Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Fylkir
0
1
Njarðvík
0-1 Amin Cosic '95
18.07.2025  -  19:15
tekk VÖLLURINN
Lengjudeild karla
Dómari: Jens Elvar Sævarsson
Áhorfendur: 423
Maður leiksins: Amin Cosic
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Arnór Breki Ásþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('46)
20. Theodór Ingi Óskarsson
23. Máni Austmann Hilmarsson ('73)
70. Guðmundur Tyrfingsson
88. Emil Ásmundsson ('82)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
6. Þorkell Víkingsson
7. Tumi Fannar Gunnarsson ('82)
9. Eyþór Aron Wöhler ('46)
11. Pablo Aguilera Simon ('73)
14. Þóroddur Víkingsson
34. Guðmar Gauti Sævarsson
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Ólafur Engilbert Árnason

Gul spjöld:
Guðmundur Tyrfingsson ('43)
Emil Ásmundsson ('45)
Orri Sveinn Segatta ('86)
Ragnar Bragi Sveinsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Njarðvíkignar með risastóran sigur hérna á Tekk vellinum.

Amin Cosic kveðjur Njarðvíkinga með stæl!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
97. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Njarðvík) Út:Dominik Radic (Njarðvík)
97. mín
Inn:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík) Út:Oumar Diouck (Njarðvík)
95. mín MARK!
Amin Cosic (Njarðvík)
DRAMATÍK!! AMIN COSIC KVEÐUR MEÐ STÆL!!!!!

Jaaaaahérna hér!!!

Freysteinn Ingi fær boltann úti vinsti og kemur honum á Svavar Örn og hann kemur með sendinguna fyrir markið sem dettur fyrir Amin Cosic!
94. mín
Er sigurmarkí þessu? Nú fer hver að verða síðastur að skella á sig skikkjunni.
93. mín
Theodór Ingi keyrir inn á teig Njarðvíkinga og kemur með fyrirgjöf sem fer af Arnleifi og í hliðarnetið.
91. mín
Fjórar mínútur í uppbót
90. mín
Njarðvíkingar vinna boltann ofarlega og geta sótt á fáa Fylkismenn en fara illa af ráði sínu en vinna þó horn.
89. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Stoppar skyndisókn Njarðvíkinga.
88. mín
Dominik Radic reynir að snúa í teig Fylkis og lyftir boltanum á markið sem dettur ofan á slána og Ólafur Kristófer handsamar hann svo.
86. mín Gult spjald: Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
Stöðvar skyndisókn Njarðvíkinga.
85. mín
Færi Eyþór Aron Wöhler með skalla sem dettur ofan á þaknetið.
83. mín Gult spjald: Oumar Diouck (Njarðvík)
82. mín
Inn:Tumi Fannar Gunnarsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
81. mín
Fylkir líklegri eins og staðan er þessa stundina.
76. mín
Inn:Kenneth Hogg (Njarðvík) Út:Joao Ananias (Njarðvík)
75. mín
Pablo Simon í fínu skotfæri en lyftir boltanum yfir markið.
73. mín
Inn:Pablo Aguilera Simon (Fylkir) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Fylkir)
71. mín
Joao Ananias með hættulegan bolta fyrir markið en hann flýtur í gegnum pakkann.
68. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Valdimar Jóhannsson (Njarðvík)
Njarðvíkingar að reyna hrista upp í þessu.
65. mín Gult spjald: Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
Brotlegur í baráttunni við Emil Ásmundsson.
63. mín
Emil Ásmundsson að vinna boltann af Tómasi Bjarka sem var aftastur en dæmdur brotlegur. Njarðvíkingar heppnir þarna.
62. mín
Emil Ásmundsson reynir bakfallsspyrnu sem fer af Njarðvíkingi og afturfyrir.
61. mín
Arnór Breki í afbragðsfæri en Njarðvíkingar ná að henda sér fyrir.

Fylkir verið mun betri hérna í síðari hálfleiknum.
58. mín
Valdimar Jóhannsson kominn í frábæra stöðu en tekur kolranga ákvörðun að reyna setja boltann fyrir markið í stað þess að skera hann út þar sem þrír Njarðvíkingar voru að koma á ferðinni.

Tomas Bjarki allt annað en sáttur með þessa ákvörðun liðsfélaga síns.
56. mín
Fylkir komið stekrari út í síðari hálfleikinn.
54. mín
Varsla! Emil Ásmundsson með hörku skot sem Aron Snær ver virkilega vel.
51. mín
Máni Austmann tekur spyrnuna sjálfur en skotið yfir markið.
50. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan teig. Tómas Bjarki dæmdur brotlegur í baráttu við Mána Austmann.
48. mín
Dominik Radic gerir vel að halda sókn Njarðvíkinga lifandi og kemur með hættulegan bolta fyrir markið en það var enginn með honum inni í teig til að ráðast á boltann.
47. mín
Guðmundur Tyrfingsson reynir skot fyrir utan teig en dregur hann framhjá markinu.
46. mín
Seinni farinn af stað Heimamenn sparka þessu af stað aftur.
46. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur
Þetta var það síðasta sem gerðist í þesssum fyrri hálfleik.

Liðin fara markalaus inn í hálfleikinn.

Tökum okkur þetta akademíska korter og snúum svo aftur með síðari.
45. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Brýtur á Valdimar Jóhannssyni þegar Njarðvíkingar eru að hlaupa upp í skyndisókn.
43. mín Gult spjald: Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir)
42. mín
Máni Austmann í skotfæri en skotið í varnarmann og Fylkir fær horn.
40. mín
Arnleifur og Birkir Eyþórs í baráttunni, Arnleifur notar misviðurkenndar aðferðir að skýla boltanum afturfyrir við litla hrifningu úr stúkunni.
36. mín
Njarðvíkingar að skapa ursla og Ólafur Kristófer reynir að kýla bolta burt en hittir ekki. Smá vandræðagangur en Fylkir leysir úr þessu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Guðmundur Tyrfingsson í afbragðs skallafæri en skallir framhjá. Boltinn mögulega farinn útaf þegar fyrirgjöfin kom en kemur út á því sama.
26. mín
Emil Ásmundsson að komast í skotfæri en Arnleifur Hjörleifsson nær að vera fyrir.
20. mín
Amin Cosic er að hrella Fylkismenn hérna á vinstri vængnum.
19. mín
Emil Ásmundsson tekur aukaspyrnuna og hún fer í vegginn og í hendurnar á Aroni Snær.
18. mín
Oumar Diocuk brýtur á Arnóri Breka rétt fyrir utan teig og Fylkir fær því aukaspyrnu á hættulegum stað.
17. mín
Njarðvíkingar að leita af opnunum en Fylkismenn eru þéttir til baka.
13. mín
Flott samspil hjá Amin Cosic og Valdimar Jóhannssyni vinnur horn fyrir Njarðvíkinga.
10. mín
Emil Ásmundsson með tilraun fyrir utan teig yfir markið.
4. mín
Valdimar Jóhannsson tekur spyrnuna og hún er yfir markið.
4. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu á flottum stað eftir að brotið hafi verið á Svavari Erni.
2. mín
Njarðvíkingar gefa klaufalega sendingu til baka og Fylkismenn fá fyrsta horn leiksins.
2. mín
Leikurinn er í beinni á Livey


1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir sem sparka okkur stað hér á Tekk vellinum.
Fyrir leik
Spámaðurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Atli Þór Jónasson, sem keyptur var frá HK til Víkings í vetur, spáir í leiki umferðarinnar. Atli skoraði sitt fyrsta Evrópumark í gær þegar hann skoraði í risasigri Víkings gegn Malisheva.

Fylkir 1 - 1 Njarðvík
Þetta verður hörku leikur sem endar 1-1. Gummi Tyrfings með mark og Oumar Diouck fyrir Njarðvík.

Fyrir leik
Arnar Grétarsson tók við Fylki í vikunni Arnar var staðfestur í vikunni sem nýr þjálfari Fylkis en hann tekur við af Árna Guðnasyni. Árbæjarliðið er aðeins einu stigi frá fallsæti en fyrir tímabilið var því spáð sigri í Lengjudeildinni.



Mynd: Fylkir


Arnar skrifaði undir samning út tímabilið og stýrir Fylki í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið fær Njarðvík í heimsókn. Glugginn er að opna og Arnar segir að það verði skoðað hvort styrkja þurfi hópinn.

„Maður er nýtekinn við, aðragandinn er mjög stuttur. Við komum til með að skoða stöðuna á hópnum og við þurfum að skoða hvað er hægt að gera, hverju við þurfum á að halda. Fyrsta verkefni er að hugsa um leikinn á föstudag og svo í framhaldi af því förum við að skoða aðra hluti."

Fyrir leik
Fylkismenn bættu líka við sig Fylki krækti í Mána Austmann Hilmarsson frá Fjölni, sem var markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.

Hann er kominn með leikheimild með Fylki og getur tekið þátt í leiknum í kvöld.

Mynd: Fylkir


Fyrir leik
Njarðvíkingar bæta við sig Njarðvík hefur á síðustu dögum fengið til sín tvo leikmenn fyrir baráttuna í seinni hluta Lengjudeildarinnar. Ganverjinn Thomas Boakye kom frá Halmstad í Svíþjóð og Manuel Gavilán kom frá Spáni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð






Fyrir leik
Amin Cosic kveður eftir leikinn í kvöld Amin er kantmaður sem verður tvítugur í október. Hann hefur átt gott tímabil með Njarðvík, skorað fimm mörk í ellefu leikjum í Lengjudeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Hann gengur formlega í raðir KR eftir leik í kvöld og gæti spilað sinn fyrsta leik með KR annan laugardag þegar KR spilar heimaleik gegn Breiðabliki.

Fyrir leik
Árni Freyr látinn fara frá Fylki Árni Freyr Guðnason er ekki lengur þjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki. Þetta kom fram í tilkynningu Fylkis á mánudaginn.



Fylkir réði Árna síðasta haust, eftir að hann og Jóhann Birnir Guðmundsson höfðu verið valdir þjálfarar ársins í Lengjudeildinni í fyrra eftir frábært tímabil með ÍR, og gerði við hann þriggja ára samning. Það byrjaði vel hjá Fylki undir stjórn Árna, liðið lék vel í vetur og fór alla leið í úrslitaleik Lengjubikarsins. Fylkir tók fjögur stig út úr fyrstu tveimur leikjum sínum en einungis sex úr síðustu tíu leikjum.

Árni var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spajd gegn ÍR í þarsíðustu umferð og var því ekki á hliðarlínunni þegar Fylkir tapaði 3-1 gegn Selfossi á föstudag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fylkir Fylkir hafa verið í ævintýralegri brekku á þessari leiktíð. Í síðustu umferð töpuðu þeir fyrir Selfoss á útivelli með þremur mörkum gegn einu.

Fylkir hafa bara unnið tvo leiki í deildinni það sem af er tímabils og sitja í 9.sæti deildarinnar með 10 stig.

Ljóst er að nýr þjálfari mun stýra liðinu gegn Njarðvíkingum en Fylkismenn rifu í gikkinn eftir Selfoss leikinn og ráku Árna Freyr Guðnason.

Fylkir hafa skorað 16 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:

Þóroddur Víkingsson - 3 mörk
Pablo Simon - 3 mörk
Eyþór Aron Wöhler - 2 mörk
Emil Ásmundsson - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingum mistókst að taka toppsætið í síðustu umferð þegar þeir mættu Völsungi fyrir norðan. Njarðvíkingar sóttu þar sitt sjötta jafntefli í sumar með 1-1 jafntefli.

Njarðvík eru í 2. sæti deildarinnar stigi á eftir ÍR sem tróna á toppnum með 25 stig.

Njarðvíkignar eru jafnir HK í 2.-3. sætinu með 24 stig en markatala Njarðvíkinga er betri. Njarðvíkingar hafa skorað flest mörk allra liða í deildinni eða 30 og hafa þessi mörk raðast niður á:

Oumar Diocuk - 8 mörk
Dominik Radic - 6 mörk
Amin Cosic - 5 mörk
Valdimar Jóhannsson - 3 mörk
Tómas Bjarki Jónsson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þriðja liðið Jens Elvar Sævarsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Smári Stefánsson og Nour Natan Ninir.
Eftirlitsmaður KSÍ er Oddur Helgi Guðmundsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á Tekk völlinn! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fylkis og Njarðvíkur í þrettándu umferð Lengjudeildarinnar sem fram fer á Tekk vellinum í Árbænum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



föstudagur 18. júlí
18:00 HK-Þór (Kórinn)
19:15 Grindavík-Selfoss (Vogaídýfuvöllurinn)
19:15 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
19:15 Fylkir-Njarðvík (tekk VÖLLURINN)
19:15 Leiknir R.-Þróttur R. (Domusnovavöllurinn)

laugardagur 19. júlí
16:00 Völsungur-ÍR (PCC völlurinn Húsavík)
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Davíð Helgi Aronsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Arnleifur Hjörleifsson
7. Joao Ananias ('76)
9. Oumar Diouck ('97)
10. Valdimar Jóhannsson ('68)
13. Dominik Radic ('97)
14. Amin Cosic
16. Svavar Örn Þórðarson
19. Tómas Bjarki Jónsson (f)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
31. Andrés Már Kjartansson (m)
5. Arnar Helgi Magnússon ('97)
8. Kenneth Hogg ('76)
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('68)
17. Símon Logi Thasaphong ('97)
18. Björn Aron Björnsson
21. Viggó Valgeirsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Jaizkibel Roa Argote
Gabríel Sindri Möller
Thomas Boakye

Gul spjöld:
Tómas Bjarki Jónsson ('65)
Oumar Diouck ('83)

Rauð spjöld: