Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Hvíti riddarinn
3
2
KV
0-1 Tristan Alex Tryggvason '14
Róbert Andri Ómarsson '47 1-1
Sigurður Brouwer Flemmingsson '75 2-1
2-2 Einar Már Þórisson '77 , víti
Róbert Andri Ómarsson '80
Hilmar Þór Sólbergsson '94 3-2
02.05.2025  -  20:00
Malbikstöðin að Varmá
3. deild karla
Aðstæður: Sólin skýn bjart á Malbikstöðina
Dómari: Hallgrímur Viðar Arnarson
Áhorfendur: 270
Maður leiksins: Sigurður Brouwer Flemmingsson
Byrjunarlið:
1. Axel Ýmir Jóhannsson (m)
2. Birkir Örn Baldvinsson ('57)
3. Júlíus Valdimar Guðjónsson
16. Aron Daði Ásbjörnsson
17. Jonatan Aaron Belányi ('71)
18. Sindri Sigurjónsson
21. Bjarki Már Ágústsson ('46)
23. Daníel Ingi Jónsson ('46)
24. Trausti Þráinsson
30. Guðbjörn Smári Birgisson (f) ('71)
77. Daníel Búi Andrésson
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
4. Ástþór Ingi Runólfsson ('57)
8. Sigurður Brouwer Flemmingsson ('71)
11. Róbert Andri Ómarsson ('46)
13. Eiður Þorsteinn Sigurðsson
14. Hilmar Þór Sólbergsson ('46)
42. Óðinn Breki Þorvaldsson ('71)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Ásbjörn Jónsson (Þ)
Sævar Eðvald Jónsson
Arnar Máni Andersen
Vigfús Geir Júlíusson

Gul spjöld:
Birkir Örn Baldvinsson ('35)
Guðbjörn Smári Birgisson ('62)
Róbert Andri Ómarsson ('80)

Rauð spjöld:
Róbert Andri Ómarsson ('80)
95. mín
Vorum að fá í eyrað að Róbert fékk seinna gula fyrir kjaft, virtist ekki mikið frá okkar sjónarhorni, Róbert ekki sáttur hérna eftir leik
Leik lokið!
Hvíti stelur stigunum þremur! Flautumark Hilmars skilar sigrinum til Hvíta, stórkostleg byrjun á tímabilinu hjá Hvíta!

Eftir afskaplega rólegan fyrri hálfleik þá fór allt á flug hérna í seinni, 5 marka leikur, rautt spjald, víti, stórkostlegur opnunarleikur hérna í 3. deildinni!
94. mín MARK!
Hilmar Þór Sólbergsson (Hvíti riddarinn)
Stoðsending: Sigurður Brouwer Flemmingsson
SIGURMARK! Ótrúlegar senur hérna á Malbikstöðunni!
Hilmar að vinna leikinn fyrir Hvíta!

Siggi Flemm með frábæra sendingu í gegn á Hilmar sem hleypur í kringum Jón Erni, nær til boltanns og skýtur með rennitæklingu í fyrsta touchi. Ótrúlegt skot og ótrúlegt flautumark!
93. mín
Hvíti fær tækifæri til að taka langt innkast.

Verður ekkert úr því
91. mín Gult spjald: Einar Már Þórisson (KV)
Ljót tækling á miðjunni
88. mín
KV vilja víti! Júlíus og Tristan halda áfram að glíma hérna inná vellinum, atvikið á sér stað utan boltans, Tristan tekur hlaup í teignum og Júlli axlar hann harkalega niður.

Hallgrímur setti flautuna í munninn og var afskaplega nálægt því að flauta annað víti, en þorði því ekki.

Trommustrákarnir hefðu líklega hlupið inná ef KV hefðu fengið víti þarna
86. mín
Krampi á Malbikstöðinni að Varmá KV menn byrjaðir að fá krampa í lokamínútum leiksins.
84. mín
Hallgrímur gefur Hvíta aukaspyrnu og stoppar hratt upphlaup KV manna. Hallgrímur alveg búinn að missa leikinn hérna.

Eftir vel dæmdar 75 mínútur missir grey Hallgrímur leikinn og allt er farið á loft hérna.

Svakalegar lokamínútur framundan
81. mín
VAR Erum að fylgjast með í Spiideo vélinni, og menn eru að undra sig á þessu rauðu spjaldi, klárt gult spjald, en það er ótrúlegt að hann gefur honum tvö, Róbert virtist ekki vera með neinn kjaft.

Róbert missti boltann, reynir að vinna hann aftur, tæklar leikmann KV niður, labbar burt að búast við gulu spjaldi en fær tveir fyrir einn díl frá Hallgrími dómara.

Svakaleg ákvörðun hjá Hallgrími, Hvíti eru brjálaðir!
80. mín
Inn:Viktor Már Heiðarsson (KV) Út:Jökull Tjörvason (KV)
80. mín
RAUTT??? Ótrúlegar mínútur hérna, hvað er að gerast!?

Dómarinn er nýbúinn að gefa KV svakalega umdeilt víti, og gefur núna Róberti tvö gul spjöld og rautt!
80. mín Rautt spjald: Róbert Andri Ómarsson (Hvíti riddarinn)
80. mín Gult spjald: Róbert Andri Ómarsson (Hvíti riddarinn)
77. mín Mark úr víti!
Einar Már Þórisson (KV)
Stoðsending: Agnar Þorláksson
Öruggt hjá Einari Einar rólegur á punktinum og leggur á mitt markið, Hvíti fá ekki að lifa lengi í draumalandi, KV búnir að jafna!

Þetta er leikur!
76. mín
KV FÆR VÍTI! Umdeilanlegt víti að mínu mati. Boltinn laus inni í teig eftir hornspyrnu KV. Óðinn Breki hleypur til að sækja boltann en fær dæmt á sig víti fyrir að rekast utan í leikmann KV.

Mjög athyglisverður dómur.
75. mín MARK!
Sigurður Brouwer Flemmingsson (Hvíti riddarinn)
Stoðsending: Daníel Búi Andrésson
Siggi Flemm elskar að spila gegn KV! Ótrúlegt að hann hafi náð að skora frá þessu færi.

Siggi sendir boltann inn á miðjuna, Daníel Búi tekur flott touch, leggur hann fyrir sig og tekur þrumuskot með vinstri fætinum. Skotið fer í varnarmann og virðist vera að rúlla útaf, en Siggi sprettir að boltanum og skorar úr ótrúlega þröngu færi.

Hvíti komnir yfir!
72. mín
Hvíti búnir með sínar skiptingar í dag
71. mín
Inn:Óðinn Breki Þorvaldsson (Hvíti riddarinn) Út:Guðbjörn Smári Birgisson (Hvíti riddarinn)
Gubba ekki treyst á spjaldi, fékk rautt gegn KV í Lengjubikarnum, þar fyrir heimskulegt seinna gula, Ási tekur enga sénsa. Óðinn mættur inná #ÁlafossAcademy
71. mín
Inn:Sigurður Brouwer Flemmingsson (Hvíti riddarinn) Út:Jonatan Aaron Belányi (Hvíti riddarinn)
Siggi mætir inná, skoraði 2 seinast þegar hann kom inná gegn KV í Lengjubikarnum, getur hann klárað leikinn fyrir Hvíta hérna í dag? #ÁlafossAcademy
70. mín Gult spjald: Jóhannes Sakda Ragnarsson (KV)
66. mín
Einar Már heldur áfram að skapa, næstum búinn að þræða Tristan í gegn. Einar hættulegasti maður KV hérna, ef eitthvað gerist hjá þeim þá er það í gegnum hann
64. mín
Jonny þræðir Hilmar í gegn, en Eiður Orri mætir út og étur boltann. Hvíti halda áfram að skapa hættu, ekki mikið í gangi hjá KV
62. mín Gult spjald: Guðbjörn Smári Birgisson (Hvíti riddarinn)
Engin sjokker hér, Gubbi fær gult.

Menn hér í gámnum grínast með að það er eins gott að það er ekki hægt að veðja á gul spjöld í 3. deildinni. Guðbjörn væri með 1.01 í stuðul þar
60. mín
Taníel Búi sem frábæra innisendingu yfir á fjærstöngina, Aron í góðu færi en á afraslakt skot, laflaust, beint í Robba.

Illa nýtt færi
59. mín
Dómarinn stoppar leikinn, þarf að taka Júlla og Tristan í spjall, þeir voru eitthvað að hnoðast án bolta, óþarfi. Play ball!
57. mín
Inn:Ástþór Ingi Runólfsson (Hvíti riddarinn) Út:Birkir Örn Baldvinsson (Hvíti riddarinn)
Birkir á hættu að vera rekinn útaf, Ástþór kemur inn í hafsentinn
56. mín
Einar Már með frábæra takta á vinstri kantinum en missir boltann útaf. Hann er kominn með fyrirliðabandið eftir að Askur fór útaf
52. mín
Vel tanaður Búi misreiknar boltann og KV fá innkast.
50. mín
Jonny með skot í litlu jafnvægi, flýgur í skeitin en skotið laust og Eiður grípur þetta þæginlega
49. mín
Bikir Baldvins að brjóta á sér aftur, hann er á gulu, þarf að passa sig!
47. mín MARK!
Róbert Andri Ómarsson (Hvíti riddarinn)
Mark á Debut! Mark á frumraun sinni fyrir Hvíta Riddarann, nýkominn inná!

Hvíti fá innkast, kasta langt, eftir innkastið koma svo ótrúlegir SJÖ skallar í röð milli liðanna, endar með því að Guðbjörn skallar inn í teiginn, Eiður hleypur út en misreiknar boltann. Boltinn skoppar framhjá Eið og Robbi potar boltanum yfir línuna.

Skiptingin strax að skila!
47. mín
Tvöföld skipting hjá Hvíta Ási og Viggi vilja breyta sóknarleiknum, Hvíti hafa ekki náð að brjóta niður vörn KV manna
46. mín
Inn:Agnar Þorláksson (KV) Út:Askur Jóhannsson (KV)
Fyrirliðinn tekinn útaf í hálfleik, var með gult spjald
46. mín
Inn:Róbert Andri Ómarsson (Hvíti riddarinn) Út:Bjarki Már Ágústsson (Hvíti riddarinn)
46. mín
Inn:Hilmar Þór Sólbergsson (Hvíti riddarinn) Út:Daníel Ingi Jónsson (Hvíti riddarinn)
45. mín
Verða skiptingar? Hilmar byrjaður að klæða sig sýnist mér, eru Hvíti að undirbúa skiptingu hér í hálfleik?
45. mín
Gestagangur Grétar Óskarsson líka mættur til okkar, var búinn að skoða textalýsinguna og er ekki sáttur að hann er ekki í umræðunni yfir mesta legend Hvíta sögunnar, strunsar svo aftur út.
45. mín
Gestagangur Eiki Mosó King líka mættur inn í fjölmiðlagáminn. Mesta legend Hvíta sögunnar segja sumir, Hvíti sakna hans og hans 112 marka.
45. mín
Gestagangur Mikill gestagangur er í fjölmiðlagámum hérna í hálfleik. Alexander Aron mættur að tala við okkur, talandi um að hann væri búinn að setja 2 ef hann væri að spila.

Óvenjulegt hjá honum, þar sem hann er svo humble persónuleiki.
45. mín
Hálfleikur
44. mín
Taktlausir trommarar mættir að styðja Hvíta, ungir Ultras. Við erum hins vegar mjög sáttir að sjá unga stuðningsmenn mætta að styðja!

Þurfa samt að fara í trommukennslu hjá Gunna Hafberg, kónginum.
44. mín
Dauðafæri! KV eru að ná að vinna sig loksins inn í leikinn, Einar Már nær að vinna sig upp vinstri kantinn, cuttar boltann til baka inn á teiginn. Boltinn dettur beint fyrir Jökul, sem er í algjöru dauðafæri en skýtur beint í Sindra Sig, sem nær á endanum að hreinsa.
44. mín
Brotið var á Daníeli Inga upp við hliðarlínuna, ekki luku átökin þar en AD1 sá rautt og steig nærrum á Daníel sem þar lá.
38. mín Gult spjald: Askur Jóhannsson (KV)
Fær gult fyrir tæklinguna
38. mín
Bjarki neglir beint í vegginn, nýtir þessa aukaspyrnu illa
38. mín
Aron Daði er straujaður að aftan, rétt fyrir utan teig og vinnur þar með aukaspyrnu fyrir Hvíta Riddarann.
37. mín
Signature lang innkast frá the DJ, falleg sjón, leiðir ekki að neinu samt
36. mín
Trausti með stórkostlega sendingu í gegn, Bjarki kominn í góða 1v1 stöðu, en AD1 flaggar. Hvíti ekki sáttir
35. mín Gult spjald: Birkir Örn Baldvinsson (Hvíti riddarinn)
Gult spjald fyrir Birki Örn! Birkir Örn fellir leikmann KV klaufalega upp við hliðarlínuna og fær gult spjald.
35. mín Gult spjald: Jökull Tjörvason (KV)
Eflaust var þetta fyrir dýfuna, eða mögulega fyrir kjaft.

Jökull fær allavega gult
34. mín
KV vilja víti!

Dómarinn segir honum að standa upp
31. mín
Inn:Jón Tryggvi Arason (KV) Út:Aron Bjarki Jósepsson (KV)
Hvernig bregðast KV menn við þessu, Aron búinn að stýra varnarleik þeirra fullkomlega í dag
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Aron Bjarki biður um skiptingu Agalegar fréttir fyrir KV, Aron biður um skiptingu eftir höggið í andlitið.
29. mín
Ekki mikið í gangi hjá Daníeli Inga, ræddi við hann áðan og hann lofaði marki, það er gott að ég er þolinmóður
28. mín
Bjarki Már tekur frábærlega við háum bolta rétt fyrir utan vítateig KV. Bjarki hlóð í svakalegt skot fyrir utan teig og skaut beint í andlitið á Aroni Bjarka.

KV menn mega alls ekki við því að missa Aron Bjarka.
27. mín
KV virðast lýða mjög vel hérna, leyfa Hvíta að hafa boltann og reyna að sækja hratt, erfitt fyrir Hvíta menn að brjóta varnarmúr Vesturbæinga.
25. mín
Meðalmæting Maður getur nú ekki sagt að það er hörku mæting hérna í Mosfellsbænum, spilar inní að það er risaleikur í hanboltanum hjá Aftureldingu, eflaust eru Hvíta Ultras þar
23. mín
Hvíti aftur í færi.

Góð sókn frá Hvíta, ná að vinna boltann yfir til hægri kantsins til Búa, sem krossar boltanum til Jonny sem hittir hann illa beint í varnarmann og útaf, Hvíti fá horn.
21. mín
KV á aukaspyrnu á hættulegum stað.
18. mín
Hvíti halda áfram að sækja og fá hornspyrnu
16. mín
Hröð sókn hjá KV, Tristan aftur að gera sig líklegan en skot hans ratar framhjá.
14. mín MARK!
Tristan Alex Tryggvason (KV)
Stoðsending: Aron Bjarki Jósepsson
MARK - KV komast yfir Darraðardans í teignum eftir hornspyrnu KV.

Aron Bjarki skallar að marki, Axel nær ekki að grípa boltann, dettur fyrir SIndra Sig sem reynir að hreinsa, en Tristan kemst á undan og inn fer boltinn
13. mín
Daníel Búi fær erfiðan bolta á sig og setur hann í hornspyrnu
6. mín
Fyrsta færi leiksins Jonny gerir vel á hægri kantinum, cuttar boltann til baka á Sindra Sig sem á skot beint í varnarmann KV, Hvíti að ógna!
2. mín
Byrjunarliðin Hvíti stillir upp ungu liði, og feikilega sterkur bekkur. Hilmar, Ástþór og Siggi allir á bekknum í dag, nokkrir myndu kalla þetta 3 mikilvægustu leikmenn Hvíta. Ási hefur aldrei verið hræddur að taka stórar ákvarðanir og sýnir það í dag.

Áhugarvert að það vantar bæði Pálma og Theódór Elmar í dag, mikið högg fyrir KV. KV menn þurfa að sýna hvað þeir geta í dag án þeirra.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn í blíðunni í mosó!
Fyrir leik
Spennandi leikmaður til að fylgjast með Það var ekki erfitt val í dag, sá leikmaður sem að verður mest spennandi að fylgjast með í dag er klárlega framherji Hvíta Riddarans, hann Daníel Ingi Jónsson.

Daníel Ingi hefur verið í mikilli breytingu á líkama og sál, innan og utan vallar, og hefur farið úr því að byrja tímabilið í fyrra sem hafsent fyrir Álafoss í 5. deildinni, í að vera fyrsti framherji á blaði Hvíta Riddarans, og byrjar hér opnurnarleik 3. deildar í fremstu víglínu Hvíta.



Mynd: Ármann Hinrik

Daníel Ingi að fagna marki með Álafoss
Fyrir leik
Félagaskiptagluggi Hvíta Riddaranns Mikil velta hefur verið á leikmannahópi Hvíta Riddarans, 4 leikmenn mæta inn í hópinn eftir frábæra reynslu frá seinasta tímabili með venslafélagi Hvíta, Álafoss. Einnig koma inn sterkir leikmenn frá Árbæ og ÍR, sem og Axel Ýmir frá BF108, sem kemur inn í markvarðarstöðuna. Mun minni reynsla í efri deildum hjá leikmannahópi Hvíta Riddarans en hjá öðrum liðum deildinnar, og verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta spilast hjá þeim í sumar.


Inn:

Jonatan Aaron Belányi - frá Árbæ
Ástþór Ingi Runólfsson - frá Árbæ
Axel Ýmir Jóhannsson - frá BF108
Daníel Ingi Jónsson - frá Álafoss
Bjarki Már Ágústsson - frá Álafoss
Daníel Búi Andrésson - frá Álafoss
Óðinn Breki Þorvaldsson - frá Álafoss
Róbert Andri Ómarsson - frá ÍR
Birkir Örn Baldvinsson - frá Aftureldingu
Júlíus Valdimar Guðjónsson - frá Aftureldingu
+ 4 strákar frá Aftureldingu (2. flokkur)



Út:

Alexander Aron Tómasson - til Hauka
Birkir Þór Guðmundsson - til Þróttar Vogum (var á láni)
Rikharður Smári Gröndal - til Aftureldingar (var á láni)
Nikola Dejan Djuric - til KÁ
Kári Jökull Ingvarsson - til Álafoss
Eiríkur Þór Bjarkason - til Álafoss
Breki Freyr Gíslason - til Álafoss
Guðjón Breki Guðmundsson - til Álafoss
Daníel Darri Gunnarsson - til Álafoss


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ástþór Ingi í leik með Árbæ
Fyrir leik
Félagaskiptagluggi KV Eflaust eru mörg önnur lið í 3. deildinni með lengri félagsskiptalista en KV liðið, en það er erfitt að gera betur hvað varðar gæði leikmanna, mikil reynsla úr efstu og næstefstu deild sem kemur inn um hurðina.


Inn:

Samúel Már Kristinsson - á láni frá Þrótti Rkv.
Pálmi Rafn Pálmason - frá Völsungi
Theodór Elmar Bjarnason - frá KR
Davíð Birgisson - frá Tindastól
Aron Bjarki Jósepsson - frá Gróttu
Viktor Már Heiðarsson - frá Magna
+7 strákar frá KR (2. flokkur)



Út:

Dagur Bjarkason - til Gróttu
Dagur Guðjónsson - til Stokkseyri
Björn Henry Kristjánsson - til Víking Ó.
Róbert Laufdal Arnarsson - til Augnablik
Ingvar Atli Auðunnarson - til KFG
Vilhelm Bjarki Viðarsson - til Kríu
Einar Tómas Sveinbjarnarson - til Gróttu


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Pálmi Rafn í leik með KR
Fyrir leik
Spá þjálfara fyrir komandi tímabil

7. sæti - Hvíti Riddarinn

Hvíta Riddaranum er spáð 7. sætinu í spá þjálfara á fotbolta.net. Liðið endaði í 6. sæti í fyrra, og bætti þar með besta árangur í sögu félagsins. Tímabilið í fyrra var þó enginn dans á rósum, því eftir 18. umferðir sat liðið á botni deildarinnar, en svakalegur endasprettur skilaði liðinu í efri hlutann. Miklar breytingar hafa orðið á liðinu milli tímabila, yngri leikmenn sem eru nýkomnir upp úr 2. flokki Aftureldingar hafa tekið við risa hlutverki í leikmannahópnum, og sóttir hafa verið sterkir leikmenn frá öðrum félögum.


Þetta hafði Ási, þjálfari Hvíta Riddarans að segja um spánna:

„Þessi spá kemur mér ekki á óvart. Liðið hefur undanfarin 2 ár verið í botnbaráttu í deildinni og náð að bjarga sér með góðu áhlaupi seinni hluta sumars í bæði skiptin. Það hafa margir fastamenn yfirgefið liðið frá því síðastliðið sumar og við hafa tekið ungir og óreyndir heimastrákar sem voru að spila í 2. flokki Aftureldingar og Álafossi í fyrra. Spáin virðist því nokkuð rökrétt. Ég tel liðið hins vegar nokkuð gott og strákarnir hafa æft vel í vetur þannig að ég geri mér vonir um að verða í efri hluta deildarinnar og gera þannig betur en undanfarin 2 ár. Ég þekki hins vegar ekki nógu vel styrkleika allra hinna liðanna í deildinni til að segja til um hvort að það sé raunhæft."



2. sæti - KV

KV er spáð 2. sætinu, og þar sem spáð að fara upp um deild, af þjálfunum í spá fotbolta.net. Eftir brösulegt ár í fyrra, þar sem að liðið hélt sér uppi í seinasta leik tímabilsins þá hafa KV menn náð að stýra skútunni í rétta átt á ný. Frá því að spila í Lengjudeildinni árið 2022 hefur liðið verið í frjálsu falli, en eftir breytingar innan og utan vallar, bæði hjá KV og venslafélagi sínu KR þá er framtíðin orðin bjartari. Með hjálp reyndari leikmanna á borð við Pálma Rafn, Aron Bjarka og Theódór Elmars, og sterkari tenginar við 2. flokk KR, þá hafa KV náð að byggja spennandi lið sem margir ætla að hafa auga á í sumar.


Þetta hafði Orri Fannar, þjálfari KV að segja um spánna:

„Spáin er fín lesning á kaffistofunni og við tökum henni sem hrósi, en við fáum engin stig í pokann fyrir að vera númer 2 í maí."

„Við erum með frábæra blöndu af gömlum refum sem kunna alla króka leiksins og ungum strákum sem koma með endalausan kraft. Hlutverk okkar þjálfaranna er einfaldlega að hrista þetta rétt saman og setja hita á helluna, þá ætti rétta bragðið að koma sjálfkrafa."

„Markmiðið er einfalt, að vera betri í lok hvers dags en við vorum í gær, njóta þess að spila fótbolta og láta leikgleðina skila sér í stigum. Ef við gerum það mun taflan vera góð við okkur í lok tímabils."

„Þannig að pressan? Hún má alveg sitja í stúkunni og fá sér pylsu, við mætum bara á völlinn, vinnum verkið okkar og höldum áfram að skemmta okkur."
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin á beina textalýsingu á opnunarleik 3. deildar karla sumarið 2025, þar sem að Hvíti Riddarinn tekur á móti Knattspyrnufélagi Vesturbæjar á Malbikstöðinni að Varmá.
Byrjunarlið:
1. Eiður Orri Kristjánsson (m)
2. Aron Bjarki Jósepsson ('31)
5. Patrik Thor Pétursson
7. Einar Már Þórisson
9. Askur Jóhannsson (f) ('46)
11. Jökull Tjörvason ('80)
14. Arnar Kári Styrmisson
15. Konráð Bjarnason
20. Tristan Alex Tryggvason
22. Jóhannes Sakda Ragnarsson
58. Jón Ernir Ragnarsson
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
4. Agnar Þorláksson ('46)
6. Eiður Snorri Bjarnason
8. Viktor Már Heiðarsson ('80)
10. Kormákur Pétur Ágústsson
12. Jón Tryggvi Arason ('31)
13. Styrkár Jökull Davíðsson
27. Samúel Már Kristinsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Davíð Birgisson (Þ)
Orri Fannar Þórisson (Þ)
Oddur Ingi Bjarnason
Bjartur Máni Sigmundsson
Björn Valdimarsson

Gul spjöld:
Jökull Tjörvason ('35)
Askur Jóhannsson ('38)
Jóhannes Sakda Ragnarsson ('70)
Einar Már Þórisson ('91)

Rauð spjöld: