Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 09:52
Brynjar Ingi Erluson
Ráðist að Newcastle úr öllum áttum
Powerade
Man City er komið aftur á eftir Livramento
Man City er komið aftur á eftir Livramento
Mynd: EPA
Newcastle hefur áhuga á Jörgen Strand Larsen
Newcastle hefur áhuga á Jörgen Strand Larsen
Mynd: EPA
Luke Shaw skoðar það að fara til Sádi-Arabíu
Luke Shaw skoðar það að fara til Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Stóru félögin á Englandi eltast við leikmenn Newcastle United á meðan þeir svart hvítu leita að mögulegum arftaka Alexander Isak. Þetta og margir aðrir áhugaverðir molar í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Newcastle United hefur mikinn áhuga á Jörgen Strand Larsen (25), framherja Wolves, en félagið sér hann sem mögulegan arftaka Alexander Isak (25) sem gæti verið á förum. (Express & Star)

Enski sóknarmaðurinn Callum Wilson (33) hefur náð samkomulagi við West Ham eftir að hafa yfirgefið Newcastle í lok síðasta mánaðar. (Talksport)

Manchester City hefur aftur sett sig í samband við Newcastle vegna enska bakvarðarins Tino Livramento (22) og er félagið reiðubúið að bjóða meira en 50 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. (TBR Football)

Bayern München er komið aftur í viðræður við Liverpool um kólumbíska kantmanninn Luis Díaz (28) en þýska félagið hefur ekki enn lagt fram annað tilboð í leikmanninn. (Athletic)

Tvö félög í sádi-arabísku úrvalsdeildinni hafa áhuga á því að fá Antony (25) frá Manchester United. Spænska félagið Real Betis er einnig í myndinni, en hann var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. (Sky Sports)

Enski vinstri bakvörðurinn Luke Shaw (30) mun einnig hlusta á tilboð frá Sádi-Arabíu, en hann er sagður reiðubúinn að yfirgefa Manchester United eftir ellefu ára dvöl. (Sun)

Aston Villa hefur hafnað lánstilboði Manchester United í argentínska markvörðinn Emi Martínez (32). (Sun)

Ítalska félagið Juventus hefur hafnað rúmlega 60 milljóna punda tilboði Chelsea í tyrkneska sóknarmanninn Kenan Yildiz (20). (La Gazzetta dello Sport)

Fulham er að ganga frá fyrstu félagaskiptum sumarsins en franski markvörðurinn Benjamin Lecomte (34) er á leið til félagsins frá Montpellier. (Standard)

Everton hefur sett enska leikmanninn Tyler Dibling (19) á óskalistann. Þessi hæfileikaríki leikmaður er á mála hjá Southampton, en félagið sagði fyrr á árinu að það þyrfti 100 milljónir punda eða meira til þess að sannfæra félagið um að selja. (Times)

Leeds United hefur lagt fram 26 milljóna punda tilboð í Igor Paixao (25), vængmann Feyenoord í Hollandi. Roma og Marseille hafa einnig áhuga á brasilíska leikmanninum. (Sky Sports)

Af miklum trega hefur Tottenham samþykkt að leyfa hinum 17 ára gamla Mikey Moore að fara á lán á komandi tímabili, en Birmingham og WBA eru sögð áhugasöm. (Football Insider)

Nýliðar Burnley hafa sent Napoli fyrirspurn um sænska miðjumanninn Jens Cajuste (25), sem eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Ipswich Town. (Gianluca Di Marzio)
Athugasemdir