Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 3
3
KR
Besta-deild karla
Víkingur R.
LL 3
2
Fram
Besta-deild karla
Afturelding
90' 3
0
Stjarnan
Afturelding
3
0
Stjarnan
Hrannar Snær Magnússon '9 1-0
Georg Bjarnason '57 2-0
Aron Jóhannsson '64 3-0
05.05.2025  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Aðstæður: Glæsilegar aðstæður til knattspyrnuiðkunar
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson ('66)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('88)
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('88)
19. Sævar Atli Hugason ('78)
20. Benjamin Stokke ('78)
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('78)
8. Aron Jónsson ('66)
9. Andri Freyr Jónasson ('88)
11. Arnór Gauti Ragnarsson
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('78)
22. Rikharður Smári Gröndal
27. Enes Þór Enesson Cogic ('88)
30. Oliver Sigurjónsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Bjartur Bjarmi Barkarson ('67)

Rauð spjöld:
90. mín
+4 Allt bendir til 3-0 sigurs Aftureldingar.
90. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
+3 Þrumar Elmar Kára niður, hárrétt.
90. mín
Uppbótartíminn lágmark 5 mínútur
89. mín
Gaman að segja frá því að þetta er fyrsti leikur Enes yngri í efstu deild
88. mín
Inn:Enes Þór Enesson Cogic (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
88. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
84. mín
Elmar staðinn á fætur Sýnist hann geta haldið leik áfram. Já, hann er kominn inn á.
83. mín
Úff þetta lítur ekki vel út Elmar Kári fer upp í skallabolta sem hann tapar fyrir Alex Þór. Hann Elmar virðist lenda mjög illa og þarfnast aðhlynningar.
81. mín
Axel Óskar með skalla fyrir markið Það endar í hornspyrnu fyrir Aftureldingu sem Stjörnumenn ná að hreinsa.
78. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Stjarnan) Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Jökull að klára skiptingarnar sínar
78. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Sævar Atli Hugason (Afturelding)
Sömu sögu að segja af Sævari. Flottur leikur.
78. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Afturelding) Út:Benjamin Stokke (Afturelding)
Stokke búinn að skila góðu dagsverki í sínum fyrsta leik
73. mín
Benjamin Stokke sæll Tekur Andra Adolphsson og platar hann upp úr skónum svo vel að Andri rennur við mikla hrifningu Aftureldingar fólks í stúkunni.
69. mín
Jón Hrafn með skot Andri Rúnar rennir boltanum út á vinstri kantinn þar sem Jón Hrafn nær að teikna upp skot sem Jökull ver í horn. Skot í stöng eftir hornið en boltinn endar að lokum í markspyrnu.
67. mín Gult spjald: Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
Hleypur Kjartan Má niður Kjartan snöggreiðist í kjölfarið en þeir skilja rólegir.
66. mín
Inn:Aron Jónsson (Afturelding) Út:Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding)
Gunnar sest eftir markið og fer út af í kjölfarið.
64. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Afturelding)
Stoðsending: Hrannar Snær Magnússon
Þvílíki leikurinn hjá heimamönnum Afturelding er að fara hamförum!!!

Aron Jó með sendingu út á vinstri kantinn á Hrannar Snæ sem á frábæra sendingu aftur inn á teiginn þar sem, jú sjálfur Aron Jó, er mættur og hann á þetta líka glæsiega slútt í fjærhornið.

Afturelding, sem hafði fyrir leikinn í kvöld einungis skorað eitt mark í deildinni, komið 3-0 yfir.
62. mín
Eldingin heldur áfram! Aron Jó leggur boltann til hliðar á Sævar Atla sem á skot úr góðu færi en boltann rétt framhjá markinu.
61. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Þreföld skipting frá Jökli!
61. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Þreföld skipting frá Jökli!
61. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
Þreföld skipting frá Jökli!
60. mín
Sú tæklingin hjá Axeli Bjargar því að Guðmundur Baldvin komist í hörkufæri og tæklar boltann í innkast.
57. mín MARK!
Georg Bjarnason (Afturelding)
Stoðsending: Axel Óskar Andrésson
2-0 fyrir heimamönnum! Hornspyrna frá hægri sem dettur fyrir fyrirliðann Aron Elí. Skot hans skallað frá en Axel Óskar nær að setja boltann fyrir og Georg þrumar með vinstri í gegnum klof Árna Snæs í markinu.
54. mín
Elmar Kári með takta Þvílíkur leikmaður. Þræðir nálarauga og fer framhjá svona þremur Stjörnumönnum í einni hreyfingu. Skot hans með hægri fer síðan í hliðarnetið.
52. mín
Hornspyrna frá heimamönnum Ná skalla en hann fer framhjá markinu. Vinna aðra hornspyrnu skömmu seinna.
46. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Stígur Gunnar Bergmann út með hendinni Sýnist þetta hafa verið hárrétt gult spjald.
46. mín
Byrjað aftur og börger í Mosó Leikurinn farinn aftur í gang. Queen Hanna Sím færði undirrituðum besta hamborgara sem hann hefur smakkað í hálfleik.
Takk Hanna.
45. mín
Hálfleikur
Afturelding leiðir Heimamenn leiða 1-0 í hálfleik með marki Hrannars Snæs sem kom á 9. mínútu leiksins eftir flotta sendingu frá Elmari Kára.
45. mín
Veit ekki með þetta Emil Atla sýnist að mér virðist vinna Gunnar Bergmann löglega í skallabolta og setur síðan boltann sjálfur í netið. Twana dæmir brot á Emil. Undirritaður er ekki sannfærður.
45. mín
Uppbótartíminn að minnsta kosti 3 mínútur Líklega svona mikill vegna meiðsla Samúels Kára hér fyrir stuttu síðan.
43. mín
Hrannar Snær með langt innkast Hrannar tekur langt innkast sem Axel Óskar flikkar áfram. Það endar í horni hinu megin.
40. mín
Benedikt með skot í varnarmann Gummi Kri með sendingu út til vinstri á Örvar Loga, fyrirgjöf fyrir og boltinn fyrir Benedeikt sem nær skoti en það fer í varnarmann og í horn.
38. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Samúel Kári Friðjónsson (Stjarnan)
Samúel Kári meiddur Samúel sest niður meiddur og Daníel Finns kemur inn á í hans stað.
35. mín
Var þetta ekki brot? Stokke gerir vel í að koma boltanum fyrir lappirnar á Elmari sem er að mér sýndist bara hrint en Twana veifar þetta áfram.
32. mín
Afturelding fljótir fram Jökull með góðan bolta fram sem Elmar Kári nær að framlengja með skalla í hlaupaleiðina fyrir Stokke. Stokke vinnur hornspyrnu sem ekkert verður úr.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
29. mín
Samúel Kári í færi Emil Atla nær góðum skalla fyrir lappirnar á Samúel Kára en Emil hefur verið rangstæður þegar sendingin kom.
22. mín
Jökull tæklar Aron Elí Jökull markmaður og Aron Elí virðast hvorugir kalla eftir boltanum þegar hann svífur inn á teiginn frá Benedikt Warén. Það endar með því að Jökull tæklar Aron sem átti sér einskis ills von.
20. mín
Sævar Atli með skot á markið Hrannar Snær kemst vel upp vinstri kantinn og nær alla leið að endalínu þaðan sem hann kemur boltanum út í teiginn á Sævar sem á skot beint á Árna Snæ.
16. mín
Benedikt Warén leikur listir sínar Benedikt nær að leika á varnarmenn Aftureldingar en fyrirgjöfin er slegin af Jökli í horn. Hornið tekur sjálfur Benedikt en aftur grípur Jökull inn í og í þetta skiptið heldur hann boltanum.
14. mín
Örvar með fyrirgjöf Örvar Logi aleinn úti á vinstri kanti og nær fyrirgjöf sem heimamenn skalla í horn.
9. mín MARK!
Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Stoðsending: Elmar Kári Enesson Cogic
Sú skyndisóknin! Elmar kemst í gegnum fyrstu pressu Stjörnunnar á miðjunni, en gestirnir voru með marga menn frammi þegar Afturelding vann boltann.

Elmar nær síðan að þræða boltann inn fyrir á Hrannar Snæ sem tekur Baldur Loga svo vel á að hann dettur og Hrannar þrumar boltanum upp í þaknetið!

Afturelding 1 Stjarnan 0
6. mín
Heimamenn tæpir Jökull markmaður og félagar í vörninni hafa verið að spila sín á milli í byrjun leiksins en þarna skall hurð nærri hælum og Stjörnumenn voru næstum því búnir að ná boltanum.

Eldingin geysist síðan upp og Aron Jó kemst í skotfæri en skotið í varnarmann. Liðin mikið fram og til baka.
3. mín
Elmar Cogic Elmar á flottan sprett upp hægri kantinn og kemst framhjá Örvari Loga en skotið hans lengst framhjá markinu. Stemningsbyrjun!
1. mín
Skot frá Stjörnunni Stjarnan hengir einn langan fram og þeir ná skoti sem er tiltölulega beint á Jökul sem slær boltann niður og grípur hann svo.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað Leikurinn er farinn í gang og leika heimamenn í átt að þjóðveginum á meðan að Stjarnan leika í átt að Varmá.

Stjörnumenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin á leiðinni Liðin eru lögð af stað frá Varmá og Aggi vallarþulur kynnir liðin til leiks. Þetta fer að bresta á!
Fyrir leik
Samkvæmt stuðlunum á Epic þá er Stjarnan talin líklegri til sigurs hér í kvöld og eru á 2,2 á meðan stuðullinn á Aftureldingu er 3. Jafnteflið stendur til boða fyrir þá sem þora á stuðlinum 3,9.
Mate Dalmay
Fyrir leik
Formið hjá liðunum Bæði lið koma með tap á bakinu inn í þennan leik. Stjarnan tapaði á heimavelli fyrir ÍBV í síðasta leik 2-3 og Afturelding fékk skell upp í Úlfarsárdal þar sem þeir heimsóttu Fram og töpuðu 3-0.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Byrjunarliðin eru dottin í hús, en þar vekur einna helst athygli að Benjamin Stokke, framherjinn geðugi sem spilaði með Breiðabliki á síðasta tímabili, byrjar hjá Aftureldingu.


Fyrir leik
Spámaður 5. umferðar í Bestu-deildinni Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals í Bestu-deild kvenna, spáði í spilin fyrir 5. umferðina og hafði þetta um þennan leik að segja:

Afturelding 2 - 1 Stjarnan (mán, 19:15)
Afturelding vinnur þennan leik, 2-1.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staðan í deildinni Hvorugt þessara liða hefur farið með himinskautum nú í byrjun móts. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum Aftureldingar (6 í 4 leikjum) en heimamenn sitja í 11. sæti Bestu-deildarinnar með 4. stig eftir 4 umferðir.

Stjarnan er í 7. sæti, með 7 mörk skoruð og 7 mörk fengin á sig en gestirnir úr Garðabæ eru með 6 stig eftir fyrstu 4 umferðirnar. Kannski óþarfa stílbrot að vera ekki með 7 stig.
Fyrir leik
Þriðja liðið Dómari leiksins í dag er Twana Khalid Ahmed en samkvæmt öruggum heimildum undirritaðs gerir Twana einar albestu pulsur landsins. Spyrjið bara Anton Frey Jónsson.

Twana til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Eðvarð Eðvarðsson og þá er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson varadómari leiksins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Það er leikdagur í Bestu! Góðan og blessaðan kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Malbikstöðinni að Varmá þar sem heimamenn í Aftureldingu taka á móti Stjörnunni úr Garðabæ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Besta-deild karla
19:15 Afturelding-Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f) ('78)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('61)
10. Samúel Kári Friðjónsson ('38)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('61)
22. Emil Atlason
23. Benedikt V. Warén
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('61)
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
14. Jón Hrafn Barkarson ('61)
17. Andri Adolphsson ('61)
19. Daníel Finns Matthíasson ('38)
24. Sigurður Gunnar Jónsson
29. Alex Þór Hauksson ('78)
43. Gísli Snær Weywadt Gíslason
49. Aron Freyr Heimisson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('61)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Emil Atlason ('46)
Alex Þór Hauksson ('90)

Rauð spjöld: