Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Sviss
2
0
Ísland
Geraldine Reuteler '76 1-0
Alayah Pilgrim '90 2-0
06.07.2025  -  19:00
Wankdorf Stadium
Landslið kvenna - EM 2025
Dómari: Marta Huerta De Aza (Spánn)
Áhorfendur: 29.658
Byrjunarlið:
12. Livia Peng (m)
2. Julia Stierli ('56)
5. Noelle Maritz
6. Geraldine Reuteler
8. Nadine Riesen ('78)
13. Lia Wälti
14. Smilla Vallotto
17. Svenja Fölmli ('56)
18. Viola Calligaris
19. Iman Beney
22. Sydney Schertenleib

Varamenn:
1. Elvira Herzog (m)
21. Nadine Böhi (m)
3. Leila Wandeler ('56)
4. Noemi Ivelj
7. Riola Xhemaili
9. Ana-Maria Crnogorcevic ('56)
10. Meriame Terchoun
11. Coumba Sow
15. Laia Ballesté
16. Sandrine Mauron
20. Alayah Pilgrim ('78)
23. Alisha Lehmann

Liðsstjórn:
Pia Sundhage (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er þar með lokið hér í Sviss

Það verður ekkert skautað framhjá því að þetta var bara ekki nógu gott. Jákvæð teikn á lofti svo sem framan af en það er bara ekki nóg.

Hvað brást? Var það þjálfarinn? Var það liðið? Eða er Sviss einfaldlega betra lið en við í dag? Spurningar sem er kannski ekkert einfalt að svara en margir munu spyrja sig fyrir því.

VIðbrögð frá Sviss væntanleg.
Sverrir Örn Einarsson
93. mín
Glódís með skalla í hliðarnetið eftir sókn Íslands.
Sverrir Örn Einarsson
90. mín MARK!
Alayah Pilgrim (Sviss)
Öll von úti
Langt innkast frá Sveindísi sem heimakonur skalla frá og bruna upp.

Wandeler úti til hægri finnur Pilgrim til móts við D-bogann sem þarf að bíða eftir boltanum en gerir allt rétt. Tekur vel á móti boltanum og setur hann af öryggi í hornið nær.
Sverrir Örn Einarsson
87. mín
Alayah Pilgrim í dauðafæri eftir snögga sókn Sviss en Cecilía ver vel.

Sviss á horn
Sverrir Örn Einarsson
83. mín
Stórkostleg tækling!
Sviss sundurspilar íslensku vörnina og eru að komast í dauðafæri en Guðrún Arnardóttir bjargar með hreint út sagt ótrúlegri tæklingu.

Raggi Sig vs Jamie Vardy 2016 dæmi
Sverrir Örn Einarsson
82. mín
Púðrið virðst búið hjá okkar konum. Heimakonur í Sviss með tögl og haldir hér á vellinunm þessa stundina og fátt sem bendir til endurkomu.
Sverrir Örn Einarsson
81. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
81. mín
Inn:Katla Tryggvadóttir (Ísland) Út:Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
80. mín
Wandeler með sniðuga tilraun fyrir Sviss. Lyftir boltanum vinstra megin úr teignum að marki en boltinn í ofanverða slánna.
Sverrir Örn Einarsson
79. mín
Karólína Lea með skot úr teignum eftir fínt spil Íslands en því miður beint á Peng.
Sverrir Örn Einarsson
78. mín
Inn:Alayah Pilgrim (Sviss) Út:Nadine Riesen (Sviss)
Sverrir Örn Einarsson
76. mín MARK!
Geraldine Reuteler (Sviss)
Stoðsending: Sydney Schertenleib
Alltof einfalt og okkur er refsað.
Schertenleib fær boltann eftir að Sviss vinnur boltann hátt á vellinum, fær hlaup frá Reuteler og finnur hana. Reuteler þakkar fyrir sig með því að skora með nákvæmu skoti úr teignum
Sverrir Örn Einarsson
74. mín
Íslenska liðið virðist vera að finna aukagír. Meiri ákfefð í sóknarleik liðsins.

Svisslendingar ósáttir við innköst Sveindísar og tímann sem fer í þau.
Sverrir Örn Einarsson
73. mín
Stórhætta í teig Sviss eftir innkast Sveindísar en það vantar árásargirni á boltann í teignum.

Koma svo!
Sverrir Örn Einarsson
70. mín
Noelle Maritz hvernig tekst henni alltaf að vera fyrir?

Fær fá jólakort frá Íslandi næstu jól.
Sverrir Örn Einarsson
67. mín
Tók Hafrúnu svona 6 sekúndur að koma sér í "færi" á skot úr teignum en hittir ekki markið.
Sverrir Örn Einarsson
67. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
65. mín Gult spjald: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
63. mín
Ísland fær hornspyrnu.

Nafni minn Geirdal vallarþulur Víkinga myndi henda í "og koma svo!"

Dagný með skalla en nær ekki að stýra boltanum í átt að marki eftir hornið.
Sverrir Örn Einarsson
60. mín
Klukkutími liðinn hér.

Hvað fer í gegnum huga Þorsteins og félaga? Eru breytingar í vændum?
Sverrir Örn Einarsson
59. mín
Beney með hörkuskalla að marki eftir snögga sókn Sviss.

Klárlega brotið á Öglu Maríu í aðdraganda hennar en sú spænska er ekkert að dæma á það.
Sverrir Örn Einarsson
57. mín
Góð pressa skilar færi
Dagný vinnur boltann með góðri tæklingu við teig Sviss. Sveindís með boltann úti til vinstri lyftir honum inn á teiginn en Peng hálfu skrefi á undan Söndru í boltann.
Sverrir Örn Einarsson
Sverrir Örn Einarsson
56. mín
Inn:Ana-Maria Crnogorcevic (Sviss) Út:Julia Stierli (Sviss)
Sverrir Örn Einarsson
56. mín
Inn:Leila Wandeler (Sviss) Út:Svenja Fölmli (Sviss)
Sverrir Örn Einarsson
54. mín
Sviss brunar í sókn og vinna hornspyrnu
Sverrir Örn Einarsson
52. mín
Ísland fær innkast á hættulegum stað. Þessi varð að koma einu sinni.

Sviss kemur boltanum frá.
Sverrir Örn Einarsson
49. mín
Svenja Fölmli í þröngu færi í teig Íslands með skot í hliðarnetið.
Sverrir Örn Einarsson
48. mín
Aukaspyrnan frá Karólínu og hún er næstum því frábær Peng límd á línunni og skotið er gott en sentimetrum of hátt. Fer í ofanverða þverslánna.
Sverrir Örn Einarsson
47. mín
Noelle Maritz keyrir Öglu Maríu í grasið og brot dæmt. Voru að takast á augnablikum áður. Ætla fullyrða að þetta var viljandi.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Engar breytingar í hálfleik hjá liðunum. Sviss sparkar okkur af stað á ný.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Tengdasonur Íslands Maður sá hann í borginni í dag klæddur í íslensku landsliðstreyjuna og með trefil merktan íslenska landsliðinu. Hann var svo hér í röðinni að bíða eftir mat í hálfleik. Ekki að sjá að þarna er leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni. Hann er ótrúlega vingjarnlegur og kemur virkilega vel fyrir.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Hugleiðingar þess sem á horfir Líkt og ég sagði hér áðan þá er þetta töluvert betri frammistaða en í leiknum gegn Finnum á dögunum. Það er þó töluvert rými til bætingar. Svæðin til að sækja í eru til staðar en það þarf að þora að stíga upp og sækja í þau.

Ég trúi ekki öðru en liðið og þjálfarateymið horfi á þennan fyrri hálfleik og sjái að með því að skipta upp um gír sé þessi leikur þeirra til að vinna. Komum Karólínu í millisvæðið og gefum þeim Svissnesku eitthvað til þess að hugsa um með Sveindísi og Öglu á vængjunum. Ég í það minnsta ætla að halda áfram að trúa.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Tölfræði Með boltann: Ísland 42-58 Sviss
Sendingar: Ísland 140-185 Sviss
Heppnaðar: Ísland 99-145 Sviss
Skot: Ísland 3-3 Sviss
Vegalengd: Ísland 56,7 km - 57,9 km Sviss
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Himin og haf skilur að frammistöðu Íslands í kvöld frá leiknum gegn Finnum á dögunum. Það vantar samt ennþá eitthvað extra uppá sem ég ætla leyfa mér að segja að verði fundið inn í klefa nú í hálfleik.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
+4 Liggur fullmikið á okkur þessa stundina.


Athyglisvert að dómarar leiksins virðast ekki þekkja hvernig taka á innkast. Sviss í tvígang með kolvitlaust innkast í kvöld sem látið er óátalið.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
+2 hjartað tók aukaslag
Beney með stuuuuurlað skot eftir að aukaspyrna var skölluð út úr teig Íslands. Tekur hann í fyrsta af 25 metrunum og setur hann hárfínt fram hjá markinu.

Einhverjir í stúkunni sáu þennan inni.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Fimm mínútum bætt við þennan fyrri hálfleik
Talsvert verið um tafir
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Schertenleib með hræðilega ákvörðun fyrir Sviss en frábæra fyrir Ísland.

4 á 3 frá Sviss og Schertenleib með boltann. Með valkosti til beggja handa ákveður hún að skjóta af löngu færi og setur boltann víðsfjarri markinu.

Við þökkum fyrir það.
Sverrir Örn Einarsson
42. mín
Sveindís tætir inn á teiginn. En Iman Beney eltir hana uppi og verst frábærlega. Sveindís dæmd brotleg.
Sverrir Örn Einarsson
41. mín
Glósdís flikkar boltanum lengra inn á teiginn, Sandra María nær skoti "afturfyrir" sig og hittir á markið. Peng ekki í vandræðum þó með að grípa boltann.
Sverrir Örn Einarsson
40. mín
Allt í járnum
Leikurinn gríðarlega jafn og hart barist um allan völl. Þurfum þetta aðeins extra.

Svendís Jane býr sig undir langt innkast.
Sverrir Örn Einarsson
35. mín
Nadine Riesen fer frekar illa með Guðrúnu á vinstri væng Sviss. Kemst auðveldlega framhjá henni og kemur boltanum inn á teiginn en Cecilía með þetta allt á hreinu.
Sverrir Örn Einarsson
34. mín
Sveindís Jane fær högg í andlitið...... sú spænska dæmir brot en sér ekki ástæðu til þess að lyfta spjaldi.
Sverrir Örn Einarsson
34. mín Gult spjald: Þorsteinn H Halldórsson (Ísland)
Ósáttur við að fá ekki að gera skiptinguna strax
Sverrir Örn Einarsson
33. mín
Inn:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Ísland) Út:Guðný Árnadóttir (Ísland)
31. mín
Aðhlynning
Guðný Árnadóttir fer niður í grasið. Virðist togna aftan í læri og hefur að öllum líkindum lokið leik.
Sverrir Örn Einarsson
30. mín
Markið er dæmt af og það réttilega.

VAR teymið fljótt að kalla þá spænsku í skjáinn að skoða.

Ákvörðun hennar tók svo ekki langan tíma,
Sverrir Örn Einarsson
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
29. mín
Sviss skorar Og Ísland kvartar yfir broti í teignum,

Augljós ólögleg hindrun á Fömli sem skorar.
Sverrir Örn Einarsson
28. mín
Iman Beney sækir horn fyrir Sviss
Sverrir Örn Einarsson
26. mín
Teiprúlla rifinn fram, Karólína klæðir sig úr skónum og fær eflaust alla rúlluna á ökklann.
Sverrir Örn Einarsson
25. mín Gult spjald: Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Ekkert samræmi í spjöldum hjá þeirri spænsku á flautunni. Svisslendingur slapp eftir brot á Karó sekúndum áður en hikar ekki sekúndu að lyfta gulu á Alexöndru.


Karólína er sest á ný.
Sverrir Örn Einarsson
24. mín
Karólína misstígur sig eftir brot á henni. Snýr upp á ökklann en Karó er gerð úr stáli og stendur á fætur.
Sverrir Örn Einarsson
23. mín Gult spjald: Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Lendir á eftir í baráttu við Fömli og kippir henni hraustlega til baka.
Sverrir Örn Einarsson
21. mín
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að frammistaða Íslands þessar fyrstu rúmu tuttugu mínútur er að mörgu leyti þrepi ofar en gegn Finnum á dögunum.

En liðið á samt helling inni sem ég kalla eftir.

Fyrirgjöf frá hægri sem Dagný gerir atlögu að. Calligaris skrefinu á undan og nær að bægja hættunni frá.
Sverrir Örn Einarsson
15. mín
Hvað gerist hér?
Dagný í skotfæri í teignum sem fer af varnarmanni. Dagný liggur eftir enda fékk hún kjaftshögg í kjölfarið.

Óviljaverk og ekkert gert í því.
Sverrir Örn Einarsson
14. mín
Eftir kaotískar upphafsmínútur væri gott að sjá Ísland færa sma ró í sinn leik. Köllum eftir því að þær þori að halda boltanum og spila fram.
Sverrir Örn Einarsson
10. mín
Sveindís Jane vinnur boltann á vallarhelmingi Íslands en fær þungt spark í kjölfarið og liggur eftir.

Fær hné Svisslendings aftan á hálsinn.

Vonum að hún sé í lagi og geti haldið áfram.
Sverrir Örn Einarsson
8. mín
Mikill hraði í upphafi leiks.
Bæði lið mætt af fullum krafti til leiks og keyra upp hraða leiksins.
Sverrir Örn Einarsson
4. mín
Kraftur í liði Íslands í byrjun.
Fara óhikað í pressu hátt á vellinum. Eru hársbreidd frá því að koma Sveindísi í færi en Sviss bjargar.
Sverrir Örn Einarsson
2. mín
Heimakonur í Sviss bruna upp völlinn og vinna fyrsta horn leiksins.

Miðvörðurinn Stierli fyrst á boltann eftir hornið en setur boltann fjarri marki Íslands.
Sverrir Örn Einarsson
1. mín
Sláarskot frá Íslandi strax í byrjun!
Langt innkast frá Sveindísi frá vinstri berst inn á teiginn. Heimakonur ná ekki að hreinsa boltann frá sem fellur fyrir fætur Ingibjargar sem á bylmingsskot sem smellur í samskeytunum og út.

Svo nálægt því þarna!
Sverrir Örn Einarsson
1. mín
Leikur hafinn

Þetta er farið af stað í Sviss. Vonandi sjáum við lið Íslands sækja af alefli til sigurs í dag.

Áfram Ísland!
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Leikur hafinn
Mínútuþögn fyrir leik
Líkt og á öðrum leikjum mótsins undanfarna daga er mínútu þögn til að minnast Diego Jota og bróður hans André sem létust í hörmulegu slysi á dögunum.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Liðin eru að fara að ganga út. Er að fara bresta á. Það er gríðarleg stemning og verða mikil læti hér í kvöld.
Fyrir leik
Gæsari! Það er verið að syngja Ég er kominn heim hástöfum á vellinum og það er alvöru gæsahúð í gangi.
Fyrir leik
Þetta er stór stund Leikvangurinn er að troðfyllast og það verður ótrúlega mikil stemning hérna á eftir. Það er stórt fyrir íslenska liðið að fá að taka þátt í þessari veislu og þær verða að njóta þess. Taka stressið og snúa því upp í eitthvað jákvætt. Þá gerast góðir hlutir.
Fyrir leik
Noregur lagði Finnland Hinn leikurinn í riðli Íslands kláraðist núna fyrir stuttu og þar vann Noregur sigur á Finnlandi, 2-1. Alls ekki sannfærandi hjá Noregi en þær eru búnar að vinna báða leikina.

Fyrir leik
Gunnar Magnús mættur til Sviss Við hittum fótboltaþjálfarann Gunnar Magnús Jónsson fyrir utan völlinn og ræddum aðeins við hann.

Hún byrjar inn á
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
GLÓDÍS BYRJAR!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrir leik
Verður Glódís með?
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Það er stærsta spurningin fyrir kvöldið. Hefur verið að glíma við magakveisu en verður vonandi með í þessum leik. Hún er fyrirliðinn okkar og besti leikmaðurinn í liðinu. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði að það yrði tekin ákvörðun með það í hádeginu í dag hvort hún myndi spila.
Fyrir leik
Dómarinn kemur frá Spáni
Mynd: EPA

Heitir Marta Huerta De Aza og kemur frá Spáni. Er kennari með dómgæslunni.
Fyrir leik
Erum í svipaðri stöðu og 2017 Það er svo sannarlega vonandi að sagan muni ekki endurskrifa sig í kvöld þegar Ísland mætir Sviss á Evrópumótinu. Árið 2017 vorum við í alveg eins stöðu en féllum út á Evrópumótinu eftir leik númer tvö á móti Sviss.

Fyrir leik
Áhugaverðir leikmenn í liði Sviss Það eru nokkrir áhugaverðir leikmenn í liði Sviss.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á fréttamannafundi í gær hvaða leikmenn við þyrftum helst að fókusa á í svissneska liðinu. Nefndi fréttamaður Fótbolta.net Liu Walti, leikmann Arsenal, og Sydney Schertenleib, leikmann Barcelona, í spurningunni.

„Þú sagðir eiginlega bara nöfnin," sagði Steini og brosti.

„Það eru þarna fleiri leikmenn sem eru virkilega góðir. Ef þú horfðir á leikinn gegn Noregi þá sástu vængbakverðina sem spiluðu frábærlega. Svo eru þær heilt yfir með góða leikmenn. Hún kom bara inn á, ég kann ekki að bara fram nafnið á henni (Schertenleib), sorrý. Senterarnir hjá þeim í leiknum voru virkilega góðir. Liðið er með góða leikmenn. Þú skoðar bara í hvaða liðum þær eru að spila, þetta eru flottir leikmenn."


Fyrir leik
Goðsögn að þjálfa Sviss Goðsögnin Pia Sundhage er þjálfari Sviss. Sviss er á heimavelli á mótinu og væntingarnar eru miklar til liðsins.

Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur á glæstum þjálfaraferli meðal annars stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Brasilíu. Hún vann á sínum tíma tvö Ólympíugull sem þjálfari bandaríska landsliðsins.

Fyrir leik
Hildur í leikbanni Eftir að hafa fengið rauða spjaldið í síðasta leik, þá er Hildur Antonsdóttir í leikbanni í dag. Hún mun sitja upp í stúku.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það er allt undir Það má með sanni segja að það sé allt undir hér í dag. Bæði lið eru án stiga fyrir leikinn og þurfa á þremur stigum að halda. Það er ekki verið að fara að spila fyrir neitt jafntefli. Ég held að það sé alveg nokkuð ljóst.

Mynd: EPA


Staðan í riðlinum:
1. Noregur - 3 stig
2. Finnland - 3 stig
3. Ísland - 0 stig
4. Sviss - 0 stig

Noregur og Finnland mætast klukkan 16:00 að íslenskum tíma í dag. Verður það mjög áhugaverður leikur.
Fyrir leik
LEIKUR NÚMER TVÖ! Það er komið að leik númer tvö hjá íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. Í kvöld spilum við heimakonur í Sviss og við þurfum nauðsynlega á sigri að halda.

Endilega fylgist með í beinni textalýsingu!

Mynd: EPA
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir ('81)
7. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('81)
10. Dagný Brynjarsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('67)
18. Guðrún Arnardóttir
20. Guðný Árnadóttir ('33)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
5. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('33)
9. Diljá Ýr Zomers
11. Natasha Anasi
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Katla Tryggvadóttir ('81)
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('81)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('67)
22. Amanda Andradóttir
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Ásta Árnadóttir
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Ágústa Sigurjónsdóttir
Tinna Mark Antonsdóttir
Hafsteinn Steinsson

Gul spjöld:
Ingibjörg Sigurðardóttir ('23)
Alexandra Jóhannsdóttir ('25)
Þorsteinn H Halldórsson ('34)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('65)

Rauð spjöld: