
Þróttur R.
1
1
Leiknir R.

Aron Snær Ingason
'4
1-0
1-1
Axel Freyr Harðarson
'52
02.05.2025 - 19:15
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: 7° glampandi sól og létt gola
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (Þróttur)
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: 7° glampandi sól og létt gola
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (Þróttur)
Byrjunarlið:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson

7. Eiður Jack Erlingsson
9. Viktor Andri Hafþórsson
('55)

19. Benóný Haraldsson
('71)


21. Brynjar Gautur Harðarson
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason

33. Unnar Steinn Ingvarsson
('88)
- Meðalaldur 23 ár


Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson
6. Emil Skúli Einarsson
('71)

10. Jakob Gunnar Sigurðsson
('55)

20. Viktor Steinarsson
80. Liam Daði Jeffs
('88)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Valgeir Einarsson Mantyla
Baldur Hannes Stefánsson
Birkir Björnsson
Hans Sævar Sævarsson
Amir Mehica
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira
Gul spjöld:
Benóný Haraldsson ('45)
Njörður Þórhallsson ('63)
Unnar Steinn Ingvarsson ('74)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli lokaniðurstaðan í kvöld. Þróttarar kannski aðeins svekktari með þessi úrslit en nokkuð sanngjörn úrslit í raun.
Viðtöl og skýrsla væntanlega seinna í kvöld.
Viðtöl og skýrsla væntanlega seinna í kvöld.
90. mín
Gult spjald: Ólafur Íshólm Ólafsson (Leiknir R.)

Aron Snær með góðan bolta inn fyrir og Liam Daði sloppinn í gegn. Ólafur kemur hinsvegar vel út á móti og þeir mæta eiginlega á sama tíma í boltann. Ólafur liggur svo eftir eitthvað þjáður eftir viðskiptin og Aðalbjörn stöðvar leikinn.
Þróttarar pirraðir þar sem hann dæmdi ekkert brot, þeir vildu fá að skora í autt markið.
Ólafur verður svo brjálaður út í Aðalbjörn fyrir að dæma ekkert á þetta og fær gult fyrir tuð.
Þróttarar pirraðir þar sem hann dæmdi ekkert brot, þeir vildu fá að skora í autt markið.
Ólafur verður svo brjálaður út í Aðalbjörn fyrir að dæma ekkert á þetta og fær gult fyrir tuð.
87. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu á hægri kantinum sem Gísli Alexander tekur, hann lyftir boltanum inn í teig þar sem Patryk nær skallanum en Þórhallur grípur þennan.
85. mín
AAAALLSKONAR Í GANGI
Þróttarar sækja hratt og Jakob Gunnar er í fínu færi og reynir að taka boltann niður með kassanum. Hann missir hann full langt frá sér en Þróttarar halda boltanum og reyna að gefa hann fyrir, boltinn fer af Leiknismanni inn í teig og heiamenn vilja hendi og víti en fá ekkert.
Þetta endar svo með að Brynjar Gautur á þrumuskot rétt framhjá markinu!
Þetta endar svo með að Brynjar Gautur á þrumuskot rétt framhjá markinu!
81. mín
Seinna gula?
Njörður fer frekar hressilega í Veseli og Leiknismenn í stúkunni frekar pirraðir að hann skuli ekki fá sitt annað gula spjald.
Alveg hægt að færa rök fyrir því að svo hefði átt að vera, en ég er hrifnari af því að halda 11 mönnum í báðum liðum þannig svo sem fínt að sleppa þessu.
Alveg hægt að færa rök fyrir því að svo hefði átt að vera, en ég er hrifnari af því að halda 11 mönnum í báðum liðum þannig svo sem fínt að sleppa þessu.
79. mín
Gult spjald: Jón Arnar Sigurðsson (Leiknir R.)

Eitt augljósasta gula spjaldið í leiknum. Heldur lengi í manninn sinn.
77. mín
Gult spjald: Dusan Brkovic (Leiknir R.)

Tekur boltann eftir að hann brýtur af sér og hleypur burt með hann. Hann hélt nú ekki lengi á honum þannig ég held að Aðalbjörn hefði nú getað sleppt þessu.
74. mín
Gult spjald: Unnar Steinn Ingvarsson (Þróttur R.)

Þróttarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað, Kári ætlar að taka þessa spyrnu. Hann lyftir boltanum inn í teig og hann fer af nokkrum mönnum áður en hann fer aftur fyrir. Unnar pirrast eitthvað við þessa ákvörðun og lætur einhver orð falla þannig hann fær gula.
70. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á hægri kantinum og Kári tekur hana. Hann lyftir boltanum á fjærstönging og Aron kemur á mikilli ferð í þennan skalla. Hann nær því fínum krafti en nær ekki að stýra þessu á markið.
67. mín
DAUÐAFÆRI!
Eiður Jack gerir vel á vinstri kantinum, eftir að hann kom með slæma sendingu sem fór í varnarmann fær hann boltann aftur af miklu harðfylgi. Hann leggur þá boltann á Hlyn inn á teig sem er í frábæri færi en hann skýtur yfir markið.
Hann verður að gera betur þarna!
Hann verður að gera betur þarna!
66. mín
Jón Arnar er að reyna að komast inn í sendingu en missir af boltanum og þá er Eiríkur í miklu plássi vinstra meginn. Hann keyrir í átt að marki og tekur fínt skot á nærstöngina en Ólafur ver þetta frá honum.
63. mín
Gult spjald: Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)

Leiknismenn fá aukaspyrnu í ágætis skotfæri.
62. mín
Gult spjald: Arnór Daði Aðalsteinsson (Leiknir R.)

Sparkar boltanum frá eftir að hann missti hann útaf í innkast.
60. mín
Kári leggur boltann fyrir Benóný sem tekur skotið viðstöðulaust í átt að marki. Þetta er alls ekki galið skot en fer rétt yfir markið.
57. mín
Smá hiti farinn að færast í þennan leik. Menn að láta finna fyrir sér en Aðalbjörn heldur spjöldunum í vasanum.
55. mín

Inn:Jakob Gunnar Sigurðsson (Þróttur R.)
Út:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
Markakóngur 2. deildar í fyrra að koma inná.
52. mín
MARK!

Axel Freyr Harðarson (Leiknir R.)
Stoðsending: Shkelzen Veseli
Stoðsending: Shkelzen Veseli
Þeir jafna metin!!
Flott spil hjá Leiknismönnum og mér sýnist það vera Veseli sem leggur boltann stutt fyrir Axel. Hann lætur þá vaða fyrir utan teig, fast skot niður í hornið, vel klárað!
51. mín
Flott spil hjá Þrótturum!
Benóný með góða sendingu út til hægri á Eið sem er í fullt af plássi. Eiður leggur svo boltann aftur út í teig þar sem Benóný kemur á fullum hraða og tekur skotið en framhjá markinu!
48. mín
Svakaleg markmannsmistök!
Þórhallur fær boltann í lappir og er alltof rólegur á boltanum. Axel Freyr pressar hann stíft og nær að vinna boltan af honum! Mér sýnist þetta eiga nú samt að vera brot en Axel nær ekki að búa sér til mikið úr þessu heldur vinna gestirnir bara horn.
Það kemur svo hætta úr horninu þar sem Dagur fær boltann á fjærstönginni í góðu færi. Hann tekur skotið en Þórhallur sér við honum.
Það kemur svo hætta úr horninu þar sem Dagur fær boltann á fjærstönginni í góðu færi. Hann tekur skotið en Þórhallur sér við honum.
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar leiða í hálfleik. Frekar rólegur leikur hingað til eftir að fyrstu fimm mínúturnar voru líflegar. Þróttarar verið meira með boltann og komist í fínar stöður á meðan Leiknismenn hafa varla skapað sér færi.
Vonumst eftir líflegri seinni hálfleik!
Vonumst eftir líflegri seinni hálfleik!
42. mín
Hlynur fær eitthvað högg framan í sig og þarf aðhlynningu, hann er ósáttur með að ekkert hafi verið dæmt, en hann kemur svo fljótlega aftur inná.
37. mín
Aron Snær og Axel Freyr mætast á fullri ferð í 50/50 bolta. Aron fer verr út úr þessu og þarf smá tíma að jafna sig en hann er nokkuð fljótur aftur á fætur.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
35. mín
Hættulegasta færi Leiknis hingað til
Leiknismenn fá aukaspyrnu á vinstri kantinum. Veseli tekur hana og lyftir boltanum inn í teig, Þróttarar í veseni með að hreinsa og skalla boltan beint til Róberts Quental sem er við nærstöngina. Hann gæti reynt við skotið en færið er þröngt þannig hann reynir að gefa fyrir en þá ná Leiknismenn að hreinsa.
29. mín
Þróttarar í færi!
Klaufagangur í vörn Leiknismanna og Kári vinnur boltann ofarlega á vellinum. Hann gefur boltan inn fyrir á Benóný sem er í góðu færi og tekur skotið en Ólafur ver vel frá honum!
28. mín
Gult spjald: Róbert Quental Árnason (Leiknir R.)

Hressileg tækling á Brynjar Gaut á miðjum velli, algjör óþarfi.
19. mín
Þetta hefur verið frekar rólegt síðan markið var skorað. Hvorugt liðið að komast í neinar almennilegar stöður til að skapa færi.
13. mín
Brotið á Benóný rétt fyrir utan teig og Þróttarar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
8. mín
Eiríkur fær góðan bolta inn á teiginn og tekur skotið en þetta fer beint á Ólaf sem er ekki í miklum vandræðum og grípur þennan.
8. mín
Uppstilling Þróttara 3-4-1-2
Þórhallur (markmaður)
Hlynur - Njörður - Unnar
Eiður - Kári - Brynjar - Eiríkur
Benóný
Viktor - Aron
Uppstilling Leiknis 4-4-1-1
Ólafur (markmaður)
Jón Arnar - Patryk - Dusan - Arnór
Róbert - Sindri - Daði - Axel
Veseli
Dagur
Þórhallur (markmaður)
Hlynur - Njörður - Unnar
Eiður - Kári - Brynjar - Eiríkur
Benóný
Viktor - Aron
Uppstilling Leiknis 4-4-1-1
Ólafur (markmaður)
Jón Arnar - Patryk - Dusan - Arnór
Róbert - Sindri - Daði - Axel
Veseli
Dagur
4. mín
MARK!

Aron Snær Ingason (Þróttur R.)
Það tók ekki langan tíma!
Þróttarar fá hornspyrnu og þeir taka þetta stutt. Boltanum er svo sveiflað yfir á fjærstöngina þar sem Aron lúrir á fjær og hann klárar þetta vel!
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Þá hafa byrjunarliðin verið byrt en þau má sjá hér til hliðar. Þróttarar byrja aðeins með einn leikmann af þeim sem þeir hafa fengið í sumar en það er hann Eiður Jack Erlingsson, þá þykir mér einnig áhugavert að sjá Jakob Gunnar Sigurðsson byrja á bekknum en hann sló markamet í 2. deildinni í fyrra fyrir Völsung.
Eiður Jack Erlingsson
Ólafur Íshólm Ólafsson byrjar í markinu hjá Leikni en hann er nýkominn til liðsins frá Fram. Einnig verður áhugavert að fylgjast með Dag Inga Hammer Gunnarssyni sem kom frá Grindavík fyrir þetta tímabil, en hann skoraði 10 mörk fyrir þá í fyrra.
Dagur Ingi Hammer

Ólafur Íshólm Ólafsson byrjar í markinu hjá Leikni en hann er nýkominn til liðsins frá Fram. Einnig verður áhugavert að fylgjast með Dag Inga Hammer Gunnarssyni sem kom frá Grindavík fyrir þetta tímabil, en hann skoraði 10 mörk fyrir þá í fyrra.

Fyrir leik
Ef þú kemst ekki á völlinn
Fyrir leik
Spáin
Til þess að spá í fyrstu umferð fengum við miðvörðinn Júlíus Mar Júlíusson sem var í liði ársins í deildinni í fyrra og var keyptur í KR síðasta haust.
Þróttur 4 - 3 Leiknir
The Kári Kri show. Axel Freyr kemur Leiknismönnum í 2-0 eftir 10 mínútna leik en þá tekur Kári við sér og skorar 3 til þess að koma Þrótturum í 3-2. Shkelzen jafnar síðan leikinn en Jakob Gunnar tryggir síðan Þrótturum sigur 4 - 3. Viktor Steinarsson verður samt valinn maður leiksins.
Þróttur 4 - 3 Leiknir
The Kári Kri show. Axel Freyr kemur Leiknismönnum í 2-0 eftir 10 mínútna leik en þá tekur Kári við sér og skorar 3 til þess að koma Þrótturum í 3-2. Shkelzen jafnar síðan leikinn en Jakob Gunnar tryggir síðan Þrótturum sigur 4 - 3. Viktor Steinarsson verður samt valinn maður leiksins.

Fyrir leik
Dómarinn
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson verður með flatutuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Tomasz Piotr Zietal og Óliver Thanh Tung Vú.
Þórður Georg Lárusson er eftirlitsmaður KSÍ.
Þórður Georg Lárusson er eftirlitsmaður KSÍ.

Fyrir leik
Spáin
Þjálfarar og fyrirliðar hafa spáð í spilin hvernig þetta tímabil mun fara og þeir eru flestir á því að Þróttarar munu eiga töluvert betra tímabil en Leiknismenn.
Fyrir leik
Komnir/Farnir
Þróttur R.
Komnir
Jakob Gunnar Sigurðsson frá KR (á láni)
Sigfús Árni Guðmundsson frá Fram (á láni)
Benjamín Jónsson frá Fram (var á láni hjá Þrótti V.)
Eiður Jack Erlingsson frá Þrótti Vogum (var á láni)
Farnir
Jörgen Pettersen í ÍBV
Sveinn Óli Guðnason í Hauka
Sigurður Steinar Björnsson (var á láni)
Ágúst Karel Magnússon
Kostiantyn Iaroshenko í Hauka
Izaro Sanchez
Leiknir
Komnir
Ólafur Íshólm Ólafsson frá Fram
Axel Freyr Harðarson frá Fjölni
Djorde Vladisavljevic frá Serbíu
Hólmar Kári Tryggvason frá Spáni
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson frá Grindavík
Óskar Jónsson frá Fram
Anton Fannar Kjartansson frá Ægi
Jón Arnar Sigurðsson frá KR (á láni)
Farnir
Andi Hoti í Val
Omar Sowe í ÍBV
Hjalti Sigurðsson í KR
Róbert Hauksson í Fram
Viktor Freyr Sigurðsson í Fram
Arnór Ingi Kristinsson í ÍBV
Ósvald Jarl Traustason hættur
Komnir
Jakob Gunnar Sigurðsson frá KR (á láni)
Sigfús Árni Guðmundsson frá Fram (á láni)
Benjamín Jónsson frá Fram (var á láni hjá Þrótti V.)
Eiður Jack Erlingsson frá Þrótti Vogum (var á láni)
Farnir
Jörgen Pettersen í ÍBV
Sveinn Óli Guðnason í Hauka
Sigurður Steinar Björnsson (var á láni)
Ágúst Karel Magnússon
Kostiantyn Iaroshenko í Hauka
Izaro Sanchez

Komnir
Ólafur Íshólm Ólafsson frá Fram
Axel Freyr Harðarson frá Fjölni
Djorde Vladisavljevic frá Serbíu
Hólmar Kári Tryggvason frá Spáni
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson frá Grindavík
Óskar Jónsson frá Fram
Anton Fannar Kjartansson frá Ægi
Jón Arnar Sigurðsson frá KR (á láni)
Farnir
Andi Hoti í Val
Omar Sowe í ÍBV
Hjalti Sigurðsson í KR
Róbert Hauksson í Fram
Viktor Freyr Sigurðsson í Fram
Arnór Ingi Kristinsson í ÍBV
Ósvald Jarl Traustason hættur

Fyrir leik
Gengið í fyrra
Þróttarar enduðu síðasta tímabil í 7. sæti deildarinnar fimm stigum frá umspils sæti. Tímabilið var ágætt fyrir Þróttarana en þeir voru aldrei líklegir til þess að falla en gerðu heldur aldrei stóra atlögu að umspils sætunum.
Sama sögu má í raun segja um Leikni sem enduðu í 8. sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum á eftir Þrótturum. Omar Sowe var þeirra aðalmaður í fyrra en hann var næst markahæstur í deildinni með 13 mörk. Hann er hinsvegar farinn núna til ÍBV.
Sama sögu má í raun segja um Leikni sem enduðu í 8. sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum á eftir Þrótturum. Omar Sowe var þeirra aðalmaður í fyrra en hann var næst markahæstur í deildinni með 13 mörk. Hann er hinsvegar farinn núna til ÍBV.

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)

4. Patryk Hryniewicki

5. Daði Bærings Halldórsson (f)

6. Jón Arnar Sigurðsson

7. Róbert Quental Árnason

8. Sindri Björnsson
('82)

10. Shkelzen Veseli
('86)

16. Arnór Daði Aðalsteinsson

19. Axel Freyr Harðarson
('71)


20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
25. Dusan Brkovic
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m)
3. Bogdan Bogdanovic
9. Jóhann Kanfory Tjörvason
('71)

11. Gísli Alexander Ágústsson
('86)

43. Kári Steinn Hlífarsson
('82)

44. Aron Einarsson
45. Djorde Vladisavljevic
- Meðalaldur 21 ár
Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Nemanja Pjevic
Mehmet Ari Veselaj
Anton Fannar Kjartansson
Ari Þór Kristinsson
Halldór Fannar Júlíusson
Gul spjöld:
Róbert Quental Árnason ('28)
Daði Bærings Halldórsson ('54)
Arnór Daði Aðalsteinsson ('62)
Dusan Brkovic ('77)
Jón Arnar Sigurðsson ('79)
Patryk Hryniewicki ('88)
Ólafur Íshólm Ólafsson ('90)
Rauð spjöld: