Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Besta-deild karla
Vestri
LL 2
0
ÍBV
Rey Cup U16 kvenna
Bayern Munchen U16
LL 3
2
Stjarnan U16
Rey Cup U16 karlar
Þróttur U16
LL 4
1
Austurland U16
Rey Cup U14 kvenna
Bayern Munchen U14
LL 2
1
RKVN U14
Rey Cup U14 karlar
Valur U14
LL 4
0
Selfoss U14
Fram
0
0
Víkingur R.
27.07.2025  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Bönn og meiðsli fyrir leik Það eru Víkingar sem munu klárlega finna meira fyrir þessum lið heldur en heimamenn í Fram

Gylfi Þór Sigurðsson og Ingvar Jónsson taka út leikbann í kvöld

Einnig greindi liðið frá því að Gunnar Vatnhamar hinn öflugi varnarmaður verður frá í nokkrar vikur



Svo má fastlega gera ráð fyrir því að Vuk Oskar Dimitrijevic verði frá í dag, en hann fór út af meiddur á móti Aftureldingu í síðasta leik.

Fyrir leik
Viðskipti hjá Víkingi Reykjavík Víkingar ákvaðu að styrkja hópinn í glugganum enda er liðið að keppa bæði heima og í evrópu og ekki veitir af breiðum hóp.

Víkingar voru búnir að sjá nóg til Daða sem var frábær hjá Vestra á fyrri hluta tímabilsins til þess að ákveða að kalla hann aftur heim



Einnig var sú akvörðun tekin að kaupa Óskar Borgþórsson frá Sogndal og hann skrifaði undir samning til 2028.


Fyrir leik
Frábær viðskipti hjá Fram fyrir mótið Það er ekki nógu mikið talað um hvað Fram gerði frábæra hluti á leikmannamarkaðnum fyrir þetta tímabil.

En liðið styrkti sig í vörn, á miðju og í sókn fyrir tímabilið með þremur mönnum sem hafa verið með bestu leikmönnum deildarinnar í sinni stöðu.

Liðið fékk Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík sem hefur verið einn besti miðvörðurinn í sumar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Einnig náði Fram að semja við Simon Tibbling sem hefur stýrt spilinu á miðjunni eins og foringi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Að lokum snýst fótbolti um mörk og Framarar fengu Vuk Oskar Dimitrijevic frá FH fyrir tímabilið og hann hefur þakkað Rúnari traustið og skorað 8 mörk í sumar og deilir 3. sætinu með Tobias Thomsen.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Það er mikið í húfi í kvöld Það má svo sannarlega segja að það sé mikið í húfi fyrir bæði þessi lið.

Víkingur hefur verið sigursælasta lið Íslands undanfarin ár og alltaf verið í toppbaráttunni. Hins vegar ef þeir misstíga sig hér í kvöld og Valur sigrar FH þá er strax komið smá gjá efst í Bestu deildinni.

Fram getur hins vegar með sigri styrkt stöðu sína í 4. sæti og í efri hluta deildarinnar. Svo er það ekki óhugsandi að liðið gæti með sigri hér í kvöld gefið sér smá séns þótt hann sé ekki mikill í að blanda sér í toppbaráttunni.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Spámaðurinn Við fengum Leif Þorsteinsson, þáttastjórnanda hlaðvarpsins Chess After Dark, til að spá í leikina sem eru framundan í Bestu deildinni.

Hann spáir því að Fram vörnin haldi hreinu og sigri 1-0 á heimavelli.

Fyrir leik
Fyrri viðuregin liðanna Þessi tvö lið mættust í 5. umferð á Víkingsvelli þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi 3-2 í fjörugum leik.

Mörk Víkinga skoruðu þeir Erlingur Agnarsson, Davíð Örn Atlason og Gylfi Sigurðsson.

Mörk Framara skoruðu þeir Vuk Oskar Dimitrijevic og Róbert Hauksson.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd úr leik liðanna í fyrra
Fyrir leik
Víkingur Reykjavík Víkingar voru komnir á gott skrið í deildinni og höfðu unnið fimm af síðustu sjö leikjum í deildinni áður en liðið misteig á móti Val og missti toppsætið í deildinni.

Valsarar gerðu sér lítið fyrir og stálu leiknum á Víkingsvelli 2-1 og sigurmarkið kom á 89. mínútu og það var enginn annar en Patrick Pedersen sem var þar að verkum.

Ingvar Jónsson markvörður Víkinga fékk beint rautt spjald rétt undir lok fyrri hálfleiks. Víkingar fóru því inn í búningsklefa undir 0-1 og manni færri. Hins vegar tókst liðinu að snúa taflinu við og jöfnuðu manni færri með marki frá Erlingi Agnarssyni en það dugði ekki.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram Framarar eru á góðri siglingu og liðið hefur ekki tapað deildarleik síðan í byrjun júna þegar liðið beið í lægra haldi 1-2 á móti Val á Hlíðarenda.

Í síðustu fimm leikjum hefur liðið unnið þrjá og gert tvö jafntefli og einungis fengið á sig tvö mörk. Varnarleikurinn hefur verið sterkur undanfarin misseri.

Í síðustu umferð gerði Fram jafntefli við Aftureldingu á Malbikarstöðinni 1-1. Fram lenti undir en sýndi mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn þegar Róbert Hauksson skoraði eftir laglegan undirbúning frá Fred.
Þeir hefðu síðan geta stolið leiknum en Freysi fékk dauðafæri á 88. mínútu en á endanum var jafntefli niðurstaðan

Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarar í kvöld Helgi Mikael Jónasson Dómari
Egill Guðvarður Guðlaugsson Aðstoðardómari 1
Eysteinn Hrafnkelsson Aðstoðardómari 2
Kristinn Jakobsson Eftirlitsmaður
Gunnar Oddur Hafliðason Varadómari

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á Lambhagavöll Góðan dag kæru áhorfendur

Í kvöld fer fram stórleikur á Lambhagavelli kl. 19.15 þegar Fram fær Víking í heimsókn í 16. umferð Bestu deildar karla.

Það er svo sannarlega mikið í húfi fyrir bæði lið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: