enda Meistaradeild og enn meiri fótbolti framundan. Hér er slúðurpakki dagsins í boði Powerade.
Inter Miami hefur mikinn áhuga á að fá Kevin De Bruyne (33) á frjálsri sölu þegar þessi belgíski miðjumaður yfirgefur Manchester City í lok leiktíðar. Viðræður eru þó ekki langt komnar á þessu stigi. (Florian Plettenberg)
Sádi-arabíska félagið Al-Nassr gæti gert tilboð í Luis Díaz (28), kantmann Liverpool og Kólumbíu, ef það nær ekki að klófesta Vinicius Jr. frá Real Madrid. (Talksport)
Everton er nýjasta félagið til að taka þátt í kapphlaupinu um að fá Liam Delap (22), ára, framherja Ipswich Town. (Sun)
Newcastle hefur áhuga á gríska miðjumanninum Konstantinos Karetsas (17) hjá Racing Genk en mætir samkeppni frá Bayern München, Napoli og nokkrum öðrum enskum úrvalsdeildarfélögum. (Sun)
Á sama tíma hefur Newcastle sent njósnara til að fylgjast með Yahia Fofana (24), landsliðsmarkverði Fílabeinsstrandarinnar, hjá franska félaginu Angers. (Football Insider)
Arsenal hefur áhuga á Jorrel Hato (19), hollenskum landsliðsmanni Ajax, í sumar. Hugsanlegt tilboð í varnarmanninn mun líklega ráðast af framtíð Jakub Kiwior. (Mirror)
Arsenal ekki að fá Raheem Sterling (30) frá Chelsea til frambúðar en hann er á láni frá Chelsea. (Football Insider)
Chelsea og Bournemouth eru reiðubúin að borga 35 milljónir evra (30,3 milljónir punda) fyrir að fá bandaríska miðjumanninn Johnny Cardoso (23) frá spænska félaginu Real Betis (Fichajes)
Athugasemdir