Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Besta-deild karla
Vestri
LL 2
0
ÍBV
Rey Cup U16 kvenna
Bayern Munchen U16
LL 3
2
Stjarnan U16
Rey Cup U16 karlar
Þróttur U16
LL 4
1
Austurland U16
Rey Cup U14 kvenna
Bayern Munchen U14
LL 2
1
RKVN U14
Rey Cup U14 karlar
Valur U14
LL 4
0
Selfoss U14
Valur
0
0
FH
27.07.2025  -  19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Spáin Við fengum Leif Þorsteinsson, þáttastjórnanda hlaðvarpsins Chess After Dark, til að spá í leikina sem eru framundan í Bestu deildinni.

Valur 3 - 1 FH
Valur maður í hverju rúmi hjá toppliðinu gegn ástríðu-FH sem þurfa halda þéttar um budduna. Heimir öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda og líklegur til að veita Tufa skráveifu, sérstaklega ef spáin rætist og við fáum tíu gráður og rigningu. FH hafa þó ekki litið nógu vel út síðan þeir misstu Gyrði Hrafn og Ástbjörn til KR. Þeir skildu stórt skarð eftir sig sem mun taka tíma að fylla. Kjartan Kári skorar en það dugir ekki til því Jónatan Ingi verður á deginum sínum. 3-1 lokatölur.
Fyrir leik
Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson verður með flautuna í þessum leik, en honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Í síðustu 10 leikjum í deild og bikar hafa þessi lið verið ansi jöfn. Valur hefur unnið þrjá leiki, FH hefur unnið tvo leiki en liðin hafa gert jafntefli fimm sinnum.

Í fyrri viðureign þessara liða í deildinn vann FH 3-0, þar sem Patrick Pedersen skoraði sjálfsmark auk þess sem Kristján Flóki Finnbogason og Dagur Trausason skoruðu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
FH stigi frá fallsæti Tímabil FH hefur verið mjög mikið upp og niður. Þeir unnu 5-0 gegn KA í síðustu umferð en eru jafnir þeim og ÍBV að stigum, einu stigi á undan KR sem er í 11. sæti. Orðrómar um þjálfarabreytingar eftir tímabil hafa einnig eitthvað farið að hvíslast út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Verða Valsarar meistarar? Valur er á gríðarlegri siglingu en þeir hafa náð að jafna toppliðin að stigum. Þeir hafa ekki tapað leik í rúmlega mánuð en það var 3-2 tap fyrir Stjörnunni þann 14. júní. Þá hafa þeir skorað flest mörk í deildinni eða 39 talsins, Patrick Pedersen hefur skorað 14 af þeim og er markahæstur í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Besta deildin heilsar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og FH í 16. umferð Bestu deild karla.

Leikið verður á N1-vellinum Hlíðarenda og hann hefst klukkan 19:15.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: