Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 3
3
KR
Besta-deild karla
Víkingur R.
LL 3
2
Fram
Besta-deild karla
Afturelding
LL 3
0
Stjarnan
Breiðablik
3
3
KR
Tobias Thomsen '53 1-0
Tobias Thomsen '60 2-0
2-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson '67
2-2 Jóhannes Kristinn Bjarnason '71
2-3 Finnur Tómas Pálmason '81
Kristófer Ingi Kristinsson '92 3-3
05.05.2025  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Tíu stiga hiti og skýjað
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 1728
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason ('88)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('81)
9. Óli Valur Ómarsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('76)
17. Valgeir Valgeirsson ('81)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
6. Arnór Gauti Jónsson ('81)
10. Kristinn Steindórsson ('81)
11. Aron Bjarnason ('76)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('88)
24. Viktor Elmar Gautason
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Dagur Elís Gíslason

Gul spjöld:
Ásgeir Helgi Orrason ('13)
Höskuldur Gunnlaugsson ('45)
Valgeir Valgeirsson ('75)
Aron Bjarnason ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessi leikur var algjört rugl!

KR-ingar fengu þrír á tvo stöðu undir lok leiksins en náðu ekki að nýta hana.

Ég þakka fyrir mig. Forréttindi að hafa fengið að lýsa þessum leik.
93. mín
Höskuldur! Fyrirliðinn fær skotfæri fyrir utan teig en setur boltann yfir markið. Þetta minnti á færið gegn Stjörnunni um daginn en ekki alveg sama niðurstaða.
92. mín
Fáum við sigurmark?
92. mín MARK!
Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
BLIKAR JAFNA! Kristófer Ingi sleppur í gegn og er ekki rangstæður núna. Hann klárar mjög vel og jafnar.

SENUR!!!
92. mín
Það fengu 1782 áhorfendur að sjá þessa veislu með berum augum.
91. mín
Kristófer Ingi að sleppa í gegn en rangstaða dæmd.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við Nær KR að halda út?
90. mín
VARSLA! Frábært spil hjá Blikum og Tobias nær fínu skoti en Halldór Snær ver frábærlega í markinu!
88. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)
Blikar bæta í sóknina.
86. mín
Verður ekkert úr þessu horni. Það er stemning hjá KR-ingum!
86. mín
Blikar fá annað horn.
85. mín
Jæja! Höskuldur kominn í mjög fínt færi en Halldór Snær að verja frá honum. Blikar fá hornspyrnu og stuðningsmenn liðsins vakna af værum blundi.
83. mín
Alvöru yfirburðir núna. KR langar í fjórða markið!
82. mín
Blikar hafa bara orðið litlir eftir að KR minnkaði muninn. Þetta er hreint út sagt ótrúlegt.
81. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
81. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) Út:Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
81. mín MARK!
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Stoðsending: Hjalti Sigurðsson
MARK!!!!!!!!! KR er að taka forystuna hér. ÓTRÚLEGAR SENUR!

Hjalti fær boltann eftir hornspyrnuna og sendir hann fyrir á fjærstöngina þar sem Finnur Tómas skallar hann í netið.

Þetta er bara verðskuldað!
81. mín
KR fær hornspyrnu!
79. mín
Valgeir fiskar brot og Óskar Hrafn lemur í jörðina. Ég er sammála Óskari, lítið í þessu.
78. mín Gult spjald: Aron Bjarnason (Breiðablik)
Mikil dýfulykt af þessu hjá Gabríeli.
77. mín
Blikar við það að komast í hættulega skyndisókn en þá dæmir Jóhann Ingi ódýrt brot.
76. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika.
75. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
Valgeir kemur sér í vesen og brýtur af sér.
73. mín
Þriðja markið á leiðinni? Núna á Hjalti skot sem fer af varnarmanni og rétt fram hjá. Það liggur þriðja markið í loftinu hjá KR. Stuðningsmenn Blika sitja í þögn á meðan það er veisla hjá þeim úr Vesturbænum.
72. mín
Mér líður eins og Blikar þurfi leikhlé. Þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð!
71. mín MARK!
Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
Stoðsending: Alexander Helgi Sigurðarson
ÉG VISSI ÞETTA! Eftir hornspyrnu fær Jói Bjarna boltann í teignum og hann klárar frábærlega.

Varnarmenn Blika virkað stressaðir síðustu mínúturnar og KR-ingar búnir að jafna allt í einu.

Leikurinn heldur betur búinn að sveiflast!
71. mín
Tilfinningin er sú núna að KR sé að fara að jafna. Þetta er fljótt að breytast!
70. mín
Ástbjörn í skotfæri en það fer beint í varnarmann. Ekki frábær varnarleikur hjá Blikum þarna þó þeir hafi komið sér fyrir skotið.
68. mín
Þessi leikur er algjör veisla!
68. mín
KR hótar jöfnunarmarki! Ástbjörn Þórðar kominn í fínt færi hægra megin í teignum en setur boltann rétt fram hjá markinu.
67. mín MARK!
Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR)
Stoðsending: Luke Rae
KR minnkar muninn! Luke Rae með fyrirgjöf og Eiður Gauti er langsterkastur í teignum. Stangar þennan í markið.

Hvernig var þessi leikmaður svona lengi í neðri deildunum? Það er ótrúlegt.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
66. mín
Krafturinn fór smá úr KR við annað markið. Þeir þurfa að rífa sig aftur í gang fljótlega.
66. mín
Ágúst Orri með sendingu fyrir en Halldór Snær grípur þetta örugglega í baráttunni við Tobias.
64. mín
Leikurinn smá stopp. Tobias að fá aðhlynningu.
61. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (KR) Út:Róbert Elís Hlynsson (KR)
60. mín Gult spjald: Júlíus Mar Júlíusson (KR)
Fékk gult eftir markið.
60. mín MARK!
Tobias Thomsen (Breiðablik)
Stoðsending: Anton Logi Lúðvíksson
SKORAR SITT ANNAÐ MARK! Anton Logi vinnur boltann hátt á vellinum. Spurning um brot en mér fannst það ekki. Matthias Præst tapar boltanum.

Hann setur boltann strax í gegn á Tobias sem klárar snyrtilega yfir Halldór í markinu. Var mögulega rangstæður en það var tæpt.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
58. mín
Ágúst Orri gerir vel að vinna boltann og Tobias ákveður að fara beint í skotið langt utan af velli. Aldrei líklegt.
56. mín
Ég trúi ekki öðru en að það séu fleiri mörk í þessum leik.
55. mín
KR í mjög flottu færi á hinum enda vallarins en rangstaða dæmd þegar boltinn lekur fram hjá markinu.
54. mín
Svolítið mikið einbeitingarleysi hjá KR þarna. Tobias var einn inn í teignum en þeir dekkuðu ekki nægilega vel.
53. mín MARK!
Tobias Thomsen (Breiðablik)
Stoðsending: Anton Logi Lúðvíksson
ÞAR KOM ÞAÐ LOKSINS! Breiðablik tekur hornspyrnu stutt. Anton Logi á sendingu fyrir og þar er Tobias Thomsen einn. Hann skallar boltann að marki og lekur hann inn. Halldór Snær var í þessu.

Fyrsta markið er komið!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
53. mín
Varnarmenn Blika eru í miklu veseni með Eið Gauta og er hann að skapa mikinn usla.
53. mín
Svo á Aron Þórður skot eftir næstu hornspyrnu en það fer fram hjá markinu.
52. mín
FÆRI! Róbert Elís í dauðafæri inn á teignum eftir hornspyrnuna en Anton Ari blakar boltanum yfir markið.
51. mín
Blikar fengu aukaspyrnu á góðum stað en á einhvern óskiljanlegan hátt misstu þeir boltann strax og KR komst upp í skyndisókn. Luke Rae komin í fínt færi en Anton Ari ver boltann aftur fyrir endamörk.
51. mín
Hvernig er ekki komið mark í þennan leik???
50. mín
Hættulegt! Föst sending í gegn á Luke Rae og hann sendir fyrir. Þar er Eiður Gauti en hann rétt missir af boltanum! Þetta var mjög hættulegt.
49. mín
Matthias Præst tapar boltanum á stórhættulegum stað og Tobias fer upp. Hann getur sent út til vinstri á Óla Val en ákveður að fara í skotið sjálfur. Það er laflaust og beint á Halldór. Blikar hefðu svo sannarlega getað farið betur með þessa stöðu.
48. mín
Þetta var líklega besta tilraun Blika til þessa.
47. mín
SLÁIN! Anton Logi með hörkuskot eftir að Blikar unnu boltann hátt á vellinum. Fer í slána og aftur út í teiginn en KR-ingar koma boltanum frá.
46. mín
Óli Valur með ágætis skottilraun en nær ekki að koma boltanum á markið. Kraftur í Blikum!
46. mín
Valgeir með stórhættulegan bolta fyrir en Óli Valur nær ekki að taka almennilega á móti honum.
46. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Myndir úr fyrri hálfleiknum Hafliði Breiðfjörð er að sjálfsögðu á vellinum að taka myndir. Hérna eru nokkrar myndir úr fyrri hálfleiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Þá er búið að flauta til hálfleiks. Galið að við höfum ekki fengið mark í þetta en leikurinn samt sem áður mögnuð skemmtun. Við fáum mörkin í seinni hálfleik.
45. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
KR kemst í skyndisókn eftir hornspyrnuna og Höskuldur sækir sér gult spjald. Mér fannst reyndar brotið á honum fyrst en þá var ekkert dæmt.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleik
45. mín
Blikar fá hornspyrnu þegar venjulegur leiktími í fyrri hálfleik er við það að klárast.
44. mín
Andri Rafn með mesta bjartsýnisskot sem ég hef séð.
43. mín
Óli Valur með sendingu fyrir markið en Finnur Tómas er á undan Tobias í boltann.
43. mín
Ég held að Andra Rafni Yeoman sé engum greiði gerður að spila á móti Luke Rae. Litli hraðamunurinn á þeim.
42. mín
Anton Ari með sendingu upp og Valgeir missir boltann of langt frá sér. Blikarnir ekki alveg í réttum takti.
40. mín
Blikarnir eru ekki alveg að nýta sér það nægilega vel hvað KR er að spila með háa línu. Mér líður allavega eins og þeir eigi að geta gert betri hluti.
39. mín
Halldór tæpur Halldór Snær er ískaldur í markinu. Ágúst Orri kemur í mikla pressu og hann tapar næstum því boltanum, en hann rétt bjargar sér. Tekur svo boltann upp en það mátti hann nú líklega ekki gera þar sem hann fékk sendinguna til baka. Sleppur hjá honum.
38. mín
Dóri var eitthvað ósáttur við Jóhann Inga að dæma ekki brot í sókninni hjá KR. Það var bara nákvæmlega ekkert á þetta, Blikarnir verða bara að vera sterkari.
37. mín
DAUÐAFÆRI! Aftur taka Blikar hornspyrnuna stutt en það kemur í bakið á þeim núna. KR-ingar pressa frábærlega og vinna boltann. Þeir geysast svo upp völlinn og renna Blikarnir hver um annan. Luke er svo kominn í algjört dauðafæri en Anton Ari ver stórkostlega!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
37. mín
Aftur taka Blikar hornspyrnuna stutt. Viktor Karl á svo skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann og aftur fyrir. Önnur hornspyrna.
36. mín
Tobias með boltann inn í teig en Júlíus verst mjög vel. Fyrirliði KR-inga að leika virkilega vel hérna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
35. mín
Það er mun meiri stemning yfir KR-liðinu núna. Blikarnir virka smá pirraðir.
35. mín
Óli Valur við það að þræða Ágúst Orra í gegn, en Halldór Snær er mættur út enn eina ferðina til að komast inn í sendinguna.
34. mín
Dóri Árna ekkert sérstaklega sáttur með pressuna hjá sínum mönnum. KR með yfirhöndina þessar síðustu mínútur.
33. mín
Gabríel Hrannar nú með fyrirgjöf sem Anton Ari grípur og heldur.
32. mín
Aron Þórður með skot eftir hornspyrnuna sem fer í varnarmann.
32. mín
Luke Rae með stórhættulega fyrirgjöf en Ásgeir Helgi setur boltann aftur fyrir og í hornspyrnu.
31. mín
Það eru komin mörk í hina leikina sem eru spilaðir á sama tíma, en ekki hér. Ekki eitthvað sem maður bjóst við að þessi leikur yrði markalaus eftir hálftíma.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Óli Valur og Ágúst Orri skipta um kant; Óli farinn út hægra megin og Ásgeir er núna vinstra megin.
29. mín
Stórhættulegt! Luke Rae vinnur boltann af Andri Rafni og kemst á ferðina, en Ásgeir Helgi gerir stórkostlega að komast inn í sendinguna. Þetta var stórhættuleg staða!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
28. mín
Ótrúlegt að Jóhann Ingi dæmi ekki brot þegar Róbert Elís fer niður við miðjubogann. Þetta var rosalega mikið brot.
26. mín
Júlíus Mar með frábæran varnarleik gegn Óla Vali. Sá síðarnefndi hefur ekki átt góðan leik hingað til og þarf að gera betur við það mikla svæði sem hann er að fá.
25. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Já, það kom.
24. mín
Finnur Tómas með rosalega tæklingu! Hagnaðinum beitt en það kemur ekkert úr þessari sókn hjá Blikum. Hann er að fara að fá gult spjald, getur ekki annað verið.
23. mín
Finnur Tómas liggur eftir á miðjum velliunum og þarf aðhlynningu. Ekki eru það frábær tíðindi fyrir KR ef hann er tæpur.
22. mín
Þessi leikur hefur verið stanslaust stuð. Mörkin fara að detta, ég er viss um það.
21. mín
Höskuldur! Breiðablik fær hornspyrnu og þeir taka hana stutt. Höskuldur kominn í skotfæri og lætur vaða en Halldór gerir mjög vel í að verja. Þetta var hörkuskot!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
20. mín
Rangstaðan sem var dæmd á Ágúst Orra áðan var gríðarlega tæp. Munaði ótrúlega litlu.
19. mín
Viktor Karl! Frábær sókn hjá Blikum. Óli Valur fær boltann vinstra megin og leggur hann inn á teiginn þar sem Tobias er mættur. Hann setur hann í fyrsta á Viktor Karl sem er kominn í frábæra stöðu en hann fellur og nær ekki krafti í skotið. Þarna munaði ekki miklu.

Eitthvað kallað eftir víti en lítið í þessu að mínu mati.
18. mín
Ágúst Orri sleppur í gegn en rangstaða dæmd. Stuðningsmenn Breiðabliks allt annað en sáttir.
18. mín
Halldór með langan bolta upp en Præst nær ekki að taka hann með sér. Hefði verið kominn í frábært færi ef honum hefði tekist það.
17. mín
Þarf að vera vel á verði Halldór Snær verður að vera gríðarlega mikið á tánum þar sem varnarlína KR er svo hátt uppi á vellinum. Hann hefur nokkrum sinnum þurft að koma út og mæta boltanum á fyrsta stundarfjórðungi leiksins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. mín
Viktor Karl með sendingu fyrir og Ágúst Orri nær skalla að marki, en auðvelt fyrir Halldór að verja þetta.
15. mín
Það er gríðarleg harka og mikil ákefð í þessum leik. Stutt í lætin. Þarna hefði Ástbjörn átt að fá gult spjald fyrir að taka Óla Val niður, en Jóhann sleppir honum.
14. mín
,,Dóri elskar KR," syngja stuðningsmenn KR-inga. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, er uppalinn í KR.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
13. mín Gult spjald: Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)
Fyrsta gula spjaldið í leiknum komið.
13. mín
Viktor Örn kominn langt upp á völlinn og hleypur inn í Halldór Snæ. Stuðningsmenn KR ekki sáttir.
11. mín
Varnarmenn Blika eru í vandræðum með Eið Gauta sem er að nota hæð sína og styrk gegn þeim.
10. mín
Eiður Gauti við það að komast í góða stöðu. Hann ýtir Ásgeiri Orra auðveldlega frá sér en svo berst boltinn á Luke Rae sem á skot yfir markið.
9. mín
Varnarlína KR er alveg rosalega áhugavert konsept. Hún er rosalega hátt uppi og út um allt. Mér líður eins og það sé bara tímaspursmál hvenær Blikar setja fyrsta mark leiksins en kannski er þetta smá skipulagt kaos hjá KR. Ég veit það ekki alveg.
8. mín
Viktor Karl þræðir Tobias í gegn og hann skorar, en það er rangstaða dæmd.
7. mín
Gabríel Hrannar með slaka sendingu og KR missir boltann. Það er ekki gott því varnarlína KR er komin lengst upp á völlinn. Óli Valur sleppur í gegn en er alltof lengi að gera hlutina og sóknin rennur út í sandinn.
6. mín
Ágúst Orri ýtir Jóa Bjarna upp að auglýsingaskiltinu og er heppinn að sleppa við gula spjaldið.
3. mín
Þetta er hvirfilbylurinn sem Óskar talaði um fyrir leik.
3. mín
Svo eru KR-ingar komnir í fínasta færi hinum megin en Valgeir hendir sér fyrir skotið.
2. mín
DAUÐAFÆRI! Frábær fyrirgjöf á Óla Val á fjærstönginni og hann er í dauðafæri en Halldór Snær gerir mjög vel í að verja!
2. mín
Svona er KR að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. mín
Svona er Breiðablik að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað!
Fyrir leik
Júlíus Mar með bandið Júlíus Mar Júlíusson er með fyrirliðabandið hjá KR í fjarveru Arons. Strákur fæddur 2004 að spila sinn þriðja deildarleik fyrir KR. Mjög spennandi leikmaður þarna á ferðinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Áhorfendur að týnast á völlinn. Ég býst ekki við öðru en að það verði mikil stemning á Kópavogsvelli í kvöld.
Fyrir leik
Lærlingurinn og lærimeistarinn. Leikir Óskars Hrafns eiga það sameiginlegt með leikjum Breiðabliks að innihalda mikið af mörkum og sú staðreynd endurspeglast í stuðlunum á Epic á fjölda marka í leiknum. Stuðullinn á yfir 4 mörk í leiknum er 1,92 sem er ansi vinsælt veðmál í leikjum KR.
Mate Dalmay
Fyrir leik
Óskar Hrafn fylgist vel með Blikunum Stendur inn í miðjuboganum og fylgist vel með Blikunum í upphitun. Jurgen Klopp gerði þetta mikið þegar hann var stjóri Liverpool - starði á hitt liðið í upphitun.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Jóhann Ingi með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fínasta veður Það er fínasta veður til fótboltaiðkunnar í kvöld. Það er smá skýjað en um tíu stiga hiti. Bæði lið eru núna að klára sína upphitun og svo förum við af stað fljótlega.
Fyrir leik
Aron var frábær í síðasta leik Aron Sig, fyrirliði KR, sneri til baka úr leikbanni í síðasta leik ÍA og var algjörlega frábær. Eftir því sem við komumst næst er hann meiddur og getur því ekki tekið þátt í kvöld. Mikið högg fyrir KR að missa hann fyrir þennan stóra leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Eru í verkefni með U16 landsliðinu Ungstirnin Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason eru ekki með KR í þessum leik þar sem þeir eru í verkefni með U16 landsliðinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Íslandsmeistarar Blika gera tvær breytingar á liði sínu frá 0-1 sigrinum gegn Vestra á dögunum. Ágúst Orri Þorsteinsson og Andri Rafn Yeoman koma inn fyrir Arnór Gauta Jónsson og Aron Bjarnason. Þeir eru báðir á bekknum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson snýr aftur á Kópavogsvöll í kvöld og hann gerir tvær breytingar á liði sínu frá 5-0 sigrinum gegn ÍA. Aron Sigurðarson er ekki með og kemur Ástbjörn Þórðarson inn fyrir hann. Róbert Elís Hlynsson byrjar þá í stað Hjalta Sigurðssonar sem fer á bekkinn. Það er mikið högg fyrir KR að missa Aron en hann er meiddur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fanndís spáir Blikasigri Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, tók að sér það verkefni að spá í leiki 5. umferðar í Bestu deildinni. Hún spáir auðvitað markaleik hér í kvöld.

Breiðablik 4 - 3 KR
Þetta verður alvöru marka leikur, Blix vinna þennan leik 4-3 og Höskuldur skorar þrjú.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lærisveinninn mætir læriföðurnum Halldór Árnason er í dag þjálfari Breiðabliks en hann var áður aðstoðarmaður Óskars í mörg ár, fyrst hjá Gróttu og svo hjá Breiðabliki.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Óskar Hrafn snýr aftur Ein stærsta sögulínan fyrir leik kvöldsins er líka sú að Óskar Hrafn Þorvaldsson snýr aftur á Kópavogsvöll eftir að hafa stýrt Breiðabliki í nokkur ár. Undir hans stjórn urðu Blikar einu sinni Íslandsmeistarar og urðu fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hvernig hafa þessi tvö lið farið af stað? Breiðablik er í öðru sæti með níu stig. Þeir byrjuðu á sigri gegn Aftureldingu, töpuðu svo óvænt fyrir Fram en hafa unnið síðustu tvo leiki sína gegn Stjörnunni og Vestra.

KR er í fimmta sæti með sex stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli við KA í fyrsta leik, svo 3-3 jafntefli við Val og annað 2-2 jafntefli við FH. Fyrsti sigurinn kom í síðasta leik er þeir unnu 5-0 sigur á ÍA í Laugardalnum. Það hefur verið partý hjá KR í upphafi móts.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það eru tveir aðrir leikir í kvöld mánudagur 5. maí
19:15 Afturelding-Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)
Fyrir leik
Hvað verða eiginlega mörg mörk hérna? Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að mæta á Kópavogsvöll á eftir. Ég trúi ekki öðru en að það verði markaveisla og mikil stemning. Þetta eru án efa tvö af skemmtilegustu liðum deildarinnar og miklar sögulínur í kringum þetta.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Veisla framundan! Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og KR. Ég get lofað því að þessi leikur verður algjör veisla. Endilega fylgist með!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson (f)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
16. Matthias Præst
17. Luke Rae
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
27. Róbert Elís Hlynsson ('61)
29. Aron Þórður Albertsson
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('61)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Óliver Dagur Thorlacius
20. Atli Hrafn Andrason
24. Kristófer Orri Pétursson
28. Hjalti Sigurðsson
33. Skarphéðinn Gauti Ingimarsson
37. Auðunn Gunnarsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Theodór Elmar Bjarnason
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Björn Valdimarsson
Lúðvík Júlíus Jónsson

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('25)
Júlíus Mar Júlíusson ('60)

Rauð spjöld: