Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 10:25
Brynjar Ingi Erluson
Man City og Man Utd vilja Donnarumma - Arsenal ekki hætt á markaðnum
Powerade
Fer Donnarumma frá PSG?
Fer Donnarumma frá PSG?
Mynd: EPA
Arsenal ætlar að kaupa Eze
Arsenal ætlar að kaupa Eze
Mynd: EPA
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er í sigtinu hjá Manchester-liðunum, Arsenal reynir að kaupa Eberechi Eze og Malick Fofana gæti verið á leið til Everton. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Manchester United og Manchester City hafa bæði áhuga á að fá Gianluigi Donnarumma (26), markvörð Evrópumeistara Paris Saint-Germain, en franska félagið ætlar að reyna að fá Lucas Chevalier (23) í markið í stað hans. (L'Equipe)

Galatasaray ætlar einnig að reyna við Donnarumma sem verður samningslaus á næsta ári. (Footmercato)

Arsenal vonast til að ganga hratt og örugglega frá viðræðum við Crystal Palace um enska sóknartengiliðinn Eberechi Eze (27). (Independent)

Everton er í viðræðum við Bayern München um marokkóska vinstri bakvörðinn Adam Aznou (19). Hann er metinn á tæpar 8 milljónir punda. (Athletic)

Flamengo hefur áhuga á Gabriel Jesus (28), framherja Arsenal og brasilíska landsliðsins. (RTI Esporte)

Viðræður Fulham við Arsenal um enska vængmanninn Reiss Nelson (25) eru komnar langt á veg. Ekki er ljóst hvort hann verði keyptur eða fenginn á láni út tímabilið með möguleika á varanlegum skiptum. (Athletic)

Everton er í viðræðum við Lyon um belgíska vængmanninn Malick Fofana (20). (Fabrizio Romano)

Enska félagið hefur lagt um það bil 31 milljón punda tilboð í Fofana en Lyon vill að minnsta kosti 35 milljónir. (L'Equipe)

Manchester United og Burnley eru komin í baráttuna við Brentford, Southampton og Borussia Dortmund um senegalska framherjann Idrissa Gueye (18), sem er á mála hjá Metz í Frakklandi. (Sun)

Chelsea er reiðubúið að niðurgreiða laun enska vængmannsins Raheem Sterling (30) svo það geti losað sig við hann, en hann er í viðræðum við Fulham. (Football Insider)

West Ham er að íhuga tilboð í Romano Schmid (25), leikmann Werder Bremen og austurríska landsliðsins. Aston Villa og Fulham eru einnig að fylgjast með stöðu Schmid sem er metinn á 13 milljónir punda. (Guardian)

West Ham og Benfica ætla að leggja fram tilboð í Roberto Piccoli (24), framherja Cagliari á Ítalíu. Félagið vill 26 milljónir fyrir kappann. (Calciomercato)

Leeds er reiðubúið að greiða 28 milljónir punda fyrir brasilíska framherjann Igor Paixao (26), en félagið mun fá samkeppni frá Marseille og Roma um leikmanninn. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner