Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Breiðablik
1
0
Vestri
Viktor Karl Einarsson '10 1-0
19.07.2025  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 619
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson ('67)
10. Kristinn Steindórsson ('90)
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('67)
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
11. Aron Bjarnason ('67)
19. Kristinn Jónsson ('67)
24. Viktor Elmar Gautason
29. Gabríel Snær Hallsson ('90)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
32. Kristinn Narfi Björgvinsson
38. Maríus Warén
39. Breki Freyr Ágústsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason
Jóhanna Björk Gylfadóttir

Gul spjöld:
Óli Valur Ómarsson ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar taka punktana 3 1-0 niðúrstaðan hér í dag sem verður að teljast sanngjarnt. Skýrsla og viðtöl væntanleg.
90. mín
+4 Gabríel Snær með skemmtilega vippu inn fyrir á Aron Bjarnason sem nær ekki að komast í almennilegt skot
90. mín
+2 Kiddi Jóns með fína fyrirgjöf á Tobias Thomsen en skallinn hans er yfir.
90. mín
+1 Uppbótartíminn eru að minnsta kosti fjórar mínútur
90. mín
Inn:Emil Leó Jónþórsson (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
90. mín
Inn:Óskar Ingimar Ómarsson (Vestri) Út:Emmanuel Duah (Vestri)
90. mín
Inn:Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
90. mín
Stoppar skyndisókn
89. mín
Kiddi Jóns með góðan bolta upp kantinn á Ágúst Orra sem reynir að koma honum fyrir en finnur ekki samherja
88. mín
Blikarnir spila sig í gegn um vörn Vestra, Anton Logi fær boltann inn fyrir en þá fer flaggið á loft
81. mín
Höskuldur fær boltann vel fyrir utan teiginn og lætur vaða en skotið er hátt yfir.
78. mín
DAUÐAFÆRI Aron Bjarnason sleppur einn inn fyrir og er kominn einn á Guy en afgreiðslan er ekki nóg og góð og Guy ver frá honum. Þarna á Aron að gera betur
78. mín
Spyrnan frá Guðmundi Arnari er ekki góð, fer yfir allan pakkann og aftur fyrir hinum megin
78. mín
Gunnar Jónas með fyrirgjöf sem Viktor Örn hreinsar í horn
77. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Diego Montiel (Vestri)
Vestri getur loksins gert þessa skiptingu
76. mín
Aftur er Aron Bjarna að reyna að koma boltanum fyrir en finnur ekki samherja
75. mín
Montiel búinn að sitja á vellinum í eina mínútu allavega þegar leikurinn stoppar loksins og hann getur fengið aðhlynningu, endar á því að koma af velli síðan og Vestri undirbýr skiptingu.
73. mín
Fín sókn Blika endar með fyrirgjöf frá Aroni Bjarna sem fer af varnarmanni til Guy
72. mín
Vestramenn sækja og Tufa á skalla í átt að marki en sá skalli er aldrei líklegur og Blikar eiga markspyrnu
69. mín
Inn:Abdourahmane Diagne (Vestri) Út:Guðmundur Páll Einarsson (Vestri)
68. mín
Höskuldur setur boltann fyrir og hann endar hjá Kidda Steindórs utarlega í teignum, hann tekur skot en það nær ekki að marki þar sem það fer í varnarmann
67. mín
Blikar eiga hornspyrnu
67. mín
Inn:Kristinn Jónsson (Breiðablik) Út:Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
67. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
65. mín
Viktor Karl ber boltann upp að endalínu og ætlar að koma boltanum fyrir markið en fyrirgjöfinni er of nálægt markinu og Guy handsamar hana
63. mín
Gunnar Jónas fær hann rétt fyrir utan D-bogann og á fínt skot í átt að marki en það er rétt fram hjá
62. mín
Elmar Atli þarf aðhlynningu eftir viðskipti sín við Óla Val en stendur upp á endanum og getur haldið leik áfram
60. mín
Viktor Karl krullur hann á fjær þar sem Tobias kemur á ferðinni en hann hefði þurft að vera með aðeins stærri stóru tá til að ná til boltans
57. mín
Viktor Karl með góða sendingu á milli varnarmanna og finnur Ágúst Orra sem á fínt skot en Guy ver vel í markinu.
56. mín
Krisófer Ingi við það að sleppa í gegn en Gustav Kjeldsen verst vel.
52. mín
Gunnar Jónas heldur vel í boltann inn í teig Blika og rúllar honum svo út á Duah sem á skot sem fer hátt yfir.
50. mín
STÖNGIN Tobias Thomsen setur spyrnuna beint í vegginn, fær hann aftur og hamrar honum í stöngina. Vestri eiga markspyrnu
48. mín
Blikar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan D-bogann
46. mín
Við erum komin aftur í gang. Blikar leiða nokkuð sanngjarnt í hálfleik, vonandi fleiri mörk sem við fáum í þennan seinni hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Höskuldur setur boltann á fjær þar sem Blikar ná skallanum en Guy ver vel, Blikar ná svo öðru skoti sem vörn Vestra kemst fyrir og þá flautar Sigurður Hjörtur til hálfleiks.
45. mín
+2 Blikar fá horn sem verður líklega það síðasta sem gerist í þessum fyrri hálfleik
45. mín
+2 Við fáum tvær mínútur í uppbót.
45. mín
+2 Eftir endursýningu hlýtur Óli Valur að hafa fengið spjald fyrir dýfu
45. mín Gult spjald: Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri)
+1 Stoppar skyndisókn
45. mín Gult spjald: Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
Ég er ekki viss hvort þetta sé fyrir dýfu eða brot úti á velli en gult er það. Enginn á vellinum virðist átta sig á því hvað gerðist og í útsendingunni er hann ekki í mynd þannig það er ómögulegt að segja til um hvað hefur átt sér stað.
44. mín
Stöngin!! Damir með fínan bolta inn á teiginn þar sem Tobias Thomsen hendir sér í hjólhest en setur hann í slána. Flaggið fer svo á loft en þrátt fyrir það, frábær tilraun.
42. mín
Kristófer Ingi reynir að fiska vítaspyrnu en Sigurður Hjörtur heldur nú alls ekki
41. mín
Duah með fínan bolta inn í teiginn frá vinstri en samherjar hans skila sér ekki þangað og því lítil hætta í þessu
39. mín
Spyrnan kemur inn á teiginn en skot frá Tobias Thomsen er yfir
38. mín
Höskuldur með spyrnuna inn á teiginn þar sem, eftir smá skallatennis, Ágúst Orri er einn á Guy en hann gerir sig stóran og ver í horn. Það slökknaði alveg á Vestramönnum þarna.
37. mín Gult spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Aftur eru Vestramenn seinir í Blikana og halda áfram að uppskera gul kort fyrir það
35. mín
Höskuldur tekur aukaspyrnuna, setur hann inn í en flaggið fer á loft.
34. mín Gult spjald: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Seinn inn í einvígi við Kidda Steindórs og uppsker gult spjald fyrir það.
33. mín
Fatai kominn í dauðafæri hinum megin en hittir ekki rammann
33. mín
Langur bolti upp á Óla Val sem er kominn upp að endalínu og kemur boltanum út í teiginn þar sem Ágúst Orri kemur á siglingunni en Gunnar Jónas, sýnist mér, nær að staka við honum og Ágúst hittir ekki boltann. Blikar vilja brot en fá ekkert fyrir sinn snúð.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Núna kemur hornið frá Höskuldi inn í teiginn og á markið hreinlega en Guy gerir vel í að blaka honum aftur fyrir sig
29. mín
Blikarnir taka hornið stutt og ná svo ekki að skapa sér neitt almennilegt upp úr því en vinna á endanum annað horn.
28. mín
Kiddi Steindórs keyrir á Guðmund Pál og uppsker horn.
26. mín
Viktor Örn með vonda sendingu út úr vörninni en Vestri ná ekki að sækja nægilega hratt til að nýta það
25. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Vestri)
Klaufaleg tækling inn í miðjuhringnum, algjör óþarfi að henda sér í þessa
21. mín
Höskuldur tekur spyrnuna og það er Kristófer Ingi sem nær skoti en Duah kemst fyrir það. Boltinn berst svo til Kidda Steindórs sem á skot hátt yfir.
20. mín
Blikar fá aukaspyrnu úti hægra megin eftir tæklingu Gustav Kjeldsen á Viktori Karli, sem liggur eftir
16. mín
Tufa með skot fyrir utan teig en það er beint á Anton í markinu og hann því í litlum vandræðum með það.
15. mín
Elmar Atli og Óli Valur liggja báðir eftir að hafa lent illa eftir skallaeinvígi en geta báðir haldið leik áfram.
13. mín
Guy Smit með góða vörslu, sá ekki betur en að hann væri að verja frá samherja
10. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Blikar leiða!! Sending í gegn sem að Morten Ohlsen virðist vera með í teskeið. Hann hinsvegar hittir ekki boltann, hleypur þar af leiðandi yfir hann og Viktor Karl er fyrstur að átta sig, er einn í gegn og setur hann fram hjá Guy í markinu
8. mín
Montiel gerir vel í baráttunni við Kidda Steindórs inn á miðjunni og keyrir í átt að teignum en sendingin hans finnur svo ekki samherja og Blikar róa leikinn
6. mín
Guðmundur Arnar með frábæra hornspyrnu inn á markteiginn en Vestramenn missa hver af öðrum af honum og Blikar koma hættunni frá á endanum.
5. mín
Morten Olsen með langt innkast inn á teiginn sem BLikar skalla í horn
2. mín
Vestri sækja upp hinum megin og eru komnir í gott færi en Anton Ari ver vel.
2. mín
Damir með frábæran bolta inn fyrir á Kristófer Inga sem nær þó litlum krafti í skotið og Guy ver í markinu
1. mín
Gestirnir, í sínum hvítu varabúningum, sparka þessu í gang og sækja í átt að Smáranum
Fyrir leik
Viktor Örn heiðraður fyrir leik fyrir að hafa spilað sinn 300. leik fyrir Breiðablik á dögunum!
Fyrir leik
Blikar eiga harm að hefna eftir bikarleikinn gegn Vesta í síðasta mánuði og mæta með afar sóknarsinnað lið til leiks hér í dag. Breiðablik yfir 2.5 mörk er á stuðlinum 1.8 á Epic.

Svo í leikamannaveðmálum sem eru í boði á epic má draga fram 2.30 á Tóbías Thomsen skori í leiknum og 3.50 á að Tufegdzic fái spjald
Fyrir leik
Alls sjö breytingar á byrjunarliðunum Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 5-0 sigrinum gegn albönsku meisturunum í Egnatia. Viktor Örn Margeirsson og Valgeir Valgeirsson eru í banni og Kristinn Jónsson tekur sér sæti á bekknum.

Inn koma Damir Muminovic í sínum fyrsta leik eftir heimkomu frá Brúnei, Kristinn Steindórsson og Kristófer Ingi Kristinsson.

Damir er í treyju númer 44 en hann er vanur að vera númer 4, en Ásgeir Helgi er í þeirri treyju þetta tímabilið. Arnór Gauti Jónsson er einnig í banni og því ekki í hóp Blika í dag.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá bikarsigrinum gegn Fram. Stór skörð eru höggvin í lið Vestra. Daði Berg Jónsson var í gær kallaður til baka til Víkings úr láni, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen eru í banni. Thibang Sindile Theophilius, Phete, er ekki heldur í hópnum.

Inn í lið Vestra koma þeir Vladimir Tufegdzic, Guðmundur Páll Einarsson, Emmanuel Duah og Elmar Atli Garðarsson. Sergine Fall og Kristoffer Grauberg, sem voru á bekknum gegn Fram, eru ekki í leikmannahópnum í dag. Þeir Anton Kralj og Arnór Borg Guðjohnsen, sem hafa glímt við meiðsli, eru ekki mættir til baka.
Fyrir leik
Þrír Blikar í banni - Vestri með tvo Þrír leikmenn Breiðabliks taka út bann vegna uppsafnaðra áminninga, þar á meðal Valgeir Valgeirsson sem er fyrsti leikmaður Bestu deildarinnar til að fá bann fyrir sjö gul spjöld.

Ásgeir Helgi Orrason og Arnór Gauti Jónsson fengu bann vegna fjögurra áminninga.

Vestri verður með tvo leikmenn í banni í dag en það eru Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen

   17.07.2025 11:55
Kemur Damir beint inn í Blikaliðið?
Fyrir leik
Vestri Vestri eru á vondu róli í deildinni þessa dagana en þeir eru með fjögur töp í síðustu fimm leikjum sínum. Í síðasta deildarleik fengu þeir Valsara heim á Ísafjörð en þeim leik töpuðu þeir 0-2. Síðan þá eru þeir þó auðvitað búnir að tryggja sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins er þeir unnu Fram í vítaspyrnukeppni í blíðunni á Vestfjörðum. Það var svo tilkynnt í gær að einn besti leikmaður liðsins, Daði Berg, væri á leið aftur í Víking en það verður áhugavert að sjá hvernig þeir bregðast við því.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Breiðablik Blikar sitja, eins og er, í 3. sæti deildarinnar á lakari markatölu en Valsarar sem eru í 2. sæti. Þeir hafa sótt 11 stig í síðustu fimm leikjum en þeir gerðu 2-2 jafntefli í Mosó í síðustu umferð. Frá því sá leikur fór fram er Breiðablik búið að klára sitt fyrsta einvígi í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem þeir slóu Egnatia, albönsku meistarana, út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson stýrir umferðinni með aðstoð þeirra Patriks Freys Guðmundssonar og Eðvarðs Eðvarðssonar sem verða með sitthvora flaggið. Jón Magnús Guðjónsson er eftirlitsmaður og Jóhann Ingi Jónsson er á skiltinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur Verið velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og Vestra í Bestu deildinni. Leikið er á Kópavogsvelli og flautað er til leiks klukkan 14:00
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
6. Gunnar Jónas Hauksson
7. Vladimir Tufegdzic ('90)
10. Diego Montiel ('77)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Guðmundur Páll Einarsson ('69)
19. Emmanuel Duah ('90)
22. Elmar Atli Garðarsson
40. Gustav Kjeldsen
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
33. Benedikt Jóhann Þ. Snædal (m)
13. Albert Ingi Jóhannsson
16. Abdourahmane Diagne ('69)
18. Marinó Steinar Hagbarðsson
20. Óskar Ingimar Ómarsson ('90)
21. Emil Leó Jónþórsson ('90)
23. Silas Songani ('77)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Jón Hálfdán Pétursson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Vladan Djogatovic
Vignir Snær Stefánsson
Ferran Montes I. Corominas

Gul spjöld:
Fatai Gbadamosi ('25)
Elmar Atli Garðarsson ('34)
Gunnar Jónas Hauksson ('37)
Guðmundur Arnar Svavarsson ('45)

Rauð spjöld: