City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Powerade
James McAtee, leikmaður Manchester City.
James McAtee, leikmaður Manchester City.
Mynd: EPA
ReL Masrid horfir til William Saliba.
ReL Masrid horfir til William Saliba.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan mánudag og velkomin með okkur í slúðurpakkann. BBC tekur saman það helsta sem verið er að fjalla um en það vantar ekki þreifingar og hræringar.

Manchester City hefur sett verðmiða á miðjumanninn James McAtee (22) upp á 35 milljónir punda. Félög eins og West Ham og Eintracht Frankfurt sýna honum áhuga. (Telegraph)

Real Madrid er tilbúið að bíða með að reyna að fá franska varnarmanninn Ibrahima Konate (26) frá Liverpool til að fá hann frítt næsta sumar en gæti lagt fram lágt tilboð í þessum félagaskiptaglugga. (Football Insider)

Áhugi er frá Sádi-Arabíu á brasilíska framherjanum Vinicius Jr (25) hjá Real Madrid. Risatilboð hefur verið tekið af borðinu í bili en gæti veið lagt fram aftur á næsta ári. (AS)

Real Madrid fylgist grannt með William Saliba (24), varnarmanni Arsenal. (L'Equipe)

Leeds United vonast eftir því að upp komi tilboðsstríð í spænska framherjann Mateo Joseph (21) til að félagið geti safnað fjármagni fyrir kaup á brasilíska framherjanum Rodrigo Muniz (24) hjá Fulham. (The Sun)

Rúben Amorim, stjóri Manchester United, vill bæta tveimur leikmönnum við hóp sinn í þessum félagaskiptaglugga. (The Mirror)

Manchester United hefur lagt fram tilboð í Viktor Gyökeres (27), framherja hjá Sporting Lissabon, og vonast til að sannfæra hann um að ganga til liðs við liðið frekar en Arsenal. (A Bola)

United sýndi ítalska framherjanum Francesco Pio Esposito (20) hjá Inter áhuga í janúar en fyrirspurn félagsins var hafnað. (Football Italia)

Kamerúnski framherjinn Bryan Mbeumo (25) hefur lokið læknisskoðun hjá Manchester United og skipti hans frá Brentford nálgast. (Fabrizio Romano)

Tottenham er tilbúið að greiða uppsett verð sem Bournemouth hefur sett á úkraínska varnarmanninn Illia Zabarnyi (22). (Caught Offside)

Nottingham Forest er líklegast til að fá miðjumanninn Jacob Ramsey (24) frá Aston Villa. (Football Insider)

Sunderland hefur hætt við 17,5 milljóna punda samning um kaup á franska framherjanum Armand Lauriente (26) frá ítalska félaginu Sassuolo. (Northern Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner