Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Afturelding
2
2
Breiðablik
0-1 Óli Valur Ómarsson '7
0-2 Ásgeir Helgi Orrason '37
Hrannar Snær Magnússon '44 1-2
Benjamin Stokke '47 2-2
03.07.2025  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Dómari: Þórður Þorsteinsson Þórðarson
Áhorfendur: 750
Maður leiksins: Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson ('66)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('83)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
20. Benjamin Stokke ('90)
27. Enes Þór Enesson Cogic ('66)
77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('66)
9. Andri Freyr Jónasson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('90)
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('83)
25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson ('66)
79. Róbert Agnar Daðason
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Alma Rún Kristmannsdóttir
Gunnar Ingi Garðarsson
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Hrannar Snær Magnússon ('43)
Aron Elí Sævarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan! Jafntefli niðurstaðan hér í þessum leik. Blikar betri í fyrri hálfleik en Afturelding í þeim seinni. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
+5 Kristofer með fyrirgjöf sem er of föst, Tobias nær ekki til boltans og fer hann aftur fyrir
90. mín Gult spjald: Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
+4 Stoppar skyndisókn upp hægri kantinn
90. mín
+4 Hrannar Snær kominn í dauðafæri en Anton Ari ver stórvel!!!
90. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Benjamin Stokke (Afturelding)
+2
90. mín
+1 Ágúst Orri með skemmtilega takta inn í teig Aftureldingar og á skot en það fer í varnarmann
90. mín
Við fáum fimm mínútur í uppbótartíma
90. mín
Blikar eru að sækja í sig veðrið hér í lokinn
89. mín
Blikar fá hornspyrnu
87. mín
Blikarnir í stórhættulegi stöðu en á einhvern óskiljanlegan máta klúðra þeir þessu og skotið frá Aroni er ekki nálægt því að hitta markið.
86. mín
Listapúkinn hvetur sitt fólk í stúkunni áfram, hann ætlar að sækja þessa þrjá punkta
85. mín Gult spjald: Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)
Stöðvar Þórð Gunnar sem er á fleygiferð upp kantinn
83. mín
Jökull er staðinn upp og heldur leik áfram.
83. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
81. mín
Jökull Andrésson lagstur og biður um aðhlynningu
81. mín
80 mínútur á klukkunni, fáum við sigurmark?
80. mín
Aron Jóh með þrumuskot utan af velli en Anton Ari er vandanum vaxinn og ver vel
80. mín
Blikarnir að spila sig í gegn um vörn Aftureldingar, Viktor Karl er kominn í dauðafæri en flaggið á loft.
78. mín
Aron Bjarnason kominn í góða stöðu en flaggið á loft.
74. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
72. mín
Kristófer með skot rétt fyrir utan teig en hittir ekki markið.
71. mín
Aron tekur spyrnuna en Blikar hreinsa, hreinsunin er beint aftur á Aron sem kemur með aðra fyrirgjöf sem enginn nær að skalla á markið. Afturelding heldur áfram að setja boltann fyrir markið þangað til BLikar koma boltanum loksins í burtu.
69. mín
Hrannar með langt innkast sem fer í Blika og aftur fyrir
67. mín
Afturelding geta loksins tekið spyrnuna en hún er klaufaleg. Aron Jóh ætlar að hlaupa yfir boltann en á sama tíma hleypur Elmar að boltanum og setur hann í Aron.
67. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
67. mín
Inn:Kristinn Jónsson (Breiðablik) Út:Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Afturelding) Út:Enes Þór Enesson Cogic (Afturelding)
66. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding)
66. mín
Gunnar Bergmann er sestur og þarf skiptingu.
64. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
Heldur áfram að safna gulum spjöldum. Í þetta skiptið fær hann eitt fyrir að knúsa Hrannar sem var kominn fram hjá honum
64. mín
Ég sé ekki betur en að Kristófer Ingi Kristinsson sé að gera sig kláran til að koma inn á
61. mín
Óli Valur er kominn inn á teiginn og á fyrirgjöf sem fer í Axel Óskar, aftur í Óla Val og aftur fyrir og Axel Óskar fagnar eins og hann hafi skorað mark við mikla hrifningu heimamanna í stúkunni.
59. mín
Afturelding heldur áfram að sækja og Hrannar Snær kominn í kjör fyrirgjafarstöðu vinstra megin í teignum en finnur ekki samherja og Blikar koma boltanum frá.
59. mín
Aron Jóh tekur spyrnuna út í teiginn þar sem Elmar er en hann kicksar boltann, eitthvað beint af æfingasvæðinu
59. mín
Elmar Karinu tekur spyrnuna sem fer á markið. Anton Ari klaufalegur í markinu, er eiginlega búinn að grípa boltann en missir hann svo aftur fyrir
57. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Togar í Hrannar Snæ sem er kominn fram hjá honum og Afturelding fær aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan teiginn
56. mín
Gabríel Snær reynir að finna Óla Val inn fyrir en sendingin er of föst og endar hjá Jökli í markinu
56. mín
Gott spil hjá Blikum sem eru komnir inn á teiginn. Viktor Karl á sendingu sem fer í bakið á Aroni Jónssyni og þaðan í hendurnar á Jökli. Viktor Karl átti bara að fara í skot sjálfur þarna.
54. mín
Heimamenn sækja hratt eftir hornið og gera vel framan af en sóknin klárast svo á slakri fyrirgjöf frá Hrannari Snæ
54. mín
Blikarnir ná svo ekki að nýta hornið
53. mín
Boltinn kemur inn á teiginn en Benjamin Stokke kemur honum frá, þó ekki í rétta átt og Blikar fá annað horn
53. mín
Óli Valur með skot en Axel Óskar með góða tæklingu og kemur boltanum í horn.
49. mín
Blikar fá horn sem heimamenn koma frá og Valgeir síðan dæmdur brotlegur
47. mín MARK!
Benjamin Stokke (Afturelding)
Stoðsending: Aron Elí Sævarsson
Þeir jafna strax! Aron Elí einn á auðum sjó og ber boltann upp vinstra megin. Kemur síðan með hárnákvæma sendingu fyrir markið, í hættusvæði á milli varnar og markmanns. Benjamin Stokke kemur í hárréttu hlaupi á fjær og eftirleikurinn auðveldur.
46. mín
Þetta er komið í gang á nýjan leik. Benjamin Stokke sparkar þessu í gang
45. mín
Hálfleikur
Hanna Sím er að sjálfsögðu í stúkunni Í treyju sem hún saumaði sjálf úr Aftureldingartreyju annars vegar og Blikatreyju hins vegar. Hún er auðvitað móðir Magnús Más, þjálfara Aftureldingar, og Antons Ara, markmanns Breiðabliks. Það er þó ekki eina bræðraparið hér í dag en það eru auðvitað Jökull og Axel Óskar, Andréssynir ásamt Elmari Kára og Enes Þór, Enessonum. Enes, faðir þeirra, er svo í þjálfarateymi Aftureldingar. Fjölskylduböndin eru sterk í Mosfellsbænum. Það ríkir svo auðvitað mikið bræðralag á milli þessara félaga en ógrynni leikmanna hefur spilað fyrir bæði lið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
ÞÞÞ flautar til hálfleiks Fínasta fyrri hálfleik lokið hér í Mosó. Blikarnir verið heilt yfir betri en Afturelding hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu mínútur. Líklega sanngjörn staða svona heilt yfir.
45. mín
Hrannar Snær!! +3

Hrannar fær boltann frá Aroni Elí og keyrir inn á teiginn, leikur á mann og annan og á fínasta skot sem Anton Ari ver í horn.

Þeir ná svo ekki að nýta hornspyrnuna
45. mín
+2 Heimamenn fá horn, taka það stutt, og fara mjög illa með það
45. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma
44. mín MARK!
Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Stoðsending: Elmar Kári Enesson Cogic
Þeir minnka muninn Elmar Karinu fær boltann úti við vítateigshornið hægra megin og teiknar, hárnákvæma sendingu á fjærstöngina þar sem Hrannar Snær kemur á siglingunni og stangar boltann í netið. Sé ekki betur en að Hrannar leiki eftir fagnið sem Ásgeir Orri tók fyrir rúmum fimm mínútum síðan.
43. mín Gult spjald: Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Hrindir Valgeiri þegar boltinn er alveg hinum megin á vellinum og uppsker gult spjald
40. mín
Heimamenn sækja og það endar með því að boltinn dettur fyrir Aron Jóhannsson sem er í afbragðs færi en hittir ekki rammann
37. mín MARK!
Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)
Stoðsending: Valgeir Valgeirsson
2-0!! Kristin Steindórsson tekur hornið stutt á Valgeir sem setur hann á nærstöngina þar sem Ásgeir Helgi er aðgangsharðastur og kemur sér fram fyrir allan pakkann og potar boltanum í netið.
36. mín
Valgeir Valgeirsson stígur nokkur spor hægra megin í teignum, kemst upp að endalínu og kemur boltanum svo fyrir og Blikar fá enn eitt hornið
36. mín
Spyrnan kemur inn í teiginn en þar er Aron Elí á réttum stað og skallar frá. Blikar reyna að koma boltanum aftur inn á teiginn en á fer flaggið á loft.
34. mín
Blikar halda áfram að sækja eftir aukaspyrnuna og uppskera horn
34. mín
Tobias tekur spyrnuna en hún fer í vegginn
33. mín
Aron Jónsson dæmdur brotlegur og Blikar fá aukaspyrnu við D-bogann vinstra megin. Frábær staður fyrir aukaspyrnu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Axel Óskar er tekinn niður af Ágústi Orra og sparkar síðan í áttina að honum og fær tiltal fyrir.
28. mín
Valgeir tekur spyrnuna en hún fer ekki yfir fyrsta mann og Afturelding koma boltanum frá
27. mín
Gott spil Blika endar úti vinstra megin þar sem Gabríel Snær á fyrirgjöf en Aron Jóns er fyrstur á vettvang og kemur boltanum í horn
24. mín
Heimamenn í vandræðum með að hreinsa boltann út úr eigin vítateig og Blikar eiga einhver skot í beit sem öll hafna í varnarmanni þangað til Kristinn Steindórsson nær skoti á markið sem Jökull ver
23. mín
Boltinn kemur inn í á nær þar sem Tobias Thomsen rís hæst en skallinn hans hittir ekki markið
23. mín
Blikar fá horn
20. mín
Spyrnan frá Elmari er betri en áðan og nær til Hrannars inn á teignum sem nær skoti en það er framhjá
19. mín
Aron tekur hornið en Blikar ná að skalla frá og Afturelding fær annað horn.
19. mín
Hrannar Snær keyrir fram hjá Valgeir og vinnur horn
17. mín
Spyrnan frá Elmari allt of föst og svífur aftur fyrir markið hinum megin án þess að neinn nái til hans.
17. mín
Elmar Karinu vinnur horn fyrir heimamenn.
16. mín
Bjartur stendur upp og getur haldið leik áfram
16. mín
Inn:Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Blikar nýta stoppið í að gera skiptinguna
14. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
Fer upp í skalla einvígi gegn Bjarti Bjarma en gleymir að pæla í boltanum og gjörsamlega keyrir Bjart niður. ÞÞÞ ekki lengi að kalla í sjúkraþjálfara Aftureldingar. Eitthvað réttlætanlegasta gula spjald sem ég hef séð.
13. mín
Andri Rafn fær sendingu og virðist ekki getað haldið áfram leik.
13. mín
Andri er staðinn upp og ætlar að halda leik áfram
12. mín
Andri Rafn er búinn að vera að kveinka sér hérna á þessum fyrstu mínútum. Hann er sestur niður og fær aðhlynningu.
7. mín MARK!
Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ásgeir Helgi Orrason
Þvílík afgreiðsla!!! Ásgeir Helgi fær boltann aðeins fyrir utan teiginn og kemur honum út til vinstri á Óla Val. Óli Valur tekur einfalda gabbhreyfingu á Gunnar Bergmann og lætur vaða á vítateigshorninu vinstra megin og setur hann alveg út við stöng í fjær. Lítið sem Jökull gat gert í þessu við fyrstu sýn. 1-0 Blikar!!
6. mín
Spyrnan er á fjær þar sem Aron Elí er og skallar frá
6. mín
Blikar fá fyrstu hornspyrnu leiksins
4. mín
Fyrsta skot leiksins er frá Ágústi Orra hægra megin í teignum en það er hátt yfir
3. mín
Svona stilla liðin upp Jökull
Gunnar Bergmann - Aron Jóns - Axel Óskar - Aron Elí
Bjartur - Enes
Aron Jó
Elmar Kári - Benjamin Stokke - Hrannar


Anton
Valgeir - Viktor Örn - Ásgeir Helgi - Andri Rafn
Arnór Gauti - Viktor Karl
Kiddi Steindórs
Ásgeir Orri - Tobias - Óli Valur
1. mín
ÞÞÞ flautar þetta í gang! Heimamenn í sínum rauðu búningum og Blikar í svörtu. Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Fellinu.
Fyrir leik
Engar flækjur. 1.75 á Epic à Blika sigur í kvöld hljómar eins og korter of sein sumargjöf..
Fyrir leik
Byrjunarliðin Það er ein breyting á liði Aftureldingar sem tapaði 2-1 gegn Víkingi í síðustu umferð. Oliver Sigurjónsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, er á bekknum en inn í hans stað kemur Enes Þór Enesson Cogic. Hann er því í byrjunarliðinu með bróður sínum Elmari Kára Enessyni Cogic.

Tobias Thomsen snýr aftur úr leikbanni hjá Breiðabliki og kemur inn í liðið fyrir Anton Loga Lúðvíksson sem er ekki í hópnum en hann tekur út leikbann gegn sínum gömlu félögum.
Fyrir leik
Valur Gunnars spáir í spilin Valur Gunnarsson, sérfræðingur í Innkastinu, er spámaður umferðarinnar og hafði þetta um þennan leik að segja:

Afturelding 1 – 3 Breiðablik
Gæti endaði í hörkuleik í Mosfellsbænum. Á heimavelli hefur Afturelding unnið fjóra, tapað einum og gert eitt jafntefli þannig að Íslandsmeistararnir þurfa að mæta af krafti í leikinn. Ef þeir gera það ekki þarf Dóri Árna að vera tilbúinn með skiptingar sem breyta leiknum eins og síðast. Hallast að því að gæði Blika munu ráða úrslitum og þeir fara með þokkalega þægilegan 1-3 sigur af hólmi.




Fyrir leik
Tveir í banni hjá Blikum Anton Logi Lúðvíksson er í banni í dag vegna uppsafnaðra áminninga og spilar því ekki þennan leik gegn sínum gömlu félögum. Þá tekur Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, út sinn seinni leik í tveggja leikja banni sem hann fékk eftir leikinn gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Þórður Þorsteinsson Þórðarson er umferðarstjórinn í þessum leik en honum til halds of trausts eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Bergur Daði Ágústsson. Kristinn Jakobsson er eftirlitsmaður og Elías Ingi Árnason er varadómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Breiðablik Blikarnir unnu endurkomusigur í Garðabænum í síðustu umferð en innkoma Kristófer Inga Kristinssonar skipti þar sköpum, hann kom inn á eftir 67 mínútur og var búinn að setja þrjú mörk rúmlega korteri seinna. Blikar eru á hálf-furðulegu skriði þessa dagana en í síðustu fimm leikjum eru þeir m.a. búnir að tapa illa á móti ÍA á heimavelli, rúlla yfir Víkingana 3-0 og rétt svo ná jafntefli gegn Fram. Það er því erfitt að lesa í hvaða Blikar mæta til leiks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Afturelding Mosóbrósar þurftu að sætta sig við 2-1 tap gegn Víkingum í síðustu umferð þrátt fyrir að hafa verið betra liðið á stórum köflum í þeim leik. Þeir sitja í 7. sæti eins og er með 17 stig en 13 af þeim hafa þeir tekið á heimavelli. Þeir hafa aðeins tapað einum leik á Malbikstöðinni og er leikurinn í kvöld því afar áhugaverður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur Verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Aftureldingar og Breiðabliks sem fram fer á Malbikstöðinni að Varmá. Leikurinn er sá fyrsti í 14. umferð Bestu deildarinnar og flautað er til leiks klukkan 19:15.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
8. Viktor Karl Einarsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson ('67)
10. Kristinn Steindórsson ('74)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson ('67)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('16)
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
11. Aron Bjarnason ('74)
19. Kristinn Jónsson ('67)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('67)
24. Viktor Elmar Gautason
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson ('16)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
39. Breki Freyr Ágústsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason

Gul spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('14)
Viktor Örn Margeirsson ('57)
Valgeir Valgeirsson ('64)
Ásgeir Helgi Orrason ('85)

Rauð spjöld: