
Valur
1
2
Zalgiris

0-1
Temur Chogadze
'38
Orri Sigurður Ómarsson
'45
1-1
1-2
Amine Benchaib
'51
31.07.2025 - 18:30
N1-völlurinn Hlíðarenda
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
N1-völlurinn Hlíðarenda
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Byrjunarlið:
18. Frederik Schram (m)
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
('85)

9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
('70)


12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
('70)


15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson

21. Jakob Franz Pálsson
('85)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
31. Tómas Blöndal-Petersson (m)
95. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Markus Lund Nakkim
7. Aron Jóhannsson
('70)

11. Sigurður Egill Lárusson
19. Orri Hrafn Kjartansson
23. Adam Ægir Pálsson
('70)


30. Mattías Kjeld
33. Andi Hoti
('85)

45. Þórður Sveinn Einarsson
97. Birkir Jakob Jónsson
('85)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Chris Brazell
Gul spjöld:
Albin Skoglund ('40)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('54)
Adam Ægir Pálsson ('90)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn úr leik!
Túfa ekki ánægður og vildi að uppbótartíminn yrði lengri eftir gífurleg töf gestanna en niðurstaðan er 2-1 tap Valsmanna.
Viðtöl og fleira á leiðinni.
Viðtöl og fleira á leiðinni.
96. mín
Adam Ægir tekur spyrnuna inn á teiginn og Zalgiris hreinsa, Lúkas tekur svo skotið sem fer langt yfir.
90. mín
Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Valur)

Ég hreinlega sá ekki fyrir hvað. En Adam er allaveganna kominn í svörtu bókina.
89. mín
Yfir hjá Hólmari
Adam tekur spyrnuna stutt á Tryggva Hrafn sem kemur með boltann inn á teiginn. Hólmar Örn er fyrstur á boltann og skallar yfir markið.
86. mín
Romualdas með skot rétt fyrir utan teig sem er hársbreidd frá því að fara á markið og fer framhjá sem betur fer.
80. mín
Valsmenn eru líklegir að skora núna. Eru meira með boltann og Zalgiris færast aftar og aftar á völlinn.
75. mín
Einhver útfærsla af æfingasvæðinu. Adam Ægir tekur spyrnuna út fyrir teiginn þar sem Lúkas Logi er mættur og tekur skotið í fyrsta en það fer framhjá.
74. mín
Adam Ægir allt í öllu
Fær boltann við vítateigslínuna og tekur skotið í fyrsta sem Tomas ver í horn. Það liggur mark í loftinu hérna!
71. mín
RÉTT FRAMHJÁ!
Varamennirnir að tengja vel!
Aron Jóh með frábæran bolta inn á teiginn sem fer beint á pönnuna á Adami Ægi sem skallar boltann rétt framhjá.
Þarna munaði engu að varamennirnir hefðu jafnað einvígið!
Aron Jóh með frábæran bolta inn á teiginn sem fer beint á pönnuna á Adami Ægi sem skallar boltann rétt framhjá.
Þarna munaði engu að varamennirnir hefðu jafnað einvígið!
68. mín
Pedersen í færi!
Jónatan Ingi með stórkostlegan bolta inn á teiginn sem fer beint á ennið hans Patrick Pedersen. Hann skallar á markið en Tomas gerir vel í að grípa skallann í erfiðri stöðu.
Valsmenn eru að lifna aðeins við. Gestirnir lítið sót seinustu mínútur.
Valsmenn eru að lifna aðeins við. Gestirnir lítið sót seinustu mínútur.
63. mín
Valsmenn í hörkufæri!
Tryggvi sleppur einn í gegn en þar er Haymenn mættur og fer fyrir skotið.
Valsmenn eru að vakna!
Valsmenn eru að vakna!
62. mín
Leikurinn hefur róast
Eftir að gestirnir komust yfir hefur Valur náð að halda meira í boltann og leikurinn hefur róast talsvert.
57. mín
KA AÐ JAFNA!
KA var að jafna einvígið við Silkeborg. Hver annar en Viðar Örn Kjartansson!
Kári Snorrason er á Akureyri.
Kári Snorrason er á Akureyri.
54. mín
Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)

Stoppar skyndisókn og fær réttilega spjald fyrir.
51. mín
MARK!

Amine Benchaib (Zalgiris)
Ekki byrjar það vel fyrir Val
Frábærlega gert hjá Amine sem keyrir upp völlinn með boltann og tekur skotið fyrir utan vítateiginn. Skotið fer í Bjarna Mark og í netið. Mjög mikil óheppni þarna hjá Val en samt ekki góður varnarleikur að hleypa Amine svona langt með boltann.
Ekki góð byrjun á seinni hálfleiknum hjá Valsmönnum.
Ekki góð byrjun á seinni hálfleiknum hjá Valsmönnum.
45. mín
Gult spjald: Tomas Svedkauskas (Zalgiris)

Markmaðurinn ekki sáttur með tímann
Það tryllist allt hjá gestunum og markmaðurinn fær spjald fyrir mótmæli.
Það var allaveganna eitt annað spjald sem gestirnir fengu fyrir mótmæli en öll blaðamannastúkan sér ekki hver það var og það er ómögulegt að sjá það í sjónvarpinu, sjáum hvort það skýrist á eftir.
Það var allaveganna eitt annað spjald sem gestirnir fengu fyrir mótmæli en öll blaðamannastúkan sér ekki hver það var og það er ómögulegt að sjá það í sjónvarpinu, sjáum hvort það skýrist á eftir.
45. mín
Hálfleikur
Ósanngjörn hálfleikstaða
Hann flautar til hálfleiks um leið og Orri skorar.
Einhvernveginn er allt jafnt þegar liðin ganga til búningsklefa.
Gestirnir frá Litáen búnir að vera mikið betri í dag en Valsmenn náðu þessu gífurlega mikilvæga marki rétt fyrir hálfleik og liðin skilja jöfn eftir fyrstu 45.
Tökum okkur korterspásu og mætum með seinni hálfleikinn að vörmu spori.
Einhvernveginn er allt jafnt þegar liðin ganga til búningsklefa.
Gestirnir frá Litáen búnir að vera mikið betri í dag en Valsmenn náðu þessu gífurlega mikilvæga marki rétt fyrir hálfleik og liðin skilja jöfn eftir fyrstu 45.
Tökum okkur korterspásu og mætum með seinni hálfleikinn að vörmu spori.
45. mín
MARK!

Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
+3 - Flautumark!
Stálheppnir Valsmenn sleppa með jafntefli inn í hálfleikinn!
Tryggvi tekur spyrnuna inn á teiginn þegar það er meira en mínúta síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn. Orri fær boltann á pönnuna og skallar boltann í netið. Varnarmaður Zalgiris reynir að bjarga á línu en sparkar boltanum í þaknetið í staðinn.
Gestirnir brjálaðir og skilja ekki þennan tíma sem var bætt við uppbótartímann.
Tryggvi tekur spyrnuna inn á teiginn þegar það er meira en mínúta síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn. Orri fær boltann á pönnuna og skallar boltann í netið. Varnarmaður Zalgiris reynir að bjarga á línu en sparkar boltanum í þaknetið í staðinn.
Gestirnir brjálaðir og skilja ekki þennan tíma sem var bætt við uppbótartímann.



45. mín
+2
Tryggvi tekur spyrnuna inn á teiginn sem Bjarni Mark skallar á markið en gestirnir hreinsa í horn.
45. mín
Bæði lið með ágætar tilraunir
Amine er kominn inn á teig Valsmanna og reynir skotið við endalínuna sem Frederik ver.
Valsmenn bruna svo upp í sókn og Tryggvi nær skotinu á markið sem Tomas ver.
Valsmenn bruna svo upp í sókn og Tryggvi nær skotinu á markið sem Tomas ver.
43. mín
Enn eitt dauðafærið!
Temur er enn eina ferðina kominn einn í gegn og á bara eftir að rúlla boltanum framhjá Frederik í markinu en skotið fer rétt framhjá. Hvernig gestirnir eru ekki búnir að skora fleiri mörk er bara ransóknarefni.
41. mín
Dauðafæri hjá gestunum!
Valsmenn eru bara ekki vaknaðir!
Damjan gerir frábærlega og keyrir upp völlinn framhjá tveimur Valsmönnum. Hann rúllar boltanum í gegn á Amine sem er kominn einn á móti Frederik en Frederik ver þetta frábærlega.
Valsmenn eru ekki mættir til leiks.
Damjan gerir frábærlega og keyrir upp völlinn framhjá tveimur Valsmönnum. Hann rúllar boltanum í gegn á Amine sem er kominn einn á móti Frederik en Frederik ver þetta frábærlega.
Valsmenn eru ekki mættir til leiks.
40. mín
Gult spjald: Albin Skoglund (Valur)

Brýtur og rífur svo kjaft. Kannski rétt spjald.
38. mín
MARK!

Temur Chogadze (Zalgiris)
Alvöru mark!
Temur gerir frábærlega fyrir utan vítateiginn og klárar stórkostlega upp í vinstra hornið fram hjá Frederik sem haggast ekki.
Ekki góður fyrri hálfleikur hjá Val.
Ekki góður fyrri hálfleikur hjá Val.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Valsmenn heppnir aftur
Enn og aftur er Temur að sleppa einn í gegn en núna nær Bjarni Mark að teygja sig í boltann á undan honum áður en Temur kemst einn á móti Frederik. Augnablikið er svo sannarlega með gestunum þessa stundina.
27. mín
Frederik að bjarga Valsmönnum!
Amine kemur boltanum inn á teiginn þar sem Haymenn er mættur og er kominn einn á móti Frederik. Hann tekur skotið á markið sem Frederik ver mjög vel. Reyndar ekki besta afgreiðsla sem ég hef séð en Valsmenn stálheppnir að vera ekki búnir að fá á sig mark.
25. mín
Zalgiris í dauðafæri!
Nosa gerir vel á vinstri kantinum og kemur boltanum fyrir á Dejan sem nær skotinu á markið en Frederik gerir mjög vel í að verja það áður en Valsmenn hreinsa út í innkast.
Gestirnir hafa byrjað leikinn betur og eru að fá færin.
Gestirnir hafa byrjað leikinn betur og eru að fá færin.
22. mín
Líf og fjör
Leikurinn fer mjög skemmtilega af stað. Mikill hraði og bæði lið vilja vinna greinilega. Zalgiris ívið betri að mínu mati. Bara spurning hvenær fyrsta mark leiksins kemur.
15. mín
Tryggvi með hörkuskot sem Tomas ver með herkjum út í vítateiginn þar sem Patrick Pedersen er við það að ná í frákastið en þá koma gestirnir boltanum aftur fyrir í horn.
12. mín
Valsmenn vilja víti!
Jónatan Ingi er eiginlega bara ýtt í bakið inni á teig gestanna og fellur niður. Skil eiginlega ekki hvernig þetta gat ekki verið vítaspyrna við fyrstu sýn.
Valsmenn skiljanlega mjög ósáttir.
Valsmenn skiljanlega mjög ósáttir.
8. mín
Zalgiris í færi!
Amine kemur boltanum fyrir á Temur sem er við það að skjóta boltanum á markið en þá mætir Bjarni Mark til bjargar og gerir frábærlega að fara fyrir skotið.
7. mín
Frederik ver vel
Dejan með hörkuskot rétt fyrir utan teiginn sem Frederik Schram ver í horn. Gestirnir vildu eitthvað fá aukaspyrnu í aðdragandanum en tékkinn góði gefur lítið fyrir það.
2. mín
Gestirnir í hörkufæri
Nosa keyrir upp hægri kantinn og kemur með bolta fyrir á Amine sem tekur á móti boltanum í staðinn fyrir að skjóta í fyrsta. Hann missir boltann langt frá sér og það myndast mikið klafs inni á teignum. Að lokum er dæmt hendi á leikmann Zalgiris og Valsmenn geta andað léttar.
Fyrir leik
Heimasigur?
Valsmenn hafa verið í miklu stuði í undanförnum leikjum og mikilvægt að þeir loki þessum leik. Valssigur gefur 2.00 í stuðul hjá Epic eða tvöföldun.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi!
Fyrir leik
Teymið kemur frá Tékklandi
Dalibor ?erný dæmir leik kvöldsins, hann kemur frá Tékklandi. Honum til aðstoðar eru landar hans Jan Paták og Pavel Pospíšil, fjórði dómari kvöldsins er Stanislav Volek.
Fyrir leik
Hörkulið og góð áskorun
„Leikurinn leggst bara fínt í mig, þetta er hörku lið, við sáum það úti; auðvitað vorum við að spila á móti þeim á þeirra heimavelli og með þeirra aðdáendur á bak við sig, en maður sá að þetta er mjög alþjóðlegt lið og við vitum að þeir eru búnir að spýta miklum peningum í þetta. Þetta er í raun körfuboltafélag sem ákvað að taka fótboltann aðeins alvarlega núna og settu saman í raun nýtt lið fyrir þetta tímabil. Þetta er hörku lið og góð áskorun fyrir okkur," segir Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, við Fótbolta.net.
Lestu viðtalið við hann í heild sinni hér:
Lestu viðtalið við hann í heild sinni hér:
31.07.2025 11:05
Hólmar Örn: Það er stóri munurinn samanborið við síðustu tímabil hjá Val
Fyrir leik
Valsarar á toppnum í deildinni
Valsarar hafi gert mjög vel undarfarið í Bestu deildinni og eru á toppnum. Í síðustu umferð unnu þeir FH-inga 3-1 í mjög svo áhugaverðum leik þar sem Frederik Schram, markvörður Valsara, átti stórleik. Hann hefur reynst Völsurum mjög vel í seinustu leikjum vægast sagt.
Túfa, þjálfari liðsins, fékk mikla gagnrýni í upphafi móts og í fyrra þegar hann tekur við en það virðist eins og hann hafi náð að mynda öfluga liðsheild og góðan anda aftur í Val. Sigurhugarfarið er komið aftur á Hlíðarenda.
Túfa, þjálfari liðsins, fékk mikla gagnrýni í upphafi móts og í fyrra þegar hann tekur við en það virðist eins og hann hafi náð að mynda öfluga liðsheild og góðan anda aftur í Val. Sigurhugarfarið er komið aftur á Hlíðarenda.

Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna
Fyrri leikur liðanna sem var spilaður í Litáen fór 1-1 þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði jöfnunarmark Valsara eftir góðan undirbúninga Adam Ægis Pálssonar.
Fínústu úrslit fyrir Valsara úti í Evrópu sem þurfa að vinna leikinn í dag til þess að komast áfram.
Fínústu úrslit fyrir Valsara úti í Evrópu sem þurfa að vinna leikinn í dag til þess að komast áfram.

Byrjunarlið:
55. Tomas Svedkauskas (m)

3. Anton Tolordava
6. Damjan Pavlovic
('64)

7. Amine Benchaib
('91)


9. Temur Chogadze
('75)


10. Gratas Sirgedas
('91)

21. Haymenn Bah-Traore
23. Aldayr Hernandez
37. Nosa Edokpolor
70. Fabien Ourega
77. Dejan Georgijevic
('64)

Varamenn:
22. Deividas Mikelionis (m)
35. Jurgis Miksiunas (m)
2. Tautvydas Burdzilauskas
5. Dejan Kerkez
8. Vilius Armanavi?ius
('64)

11. Fedor Cernych
('75)

14. Divine Naah
19. Romualdas Jansonas
('64)

20. Rokas Lekiatas
('91)

28. Ernestas Burdzilauskas
('91)

30. Nidas Vosylius
48. Tomas Stelmokas
66. Eduardas Jurjonas
79. Valdas Paulauskas
Liðsstjórn:
Eivinas Cerniauskas (Þ)
Gul spjöld:
Tomas Svedkauskas ('45)
Rauð spjöld: