Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Grótta
1
4
ÍA
0-1 Viktor Jónsson '38
0-2 Ómar Björn Stefánsson '49
Caden Robert McLagan '53 1-2
1-3 Ómar Björn Stefánsson '55
1-4 Gísli Laxdal Unnarsson '63
18.04.2025  -  14:00
AVIS völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól og vindur. Flottasta veður framundan.
Dómari: Hreinn Magnússon
Maður leiksins: Jón Gísli Eyland Gíslason
Byrjunarlið:
31. Marvin Darri Steinarsson (m)
3. Daníel Agnar Ásgeirsson
7. Valdimar Daði Sævarsson ('63)
8. Caden Robert McLagan
9. Björgvin Brimi Andrésson
11. Axel Sigurðarson
14. Einar Tómas Sveinbjarnarson ('60)
18. Kristófer Melsted (f)
22. Viktor Orri Guðmundsson ('75)
23. Marciano Aziz
24. Patrik Orri Pétursson ('75)
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
32. Alexander Arnarsson (m)
2. Daði Már Patrekur Jóhannsson ('75)
10. Grímur Ingi Jakobsson ('75)
15. Benedikt Þór Viðarsson
17. Benedikt Aron Albertsson
20. Dagur Bjarkason ('60)
29. Kristófer Dan Þórðarson ('63)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Paul Benjamin Westren
Hilmar Andrew McShane
Viktor Steinn Bonometti
Magnús Birnir Þórisson
Aron Logi Sigurpálsson

Gul spjöld:
Caden Robert McLagan ('19)
Einar Tómas Sveinbjarnarson ('21)
Valdimar Daði Sævarsson ('23)
Viktor Orri Guðmundsson ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍA eru komnir í 16-liða úrslit eftir þæginlegan sigur gegn Gróttu.

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í dag, takk fyrir mig og góða helgi!

93. mín
Grótta fær aukaspyrnu á góðum stað, rétt fyrir utan teig. Kristófer skýtur a markið og Árni ver. Grótta fá hornspyrnu.
92. mín
Grótta fær aðra hornspyrnu
91. mín
Haukur hleypur upp eftir hron Grótta, ÍA menn verða 4 gegn 2 en Haukur lætur vaða og skýtur framhjá markinu.
90. mín
Grótta vinnur hornspyrnu
82. mín Gult spjald: Ómar Björn Stefánsson (ÍA)
78. mín
Inn:Jón Viktor Hauksson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
78. mín
Inn:Ísak Máni Guðjónsson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
78. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
78. mín
Inn:Gabríel Snær Gunnarsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
75. mín
Inn:Grímur Ingi Jakobsson (Grótta) Út:Viktor Orri Guðmundsson (Grótta)
75. mín
Inn:Daði Már Patrekur Jóhannsson (Grótta) Út:Patrik Orri Pétursson (Grótta)
75. mín
Grótta með flotta sokn sem endar á skoti frá Aziz sem endar rétt framhjá markinu.
74. mín
Viktor Orri með skalla á mark eftir fyrirgjöf frá Kristófer Melsted. Skallin þó laus og Árni grípur boltann léttilega.
72. mín
Axel mættur enn geng markverði, en er allt of lengi að sparka boltanum og reynir loksins þegar Árni er kominn beint fyrir framan hann. Hefði átt að vera fljótari þarna.
69. mín
Grótta sækir upp hratt og Axel Sigurðar tekur skot sem Árni ver frábærlega og Grótta fær hornspyrnu.
66. mín
Aziz tekur aukaspyrnu frá góðu svæði, en boltinn endar beint á Árna.
63. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
JÆJA ÍA BARA AÐ KLÁRA ÞETTA! Gísli ný kominn inn á og skorar hér !
63. mín
Inn:Kristófer Dan Þórðarson (Grótta) Út:Valdimar Daði Sævarsson (Grótta)
62. mín Gult spjald: Viktor Orri Guðmundsson (Grótta)
61. mín
Haukur Andri með skot fyrir utan teiginn sem Marvin nær rétt svo að teygja sér í og kýla burt.
60. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Johannes Vall (ÍA)
60. mín
Inn:Dagur Bjarkason (Grótta) Út:Einar Tómas Sveinbjarnarson (Grótta)
55. mín MARK!
Ómar Björn Stefánsson (ÍA)
Stoðsending: Jón Gísli Eyland Gíslason
Þeir svara strax! Þeir voru ekki lengi að komast aftur tvem mörkum yfir.

Jón Gísli er með fyrirgjöf inn í teiginn og Ómar potar boltanum inn í markið.
53. mín MARK!
Caden Robert McLagan (Grótta)
WOW!!! Caden með eitt alvöru mark þarna og setur meiri spennu í þennan leik!

Boltinn er skallaður út úr teginum af leikmanni ÍA og Caden sér boltann rúlla á móti sér og tekur alvöru þrumuskot sem endar inn í markinu, Árni átti aldrei séns í þennan.
49. mín MARK!
Ómar Björn Stefánsson (ÍA)
Stoðsending: Johannes Vall
Ekki lengi að koma! ÍA byrja hér með mikla pressu gegn Gróttu, Johannes Vall með sendingu á Ómar sem stendur fyrir markið og varnamann og nær að snúa sér frá honum og nær að koma boltanum framhjá Marvin.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Haukur Andri sparkar seinni hálfleiknm í gang! Ég óska eftir meiri spennandi hálfleik
45. mín
Hálfleikur
ÍA hafa verið yfirburða liðið hérna í Laugardalnum og fara inn í klefan einu marki yfir í fyrri hálfleik. Vonandi sjáum við fleiri mörk hér í seinni hálfleik.
42. mín
ÍA vinnur hornspyrnu
38. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Jón Gísli Eyland Gíslason
Gestirnir komast yfir! Þarna kom það! ÍA menn hafa hangið á þessu lengi í leiknum og loksins ná þeir að brjóta ísinn.

Jón Gísli með hlaup upp hægri og leggur boltann vel frir Viktor sem skallar boltanum framhjá Marvin í markinu.
36. mín
ÍA vinnur hornspyrnu
34. mín
Grótta vinnur hornspyrnu.

Tekin stutt af Aziz sem sendir boltann og fær hann svo aftur. Er svo með lága sendingu inn í teignum þar sem tveir Gróttu menn reyna að skjóta á markinu, seinna skotið endar í hendum Árna Marinó. Grótta nálægt að komast yfir eftir vel nýtta hornspyrnu.
33. mín
Steinar með langa fyrirgjöf inn í teigin sem nær til Viktors. Viktor skallar svo boltanum nær markinu og Oliver skallar boltanum rétt yfir markið. Loksins alvöru færi hjá ÍA.
32. mín
ÍA vinnur aftur hornspyrnu
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
ÍA vinnur hér fyrsta horn leiksins.
28. mín
ÍA hraðir upp og Viktor tekur svo skot sem endar framhjá markinu.
23. mín
Það er lítið að gerast í þessum leik varðandi færum, en það vantar ekkert í gulu spjöldin í þessum fyrstu 23 min. Þessi gulu spjöld komu öll frá fjögur mismunandi brotum.
23. mín Gult spjald: Valdimar Daði Sævarsson (Grótta)
21. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
21. mín Gult spjald: Einar Tómas Sveinbjarnarson (Grótta)
19. mín Gult spjald: Caden Robert McLagan (Grótta)
11. mín
Jón Gísli með þrumu skot sem endar rétt framhjá markinu eftir fína sókn hjá ÍA.
8. mín
ÍA fær aukaspurny á ágætu færa. Það hefur lítið gerst í leiknum, en ÍA hafa spilað betur með boltann þessar fyrstu mínútur.

Boltinn endar framhjá markinu eftir aukaspyrnu
1. mín
Leikur hafinn
Grótta sparkar leikinn í gang!
Fyrir leik
Leikmenn labba hér inn á völlinn með Grótta eftir Bubba Morthens í græjunni.
Fyrir leik
Life is a Highway spilað hér tvisvar sinnum í röð. Það er alvöru spenna í loftinu!
Fyrir leik
Byrjunarlið leiksins eru komin inn! Rúnar gerir eina breytingu eftir 2-1 sigur gegn Víðir í Mjólkurbikarnum.
Viktor Orri kemur inn í byrjunarliðið fyrir Grím Inga.

Jón Þór gerir tvær breytingar eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu Deildinni.
Ómar Björn og Albert Hafsteins koma inn fyrir Rúnari Má og Erik Tobias
Fyrir leik
Leiðin til 32-liða úrslit Þetta er fyrsti leikur ÍA í Mjólkurbikarnum í ár þar sem liðið er í Bestu Deild.

Grótta sigraði Víðir 2-1 í 2. umferð bikarsins. Markaskorarar Græottu voru Dagur Bjarkason og Kristófer Dan. Seinna markið koma á 92 mínútu leiksins og Grótta rétt sluppu við framlengingu.

Mynd: Mjólkurbikarinn
Fyrir leik
Bikar Baddi spáir í 32-liða úrslitin Grótta 0 - 3 ÍA
Skagamenn eru of stór biti fyrir Rúnar Pál og Aron Loga Sigurpálsson sem gleymir sér aðeins á föstudeginum langa, mætir seint og því klikkar upphitun markmanna Gróttu fyrir leikinn sem kostar dýr mistök á fyrstu 5 mínútum leiksins, Viktor Jóns kemst á blað og Haukur fær að sprikla í 90 mín enda í banni í næsta deildarleik.

Fyrir leik
Dómarar Dómari leiksins er Hreinn Magnússon og með honum til aðstoðar eru Ásgeir Viktorsson og Sigurður Þór Sveinsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Seinasta viðureign Liðin mættust seinast þann 16. september 2023 í Lengjudeildinni á Akranesi. ÍA sigraði leikinn 4-1 og fulltryggði sig sæti upp í Bestu Deild með þeim sigri. Hægt er að horfa á upptöku frá leiknum hér fyrir neðan.

Fyrir leik
ÍA ÍA hefur spilað tvo leiki í Bestu Deild fyrir þessa viðureign, sigur gegn Fram og tap gegn Stjörnunni, sem ÍA vill koma sér tilbaka frá. Seinasta tímabil datt ÍA út úr bikarnum í 16-liða úrslit gegn Keflavík og vilja þeir alveg örugglega gera betur en það í ár.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Grótta Grótta féllu úr Lengjudeildinni í fyrra og spila næsta tímabil í 2. deild. Þeir hafa misst marga lykil leikmenn eftir að þeir féllu. Rúnar Páll var ráðinn til Gróttu fyrir tímabilið og kemur eftir nokkur ár hjá Fylkir.

Komnir
Marvin Darri Steinarsson frá Vestra (var á láni hjá ÍA)
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi
Kristófer Dan Þórðarson frá Haukum
Viktor Orri Guðmundsson frá KR
Aron Bjarni Arnórsson frá KR
Alexander Arnarsson frá KR
Benedikt Þór Viðarsson frá KH

Farnir
Kristófer Orri Pétursson í KR
Gabríel Hrannar Eyjólfsson í KR
Arnar Daníel Aðlsteinsson í Fram
Ívan Óli Santos í ÍR
Kristján Oddur Kristjánsson í Val
Hilmar Andrew McShane hættur og farinn í þjálfun
Tómas Orri Róbertsson (var á láni frá Breiðabliki)
Ísak Daði Ívarsson (var á láni)

Samningslausir
Rafal Stefán Daníelsson (2001)
Aron Bjarki Jósepsson (1989)
Theódór Henriksen (2003)
Patrik Orri Pétursson (2000)

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Mjólkurbikarinn I 32-liða úrslit Góða daginn gott fólk og velkomin á þessa beina textalýsingu frá Laugardalnum þar sem Grótta tekur á móti ÍA í alvöru Mjólkurbikars viðureign. Sigurvergari leiksins fer áfram í 16-liða úrslit.

Leikurinn hefst kl. 14:00.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall ('60)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('78)
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson
8. Albert Hafsteinsson ('78)
9. Viktor Jónsson (f) ('78)
10. Steinar Þorsteinsson ('78)
19. Marko Vardic
22. Ómar Björn Stefánsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
15. Gabríel Snær Gunnarsson ('78)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('60)
18. Guðfinnur Þór Leósson ('78)
20. Ísak Máni Guðjónsson ('78)
23. Jón Viktor Hauksson ('78)
28. Birkir Hrafn Samúelsson
77. Brynjar Óðinn Atlason
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Stefán Þór Þórðarson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic

Gul spjöld:
Jón Gísli Eyland Gíslason ('21)
Ómar Björn Stefánsson ('82)

Rauð spjöld: