Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Besta-deild karla
Fram
LL 3
0
Afturelding
Besta-deild karla
Valur
LL 1
1
Víkingur R.
Valur
1
1
Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson '22 , víti
Patrick Pedersen '64 1-1
28.04.2025  -  19:15
Valsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 7° skýjað og smá gola
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Byrjunarlið:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Antonsson
7. Aron Jóhannsson ('79)
8. Jónatan Ingi Jónsson ('90)
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('74)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson ('74)
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Marius Lundemo ('90)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Tómas Bent Magnússon ('90)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('79)
11. Sigurður Egill Lárusson ('74)
13. Kristján Oddur Kristjánsson
19. Orri Hrafn Kjartansson ('74)
21. Jakob Franz Pálsson
23. Adam Ægir Pálsson ('90)
45. Þórður Sveinn Einarsson
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Chris Brazell

Gul spjöld:
Orri Sigurður Ómarsson ('81)
Marius Lundemo ('83)
Birkir Heimisson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan í kvöld þar sem bæði mörkin komu úr vítum. Mikill baráttu leikur og Víkingar nálægt því að stela þessu í lokin.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld.
94. mín
Bjargað á línu! Víkingar fá þá horn en eftir það lendir boltinn hjá Valdimar inn í teig. Hann þrumar inn í þvöguna og boltinn skoppar af Tómasi Bent en þá mætir Bjarni mark með hjólhestinn af línunni!

Þvílík björgun!
93. mín
SLÁIN!! Gylfi með góða sendingu inn á teig og Helgi tekur skallann sem er virkilega góður. Stefán tekur hinsvegar frábæra vörslu í slánna og aftur fyrir.
92. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á vinstri kantinum. Góð fyrirgjafarstaða og Gylfi mætir til þess að taka.
91. mín
Uppbótartími verður að minnsta kosti fjórar mínútur.
90. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
90. mín
Inn:Tómas Bent Magnússon (Valur) Út:Marius Lundemo (Valur)
90. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
88. mín
Birkir Heimisson með aukaspyrnu fyrir Val út á vinstri kanti, hann lyfir boltanum inn í teig en Ingvar kýlir frá. Jónatan nær þá lausa boltanum og tekur fast skot en yfir markið.
84. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
84. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
84. mín
Inn:Róbert Orri Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Bara búinn að vera inná í rúmt korter, en meiðist eitthvað hér.
83. mín
Karl Friðleifur fær boltann úti hægra meginn og keyrir svo inn á völlinn. Hannt tekur skotið fyrir utan teig en rétt yfir markið.
83. mín Gult spjald: Marius Lundemo (Valur)
Aftur er Valdimar á leiðinni í skyndisókn en Marius tosar í hann að aftan.
81. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Nartar í hælana á Valdimar sem var á leiðinni í skyndisókn.
79. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
78. mín
Þarf að hitta á markið þarna Jónatan með mjög góðan bolta inn á teig þar sem Sigurður Egill er mættur. Hann nær skallanum en þarf að gera betur þarna, afbragðs færi og þetta fer framhjá.
74. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
74. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
72. mín
Virkilega góð sending inn fyrir hjá Patrick sem er ætluð Aroni. Ingvar er hinsvegar fljótur út úr markinu og er rétt á undan í boltann, og hann tæklar hann útaf í innkast.
69. mín
Lúkas reynir við skotið fyrir utan teig en þetta fer beint á Ingvar.
67. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
67. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.)
66. mín
Sveinn Gísli með fast skot fyrir utan teig rétt framhjá markinu. Fín tilraun!
64. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Frábær spyrna! Ingvar fer í rétt horn og er ekki langt frá þessu en spyrnan hjá Pedersen föst og alveg út við stöng.
62. mín Gult spjald: Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
VALSARAR FÁ VÍTI!! Valur með aukaspyrnu sem þeir taka hana hratt og Patrick gefur á Jónatan sem er kominn í mjög góða stöðu. Vatnhamar of seinn að elta Jónatan og þegar hann gefur fyrir þá keyrir Vatnhamar inn í hann.

Rétt dómgæsla.
59. mín
Valsarar með hornpyrnu og Birkir lyftir þessu inn á teiginn. Bjarni er í boltanum en nær ekki að hleypa skoti af þannig að þetta rennur bara út í sandinn.
58. mín
Það er kominn einhver smá hiti í stúkuna báðu megin þar sem menn eru að hey-a á öll minnstu vafa atriði hjá dómaranum.

Outkast er samt ótrúlegt en sagt, ekki í spilun.
54. mín Gult spjald: Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.)
51. mín
Víkingar fá aukaspyrnu út á kanti sem Helgi tekur. Hann ætlar að sveifla boltanum inn á teig en þetta fer of nálægt Stefáni sem handsamar þennan bolta.
48. mín
Darraðardans Birkir tekur hornspyrnu fyrir Valsara sem hann lyftir á fjærstöngina þar sem Hólmar skallar boltann aftur inn í pakkann. Þar verður gamli góði darraðardansinn þar sem menn eru í veseni með að hreinsa en það tekst á lokum.
46. mín Gult spjald: Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
Tosar aftan í Jónatan sem er á leiðinni í skyndisókn. Rétt á undan því voru þeir búnir að skapa sér gott færi bara nokkrar sekúndur inn í seinni hálfleikinn. Víkingar ætla að byrja þetta af kröftum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Óhætt að segja að þetta hafi ekki verið nein svakaleg flugeldasýning hér í fyrri hálfleik. Stuðningsmenn eru hinsvegar í stuði og það hlýtur að smitast inn á völlinn fyrir seinni hálfleikinn.

Víkingar leiða með einu þegar við tökum korters pásu.
45. mín Gult spjald: Aron Baldvin Þórðarson (Víkingur R.)
Tuðar full mikið yfir þessu broti sem Tarik átti að fá að mati Sigurðs.
45. mín
Þarna fannst mér auglóslega brotið á Tarik en Sigurður sagði nei. Jónatan fær þá boltann og keyrir í átt að marki og nær skoti, þetta fer hinsvegar í varnarmann og svo tekur Ingvar þetta.
40. mín
Önnur hornspyrna hjá Víkingum sem Gylfi tekur og þessi fer á nærstöngina. Erlingur nær smá snertingu á boltann en boltinn fer svo beint í varnarmann og Valsarar ná að hreinsa.
37. mín
Spyrnan er góð og Davíð nær skallanum, en ekki nægilega hnitmiðað hjá honum og yfir markið.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
36. mín
Víkingar vinna hornpyrnu og í þetta skipti ætlar Gylfi að taka hana. Hann hefur tekið nokkrar áður.
28. mín
Helgi með boltann úti vinstra megin og hann gefur fastan bolta fyrir markið. Hólmar rennir sér á eftir boltanum og er nálægt því að skora sjálfsmark. Stefán hinsvegar vel á verði og tekur þennan bolta, þetta hefði líka aldrei verið tekið gilt því að það var búið að flagga Helga rangstæðan.
25. mín
Dauðafæri!!! Sérkennilegt spil hjá Völsurum sem gengur samt einhvernegin upp. Lúkas lyftir boltanum á Tryggva inn í teig sem skallar boltann áfram á fjærstöngina. Þar er Jónatan sem skallar boltann niður í grasið fyrir Patrick og hann tekur skotið örfáum metrum frá markinu en skotið er framhjá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
22. mín Mark úr víti!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
1-0 Öruggt, sendir Stefán í rangt horn og rúllar honum í netið!

Vel tekið víti en það vekur mögulega athygli að Gylfi er á vellinum og hann tekur ekki þessa spyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

21. mín
VÍTI FYRIR VÍKINGA! Stígur fær boltann inn á teignum og Birkir skilur eftir latan fót á eftir sér. Stígur fellur um hann og réttilega dæmt víti.

Slakt hjá Birki.
19. mín
Lúkas með flottan bolta inn á teig og Patrick rís hæst. Hann skallar boltann í átt að marki en frekar beint á Ingvar sem er ekki í miklum vandræðum.
18. mín
Gylfi með góðan bolta inn á teig ætlað Stíg en Stefán vel á verði, kemur út úr markinu og handsamar boltann.
17. mín
Undanfarnar mínútur nokkuð rólegar, mikið um stöðubaráttu. Víkingar búnir að nú upp nokkrum fínum spil köflum en hafa ekki náð að skapa úr því.
9. mín
Víkingar að spila hratt á milli sín og varnarmenn Valsara í erfiðleikum með að klukka þá. Gylfi gefur loka boltaninn á teig þar sem Stígur kemst í skotið en það fer í varnarmann og aftur fyrir.

Víkingar taka hornspyrnuna og það er Helgi Guðjóns sem tekur en ekkert kemur úr henni.
6. mín
Víkingar vilja víti Stígur er að sleppa í gegn og er kominn inn í teig á fullri ferð. Orri nær aðeins að halda í við hann og gefur honum létt öxl í öxl check. Orri er einfaldlega mun sterkari og Stígur flýgur í jörðina.

Stúkan brjálast en þetta var hárrétt hjá Sigurði.
5. mín
Orri með fínan bolta inn á teig ætlað Patrick, hann er undir stífri gæslu hinsvegar þannig hann nær aldrei að beina skallanum sínum almennilega og því fer þetta framhjá.
4. mín
Uppstilling Valur 4-4-2
Stefán (markmaður)
Orri - Hólmar - Bjarni - Birkir
Jonatan - Aron - Lundemo - Lúkas
Pedersen - Tryggvi

Uppstilling Víkingur 3-4-3
Ingvar (markmaður)
Tarik - Vatnhamar - Sveinn
Davið - Gylfi - Daníel - Helgi
Erlingur - Valdimar - Stígur
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður flautar og þetta er komið af stað.
Fyrir leik
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin Srdjan Tufegdzic þjálfari Valsara gerir tvær breytingar á liði sínu sem vann KA 3-1 í síðustu umferð. Aron Jóhannson kemur inn í liðið auk Hólmars Arnar Eyjólfssonar sem kemur til baka eftir leikbann. Orri Hrafn Kjartansson sest á bekkinn en Markus Lund Nakkim er ekki í hóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga gerir þrjár breytingar á sínu liði sem tapaði fyrir Aftureldingu 1-0 í síðustu umferð. Gunnar Vatnhamar og Valdimar Þór Ingimundarsson koma til baka eftir meiðsli og eru í byrjunarliðinu, en einnig fær Stígur Diljan Þórðarson tækifærið í byrjunarliðinu. Viktor Örlygur Andrason, Daníel Hafsteinsson og Karl Friðleifur Gunnarsson fá sér allir sæti á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spáin Magnús Þórir Matthíasson, lýsandi og fyrrum fótboltamaður, spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar sem hefst í dag.

Valur 2-1 Víkingur
Stórleikur umferðarinnar þar sem Gylfi okkar Sig mætir á sinn gamla heimavöll þar sem honum leið mjög vel en hann hafði enga trú á að þetta Valslið gæti lyft titlum á komandi tímabili, fór í frægu fýluna og fékk félagaskipti í Víkina. Valsmenn verið að sigla undir radarinn í fyrstu leikjunum með besta leikmann deildarinnar innan sinna raða á meðan það hefur verið hikst í Evrópu-Víkingum og meiðsli verið að plaga hópinn. Þegar það rignir þá oft hellirignir og það er staðan hjá Víkingum og ég spái 2-1 sigri Valsmanna. Staðan verður 1-1 í hálfleik eftir mörk frá Patrick Pedersen og Valdimari Þór Ingimundarsyni. Seinni hálfleikur verður bráðfjörugur en mörkin munu láta bíða eftir sér. Sölvi mun gera það sem hann hefur verið að hugsa undanfarið og kippir Gylfa af velli á 70 mínútu sem mun koma mörgum í opna skjöldu. Þetta verður til þess að leikmenn Víkinga á vellinum verða jafn hissa og fólkið í stúkunni og Valsmenn ganga á lagið síðustu 20 mínúrnar og Adam Ægir Pálsson gerir sigurmarkið á 82.mínútu á móti sínum gömlu félögum í Víking. Brosmildari mann munið þið ekki sjá í viðtölum það sem eftir lifir sumars en Túfa leggur alvarleikan og klisjurnar til hliðar og verður léttur og skemmtilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna í kvöld en honum til aðstoðar verða Patrik Freyr Guðmundsson og Ragnar Þór Bender.

Eftirlitsmaður KSÍ er Ingi Jónsson og varadómari er Elías Ingi Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður gefur hér Aroni Elís rautt spjald í viðureign liðanna í fyrra.
Fyrir leik
Sögulínur Það er ekki nóg með það að hér eru að mætast tvö af stærstu liðum deildarinnar heldur er Gylfi Þór Sigurðsson að mæta liðinu sem hann spilaði fyrir á síðasta tímabili. Það verður því áhugavert að sjá hvernig stuðningsmenn Vals taka á móti honum.

Það verður einnig vel hitað upp fyrir leikinn þar sem Fjósið opnar 17:30 og það er almennileg dagskrá í boði.
Fyrir leik
Víkingar að sýna veikleika Eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins hjá Víkingum sem voru báðir sigrar, bjuggust flestir við því að þeir væru jafn sterkir og á síðasta tímabili. Síðan þá hafa þeir hinsvegar tapað fyrir báðum nýliðum deildarinnar, fyrst gegn ÍBV í Mjólkurbikarnum og síðan gegn Aftureldingu 1-0 í síðustu umferð deildarinnar.

Deildin hefur þó spilast þannig að keppinautar Víkinga um titilinn hafa líka hikstað þannig með sigri hér í kvöld jafna þeir Breiðablik af stigum á toppi deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga og Aron Baldvin Þórðarson aðstoðarþjálfari
Fyrir leik
Fín byrjun hjá Val Valsarar hefðu líkast til viljað fara betur af stað í deildinni en þessi byrjun verður líkast til að teljast bara ágæt. Þeir hafa gert tvö jafntefli og unnið einn leik í fyrstu þremur leikjunum, en þessi einu sigur leikur kom í síðustu umferð gegn KA.

Jónatan Ingi Jónsson var í miklu stuði í þeim leik og skoraði tvö mörk, en hann hefur verið líkast til besti leikmaður Valsara á þessu tímabili hingað til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson
Fyrir leik
Stórleikur umferðarinnar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Víkings í 4. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Valsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('84)
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson ('67)
20. Tarik Ibrahimagic ('84)
24. Davíð Örn Atlason (f)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson ('67)
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
4. Oliver Ekroth
8. Viktor Örlygur Andrason ('67)
15. Róbert Orri Þorkelsson ('84)
17. Atli Þór Jónasson
19. Þorri Ingólfsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('67) ('84)
23. Nikolaj Hansen ('84)
27. Matthías Vilhjálmsson ('84)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Aron Baldvin Þórðarson ('45)
Sveinn Gísli Þorkelsson ('46)
Stígur Diljan Þórðarson ('54)
Gunnar Vatnhamar ('62)

Rauð spjöld: