Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   mið 10. desember 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool
Powerade
Mohamed Salah færist nær því að fara frá Liverpool.
Mohamed Salah færist nær því að fara frá Liverpool.
Mynd: EPA
Antoine Semenyo.
Antoine Semenyo.
Mynd: EPA
Salah er sá fótboltamaður sem flestir eru að ræða á kaffistofunum þessa dagana. Hér er slúðurpakki dagsins í boði Powerade. Njótið dagsins.

Sádi-arabíska deildin ætlar að gera allt sem hægt er til að fá Mohamed Salah (33) frá Liverpool í janúar. (Gulf News)

Ganverski sóknarleikmaðurinn Antoine Semenyo (25) hjá Bournemouth vill helst fara til Liverpool þegar hann færir sig um set. (Teamtalk)

Semenyo er ekki viss um að það væri sniðugt að fara til Tottenham. Arsenal og Manchester City hafa einnig áhuga. (Sun)

Marc Guehi (25), varnarmaður Crystal Palace, hefur enn mikinn áhuga á að fara til Liverpool en Barcelona hefur einnig áhuga á enska landsliðsmanninum. (Teamtalk)

Aston Villa skoðar að fá brasilíska framherjann Alysson (19) sem er hjá Gremio. (The Athletic)

Roma hefur hafið viðræður um að fá hollenska framherjann Joshua Zirkzee (24) frá Manchester United í janúar. (Sky Sport Italia)

Roma vill fá Zirkzee þegar félagið er búið að rifta lánssamningi írska sóknarmannsins Evans Ferguson (21) frá Brighton í janúar. (Gazetta dello Sport)

Manchester United hefur áhuga á austurríska miðverðinum David Affengruber (24) hjá Elche. (TeamTalk)

Enski miðjumaðurinn Jack Grealish (30) elskar lífið hjá Everon og vill halda áfram hjá félaginu og vinna undir stjórn David Moyes. (Football Insider)

Liverpool og Chelsea hafa bæði áhuga á vængmanninum Yan Diomande (19) frá Fílabeinsströndinni. RB Leipzig er með verðmiða upp á 80-100 milljónir evra. (Fichajes)
Athugasemdir
banner