Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
ÍA
1
3
FH
0-1 Kjartan Kári Halldórsson '16
Viktor Jónsson '49 1-1
1-2 Kjartan Kári Halldórsson '78
1-3 Tómas Orri Róbertsson '81
19.05.2025  -  19:15
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða, hiti um 17 stig.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 714
Maður leiksins: Kjartan Kári Halldórsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Baldvin Þór Berndsen ('94)
6. Oliver Stefánsson ('85)
7. Haukur Andri Haraldsson
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('85)
22. Ómar Björn Stefánsson ('64)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
25. Logi Mar Hjaltested (m)
8. Albert Hafsteinsson ('64)
15. Gabríel Snær Gunnarsson ('94)
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
20. Ísak Máni Guðjónsson ('85)
33. Arnór Valur Ágústsson ('85)
77. Jón Viktor Hauksson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Steinar Þorsteinsson
Dino Hodzic
Johannes Vall
Mario Majic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Vandræði ÍA halda áfram
Hvað réði úrslitum?
Gestirnir úr FH voru skarpari fyrir framan mark ÍA svo einfalt er það. Leikurinn sem slíkur var nokkuð jafn og liðin skiptust á að setja pressu hvort á annað. Lið FH nýtti sín augnablik hins vegar mun betur og þvinguðu fram fleiri mistök en heimamenn.
Bestu leikmenn
1. Kjartan Kári Halldórsson
Áræðinn og hikar ekkert við að keyra á varnir andstæðinga FH. Uppskar í dag tvö snyrtileg mörk og gerði heilt yfir vel.
2. Björn Daníel Sverrisson
Vinnsla á miðjunni og útsjónarsemi í spili FH. Ef Björn Daníel er að finna taktinn er alveg von til þess að FH geti rétt úr kútnum og vel það enda gæðaleikmaður.
Atvikið
Annað mark FH slekkur vel í þeim neista sem var í liði ÍA framan af. Dapur varnarleikur þar sem FHingar ná að leika sín á milli inn í teig ÍA og uppskera mark.
Hvað þýða úrslitin?
FH lyftir sér af botninum og fara í 7 stig í 10. sæti deildarinnar Lið ÍA í því 11. með 5 stig.
Vondur dagur
Skaginn og vinnusemi. Þetta átti eitt sinn afar góða samleið á fótboltavellinum en á köflum í kvöld vantaði talsvert uppá. Lýsandi dæmi er þriðja mark FH þar sem Birkir Valur fær að labba framhjá Alberti Hafsteinssyni sem varðist afar letilega og leit illa út þegar Birkir lagði upp mark fyrir Tómas Orra,
Dómarinn - 8
Helgi og hans teymi með sitt á hreinu í dag. Hiti á köflum í leiknum en þeir sinntu sínu starfi af röggsemi og geta gengið sáttir frá borði.
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('85)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('70)
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('78)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Tómas Orri Róbertsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
37. Baldur Kári Helgason
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
11. Bragi Karl Bjarkason
17. Dagur Örn Fjeldsted ('70)
18. Einar Karl Ingvarsson ('78)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('85)
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
35. Gils Gíslason
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Sigurður Bjartur Hallsson ('25)
Birkir Valur Jónsson ('57)

Rauð spjöld: