Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 22. apríl 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mætir ÍA í næstu umferð Mjólkurbikarsins.
Afturelding mætir ÍA í næstu umferð Mjólkurbikarsins.
Mynd: Raggi Óla
Mosfellingar spila við Víkinga á sumardaginn fyrsta.
Mosfellingar spila við Víkinga á sumardaginn fyrsta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er lið sem við þekkjum vel. Nágrannar okkar þannig séð. Við höfum spilað marga leiki við þá undanfarin ár og þetta eru yfirleitt hörkuleikir," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Fótbolta.net í dag.

Afturelding mætir ÍA í Mjólkurbikarnum eftir að hafa unnið þægilegan sigur á Hetti/Hugin í 32-liða úrslitunum um páskana.

„Þetta var fínn leikur hjá okkur á móti Hetti/Hugin. Frammistaðan var frábær, við héldum hreinu og vorum sóknarlega góðir. Vonandi gefur þetta góð fyrirheit fyrir næsta leik."

Skoða alla leiki
Sumarið er komið á fleygiferð. Afturelding mætir Víkingi í næsta deildarleik sínum á sumardeginum fyrsta. Mosfellingar eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína á meðan Víkingur hefur unnið báða sína leiki.

„Við spiluðum fyrsta heimaleikinn á móti ÍBV í mesta kulda sem hefur verið í Mosfellsbæ held ég, en núna er sumardagurinn fyrsti og við fáum miklu betra veður og vonandi meira af fólki og meiri stemningu. Við þurfum að vera hugrakkir og mæta grimmir," segir Maggi.

Víkingarnir töpuðu óvænt 3-0 gegn ÍBV í bikarnum á dögunum. Hefurðu horft mikið í þann leik?

„Bara alla leikina sem þeir hafa spilað í sumar, við skoðum alla leiki til að búa til eitthvað leikplan. Hver leikur hefur sitt líf í fótbolta. Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur sjálfa. Ég er handviss um að ef við spilum á okkar getu á fimmtudaginn, þá verður þetta hörkuleikur."

Vonast til að bæta við einum leikmanni
Það styttist í það að félagaskiptaglugginn loki. Er Afturelding að leita að leikmanni?

„Við erum að skoða og við höfum gert það í talsverðan tíma, en við viljum vanda okkur vel. Við viljum fá leikmann sem passar inn í hópinn og það sem við erum að gera. Það er ekki hlaupið að því þar sem við erum með öflugan hóp," sagði Maggi.

„Við viljum fá leikmann sem lyftir hópnum upp og styrkir okkur. Við höfum verið að leita og vonumst til að eitthvað gangi áður en glugginn lokar. Það verður að vera rétti leikmaðurinn."

Er eitthvað sem er nálægt því að gerast?

„Við höfum verið í viðræðum við leikmenn. Eitthvað hefur dottið upp fyrir af ýmsum ástæðum. Við erum að skoða markaðinn og það eru einhver nöfn á borðinu. Það kemur í ljós á næstu dögum hvað gerist. Ég reikna með að við bætum við einum manni áður en glugginn lokar," sagði Maggi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner