
Valur
1
1
Víkingur R.

0-1
Helgi Guðjónsson
'22
, víti

Patrick Pedersen
'64
1-1
28.04.2025 - 19:15
Valsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 7° skýjað og smá gola
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Bjarni Mark Antonsson Duffield (Valur)
Valsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 7° skýjað og smá gola
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Bjarni Mark Antonsson Duffield (Valur)
Byrjunarlið:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
5. Birkir Heimisson

6. Bjarni Mark Antonsson
7. Aron Jóhannsson
('79)

8. Jónatan Ingi Jónsson
('90)

9. Patrick Pedersen

12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
('74)

15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
('74)

20. Orri Sigurður Ómarsson

22. Marius Lundemo
('90)
- Meðalaldur 29 ár


Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Tómas Bent Magnússon
('90)

10. Kristinn Freyr Sigurðsson
('79)

11. Sigurður Egill Lárusson
('74)

13. Kristján Oddur Kristjánsson
19. Orri Hrafn Kjartansson
('74)

21. Jakob Franz Pálsson
23. Adam Ægir Pálsson
('90)

45. Þórður Sveinn Einarsson
- Meðalaldur 26 ár
Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Chris Brazell
Gul spjöld:
Orri Sigurður Ómarsson ('81)
Marius Lundemo ('83)
Birkir Heimisson ('90)
Rauð spjöld:
Skýrslan: Víta jafntefli á Hlíðarenda
Hvað réði úrslitum?
Sitthvort liðið fékk réttilega víti og bæði skoruðu úr þeim. Ég gæti endað þetta þannig því það var lítið um færi í leiknum Valsarar heilt yfir örlítið betri af mínu mati, en Víkingar fengu tvö stórhættuleg færi í lok leiks þar sem þeir hefðu getað stolið þessu.
Bestu leikmenn
1. Bjarni Mark Antonsson Duffield (Valur)
Vörnin var mjög þétt og öflug hjá Val í dag þar sem þeir gáfu Víkingum mjög lítið færi á að skora. Bjarni fær að vera fulltrúi eftir algjörlega stórkostlega björgun á lokamínútunum.
2. Helgi Guðjónsson (Víkingur)
Helgi spilaði lengst af í vængbakverði fyrir Víkinga í dag og tókst að halda hættulegasta leikmanni Valsara Jónatan Inga nokkuð þöglum. Hann skoraði einnig úr vítinu en það var fátt um framúrskarandi frammistöður í þessum leik þannig Helgi þurfti ekki að gera meira til þess að vera númer 2.
Atvikið
Víkingar fá tvö stórhættuleg færi í lok leiks þar sem í fyrra skiptið ver Stefán mjög vel frá Helga Guðjónssyni og boltinn smellur svo í slánni. Nokkrum sekúndum þar á eftir á Valdimar skot sem er á leiðinni inn, en Bjarni Mark tekur bakfallspyrnu á marklínunni og nær að hreinsa boltann frá.
|
Hvað þýða úrslitin?
Valsarar eru enn taplausir en hafa gert þrjú jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum og eru því með 6 stig í 7. sæti deildarinnar. Víkingar hafa núna ekki unnið þrjá leiki í röð ef bikarinn er talinn með og aðeins skorað þetta eina mark úr vítaspyrnu í þeim þremur leikjum. Þeir eru með 7 stig í 2. sæti deildarinnar.
Vondur dagur
Það eru tvö víti í þessum leik og í bæði skipti klaufamistök hjá þeim sem braut af sér. Birkir Heimisson hjá Val og Gunnar Vatnhamar hjá Víking. Hinsvegar voru mjög langir kaflar í þessum leik þar sem Gylfi Þór Sigurðsson sem var valinn besti leikmaður deildarinnar af fréttariturum Fótbolti.net var hreinlega ósýnilegur. Maður setur háar kröfur á Gylfa en hann er ekki að komast nálægt því að mæta þeim í byrjun tímabils.
Dómarinn - 9
Mjög erfiður leikur að dæma þar sem var mikil harka og tveir vítadómar. Sigurður gerði rétt í báðum vítunum og hann leyfði hörkunni að lifa í leiknum eins vel og hann gat. Eflaust nokkur lítil atriði sem voru röng, en mér fannst teymið skila afbragðs vinnu í kvöld.
|
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson

6. Gunnar Vatnhamar

7. Erlingur Agnarsson
('84)

9. Helgi Guðjónsson

11. Daníel Hafsteinsson
('67)

20. Tarik Ibrahimagic
('84)

24. Davíð Örn Atlason (f)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson
('67)
- Meðalaldur 28 ár


Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
4. Oliver Ekroth
8. Viktor Örlygur Andrason
('67)

15. Róbert Orri Þorkelsson
('84)

17. Atli Þór Jónasson
19. Þorri Ingólfsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
('67)
('84)


23. Nikolaj Hansen
('84)

27. Matthías Vilhjálmsson
('84)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Aron Baldvin Þórðarson ('45)
Sveinn Gísli Þorkelsson ('46)
Stígur Diljan Þórðarson ('54)
Gunnar Vatnhamar ('62)
Rauð spjöld: