Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Fram
0
0
Afturelding
28.04.2025  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Magnús Þórir Matthíasson, lýsandi og fyrrum fótboltamaður, spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar. Hann er ekki maður sem spáir jafnteflum.

Fram 2-0 Afturelding
Leikurinn þar sem tveir pólar mætast en gamli skólinn vs nútíminn. Mosóbrósarnir eiga það til að fljúga hátt og liggja svo kylliflatir stuttu seinna t.d. Guðmundur og Guðbjörn Pálssynir hafa gert það oft í gegnum tíðina og það mun verða raunin í dal draumanna á köldu mánudagskvöldi. Magnús Már og hans menn munu ekki ráða við reiða Framara sem fengu skell á móti ÍBV 3-1 tap niðurstaðan og innanbúðar vesen á Ólafi Íshólm sem var hluti af 5-6 manna fyrirliðateymi Rúnars. Fram munu þjappa sér vel saman og lemja á reynslulitlu liði Aftureldingar sem verða undir í baráttunni og lokatölur öruggur 2-0 sigur Framara en Fred mun skora úr vítaspyrnu og Grindvíkingurinn geðveiki Sigurjón Rúnarsson mun gera hitt markið af harðfylgi eftir hornspyrnu.

Mynd: Njarðvík
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs.
Fjórði dómari er Þórður Þorsteinn Þórðarson og eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fram Fram eru með þrjú stig eftir þrjá leiki. Eftur tap gegn ÍA í fyrstu umferð fylgdi frábær sigur gegn Breiðablik í annari umferð. Fram náði þó ekki að fylgja þeim sigri eftir gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð þar sem þeir lutu í lægra hald 3-1.

Kennie Chopart og Guðmundur Magnússon hafa báðir skorað tvö mörk hvor í upphafi móts og verður áhugavert að sjá hvort þeir nái að bæta við það í kvöld.

Fyrir leik
Afturelding Afturelding eru með fjögur stig eftir þrjár umferðir. Sögulegur sigur hjá þeim í síðustu umferð gegn Víkingum en það var fyrsti sigur þeirra í efstu deild. Hrannar Snær Magnússon skoraði eina mark leiksins og varð hann um leið fyrsti markaskorari Aftureldingar í efstu deild.

Afturelding vonast til þess að hamra járnið meðan það er heitt og mæta fullir sjálfstrausts til leiks.

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Lambhagavellinum þar sem heimamenn í Fram taka á móti Afturelding í 4. umferð Bestu deild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: