
HK
1
0
Leiknir R.

0-0
Shkelzen Veseli
'11
, misnotað víti

1-0
Dusan Brkovic
'23
, sjálfsmark
25.07.2025 - 19:15
Kórinn
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Ólafur Örn Ásgeirsson
Kórinn
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Ólafur Örn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson
('84)

4. Aron Kristófer Lárusson
5. Þorsteinn Aron Antonsson
7. Dagur Ingi Axelsson
('75)


8. Arnþór Ari Atlason (f)
('60)

11. Dagur Orri Garðarsson
15. Haukur Leifur Eiríksson
21. Ívar Örn Jónsson
('75)

28. Tumi Þorvarsson
29. Karl Ágúst Karlsson
('60)
- Meðalaldur 24 ár


Varamenn:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
9. Jóhann Þór Arnarsson
('60)

16. Eiður Atli Rúnarsson
('75)

19. Atli Þór Gunnarsson
24. Magnús Arnar Pétursson
('84)

71. Þorvaldur Smári Jónsson
('60)

88. Bart Kooistra
('75)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Birkir Örn Arnarsson
Halldór Geir Heiðarsson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Gul spjöld:
Karl Ágúst Karlsson ('22)
Dagur Ingi Axelsson ('35)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ekki beint sannfærandi sigur HK hér í Kórnum, En sigur er sigur fyrir því og stigin 3 telja jafnmikið og hin.
88. mín
Leiknir sækir hratt, en þegar kemur á síðasta þriðjung fer allt í baklás og ekkert verður úr.
84. mín
Gult spjald: Aron Einarsson (Leiknir R.)

Það er gott í HK treyjunni. Aron kannaði málið og komst að því.
80. mín
Patryk Hryniewicki fer niður í teignum í baráttu við Hauk Leif. Ekkert í þessu en þeir kýta aðeins sín á milli á eftir.
Arnar velur að spjalda Hauk.
Arnar velur að spjalda Hauk.
74. mín
Degi Orra langar í mark. Tekur hér skotið úr D-boganum sem siglir þó hættulaust framhjá.
70. mín
HK i 3 á 2
Bruna upp völlinn og aftur er það Tumi sem ber hann upp. Finnur Jóhann í teignum úti til hægri sem er of lengi að athafna sig og varnarmenn komast fyrir.
Bruna upp völlinn og aftur er það Tumi sem ber hann upp. Finnur Jóhann í teignum úti til hægri sem er of lengi að athafna sig og varnarmenn komast fyrir.
67. mín
Tumi í dauðafæri
Patryk Hryniewicki stígur upp úr vörninni á glórulausan hátt og skilur risa svæði eftir fyrir Tuma að hlaupa i. Tumi kemst einn gegn Ólafi Íshólm en fer hrikalega illa með stöðuna og setur boltann beint á Óla Íshólm sem staðsetur sig upp á 10.
Patryk Hryniewicki stígur upp úr vörninni á glórulausan hátt og skilur risa svæði eftir fyrir Tuma að hlaupa i. Tumi kemst einn gegn Ólafi Íshólm en fer hrikalega illa með stöðuna og setur boltann beint á Óla Íshólm sem staðsetur sig upp á 10.
66. mín
Í þeim töluðu
Boltinn fyrir markið frá vinstri sem Dagur Orri klippir á lofti í átt að marki. Ólafur Íshólm bregst vel við og á frábæra vörslu og slær boltann frá.
Flaggið fer svo á loft.
Boltinn fyrir markið frá vinstri sem Dagur Orri klippir á lofti í átt að marki. Ólafur Íshólm bregst vel við og á frábæra vörslu og slær boltann frá.
Flaggið fer svo á loft.
65. mín
Fátt um fína drætti hér í þessum leik í síðari hálfleik. Baráttan í fyrirrúmi hér og lítið um færi.
HK fær þó horn hér.
HK fær þó horn hér.
62. mín
Dagur Ingi blóðugur og þarf að skipta um treyju.
Fékk höfuðhögg i atvikinu áðan og er vel reifaður um höfuðið.
Fékk höfuðhögg i atvikinu áðan og er vel reifaður um höfuðið.
54. mín
Shkelzen Veseli með skot, fer af varnarmanni og í horn
Dusan með skalla eftir hornið en boltinn beint á Ólaf Örn,.
Dusan með skalla eftir hornið en boltinn beint á Ólaf Örn,.
51. mín
Dagur Ingi Axelsson fer niður á miðjum vellinum og kennir sér meins. Kallað eftir aðhlynningu. Vont fyrir hann þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimamenn sparka okkur af stað á ný.
Ekki að sjá að neinar breytingar hafi verið gerðar á liðunum.
Ekki að sjá að neinar breytingar hafi verið gerðar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í bara nokkuð fjörugum leik. Heimamenn byrjuðu betur og náðu nokkuð verðskuldað forystunni. Gestirnir úr Breiðholti þó verið ógnandi og geta nagað sig í handarbökin að hafa misnotað vítaspyrnu snemma leiks.
45. mín
Bogdan Bogdanovic í óvæntu færi í teignum, fellur við og Leiknismenn í stúkunni vilja fá eitthvað. Boltinn fellur aftur fyrir Bogdan er hann stendur upp og nær hann skoti af stuttu færi sem hittir ekki markið.
43. mín
Ívar Orri í afbragðsfæri eftir klaufagang Leiknismanna í öftustu línu. Nær góðu skoti en Ólafur Íshólm sér við honum.
41. mín
Leiknismenn með góða sóknarlotu, skot sem Ólafur Örn þarf að verja. Vinna svo horn i kjölfarið,
40. mín
Aukaspyrnan tekin inn á teiginn. Þar er það Þorsteinn Aron í baráttunni en nær ekki að reka höfuðið í boltann sem siglir afturfyrir,
39. mín
Gult spjald: Kári Steinn Hlífarsson (Leiknir R.)
OF seinn í návígi við Dag Inga og fær réttilega gult.

OF seinn í návígi við Dag Inga og fær réttilega gult.
38. mín
Leiknismenn verið að finna góðar stöður á vellinum síðustu mínútur og náð að velgja HK vel undir uggum. Herslumuninn vantað samt til þessa.
Leiknir vinnur horn.
Leiknir vinnur horn.
37. mín
Tumi sleppur einn í gegn
Aleinn gegn Óla Íshólm sem mætir honum vel og ver glæsilega.
Tumi átti að gera betur þarna.
Aleinn gegn Óla Íshólm sem mætir honum vel og ver glæsilega.
Tumi átti að gera betur þarna.
35. mín
Kraðak í teig HK eftir aukaspyrnuna, sé ekki hver en hælspyrna í átt að marki reynd, varnarmenn komast fyrir og HK hreinsar.
35. mín
Gult spjald: Dagur Ingi Axelsson (HK)

Finnst treyjan hans Axels Freys flott og reynir að klæða hann úr henni.
Arnar fljótur að rífa upp spjaldið.
Arnar fljótur að rífa upp spjaldið.
34. mín
Ívar Orri með alla sína hæð fyrstur á boltann en tekst ekki að stýra honum a markið.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín
Shkelzen með ágætis takta við teig HK en er full lengi að athafna sig og komast varnarmenn fyrir skot hans.
HK brunar upp og vinnur horn.
HK brunar upp og vinnur horn.
27. mín
Dagur Orri að spæna sig í gegnum vörn Leiknis en missir boltann aðeins of langt frá sér og ekkert verður úr.
23. mín
SJÁLFSMARK!

Dusan Brkovic (Leiknir R.)
Heimamenn vinna boltann hátt á vellinum eftir misheppnaða spyrnu Óla Íshólms, færa boltann hratt út til hægri þaðan sem fyrirgjöfin kemur. Karl Ágúst mættur í hlaupið á fjær og var alltaf að fara setja boltann í netið þegar Dusan rekur tána í hann og setur hann í eigið net.
22. mín
Gult spjald: Karl Ágúst Karlsson (HK)

Peysutog, Arnar var búinn að vara lið HK við stuttu áður.
18. mín
Boltanum þrumað fram og Shklezen í kapphlaupi um boltann. Ólafur Örn mætir langt út og nær til boltans en tekur manninn í leiðinni sem steinliggur.
Tæpur á því en sleppur með það.
Tæpur á því en sleppur með það.
16. mín
Heimamenn betri úti á vellinum og þrýsta gestunum djúpt niður á völlinn, er ekki að takast að finna opnanir þó.
11. mín
Misnotað víti!

Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
Slakt var það
Laust og alls ekki út við stöng.
Tökum samt ekkert af markverðinum Ólafi Erni sem gerir vel í að velja rétt og enn betur í að halda boltanum.
Tökum samt ekkert af markverðinum Ólafi Erni sem gerir vel í að velja rétt og enn betur í að halda boltanum.
10. mín
Leiknismenn eru að fá vítaspyrnu!
Aron Einarsson rifinn niður í teignum í baráttu um frákast eftir eigið skot og Arnar bendir á punktinn.
Hárrétt frá mér séð.
Aron Einarsson rifinn niður í teignum í baráttu um frákast eftir eigið skot og Arnar bendir á punktinn.
Hárrétt frá mér séð.
9. mín
Leiknir sækir hratt
Boltinn á vinstri vængnnum. Jóhann finnur Dag við vinstra vítateigshorn sem lætur vaða en skotið lélegt og beint á Ólaf Örn.
Boltinn á vinstri vængnnum. Jóhann finnur Dag við vinstra vítateigshorn sem lætur vaða en skotið lélegt og beint á Ólaf Örn.
8. mín
Heimamenn vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.
Arnþór Ari fyrstur á boltann í teignum en skalli hans fjarri markinu.
Arnþór Ari fyrstur á boltann í teignum en skalli hans fjarri markinu.
4. mín
Heimamenn líklegri í byrjun
Eru að finna góð svæði á báðum vængjum en hefur ekki tekist að finna Dag Orra í teignum ennþá.
Eru að finna góð svæði á báðum vængjum en hefur ekki tekist að finna Dag Orra í teignum ennþá.
1. mín
28 sekúndur á klukkunni og Tumi í fínni stöðu við teig Leiknis. Nær skotinu en varnarmenn henda sér fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í hlýjunni í Kórnum. Það eru gesturbur úr Breiðholti sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Í banni í kvöld
Brynjar Snær Pálsson (HK), Kristján Snær Frostason (HK), Daði Bærings Halldórsson (Leikni), Djorde Vladisavljevic (Leikni)
Fyrir leik
Dómarinn
Maðurinn sem flautar leikinn er með lögin á hreinu. Hæstaréttarlögmaðurinn Arnar Þór Stefánsson er með flautuna í Kórnum í kvöld. Honum til aðstoðar eru Smári Stefánsson og Nour Natan Ninir. Þórður Georg Lárusson er svo með skrifblokkina klára og tekur út umgjörð leiks og störf dómara sem eftirlitsmaður KSÍ.
Maðurinn sem flautar leikinn er með lögin á hreinu. Hæstaréttarlögmaðurinn Arnar Þór Stefánsson er með flautuna í Kórnum í kvöld. Honum til aðstoðar eru Smári Stefánsson og Nour Natan Ninir. Þórður Georg Lárusson er svo með skrifblokkina klára og tekur út umgjörð leiks og störf dómara sem eftirlitsmaður KSÍ.

Fyrir leik
Hrannar Björn fór í góða ferð til Silkeborg í vikunni og spáir nú í Lengjudeildina
Hrannar var ekkert að flækja þetta í spá sinni fyrir leik HK og Leiknis.
HK 3 - 1 Leiknir R.
Dagur Orri með þrennu í öruggum sigri undir ljósunum í Kórnum.
Hrannar var ekkert að flækja þetta í spá sinni fyrir leik HK og Leiknis.
HK 3 - 1 Leiknir R.
Dagur Orri með þrennu í öruggum sigri undir ljósunum í Kórnum.
Fyrir leik
HK
Heimamenn í HK sitja í 3.sæti deildarinnar fyrir þessa 14.umferð. Eftir góðan sigur á ÍR í þar síðustu umferð fékk liðið Þór í heimsókn í Kórinn fyrir viku. Þar var liðið í dauðafæri að setja alvöru pressu á toppliðin en þurfti að gera sér að góðu 2-1 tap gegn sprækum Akureyringum.
lið HK getur þó komið sér í fína stöðu vinni þeir hér í kvöld. ÍR og Njarðvík sem eru fyrir ofan þá í töflunni eiga innbyrðis leik á sama tíma og þrá margir HK-ingar eflaust jafntefli í þeirri viðureign.
Leikjunum fer svo fækkandi hjá einum heitasta framherja deildarinnar í dag Degi Orra Garðarssyni sem er markahæstur í deildinni með 10 mörk en er á leið erlendis í skóla. Bart Kooistra er maðurinn sem lið HK bindur vonir við að takist að fylla skarð hans og verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur inn í lið HK.
Heimamenn í HK sitja í 3.sæti deildarinnar fyrir þessa 14.umferð. Eftir góðan sigur á ÍR í þar síðustu umferð fékk liðið Þór í heimsókn í Kórinn fyrir viku. Þar var liðið í dauðafæri að setja alvöru pressu á toppliðin en þurfti að gera sér að góðu 2-1 tap gegn sprækum Akureyringum.
lið HK getur þó komið sér í fína stöðu vinni þeir hér í kvöld. ÍR og Njarðvík sem eru fyrir ofan þá í töflunni eiga innbyrðis leik á sama tíma og þrá margir HK-ingar eflaust jafntefli í þeirri viðureign.
Leikjunum fer svo fækkandi hjá einum heitasta framherja deildarinnar í dag Degi Orra Garðarssyni sem er markahæstur í deildinni með 10 mörk en er á leið erlendis í skóla. Bart Kooistra er maðurinn sem lið HK bindur vonir við að takist að fylla skarð hans og verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur inn í lið HK.

Fyrir leik
Leiknir
Gestirnir úr efri byggðum Breiðholts hafa verið í bölvuðu brasi í mótinu til þessa. Skipt var um þjálfara er Ágúst Gylfason til við liðinu fyrir skömmu og náði hann í tvo sigra í fyrstu leikjum sínum með liðið. EFtir þá góðu sigra gegn Fylki hefur liðið ekki sótt sigur á ný og leikið sex leiki án sigurs.
Breytingar hafa svo verið á leikmannamálum Leiknis en varnarmaðurinn Jón Arnar Sigurðsson er farinn á ný til KR þaðan sem hann var á láni hjá Leikni.
Í hans stað hafa Leiknismenn fengið inn Adam Örn Arnarson frá Fram.
Gestirnir úr efri byggðum Breiðholts hafa verið í bölvuðu brasi í mótinu til þessa. Skipt var um þjálfara er Ágúst Gylfason til við liðinu fyrir skömmu og náði hann í tvo sigra í fyrstu leikjum sínum með liðið. EFtir þá góðu sigra gegn Fylki hefur liðið ekki sótt sigur á ný og leikið sex leiki án sigurs.
Breytingar hafa svo verið á leikmannamálum Leiknis en varnarmaðurinn Jón Arnar Sigurðsson er farinn á ný til KR þaðan sem hann var á láni hjá Leikni.
Í hans stað hafa Leiknismenn fengið inn Adam Örn Arnarson frá Fram.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Bogdan Bogdanovic
4. Patryk Hryniewicki
9. Jóhann Kanfory Tjörvason
10. Shkelzen Veseli
17. Adam Örn Arnarson
('81)

19. Axel Freyr Harðarson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
25. Dusan Brkovic (f)

43. Kári Steinn Hlífarsson
('71)


44. Aron Einarsson
('90)
- Meðalaldur 25 ár


Varamenn:
12. Hilmar Örn Pétursson (m)
11. Gísli Alexander Ágústsson
('90)

14. Davíð Júlían Jónsson
('71)

21. Egill Ingi Benediktsson
27. Hólmar Kári Tryggvason
50. Alexander Rúnar Róbertsson
55. Anton Fannar Kjartansson
('81)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Nemanja Pjevic
Ari Þór Kristinsson
Arnar Haukur Sævarsson
Gul spjöld:
Kári Steinn Hlífarsson ('39)
Aron Einarsson ('84)
Rauð spjöld: