Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
Í BEINNI
Lengjudeild kvenna
HK
LL 4
2
Keflavík
Víkingur R.
3
0
Bröndby
Nikolaj Hansen '44 1-0
Oliver Ekroth '47 2-0
Viktor Örlygur Andrason '82 3-0
07.08.2025  -  18:45
Víkingsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Atilla Karaoglan (Tyrkland)
Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('88)
11. Daníel Hafsteinsson ('79)
15. Róbert Orri Þorkelsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('88)
23. Nikolaj Hansen ('63)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('79)
32. Gylfi Þór Sigurðsson
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
16. Jochum Magnússon (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('79)
8. Viktor Örlygur Andrason ('79)
10. Pablo Punyed ('88)
17. Atli Þór Jónasson ('88)
19. Óskar Borgþórsson ('63)
24. Davíð Örn Atlason
30. Viktor Steinn Sverrisson
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
77. Stígur Diljan Þórðarson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Viktor Bjarki Arnarsson
Hajrudin Cardaklija
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('78)

Rauð spjöld:
@karisnorra Kári Snorrason
Skýrslan: Óstöðvandi EuroVikes og hrokafullur þjálfari Bröndby
Hvað réði úrslitum?
Víkingar mættu með kassann úti í leikinn. Mættu þeim dönsku aggressívt og voru óhræddir við að halda í boltann. Sem kom þeim dönsku á óvart. Víkingar fengu urmul af færum og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en þrjú. Þá reyndust hornspyrnur Gylfa Þórs gulls ígildi þar sem fyrstu tvö mörk Víkings voru úr slíkum. Gestirnir ógnuðu lítið en þegar það kom til var Pálmi Rafn með allt á hreinu í marki Víkinga. Ótrúlegt en satt, þá var þetta sanngjarn sigur Víkings.
Bestu leikmenn
1. Gylfi Þór Sigurðsson
Tvær stoðsendingar og skot í stöng hjá Gylfa í dag. Sýndi hvers megnugur hann er á Víkingsvelli í dag, löðrandi gæði.
2. Nikolaj Hansen
Nikolaj ótrúlegur, skoraði fyrsta mark leiksins á einhvern ótrúlegan hátt, bjargaði á línu í stöðunni 0-0 og skallaði allar hornspyrnur Bröndby frá.
Atvikið
Það hlýtur að vera annað mark Víkings, þegar Oliver Ekroth stangaði boltann inn. Þá kviknaði trúin fyrir alvöru á að Víkingar gætu lagt ellefufalda danska meistara að velli.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar eru komnir í afar góða stöðu fyrir seinni leikinn, fara með 3-0 forystu á Bröndby Stadium.
Vondur dagur
Frederik Birk, þjálfari Bröndby, á þetta skilið ekki einungis fyrir úrslitin gegn Víkingi, þó svo hann hafi tapað með lið sem metið er á um það bil átta sinnum meira en andstæðingurinn. Nokkru eftir leikinn, reyndi undirritaður að hafa uppi á Birk til að fá stutt viðtal, sem reyndist hægara sagt en gert. Eftir nokkra leit fannst þjálfarinn í miðju spjalli við einhvern í teymi Bröndby. Hann afþakkaði beiðnina um viðtal með skæting og sagði, með hinum aðlaðandi danska hreim: „No, I’m finished now,“ og yrti ekki meir á mig. Aftur reyni ég að nálgast hann, þá í von bara um örfá orð. En viðbrögðin takmörkuð, ekki nema einhverjar hreytingar sem ég fékk til baka. Eftir örlitla stund, létt sleginn yfir dónaskap þess danska, stóð ég enn á sama stað og fékk enn ákveðnari svör, nú með ýktari hreim: „We’re still talking, please go!“ Lengi lifi danski hrokinn!
Dómarinn - 9
Tyrkirnir með allt í teskeið í dag, ekkert hægt að setja út á þá.
Byrjunarlið:
1. Patrick Pentz (m)
2. Oliver Villadsen ('73)
4. Luis Binks ('73)
5. Rasmus Lauritsen
7. Nicolai Vallys
10. Daniel Wass
18. Kotaro Uchino ('46)
27. Mats Köhlert ('67)
31. Sean Klaiber
35. Noah Nartey
37. Clement Bischoff ('83)

Varamenn:
13. Gavin Beavers (m)
16. Thomas Mikkelsen (m)
6. Stijn Spierings
8. Benjamin Tahirovic ('73)
11. Filip Bundgaard ('46)
17. Justin Che
19. Sho Fukuda
24. Marko Divkovic ('67)
30. Jordi Vanlerberghe ('73)
38. Jacob Ambæk ('83)
42. Mathias Jensen

Liðsstjórn:
Frederik Birk (Þ)

Gul spjöld:
Noah Nartey ('66)
Marko Divkovic ('84)

Rauð spjöld: