City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Lech Poznan
0
0
Breiðablik
22.07.2025  -  18:30
Poznan Stadium
Forkeppni Meistaradeildar karla
Dómari: Jasper Vergoote (BEL)
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Breiðablik öruggir í umspil Í versta falli getur Breiðablik farið í umspil um að komast í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Tapi liðið gegn Lech Poznan dettur Breiðablik niður í Evrópudeildina. Ef liðið tapar svo þar fer liðið í síðustu umferðina um sæti í Sambandsdeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Erfiðara verkefni bíður Blika Það má segja að Lech Poznan sé talsvert erfiðari andstæðingur og eru taldir sigurstranglegri. Breiðablik eru hinsvegar búnir að vera frábærir í Evrópu og eiga alveg fínan möguleika ef liðið sækir jákvæð úrslit hér í kvöld.

Við eigum einn fulltrúa í Lech Poznan og það er Gísli Gottskálk Þórðarson sem gékk í raðir Lech Poznan síðasta vetur.

Mynd: Lech Poznan


Gísli Gottskálk var frábær í liðið Víkings Reykjavíkur á síðasta tímabili og var keyptur til Póllands.
Fyrir leik
Breiðablik stórkostlegir gegn Egnatia Breiðablim mætti Egnatia frá Albaníu í fyrstu umferð forkeppnarinnar. Fyrri leikurinn út í Albaníu endaði með grátlegu 1-0 tapi þar sem Albanarnir skoruðu í uppbótartíma. Breiðablik mættu gríðarlega vel stemmdir inn í seinni leikinn sem fór fram á Kópavogsvelli og má segja að Blikar hafi hlaupið yfir Egnatia en seinni leikurinn endaði 5-0 fyrir Blikum og því vann Breiðablik einvígið 5-1 samanlagt.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið kemur frá Belgíu Jasper Vergoote dæmir leikinn hér í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Martijn Tiesters og Michael Geerolf.

Fjórði dómari er Simon Bourdeaud'hui

VAR dómari verður svo Bert Put

Mynd: EPA

Fyrir leik
Meistaradeildarkvöld í Póllandi Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Poznan Stadium þar serm Lech Poznan og Breiðablik mætast í annari umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: