Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
ÍA
0
1
Fram
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic '8
05.07.2025  -  14:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Haraldur Einar Ásgrímsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson ('64)
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f) ('79)
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('52)
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Ómar Björn Stefánsson
33. Arnór Valur Ágústsson
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
5. Baldvin Þór Berndsen
15. Gabríel Snær Gunnarsson ('79)
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic ('52)
24. Robert Elli Vífilsson
27. Brynjar Óðinn Atlason
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('64)
87. Styrmir Jóhann Ellertsson
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Stefán Þór Þórðarson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic

Gul spjöld:
Hlynur Sævar Jónsson ('66)

Rauð spjöld:
@ Alexander Tonini
Skýrslan: Dómarinn út af – Fram heldur áfram á blússandi siglingu
Hvað réði úrslitum?
Bæði lið sköpuðu sér fjölda góðra og dauðafæra – Fram sérstaklega í fyrri hálfleik, en ÍA átti sín sterkustu augnablik í þeim seinni. Úrslitin réðust hins vegar á einu færi, sem Fram nýtti. Svo einfalt er það
Bestu leikmenn
1. Haraldur Einar Ásgrímsson
Valið var virkilega erfitt á milli Halla og Freysa – báðir voru frábærir. En að lokum fær Halli nafnbótina, enda allt í öllu þegar Framarar hófu leikinn af miklum krafti. Markið kom eftir hornspyrnu frá honum, og auk þess átti hann ótal glæsilegar fyrirgjafir og nákvæmar sendingar. Hann stóð sig einnig mjög vel varnarlega og virtist vera alls staðar á vellinum í dag
2. Freyr Sigurðsson
Þetta er nafn sem fótboltaáhugamenn ættu að leggja á minnið. Krafturinn og úthaldið sem þessi drengur býr yfir er með ólíkindum – eins og Duracell-kanína hljóp hann linnulaust allan leikinn og hélt áfram af óbilandi krafti jafnvel í uppbótartíma. Hann átti fjölmargar flottar rispur og skapaði ótal færi fyrir Fram. Virkilega öflug frammistaða.
Atvikið
Atvik leiksins hlýtur að vera þegar Vilhjálmur, dómarinn, fór meiddur af velli – nákvæmlega á sama tíma og umdeild ákvörðun hans um að dæma ekki víti hafði farið í gegnum sviðið. Það kom óvænt hlé á leiknum og enginn virtist vita hvað væri að gerast. Sjálfur hélt ég í fyrstu að hann væri að fara að spjalda Rúnar Kristinsson fyrir mótmæli, en svo – allt í einu – biður hann um skiptingu. Þetta var eins og atriði úr spennumynd og nánast efni í samsæriskenningu. Var hann virkilega meiddur? Eða nýtti hann sér ástandið til að stíga út úr eldlínunni, einfaldlega vegna þess að álagið var orðið of mikið
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða að Framarar fara upp í fjórða sæti alla veganna tímabundið og siglingin heldur áfram. Fyrir Skagamenn hins vegar þá verma þeir ennþá botnsætið og láta gott tækifæri til að klifra upp töfluna renna sér úr greipum.
Vondur dagur
Bakverðir ÍA, Hlynur Sævar Jónsson og Arnór Valur Ágústsson fá þennan titil í dag. Þeir réðu illa við fyrirgjafirnar sem komu stöðugt frá sitt hvorum vængnum – sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég hætti að telja fyrirgjafir Framara svo margar voru þær, og oft var enginn á svæðinu til að verjast þeim.
Dómarinn - 5
Ef Rúnar Kristinsson fengi að gefa einkunn, þá er ég nokkuð viss um að Vilhjálmur hefði fengið tvist. Það fór vart fram hjá neinum á vellinum hversu ósáttur hann var með frammistöðu dómarans í dag. Sjálfur ætla ég þó að veita Vilhjálmi smá grið – ekki síst þar sem greyið maðurinn þurfti að fara meiddur af velli á 51. mínútu. Það eru engu að síður tvö augljós tilvik þar sem Haukur Andri og Rúnar Már hefðu átt að fá gult spjald, en sluppu. Hvað vítið á 48. mínútu varðar, þá skil ég báðar hliðar málsins.
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
8. Haraldur Einar Ásgrímsson ('78)
9. Róbert Hauksson ('78)
10. Fred Saraiva
12. Simon Tibbling
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson ('78)
25. Freyr Sigurðsson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('97)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Bjarki Arnaldarson (m)
36. Þorsteinn Örn Kjartansson (m)
5. Kyle McLagan ('78)
6. Tryggvi Snær Geirsson
11. Magnús Þórðarson ('78)
15. Jakob Byström ('97)
16. Israel Garcia ('78)
21. Óliver Elís Hlynsson
32. Hlynur Örn Andrason
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:
Sigurjón Rúnarsson ('34)

Rauð spjöld: