Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur Gunnars spáir í 14. umferð Bestu deildarinnar
Valur sá Ísland vinna England á Wembley.
Valur sá Ísland vinna England á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Vi har Pedersen!'
'Vi har Pedersen!'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk verður allt í öllu gegn ÍA.
Vuk verður allt í öllu gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slæmt fyrir KA að vera án Birgis.
Slæmt fyrir KA að vera án Birgis.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
14. umferð Bestu deildarinnar dreifist á fimm daga og fjóra leikdaga; umferðin hefst í kvöld, heldur áfram á laugardag, einn leikur á sunnudag og svo lokaleikur á mánudag. Íslandsmeistararnir spila í kvöld því í næstu viku hefst 1. umferðin í forkeppni Meistaradeildarinnar. Næsta fimmtudag hefst svo forkeppnin í Sambandsdeildinni þar sem Valur og Víkingur eru að spila.

Valur Gunnarsson, sérfræðingur í Innkastinu, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir á eftir hinum ný fimmtuga Ása Haralds sem gerði sér lítið fyrir og var með fimm rétta.

Afturelding 1 – 3 Breiðablik (fimmtudagur, 19:15)
Gæti endaði í hörkuleik í Mosfellsbænum. Á heimavelli hefur Afturelding unnið fjóra, tapað einum og gert eitt jafntefli þannig að Íslandsmeistararnir þurfa að mæta af krafti í leikinn. Ef þeir gera það ekki þarf Dóri Árna að vera tilbúinn með skiptingar sem breyta leiknum eins og síðast. Hallast að því að gæði Blika munu ráða úrslitum og þeir fara með þokkalega þægilegan 1-3 sigur af hólmi.

ÍA 2 – 2 Fram (laugardagur, 14:00)
Er Skagalestin vöknuð eða var þetta “fyrstileikurþjálfara” syndromið í síðasta leik? Framarar hafa ekki tapað þremur leikjum í röð og það mun ekki breytast þegar þeir mæta á grasið á Akranesi. Þetta endar í fjörugu 2-2 jafntefli þar sem minn maður Vuk Oskar Dimitrijevic kemur að þremur mörkum leiksins (gleymir sér í dekkningu í öðru marki Skagamanna). Lárus Orri verður þokkalega sáttur við stigið en pirrar sig svo á Alberti Brynjari seinna um kvöldið þegar besti vinur hans gagnrýnir hann í Stúkunni.

Vestri 0 – 1 Valur (laugardagur, 14:00)
Eftir flotta byrjun er aðeins farið að syrta í álinn hjá Vestramönnum. Góð úrslit í þessum leik og þeir geta farið að horfa fram á við aftur. Mér finnst Eiður Aron alltaf vera í einhverjum ofurgír gegn sínum gömlu félögum og það breytist ekki í þessum leik. Því miður fyrir Vestramenn dugar það ekki og (bráðum) markahæsti leikmaður sögunnar, og betri Pederseninn inná vellinum, skorar á lokamínútunum. 0 – 1 Valur. Ég reikna með að fjölmargir Valsarar skella sér Vestur og syngja hástöfum eftir leik: „Vi har Pedersen! Vi har Pedersen!” með léttum bongótrommuslætti undir.

ÍBV 0 – 3 Víkingur (laugardagur, 16:00)
Víkingar eiga harma að hefna eftir 0-3 tap í bikarnum á sama velli fyrr í sumar. Mér skilst að nýja gervigrasið á Hásteinsvelli er tilbúið eftir að framkvæmdir töfðust þegar þeir fengu vitlausan lit á gúmmíi í völlinn fyrr í sumar. Það skiptir því miður engu máli fyrir heimamenn. Víkingar vinna þetta örugglega, 3-0, og liðin gerðu því samanlagt 3-3 jafntefli á eyjunni fögru í ár.

KR 4 – 0 KA (sunnudagur, 16:00)
Auðveldasti leikur að spá fyrir í umferðinni. Gæti trúað að KR vinni þetta alltof þægilega, sérstaklega þegar það vantar Birgi Baldvinsson í vörnina hjá KA, sem tekur út leikbann. Það vita allir að KR eru ekki góðir til baka á móti liðum sem refsa og því miður fyrir Norðanmenn þá eru þeir ekki nægilega duglegir að refsa. KA hefur skorað fæst mörk í deildinni (12) og það hentar KR vel að mæta þannig liðum. 4-0 KR.

FH 0 – 0 Stjarnan (mánudagur, 19:15)
Þetta er tricky leikur. Mér finnst Stjarnan með betra lið en FH en við lifum á þannig tímum að undirlag er farið að skipta ansi miklu máli. Þetta á sérstaklega við fyrir lið Stjörnunnar, frumkvöðla gervigrassins í efstu deild. Örvar Eggerts verður í banni en hann hefur að mínu mati verið besti leikmaður Stjörnunnar í sumar. Þetta verður rólegur leikur sem endar með 0 – 0 jafntefli og Stjörnumenn fara að biðja til Guðs að Valur vinni bikarinn uppá að eiga möguleika á Evrópusæti í ár..

Fyrri spámenn:
Ási Haralds (5 réttir)
Eggert Aron (5 réttir)
Aron Guðmunds (4 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Hinrik Harðar (2 réttir)
Einar Jónsson (2 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Andrea Rut (1 réttur)
Kári Sigfússon (1 réttur)
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 2 2 26 - 14 +12 29
2.    Breiðablik 13 8 2 3 24 - 18 +6 26
3.    Valur 13 7 3 3 35 - 19 +16 24
4.    Stjarnan 13 6 2 5 24 - 24 0 20
5.    Fram 13 6 1 6 21 - 18 +3 19
6.    Vestri 13 6 1 6 13 - 11 +2 19
7.    Afturelding 13 5 2 6 15 - 17 -2 17
8.    KR 13 4 4 5 34 - 34 0 16
9.    FH 13 4 2 7 19 - 19 0 14
10.    ÍBV 13 4 2 7 13 - 21 -8 14
11.    KA 13 3 3 7 12 - 25 -13 12
12.    ÍA 13 4 0 9 15 - 31 -16 12
Athugasemdir
banner