Félagaskiptaglugginn opnaði í dag og Damir Muminovic fær leikheimild með Breiðabliki á morgun eftir veru sína hjá DPMM í Brúnei þar sem hann spilaði fyrri hluta ársins. Hann spilaði síðast í lok maí.
Miðvörðurinn er mættur aftur í Kópavoginn og mögulega gat endurkoma hans ekki komið á betri tíma því Breiðablik hóf á þriðjudag þétt leikjaprógramm; liðið spilar að óbreyttu í Evrópu og í deild næstu sex vikurnar.
Miðvörðurinn er mættur aftur í Kópavoginn og mögulega gat endurkoma hans ekki komið á betri tíma því Breiðablik hóf á þriðjudag þétt leikjaprógramm; liðið spilar að óbreyttu í Evrópu og í deild næstu sex vikurnar.
Næsti leikur er gegn Vestra á laugardag og þá vill svo til að Ásgeir Helgi Orrason, sem hefur staðið sig með mikilli prýði í hjarta varnarinnar hjá Breiðabliki, verður í banni. Arnór Gauti Jónsson, sem hefur leyst af í miðverði, verður einnig í banni, svo líklegt verður að teljast að Damir komi beint inn í liðið og spili við hlið Viktors Arnar Margeirssonar.
Hægri bakvörðurinn Valgeir Valgeirsson verður líka í banni hjá Breiðabliki gegn Vestra þegar liðin mætast á Kópavogsvelli klukkan 14:00 á laugardag. Daginn eftir heldur Breiðablik til Póllands og spilar svo við meistarana í Lech Poznan á þriðjudag.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 17 | 10 | 4 | 3 | 44 - 23 | +21 | 34 |
2. Víkingur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 31 - 20 | +11 | 32 |
3. Breiðablik | 17 | 9 | 5 | 3 | 29 - 22 | +7 | 32 |
4. Fram | 17 | 7 | 4 | 6 | 26 - 22 | +4 | 25 |
5. Stjarnan | 17 | 7 | 4 | 6 | 30 - 28 | +2 | 25 |
6. Vestri | 17 | 7 | 2 | 8 | 16 - 15 | +1 | 23 |
7. ÍBV | 17 | 6 | 3 | 8 | 16 - 24 | -8 | 21 |
8. Afturelding | 17 | 5 | 5 | 7 | 20 - 25 | -5 | 20 |
9. FH | 17 | 5 | 4 | 8 | 28 - 25 | +3 | 19 |
10. KA | 17 | 5 | 4 | 8 | 17 - 32 | -15 | 19 |
11. KR | 17 | 4 | 5 | 8 | 37 - 40 | -3 | 17 |
12. ÍA | 17 | 5 | 1 | 11 | 18 - 36 | -18 | 16 |
Athugasemdir