Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Breiðablik
2
1
Stjarnan
Kristinn Steindórsson '28 1-0
1-1 Örvar Eggertsson '50
Höskuldur Gunnlaugsson '94 2-1
23.04.2025  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og sumar!
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson ('73)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('73)
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
8. Viktor Karl Einarsson ('73)
11. Aron Bjarnason ('73)
13. Anton Logi Lúðvíksson
16. Dagur Örn Fjeldsted
24. Viktor Elmar Gautason
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Dagur Elís Gíslason

Gul spjöld:
Valgeir Valgeirsson ('17)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Fyrirliðinn magnaði tók málin í sínar hendur
Hvað réði úrslitum?
Stjarnan byrjaði betur í báðum hálfleikum en heilt yfir voru Blikarnir sterkari og áttu stigin þrjú skilið. Þetta virtist vera að fjara út en þá steig Höskuldur Gunnlaugsson, þessi magnaði fyrirliði, upp og tók málin í sínar hendur. Markið var stórkostlegt og gæti verið stór fyrir Blikana fyrir framhaldið.
Bestu leikmenn
1. Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
Þá hann hafi ekki skorað eða lagt upp, þá var Óli Valur stórkostlegur í kvöld. Hans gömlu liðsfélagar í Stjörnunni réðu ekkert við hann og skapaði Óli mikla hættu.
2. Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)
Kom inn í vörnina og spilaði eins og kóngur í baráttunni við Andra Rúnar og Emil Atla.
Atvikið
Það er auðvitað bara sigurmarkið sem Höskuldur skorar á lokaandartökum leiksins. Litla atvikið sem það var!
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik kemst aftur á sigurbraut eftir slæmt tap gegn Fram í síðustu umferð. Ég held að þessi sigur sé mikilvægari en menn kannski gera sér grein fyrir núna. Þetta var stór sigur fyrir Blika þó stutt séð liðið á sumarið. Stjarnan var með fullt hús fyrir þennan leik en þetta var þeirra fyrsta tap.
Vondur dagur
Óli Valur var frábær hjá Blikunum en mér fannst Benedikt Warén ekki finna sama taktinn gegn sínum gömlu félögum í Breiðabliki. Hann náði sennilega minnstum takti af sóknarmönnum Stjörnunnar. Alex Þór leit því miður ekki vel út í markinu sem Höskuldur skorar, mjög auðvelt fyrir fyrirliða Blika að snúa hann af sér.
Dómarinn - 7
Mér fannst heilt yfir Elías hafa góð tök á leiknum og dæma vel. Stjörnumenn voru ósáttir við augnablik undir lokin þar sem klárlega var brotið á Emil Atla og ekkert dæmt á það, en það réði ekki úrslitum. Það átti fullt eftir að gerast.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
10. Samúel Kári Friðjónsson ('75)
19. Daníel Finns Matthíasson ('75)
22. Emil Atlason (f)
23. Benedikt V. Warén
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('68)
30. Kjartan Már Kjartansson ('63)
32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('63)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
11. Adolf Daði Birgisson
14. Jón Hrafn Barkarson ('63)
17. Andri Adolphsson ('68)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('63)
24. Sigurður Gunnar Jónsson ('75)
29. Alex Þór Hauksson ('75)
39. Elvar Máni Guðmundsson
41. Alexander Máni Guðjónsson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Guðmundur Kristjánsson
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Kjartan Már Kjartansson ('41)
Baldur Logi Guðlaugsson ('65)
Daníel Finns Matthíasson ('73)
Jökull I Elísabetarson ('95)

Rauð spjöld: