Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Í BEINNI
Besta-deild karla
FH
LL 5
0
KA
FH
5
0
KA
Björn Daníel Sverrisson '17 1-0
Björn Daníel Sverrisson '43 2-0
Kjartan Kári Halldórsson '65 3-0
Sigurður Bjartur Hallsson '68 4-0
Kristján Flóki Finnbogason '78 5-0
13.07.2025  -  16:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Nánast logn, 15° og góður andi.
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 547
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
6. Grétar Snær Gunnarsson ('55)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('74)
21. Böðvar Böðvarsson ('64)
22. Ísak Óli Ólafsson
23. Tómas Orri Róbertsson ('74)
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('74)
37. Baldur Kári Helgason
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('74)
17. Dagur Örn Fjeldsted ('74)
18. Einar Karl Ingvarsson ('64)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('55)
32. Gils Gíslason
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
45. Kristján Flóki Finnbogason ('74)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Tómas Orri Róbertsson ('27)
Sigurður Bjartur Hallsson ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH 5-0 KA! FH-ingar hirða stigin þrjú eftir 5-0 sigur á KA.

Minni á viðtök og skýrslu á eftir, þangað til næst.
90. mín
+3 í uppbótartíma
88. mín
547 áhorfendur á Kaplakrikavelli í dag
85. mín
Inn:Markús Máni Pétursson (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
81. mín
Guðjón Ernir fær boltann einn á auðum sjó inn á teig FH-inga eftir góða sókn KA en dúndrar boltanum hátt yfir í fyrsta.
78. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Dagur Örn Fjeldsted
Varamennirnir endanlega að klára þetta! FH er að kála gestunum. Dagur Örn gerir glæsilega á hægri kantinum, dúndrar boltanum á nærsvæðið þar sem Kristján Flóki er mættur og klárar framhjá Tönning.

Andleysið í KA liðinu er gífurlega mikið og menn hljóta að vera orðnir verulega áhyggjufullir fyrir norðan.
75. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Marcel Ibsen Römer (KA)
75. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
74. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
74. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
74. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH) Út:Tómas Orri Róbertsson (FH)
72. mín
KA ætlar ekki að skora Boltinn kemur inn á teiginn og það myndast smá klafs. Rosenörn keyrir út í teiginn og ætlar að taka boltann en missir af honum. Bjarni er því með markmannslaust mark fyrir framan sig en setur boltann í varnarmenn FH og svo í lúkurnar á Rosenörn.

Gestirnir geta ekki keypt sér mark.
68. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Stoðsending: Úlfur Ágúst Björnsson
FH er að ganga frá KA! Úlfur kemur boltanum í gegn á Sigga sem keyrir af stað. Hann hefði getað rúllað boltanum aftur fyrir markið á Úlf en ákveður að klára þetta sjálfur og skorar. Kokkurinn sjálfur eins og vallarþulurinn sagði.

Ég fatta ekki KA í þessum leik, þetta er búið að vera gífurlega dapurt.
65. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Stoðsending: Úlfur Ágúst Björnsson
Allt er þegar þrennt er! Þriðja færi Kjartans Kára í þessari stöðu eftir undirbúning frá Úlfinum í leiknum og þá skorar hann. Glæsilega gert hjá FH en alveg galin varnarleikur KA-manna.

Þetta ætti að hafa gert út um leikinn að mínu mati.
64. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (FH) Út:Böðvar Böðvarsson (FH)
62. mín
Hallgrímur tekur spyrnuna inn á teiginn sem Jóan Símun skallar rétt yfir markið.
62. mín
KA að fá hornspyrnu
60. mín
Ingimar Stöle reynir fyrirgjöf á fjærsvæðið þar sem Hallgrímur Mar er mættur og skallar boltann rétt framhjá.
58. mín Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Gestirnir að fá aukaspyrnu á skemmtilegum stað.
57. mín
Aftur er Kjartan í góðu færi Úlfur Ágúst fær boltann og keyrir af stað áður en hann rúllar honum til hliðar á Kjartan Kára. Kjartan er komin í svipaða stöðu og áðan en reynir að leggja hann niður í fjær hornið í þetta sinn sem Tönning ver vel.
55. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Grétar hefur auðvitað þurft að glíma við höfuðmeiðsli fyrr á þessu ári eftir að hafa verið lengi frá vegna höfuðhöggs sem hann fékk í Tælandi svo auðvitað eru engir sénsar teknir í svona stöðu.
54. mín
Grétar Snær fær höfuðhögg eftir samstuð við liðsfélaga og þarf að fá aðhlynningu og fer af velli tímabundið.
51. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Brýtur af sér í aðdraganda hornspyrnu KA manna.
49. mín
Sláin og hjólhestarspyrna! Kjartan Kári gerir frábærlega og keyrir inn á teig KA. Hann tekur skotið sem fer í slána og skoppar í jörðina. Boltinn er á leiðinni í markið sýndist mér þegar Ívar Örn hreinsar af línunni með hjólhestarspyrnu.
47. mín
Jakob Snær fær boltann fyrir utan teig FH og lætur vaða á markið en Rosenörn ver þetta vel.

Þetta er það sem KA þurfti í þennan leik!
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn! Kjartan Kári sparkar okkur aftur af stað!
46. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Birgir Baldvinsson (KA)
46. mín
Inn:Jóan Símun Edmundsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
45. mín
Læti rétt fyrir hálfleiksflautið! Boltin kemur inn á teiginn þegar Sigurður Bjartur tekur skotið í jörðina og í slána. FH-ingarnir tryllast og vilja víti en um þann mund flautar Twana bara til hálfleiks. Það eru FH-ingar sem leiða 2-0 og það sanngjarnt að mínu mati.

Tökum okkur korterspásu og sjáum svo hvað setur í seinni hálfleiknum.
45. mín
+1 mínúta í uppbót
45. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
43. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
Á markamínútunni! Böðvar tekur spyrnuna inn á teiginn sem mér sýnist Björn Daníel skalla í netið eftir mikið klafs inni á teignum. Björn allaveganna vill meina það og mér fannst það líta þannig út líka. Skoðum endursýningar innan skamms.

En frábær byrjun hjá FH á meðan KA-menn þurfa að hugsa sinn gang í hálfleik.
42. mín
FH að fá hornspyrnu Hættulegur bolti hjá Kjartani Kára inn á teig gestanna sem KA-menn ná rétt svo að bjarga í horn.
39. mín
Römer með góðan bolta inn á teiginn þar sem Hallgrímur er mættur og tekur skotið í fyrsta sem fer rétt yfir markið. Gestirnir eru að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn.
37. mín
Hallgrímur tekur spyrnuna inn á teiginn sem FH-ingar ná að hreinsa frá og að lokum handsamar Rosenörn boltann eftir að annar bolti dettur inn á teiginn.
36. mín
KA að fá hornspyrnu
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
FH í góðu færi Boltinn dettur fyrir Birki Val inn á teig KA eftir góða sókn FH, skot Birkis fer af varnarmanni og aftur fyrir.
27. mín Gult spjald: Tómas Orri Róbertsson (FH)
Tómas fyrstur í bókina
26. mín
KA skorar en markið tekið af Það kemur langur bolti inn á teig FH sem Rosenörn grípur en missir boltann eftir samstuð við KA-mann. Boltinn dettur fyrir Rodri sem klárar í netið en þá var Twana búinn að flauta og dæma brot á KA.
24. mín
Hallgrímur Mar tekur spyrnuna inn á teiginn sem Úlfur Ágúst skallar frá.
23. mín
Gestirnir fá hornspyrnu
21. mín
Illa farið með góða stöðu hjá FH Heimamenn sækja hratt og skyndilega eru Kjartan Kári og Úlfur Ágúst komnir tveir á móti Römer. Þeir keyra upp og Kjartan kemur með sendinguna á Úlf sem er alls ekki góð og Römer nær að hreinsa.
17. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
HVAÐ VAR TÖNNING AÐ GERA?! William Tönning tekur á móti boltanum með afar þungri snertingu og reynir síðan að gefa hann eitthvað upp völlinn. Sú sending fer beint á Björn Daníel sem lítur upp, sér engan í markinu og skorar langt fyrir utan teig.

Þetta var ekki ósvipað mark sem FH skoraði gegn Stjörnunni í seinasta leik.
13. mín
Ívar Örn með langt innkast inn á teiginn sem KA menn flikka inn á teiginn þar sem Ásgeir Sigurgeirs er mættur og skallar rétt framhjá.
11. mín
Marcel Römer notar pásu í leiknum til þess að hlaupa útaf og skipta um takkaskó á hægri löppinni.
8. mín
Hans Viktor tognaði í fyrradag Varnarmaðurinn Hans Viktor Guðmundsson er ekki í hópnum hjá KA í dag en á æfingu liðsins í fyrradag tognaði hann og verður þar að leiðandi ekki með KA í svolítinn tíma.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

7. mín
Svona sé ég þetta FH (4-2-3-1)
Rosenörn
Birkir - Ísak - Grétar - Böðvar
Tómas - Baldur
Sigurður - Björn - Kjartan
Úlfur

KA (5-4-1)
Tönning
Guðjón - Hrannar - Rodri - Ívar - Birgir
Ingimar - Römer - Bjarni - Hallgrímur
Ásgeir
5. mín
Heimamenn byrja betur Langur bolti upp völlinn sem Úlfur Ágúst nær að skalla aftur fyrir sig á Sigurð Bjart. Sigurður tekur skotið í fyrsta sem fer framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Twana hefur flautað þetta í gang! Það eru gestirnir frá Akureyri sem byrja þennan leik fyrir okkur í dag.
Fyrir leik
Styttist Liðin ganga til vallar og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Það er jafnteflislyjt í loftinu hér í Krikanum. Liðin eru með jafn mörg stig fyrir þennann leik, jafn marga sigra, töp og jafntefli. Stuðullinn á X á Epic er 3,80, sjáum hvað setur.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir tvær breytingar á FH liðinu sem gerði jafntefli við Stjörnuna í seinasta leik. Grétar Snær Gunnarsson og Baldur Kári Helgason koma inn í liðið fyrir þá Ahmad Faqa og Bjarna Guðjón Brynjólfsson.

KA-menn gera tvær breytingar á byrjunarliðinu sem vann KR í seinustu umferð. Hans Viktor Guðmundsson og Jakob Snær Árnason koma úr liðinu fyrir þá Birgi Baldvinsson og Guðjón Erni Hrafnkelsson.
Fyrir leik
Markahlaðborð þegar liðin mættust í maí KA 3 - 2 FH
1-0 Hrannar Björn Steingrímsson ('13 )
1-1 Böðvar Böðvarsson ('29 )
2-1 Grétar Snær Gunnarsson ('63 , sjálfsmark)
2-2 Rodrigo Gomes Mateo ('83 , sjálfsmark)
3-2 Bjarni Aðalsteinsson ('84 )
Lestu um leikinn

Fyrir leik
Tríóið Twana Khalid Ahmed sér um að dæma leikinn í dag, honum til aðstoðar verða þeir Bergur Daði Ágústsson og Þórður Arnar Árnason. Gunnar Oddur Hafliðason er fjórði dómari en Ingi Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH-ingar mega ekki við því að tapa Það eru tvö lið taplaus á sínum heimavelli í Bestu deildinni og það eru FH og Víkingur R. Ef það er einhver leikur sem FH mætti ekki tapa á heimavelli þá væri það fyrir KA þar sem KA getur farið upp fyrir FH í dag. FH-ingar geta farið upp í 7. sætið með sigri.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Akureyringar með lífsnauðsynlegan sigur KA-menn sóttu gífurlega mikilvægan sigur gegn KR í seinustu umferð, 2-1. Akureyringar sitja í 11. sætinu með 15 stig líkt og Eyjamenn sem eru í 10. sætinu en með lakari markatölu. KA getur með sigri farið upp í 18 stig, upp í 8. sætið.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Sú lang Besta! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik FH og KA.
Byrjunarlið:
12. William Tönning (m)
2. Birgir Baldvinsson ('46)
4. Rodrigo Gomes Mateo ('85)
5. Ívar Örn Árnason (f)
8. Marcel Ibsen Römer ('75)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('46)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('75)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason ('75)
7. Jóan Símun Edmundsson ('46)
14. Andri Fannar Stefánsson
23. Markús Máni Pétursson ('85)
25. Dagur Ingi Valsson
29. Jakob Snær Árnason ('46)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('75)
88. Dagbjartur Búi Davíðsson
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Hjörvar Sigurgeirsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Thomas Danielsen
Tryggvi Björnsson
Egill Daði Angantýsson

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('45)
Rodrigo Gomes Mateo ('51)

Rauð spjöld: