Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Lengjudeild karla
Selfoss
LL 1
2
Völsungur
Besta-deild kvenna
Víkingur R.
LL 1
4
Tindastóll
Besta-deild kvenna
Fram
LL 1
3
Þór/KA
Selfoss
1
2
Völsungur
Frosti Brynjólfsson '48 1-0
Jón Vignir Pétursson '72 , misnotað víti 1-0
Eysteinn Ernir Sverrisson '90 , sjálfsmark 1-1
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson '90 , víti
17.05.2025  -  16:00
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: 16° úti en það er smá vindur. Mjög góðar aðstæður
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson ('64)
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Daði Kolviður Einarsson
7. Harley Willard
8. Raúl Tanque
10. Nacho Gil
11. Alfredo Ivan Sanabria
21. Frosti Brynjólfsson
28. Eysteinn Ernir Sverrisson
32. Aron Lucas Vokes
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson
15. Alexander Clive Vokes ('64)
17. Brynjar Bergsson
18. Dagur Jósefsson
20. Elvar Orri Sigurbjörnsson
77. Einar Bjarki Einarsson
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Heiðar Helguson
Helgi Bárðarson
Halldór Rafn Halldórsson

Gul spjöld:
Ívan Breki Sigurðsson ('45)
Raúl Tanque ('48)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞVÍLÍKAR LOKA MÍNÚTUR! Völsungur skorar tvö mörk á loka mínútunum og tryggir sér sín fyrstu stig í deildinni
90. mín
+7

Selfoss fær horn
90. mín Mark úr víti!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
VÖLSUNGUR AÐ KOMAST YFIR! +6

Þvílík dramatík!

Elfar með fasta spyrnu beint á markið og Robert er búinn að skutla sér
90. mín
VÖLSUNGUR AÐ FÁ VÍTI! +5

Það var ekki mikið í þessu að mínu mati en Gunnar bendir á punktinn
90. mín SJÁLFSMARK!
Eysteinn Ernir Sverrisson (Selfoss)
VÖLSUNGUR JAFNAR! +3

Eysteinn ætlar sér að hreinsa boltann aftur fyrir endamörk en hittir ekki botlann og setur hann í sitt eigið mark
90. mín
Rautt á bekk Völsungs. Sá ekki hver fékk spjaldið
90. mín
Robert að bjarga Selfossi! Gestur sloppinn einn gegn Robert en Robert gerir sig stórann og ver vel
88. mín
Selfoss hreinsar
87. mín
Völsungur að fá horn
82. mín
Harley inná teig Völsung köttar á vinstri og á skot en enn og aftur er Ívar að verja. Ívar með svör við öllum skotum Selfyssinga
79. mín
Frosti kominn inn í teig Völsunga og leikur á varnarmann og á skot en það beint á Ívar. Ívar verið að halda Völsungi inni í þessum leik
76. mín
Alexander í færi inni í teig Alexander einn gegn Ívari en er með boltann undir sér og nær ekki krafti í skotið
75. mín
Selfoss aftur í stöðu inni í teig Völsungs en þeir henda sér aftur fyrir skotin þeirra
73. mín
Völsungur fær horn sem Selfoss hreinsar
72. mín Misnotað víti!
Jón Vignir Pétursson (Selfoss)
ÍVAR VER! Jón Vignir með spyrnuna í hægra hornið í þægilegri hæð fyrir Ívar
71. mín
Selfoss að fá vítaspyrnu!!! Aron Lucas tekinn klárlega niður inni í teig Völsunga og Gunnar dæmir víti
69. mín
Harley fær tíma fyrir utan teig Völsungs og lætur vaða en skot hans yfir markið
66. mín
Sláin!!! Eysteinn með aðra frábæra sendingu á kollinn hans Raul sem nær góðum skalla en Ívar ver meistaralega í slánna og út
64. mín
Inn:Alexander Clive Vokes (Selfoss) Út:Ívan Breki Sigurðsson (Selfoss)
60. mín
Annað dauðafæri! Frosti gerir enn og aftur vel á vinstri kantinum og kemur sér að endalínunni og á sendingu á Raul sem nær ekki að koma boltanum almennilega fyrir sig og skot hans í varnarmann
57. mín
Selfoss að ógna mikið Eysteinn með frábæra sendingu á Raul inná teig Völsunga en Ívar gerir vel í markinu
55. mín
DAUÐAFÆRI! Jón á frábæra sendingu á Ívan Breka sem battar boltann fyrir Frosta sem stendur sirka 5 metrum frá marki Völsungs en hann hittir ekki boltann og setur hann yfir markið
54. mín
Nacho skallar frá
54. mín
Horn fyrir Völsung
53. mín
Jón með skot framhjá af löngu færi úr aukaspyrnu
50. mín
Inn:Gestur Aron Sörensson (Völsungur) Út:Davíð Örn Aðalsteinsson (Völsungur)
48. mín Gult spjald: Raúl Tanque (Selfoss)
48. mín MARK!
Frosti Brynjólfsson (Selfoss)
Það er komið mark!!! Frosti kominn á blað!

Boltinn dettur fyrir Alfredo inni í teig Völsunga. Alfredo á skot sem endar í miklu klafsi og ótrúlegt að hvorugt liðið hafi komið boltanum áleiðis en eftir nokkurn tíma nær Frosti að pota boltanum yfir línuna

Bjarni með skýr skilaboð í hálfleik
46. mín
Strax færi Ívan Breki strax kominn í færi en skot hans framhjá. Góð byrjun á seinni hálfleiknum
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Selfoss byrjar seinni hálfleikinn
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik Veðrið fallegt en lítið hægt að segja um fótboltann
45. mín
Rétt framhjá! +2

Ismael með skot af löngu færi sem fer rétt framhjá. Völsungur nálægt því að komast yfir
45. mín Gult spjald: Ívan Breki Sigurðsson (Selfoss)
Of seinn í tæklingu að mati Gunnars
42. mín
Davíð skokkar aftur inná
40. mín
Davíð liggur eftir samstuð við sinn eigin liðsfélaga
36. mín
Frosti með skot í innkast
35. mín
Rétt framhjá Langt innkast sem Völsungur nær ekki að díla við og Selfoss með skot rétt framhjá
35. mín
Inn:Ólafur Jóhann Steingrímsson (Völsungur) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (Völsungur)
33. mín
Steinþór liggur og þarf aðhlynningu
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Elvar með álíka afleidda tilraun og Alfredo. Bæði skot hátt yfir og langt framhjá
29. mín
Góður bolti sem Ívar kýlir frá Eysteinn setur boltann aftur inná teiginn og eftir mikið klafs berst boltinn út á Alfredo sem á afleitt skot
28. mín
Selfoss að fá horn
25. mín Gult spjald: Rafnar Máni Gunnarsson (Völsungur)
Stoppar Ívan sem var kominn í góða stöðu
23. mín
Vel útfærð hornspyrna Steinþór tekur stutt horn og fær boltann beint aftur og á hánn bolta í fjær stöngina þar sem Arnar nær skalla en hann er í erfiðari stöðu og skallinn yfir markið
23. mín
Hornspyrna fyrir Völsung
21. mín
Selfyssingar náð að vinna sig betur inn í leikinn eftir að Völsungur byrjaði betur
17. mín
Gott færi Ívan gerir vel að vinna boltann á miðjunni og setur boltann á Raul sem rennir boltanum á Frosta sem gerir vel í einn á einn stöðu en Völsungur nær að henda sér fyrir skotið
13. mín
Tæpt Steinþór við það að sleppa í gegn og vill meina að það sé brotið á sér en ekkert dæmt. Hefði líklega verið rautt ef Gunnar, dómari leiksins, hefði dæmt brot
13. mín
Svipaðar uppstillingar en Völsungur mikið að skipta um stöður varnarlega og sóknarlega
12. mín
Sirka uppstilling Völsungs Elfar

Steinþór - Jakob - Rafnar

Xabier - Ismael

Arnar - Elvar - Davíð - Gunnar
8. mín
Jakob kemst í góða stöðu inni í teig Selfoss og á skot sem Robert ver vel
5. mín
Uppstilling Selfoss Raul

Frosti - Ívan - Harley

Nacho - Aron L

Eysteinn - Daði - Jón - Alfredo

Robert (m)
2. mín
Selfoss í ágætri stöðu en ná ekki að nýta sér það
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað Völsungur byrjar með boltann og sækja í norður með vindinn í bakið
Fyrir leik
Liðin að ganga inná völlinn
Fyrir leik
Stutt í að þetta byrji Byrjunar liðin farinn inn í klefa og eru að gera sig tilbúin
Fyrir leik
Liðin að hita upp Selfoss skokkar út á völlinn í upphitun, Völsungur löngu byrjaðir
Fyrir leik
Síðustu viðureignir Selfoss og Völsungur mættust tvisvar í 2. deildinni í fyrra og báðir leikir unnust á útivelli. Leikurinn í Húsavík var heldur rólegri en Selfyssingar unnu 0-1 sigur eftir mark frá Gonzalo Zamorano. Leikurinn á Selfossi var hins vegar mikil skemmtun en leikurinn fór 3-4. Selfyssingar komust snemma yfir en lentu svo manni færri stuttu seinna. Völsungur nýtti sér það og komst 1-2 yfir en Selfyssingar gáfust ekki léttilega upp og komu sér aftur yfir 3-2 þegar að 10 mínútur voru eftir. Völsungur gerði sér svo lítið fyrir og skoruðu 2 mörk eftir að klukkan sló 90 mínútur og höfðu betur 3-4 gegn Selfossi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Völsungur Völsungur hefur ekki byrjað mótið vel og eru neðstir í töflunni með núll stig og -5 í markatölu. Þeir hafa bara skorað eitt mark og fengið sex á sig. Völsungur missti auðvitað markahæsta leikmann 2. deildar í fyrra Jakob Gunnar en hann fór til KR og er á láni hjá Þrótt núna. Völsungur ætlar sér að koma a.m.k. stigi á töfluna en verða að fara langa leið á erfiðan útivöll

Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson

Fyrir leik
Selfoss Selfyssingar hafa byrjað mótið ágætlega og sitja í 7. sæti. Selfoss fékk Grindavík í heimsókn í fyrstu umferð og spiluðu mjög góðann leik þar sem að þeir unnu 2-1 eftir tvennu frá nýja framherja sínum Raul. Í annari umferð fóru Selfyssingar svo í Árbæinn og spiluðu við Fylki sem reyndust vera of erfiðir og lögðu Selfyssinga 2-0. Leikurinn í dag er mjög mikilvægur fyrir bæði lið en þau eru liðin sem komu upp úr 2. deildinni í fyrra.

Mynd: Selfoss

Fyrir leik
3. umferð Lengjudeild karla! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Jáverk-vellinum þar sem Selfyssingar taka á móti Völsungi í þriðju umferð Lengjudeildar karla

Mynd: Árni Þór Grétarsson

Byrjunarlið:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m)
4. Elvar Baldvinsson
5. Arnar Pálmi Kristjánsson (f)
7. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('35)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Rafnar Máni Gunnarsson
14. Xabier Cardenas Anorga
16. Jakob Héðinn Róbertsson
21. Ismael Salmi Yagoub
30. Davíð Örn Aðalsteinsson ('50)
39. Gunnar Kjartan Torfason
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
88. Einar Ísfjörð Sigurpálsson (m)
3. Davíð Leó Lund
8. Ólafur Jóhann Steingrímsson ('35)
12. Gestur Aron Sörensson ('50)
17. Aron Bjarki Kristjánsson
19. Tryggvi Grani Jóhannsson
93. Óskar Ásgeirsson
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)
Halldór Fannar Júlíusson
Róbert Ragnar Skarphéðinsson

Gul spjöld:
Rafnar Máni Gunnarsson ('25)

Rauð spjöld: