
Það er nóg slúðrað í enska boltanum og BBC hefur tekið saman það helsta. Samantektin er í boði Powerade.
Liverpool er tilbúið í að leggja fram breskt mettilboð í Alexander Isak (25) framherja Newcastle. (Mail)
En Al-Hilal í Sádi-Arabíu er líka að undirbúa tilboð upp á meira en 130 milljónir punda fyrir Isak sem er ekki með liðsfélögum sínum í æfingaferðinni í Singapúr. (Talksport)
Chelsea og Man Utd hafa útilokað að reyna við Isak, Man Utd hefur þegar eytt háum fjárhæðum í Matheus Cunha og Bryan Mbeumo. (Mail)
Newcastle hefur sett einbeitinguna á Benjamin Sesko (22) framherja RB Leipig ef Isak fer. (ipaper)
Aston Villa hefur sagt Man Utd að Ollie Watkins (29) sé ekki til sölu þrátt fyrir áhuga á Englendingnum frá United. (Telegraph)
Leeds United hefur náð samkomulagi við Lyon um kaup á brasilíska markmanninum Lucas Perri (27) sem fer í læknisskoðun í Þýskalandi þar sem Leeds er í æfingaferð. (Mail)
Bayern Munchen er að undirbúa tilboð í Luis Díaz (28) vængmann Liverpool. Liverpool er meðvitað um að Díaz sé opinn fyrir því að fara. (Fabrizio Romano)
Liverpool hefur boðið Ibrahima Konate (26) nýjan samning til að reyna hrinda Real Madrid í burtu en spænsku risarnir vilja fá Konate til sín. (Footmercato)
Douglas Luiz (27) mætti ekki á fyrstu æfingu Juventus eftir frí. West Ham, Everton og Liverpool hafa öll áhuga á brasilíska miðjumanninum. (Gazzetta dello Sport)
Raheem Sterling (30) er eitt af skotmörkum Napoli. (Calciomercato)
Harvey Elliott (22) sóknarmaður Liverpool er á blaði West Ham. (Metro)
Spurs er að íhuga 15 milljóna punda tilboð frá LAFC í Son Heung-min (33) sem er að velta framtíð sinni fyrir sér. (Sun)
Real Madrid er opið fyrir þvi að lána Endrick (19) í annað félag til að koma í veg fyrir stöðnun á hans ferli. Brassinn er tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu. (ESPN)
Athugasemdir