Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
   þri 22. apríl 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mætir ÍA í næstu umferð Mjólkurbikarsins.
Afturelding mætir ÍA í næstu umferð Mjólkurbikarsins.
Mynd: Raggi Óla
Mosfellingar spila við Víkinga á sumardaginn fyrsta.
Mosfellingar spila við Víkinga á sumardaginn fyrsta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er lið sem við þekkjum vel. Nágrannar okkar þannig séð. Við höfum spilað marga leiki við þá undanfarin ár og þetta eru yfirleitt hörkuleikir," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Fótbolta.net í dag.

Afturelding mætir ÍA í Mjólkurbikarnum eftir að hafa unnið þægilegan sigur á Hetti/Hugin í 32-liða úrslitunum um páskana.

„Þetta var fínn leikur hjá okkur á móti Hetti/Hugin. Frammistaðan var frábær, við héldum hreinu og vorum sóknarlega góðir. Vonandi gefur þetta góð fyrirheit fyrir næsta leik."

Skoða alla leiki
Sumarið er komið á fleygiferð. Afturelding mætir Víkingi í næsta deildarleik sínum á sumardeginum fyrsta. Mosfellingar eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína á meðan Víkingur hefur unnið báða sína leiki.

„Við spiluðum fyrsta heimaleikinn á móti ÍBV í mesta kulda sem hefur verið í Mosfellsbæ held ég, en núna er sumardagurinn fyrsti og við fáum miklu betra veður og vonandi meira af fólki og meiri stemningu. Við þurfum að vera hugrakkir og mæta grimmir," segir Maggi.

Víkingarnir töpuðu óvænt 3-0 gegn ÍBV í bikarnum á dögunum. Hefurðu horft mikið í þann leik?

„Bara alla leikina sem þeir hafa spilað í sumar, við skoðum alla leiki til að búa til eitthvað leikplan. Hver leikur hefur sitt líf í fótbolta. Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur sjálfa. Ég er handviss um að ef við spilum á okkar getu á fimmtudaginn, þá verður þetta hörkuleikur."

Vonast til að bæta við einum leikmanni
Það styttist í það að félagaskiptaglugginn loki. Er Afturelding að leita að leikmanni?

„Við erum að skoða og við höfum gert það í talsverðan tíma, en við viljum vanda okkur vel. Við viljum fá leikmann sem passar inn í hópinn og það sem við erum að gera. Það er ekki hlaupið að því þar sem við erum með öflugan hóp," sagði Maggi.

„Við viljum fá leikmann sem lyftir hópnum upp og styrkir okkur. Við höfum verið að leita og vonumst til að eitthvað gangi áður en glugginn lokar. Það verður að vera rétti leikmaðurinn."

Er eitthvað sem er nálægt því að gerast?

„Við höfum verið í viðræðum við leikmenn. Eitthvað hefur dottið upp fyrir af ýmsum ástæðum. Við erum að skoða markaðinn og það eru einhver nöfn á borðinu. Það kemur í ljós á næstu dögum hvað gerist. Ég reikna með að við bætum við einum manni áður en glugginn lokar," sagði Maggi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner