Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
KR
5
0
ÍA
Aron Sigurðarson '24 1-0
Luke Rae '32 2-0
Matthias Præst '64 3-0
Aron Sigurðarson '85 4-0
Eiður Gauti Sæbjörnsson '89 5-0
27.04.2025  -  19:15
AVIS völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað 9° og logn
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 1287
Maður leiksins: Aron Sigurðarson (KR)
Byrjunarlið:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('80)
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
11. Aron Sigurðarson (f) ('91)
16. Matthias Præst ('73)
17. Luke Rae ('91)
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
28. Hjalti Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson ('73)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('73)
14. Alexander Rafn Pálmason ('80)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
22. Ástbjörn Þórðarson ('91)
23. Atli Sigurjónsson ('73)
24. Kristófer Orri Pétursson
27. Róbert Elís Hlynsson
30. Sigurður Breki Kárason ('91)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Theodór Elmar Bjarnason
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Björn Valdimarsson
Lúðvík Júlíus Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Fyrsti sigur KR í deildinni er algjört rúst
Hvað réði úrslitum?
Skagamenn voru töluvert betra liðið fyrstu 20 mínúturnar í leiknum. Þeir náðu hinsvegar ekki að nýta sér það og KR skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu. Eftir það tóku KR-ingar hægt og rólega yfir leikinn og kreistu í raun allt sjálfstraust úr Skagamönnum. Eftirleikurinn var einfaldur fyrir KR.
Bestu leikmenn
1. Aron Sigurðarson (KR)
Aron kom til baka eftir tveggja leikja bannið sitt og var hreint út sagt frábær. Tvö mörk og stoðsending fyrir hann í dag, og fleiri færi sem hefðu með heppni getað gert tölfræðina hans ennþá betri.
2. Luke Rae (KR)
Luke skoraði annað mark KR í leiknum, mark sem hann átti algjörlega sjálfur. Hann var öflugur í sóknarleiknum en einna helst var það orkan í honum sem var frábær. Hann var út um allt á vellinum og barðist endalaust fyrir liðið.
Atvikið
Fyrsta mark leiksins kemur þvert gegn gangi leiksins. Léleg varnarvinna hjá ÍA þar sem þeir ná ekki að klukka leikmenn KR eftir að KR átti innkast. Það var vendipunkturinn í leiknum.
Hvað þýða úrslitin?
KR-ingar taka fyrsta sigurinn í deildinni á þessu tímabili og eru komnir með sex stig. Þeir lyfta sér þar af leiðandi upp í þriðja sætið, allaveg í bili. Skagamenn detta niður í 11. sætið og eru með þrjú stig. Þeir hafa núna tapað þremur leikjum í röð.
Vondur dagur
Fremstu menn ÍA hefðu getað komið gestunum í góða stöðu snemma í leiknum. Viktor Jónsson og Gísli Laxdal fengu báðir mjög góðar stöður, og færi til þess að koma ÍA yfir en þeir klikkuðu á því. Mark hjá ÍA snemma og þetta hefði mögulega verið allt annar leikur.
Dómarinn - 7
Það var greinilegt að Elías var að reyna að halda spjöldunum í vasanum í þessum leik sem ég var bara hrifinn af. Hann fer hinsvegar frá 8 niður í 7 fyrir gula spjaldið sem hann setur á Steinar Þorsteinsson fyrir dýfu. Ekkert risa atriði en mér fannst það illa vegið að gefa Steinari gult þar.
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
8. Albert Hafsteinsson ('75)
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f) ('46)
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('87)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson ('51)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
5. Baldvin Þór Berndsen
10. Steinar Þorsteinsson ('46)
15. Gabríel Snær Gunnarsson ('87)
18. Guðfinnur Þór Leósson ('75)
19. Marko Vardic ('51)
20. Ísak Máni Guðjónsson
25. Logi Mar Hjaltested
28. Birkir Hrafn Samúelsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic

Gul spjöld:
Steinar Þorsteinsson ('58)
Dean Martin ('59)
Viktor Jónsson ('83)

Rauð spjöld: