Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Afturelding
1
0
Víkingur R.
Hrannar Snær Magnússon '67 , víti 1-0
24.04.2025  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('74)
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('82)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('74)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('74)
19. Sævar Atli Hugason ('74)
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('82)
22. Rikharður Smári Gröndal
27. Enes Þór Enesson Cogic
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Axel Óskar Andrésson ('53)
Arnór Gauti Ragnarsson ('59)
Hrannar Snær Magnússon ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrsti sigur Aftureldingar í efstu deild er staðreynd! Þeir hafa hér betur gegn Víkingum í hörku leik.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
95. mín Gult spjald: Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
94. mín
Tíminn er að renna út fyrir Víkinga að ætla að bjarga því sem bjargað verður.

Á sama tíma er Afturelding nálægt því að landa sínum fyrsta sigri í efstu deild.
91. mín
Afturelding sækir hratt á Víkinga sem eru fáliðaðir til baka og Georg Bjarna á skot framhjá markinu.
90. mín
Sex mínútur í uppbót
87. mín
Færi! Gylfi Þór tekur hornspyrnu sem er flikkað áfram á Oliver Ekroth sem skólfar boltanum yfir markið.
82. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
78. mín
Valdimar Þór með skemmtilega takta og snýr sig lausan og keyrir í átt að marki. Setur botann út á Erling Agnars sem setur hann aftur í leið Valdimars Þórs sem tekur hann í fyrsta en Afturelding nær að henda sér fyrir.
74. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
74. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
74. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
73. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á flottum stað fyrir fyrirgjöf.
71. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
67. mín Mark úr víti!
Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
AFTURELDING TEKUR FORYSTU! Sendir Ingvar í vitlaust horn og Hrannar Snær Magnússon skrifar sig í sögubækur Aftureldingar sem fyrsti markaskorari þeirra í efstu deild!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

66. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
66. mín
VÍTI! Afturelding fær vítaspyrnu!

Oliver Ekroth tekur Hrannar Snær niður og vítaspyrna dæmd.
64. mín
Inn:Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.) Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.) Út:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
63. mín
Víkingar eru að banka. Gylfi vinnur hornspyrnu sem ekkert verður úr.
61. mín
Sveinn Gísli með flotta fyrirgjöf á fjær þar sem Gylfi og Erlingur Agnars eru svolítið fyrir hvor öðrum og Erlingur á síðustu snertingu áður en hann fer aftur fyrir.
59. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
Fær gult í baráttunni við Ekroth.
56. mín
Opnast smá svæði aftast hjá Aftureldingu og Gylfi Þór er á sprettinum og á flotta fyrirgjöf fyrir markið ætlaða Hegla Guðjons sem missir af honum en Afturelding hendir sér sniður og skallar boltann frá í anda Phil Jones og koma boltanum svo frá.
54. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Afskaplega soft spjald veður að viðurkennast.
53. mín Gult spjald: Axel Óskar Andrésson (Afturelding)
50. mín
Sveinn Gísli með hörku sprett upp völlinn og hristir af sér hvern leikmann á fætur öðrum áður en hann kemur boltanum á Helga Guðjóns sem nær ekki skoti að marki og sóknin rennur svo út í sandinn.

Axel Óskar lá hinsvegar eftir þessa syrpu frá Sveini Gísla og fær aðhlýningu.
47. mín
Afturelding vinnur boltann framarlega á vellinum og Arnór Gauti á skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir.
Elmar Kári vann boltann og féll við í teignum í aðdragandanum og heyrðust einhver köll um víti en Gunnar Oddur samkvæmur sjálfum sér.
46. mín
Engar breytingar sjáanlega í hálfleik þegar við förum aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur
+3

Liðin fara markalaus til hálfleiks. Afturelding unnið sig vel inn í leikinn eftir hæga byrjun og má vel færa rök fyrir því að þeir hafi verið betri aðilinn eftir því sem á leið.

Þetta verður allavega áhugaverður seinni hálfleikur.
45. mín
Tvær mínútur í uppbót
43. mín
Helgi Guðjóns með fyrirgjöf fyrir markið en Erlingur Agnars nær ekki að stýra skallanum í átt að marki úr þröngri stöðu.
42. mín Gult spjald: Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
40. mín
Afturelding verið mjög hættulegir. Eru að komast í fullt af flottum stöðum.
34. mín
Víkingar koma boltanum í netið en flaggið á loft.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín
Mistök í sendingu hjá Víkingum og Afurelding geysist fram en ná ekki að ógna.

Afturelding heldur þó í boltann og Elmar Kári reynir að keyra inn á teig og fellur við, hann vill víti en ekkert dæmt.
28. mín
Færi! Georg Bjarnason að koma sér í frábær færi en Ingvar Jóns nær frábærri vörslu! Frábær undirbúningur af þessu og skemmtilegt samspil milli Georgs og Elmars Kára.
27. mín
Afturelding að ná flottum köflum þessa stundina. Aron Jóhannsson að koma sér í skotfæri en skotið beint á Ingvar.
25. mín
Arnór Gauti að skapa ursla með löngum innköstum hjá Aftureldingu.
23. mín
Elmar Kári með tilraun sem Ingvar tekur.

Stuttu áður áttu heimamenn tilraun rétt framhjá markinu.
19. mín
Víkingar vilja víti Karl Friðleifur með frábæra stungu í hlaupið hjá Erlingi Agnarssyni sem pikkar boltanum framhjá Jökli í markinu en Jökull fær hann í sig áður en hann tekur svo Erling niður.

Hefði mögulega átt að vera vítaspyrna þarna? Jökull stálheppinn að ná snertingu á boltann áður en hann tekur Erling niður allavega.
17. mín
GYLFI!! Mistök í öftustu línu Aftureldingar og Gylfi Þór er einn á móti Jökli en Jökull tekur hann!

Þarna átti að vera 1-0 Víkingur en Jökull bjargaði svo sannarlega!
16. mín
Gylfi með aukaspyrnu inn á teig Aftureldingar á Svein Gísla sem nær flottum skalla en nær ekki að stýra honum á rammann.
15. mín
Daníel Hafsteins reynir að vippa boltanum innfyrir en vörn Aftureldingar er virkilega þétt.
13. mín
Víkingar að koma boltanum inn á teig Aftureldingar en flaggið á loft.
7. mín
Georg Bjarnason og Helgi Guðjóns í baráttu um boltann og Helgi fer niður og aukaspyrna dæmd við vítateigin vistra meginn.
6. mín
Frábær sending innfyrir í hlaup hjá Erlingi Agnars sem mér sýndist vera rangur en flaggið var niðri. Afturelding dílar vel við það og kemur boltanum frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað og það eru heimamenn sem sparka þessu í gang.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Elmar Kári Enesson Cogic er í byrjunarliði Aftureldingar í fyrsta sinn í deildinni. Hann var í byrjunarliðinu í 5-0 sigri gegn Hetti/Huginn í Mjólkurbikarnum þar sem hann skoraði og lagði upp tvö.

Það eru þrjár breytingar á liði Víkings sem tapaði gegn ÍBV. Oliver Ekroth spilar sinn fyrsta leik í sumar og Erlingur Agnarsson og Viktor Örlygur Agnarsson koma einnig inn. Atli Þór Jónasson, Matthías Vilhjálmsson og Stígur Diljan Þórðarson setjast á bekkinn.
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrir leik
Magnús Már: Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur sjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingarnir töpuðu óvænt 3-0 gegn ÍBV í bikarnum á dögunum. Hefurðu horft mikið í þann leik?

„Bara alla leikina sem þeir hafa spilað í sumar, við skoðum alla leiki til að búa til eitthvað leikplan. Hver leikur hefur sitt líf í fótbolta. Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur sjálfa. Ég er handviss um að ef við spilum á okkar getu á fimmtudaginn, þá verður þetta hörkuleikur," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.

Það styttist í það að félagaskiptaglugginn loki. Er Afturelding að leita að leikmanni?

„Við erum að skoða og við höfum gert það í talsverðan tíma, en við viljum vanda okkur vel. Við viljum fá leikmann sem passar inn í hópinn og það sem við erum að gera. Það er ekki hlaupið að því þar sem við erum með öflugan hóp," segir Maggi.

„Við viljum fá leikmann sem lyftir hópnum upp og styrkir okkur. Við höfum verið að leita og vonumst til að eitthvað gangi áður en glugginn lokar. Það verður að vera rétti leikmaðurinn."

   22.04.2025 15:00
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Þór Llorens Þórðarson spáir í þriðju umferðina. Þór var hetja Káramanna í sigrinum óvænta gegn Fylki í Mjólkurbikarnum á dögunum en hann er með eitraðan vinstri fót.

Afturelding 1 - 0 Víkingur R.
Senur í Mosó. Það verður alvöru mæting þar sem mosfellingar búa til alvöru stemningu og þar verður Hilmar Ásgeirs fremstur í flokki. Jökull kemst fljótlega í hausinn á Víkingunum og heldur hreinu. Hrannar Snær er pirrandi fljótur og hættir ekki að keyra á menn, hann klárar þetta fyrir Mosfellinga í uppbótartíma og fer úr treyjunni því hann má það.

Mynd: Sveinbjörn Geir Hlöðversson

Fyrir leik
Afturelding Heimamenn í Aftureldingu byrjuðu mótið á tapi gegn Breiðablik á Kópavogsvelli 2-0 en náðu sér í sitt fyrsta stig á þessum velli í síðustu umferð með markalausu jafntefli gegn ÍBV. Afturelding vonast til þess að ná að skora sitt fyrsta mark í efstu deild hér í kvöld.

Afturelding fór auðveldlega í gegnum 32-liða úrslit bikarsins sem spilað var yfir páskana. Þeir höfðu betur 5-0 gegn Hetti/Huginn.

Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Víkingur R. Víkingar eru með fullt hús eftir tvær umferðir í Bestu deild karla. Í fyrstu umferð höfðu Víkingar betur gegn ÍBV 2-0 á Víkingsvelli og fylgdu svo vel á eftir með 4-0 sigri gegn KA.

Víkingar sem hafa síðustu ár verið gríðarlega sigursælt bikarlið féllu hins vegar úr leik í 32-liða úrslitum gegn ÍBV um páskana með 0-3 tapi og verður því áhugavert að sjá hvernig þeir mæta til leiks hér í kvöld. Sölvi Geir Ottesen sagði í viðtali við Vísi eftir leik að strákarnir hans fengu páskafríið til þess að hugsa sinn gang.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Oddur Hafliðason heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.
Fjórði dómari í kvöld er Sveinn Arnarsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Georg Lárusson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Malbikstöðinni við Varmá þar sem heimamenn í Aftureldingu taka á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('64)
4. Oliver Ekroth (f)
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('74)
9. Helgi Guðjónsson ('71)
11. Daníel Hafsteinsson ('64)
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
32. Gylfi Þór Sigurðsson
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
6. Gunnar Vatnhamar ('64)
15. Róbert Orri Þorkelsson
17. Atli Þór Jónasson
19. Þorri Ingólfsson
23. Nikolaj Hansen ('74)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('71)
27. Matthías Vilhjálmsson
77. Stígur Diljan Þórðarson ('64)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Tarik Ibrahimagic ('42)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('54)
Oliver Ekroth ('66)

Rauð spjöld: