Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
Fram
1
1
Stjarnan
Róbert Hauksson '60 1-0
1-1 Andri Rúnar Bjarnason '83
06.08.2025  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 873
Maður leiksins: Kennie Chopart
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Róbert Hauksson
10. Fred Saraiva
12. Simon Tibbling
15. Jakob Byström ('72)
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson ('82)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Bjarki Arnaldarson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('82)
7. Guðmundur Magnússon
11. Magnús Þórðarson
16. Israel Garcia
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('72)
32. Hlynur Örn Andrason
33. Kajus Pauzuolis
71. Alex Freyr Elísson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:
Fred Saraiva ('44)
Jakob Byström ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Jafntefli niðurstaðan hér á Lambhagavellinum.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Fram fær horn
Allra síðasti séns hér.
92. mín

Viktor tæpur í markinu. Missir boltann frá sér eftir að hafa gripið fyrirgjöf. Nær honum þó aftur áður en Stjörnumenn ná að gera sér mat úr því.
91. mín

Daníel Finns með hörkuskot af vítateig en neglir boltanum yfir markið.
90. mín
Uppbótartími
Við fáum að minnsta kosti fjórar mínútur enn.
88. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Guðmundur Baldvin brýtur á Tibbling og Arnar stöðvar leikinn. Arfadöpur ákvörðun þar sem Már Ægisson er með boltann og allan hægri vænginn til að sækja i.

Arnar veit það eflaust best sjálfur að þarna átti hann að beita hagnaði.
87. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
87. mín
Skrautlegt Tryggvi Snær týnir boltanum og sjálfum sér í leiðinni þegar hann snýst einhverja þrjá snúninga á miðjum vallarhelmingi Fram. Boltinn á Benedikt sem Tryggvi svo brýtur á á nokkuð hættulegum stað.
83. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan)
Mark!
Eftir hornspynu frá vinstri hefst einn klassískur darraðardans í teig Fram. Guðmundur Kristjánsson á hörkuskalla sem smellur í þverslánni en frákastið hrekkur beint á Andra Rúnar sem skallar boltann í netið af stuttu færi.
82. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Freyr Sigurðsson (Fram)
81. mín
Heimamenn sprengja upp vörn Stjörnunar og Fred í frábærri stöðu inn á teignum. Velur að setja boltann á Róbert Hauksson sem er að mæta í hlaupið inn á markteig en setur boltann örlítið afturfyrir hann og ekkert verður úr.
77. mín
Stöngin!
Þung sókn Stjörnunar endar með föstu skoti Guðmundar Baldvins frá vítateigslínu sem smellur í stönginni og út. Viktor var sigraður en inn vildi boltinn ekki.
76. mín
Viktor með vörslu
Andri Rúnar snýr Kyle af sér í miðjuhringnum og finnur Benedikt úti til vinstri. Hann leikur inn völlinn í átt að teignum og lætur vaða. Ágætt skot með jörðinn sem Viktor gerir vel í að slá í horn.
74. mín
Heimamenn vinna hornspyrnu eftir snarpa sókn.
72. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (Fram) Út:Jakob Byström (Fram)
Gleðiefni fyrir lið Fram að Vuk er kominn aftur á ferðina
69. mín

Már og Freyr tæta í sundur vörn Stjörnunar úti á hægri kanti. Már með allan tíma í heiminum til að teikna upp fyrirgjöf sína en neglir boltanum í gegnum allan teiginn og ekkert verður úr.
69. mín
Örvar Eggertsson með skot eftir vandræðagang í vörn Fram sem koma boltanum ekki frá. Stjarnan uppsker horn.

Viktor grípur boltann auðveldlega eftir hornið.
64. mín
Kennie Chopart liggur á vellinum og þarf aðhlynningu. Rís aftur upp og gengur óstuddur af velli.
60. mín MARK!
Róbert Hauksson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
MARK!
Stutt horn tekið á Fred sem smellir boltanum fyrir markið. Þar er það Róbert Hauksson sem ræðst á boltann og fær hann í sig og í netið fer hann.

Fram leiðir!
58. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
58. mín
Inn:Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
55. mín Gult spjald: Jakob Byström (Fram)
Full aðgangsharður við teig Stjörnunar að mati Arnars.
53. mín
Stjarnan er mætt til leiks af krafti. Jóhann Árni með hörkuskot eftir sókn Stjörnunar en boltinn rétt framhjá.
51. mín
Andri Rúnar í dauðafæri
Dansar sig í gegnum vörn Fram og er í frábæru færi en Kyle bjargar með afskaplega tæpri tæklingu. Rosalega tæpur á því að fara beint í Andra sem liggur reyndar eftir.
47. mín

Tibbing með góða fyrirgjöf frá hægri fyrir mark Stjörnunar. Freyr mætir á endan á henni en setur alltof mikinn kraft í skallann sem svífur vel yfir.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Stjarnan sparkar okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur

Flautað til hálfleiks hér í Úlfarsárdal. Heimamenn svekktari með stöðuna eflaust og hafa verið heilt yfir betra liðið á vellinum. Stjarnan ekki verið að sýna mikið fram til þessa og hefur sóknarleikur þeirra bara hreinlega ekki verið til staðar.
45. mín
Uppbótartimi er að minnsta kosti ein mínúta.
44. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Spjöldum rignir Arnar er í stuði hérna. Fred brýtur á Jóhanni Árna og uppsker spjald.
42. mín Gult spjald: Steven Caulker (Stjarnan)
Caulker er mættur
Fer í ansi hraustlega tæklingu á Byström sem er á sprettinum og völlinn og tekur hann niður.

Verðskuldað gult.
41. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)

Alltof seinn í návígi og fær gult.
38. mín
Sláin!
Róbert Hauksson með frábæra takta, Snýr af sér varnarmenn og keyrir inn á teiginn. Lætur vaða á markið og smellur boltinn í þverslánni.

Bæði Caulker og Samúel Kári týndu honum algjörlega þarna.
37. mín
Caulker er búinn að vera góður
Byström vinnur baráttuna við Guðmund Kristjánsson eftir langan bolta fram og kemur sér inn á teiginn. Er að hlaða í skotið þegar Caulker rennir sér í boltann og bjargar í horn.
34. mín
Fred með skot úr teignum vinstra megin. Fast en beint á Árna sem heldur ekki boltanum, boltinn fyrir fætur Byström sem reynir að reka tána í boltann en Caulker stígur snyrtilega fyrir hann og Árni nær boltanum að lokum.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Aftur Róbert
Nú í hörkufæri við markteigshornið hægra megin eftir að boltanunm var lyft yfir varnar?ínu Stjörnunar. Caulker vinnur sig til baka og kemst fyrir skot hans.
27. mín
Róbert Hauksson í ágætu skallafæri eftir undirbúning Freys, hittir ekki rammann.
23. mín
Andri Rúnar með stórglæsilegan skalla sem syngur í netinu. Flaggið er á lofti og rangstaða dæmd.

Rétt að ég gat best séð enda kvartaði hann ekki um of.
17. mín
Heimamenn skarpari
Verið talsvert meiri ógn af heimamönnum hér í upphafi, Hafa verið að finna svæði á báðum vængjum en ekki tekist að finna þessa úrslitasendingu.

Stjarnan á sama tíma ekki að taka að byggja neitt upp sem heitið getur sóknarlega.
15. mín
Fram fær horn Tibbing með hörkuskot í teignum eftir fína sókn Fram. Boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu.
10. mín
Fred í dauðafæri!
Fram vinnur boltann hátt á vellinum boltinn út til hægri þar sem Bystrom leggur hann inn á teiginn, Róbert Hauksson lætur boltann í friði enda Fred í betra færi en Árni ver skot hans með tilþrifum.
3. mín
Adolf Daði í fínu færi. Adolf Daði dettur óvænt einn í gegn. Flaggið er niðri en Viktor mætir vel út og lokar á Adolf og ver.
2. mín
Fram ógnar
Hættulegur bolti fyrir markið frá vinstri, boltinn dettur niður í markteignum og fer af tá varnarmanns í öruggt fang Árna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Lambhagavellinum. Það eru heimamenn í Fram sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Hvað segja vinir okkar?
Ping pong leikur þar sem sótt verður af krafti á báðum endum vallarins. Við sjáum mörk í spilunum og Epic er með yfir 3.5 mörk á stuðlinum 2.25, það dettur ef menn nýta færin.
Fyrir leik
Svarið við neðangreindri spurningu er já.
Liðin eru mætt í hús hér. Stóra fréttin að sjálfsögðu að Steven Caulker leikur sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna en hann kemur inn í lið þeirra i stað Sindra Þórs Ingimarssonar. Þá er Þorri Mar Þórisson fjarri góðu gamni í dag og kemur Guðmundur Baldvin Nökkvason í hans stað í lið þeirra.

Sigurjón Rúnarsson er ekki með liði Fram í dag og kenur Már Ægisson inn í byrjunarlið þeirra í hans stað.
Fyrir leik
Fáum við að sjá Steven Caulker í kvöld? Steven Caulker hefur enn ekki komið við sögu hjá Stjörnunni í opinberum keppnisleik. Eflaust margir spenntir að sjá þennan fyrrum leikmann Tottenham, QPR og Liverpool til að nefna nokkur lið spreyta sig í Bestu deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik

Arnar Þór Stefánsson er með flautuna í kvöld í Úlfarsárdal. Honum til aðstoðar eru Kristján Már Ólafs og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Hreinn Magnússon er fjórði dómari og til að fylgjast með störfum ofannefndra mætir Halldór Breiðfjörð Jóhannsson sem eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram
Fram má segja að hafi fundið stöðugleika og hefur liðið lítið verið í því að tapa deildarleikjum síðustu vikur eða réttara sagt mánuði. 2.júní síðastliðinn laut lið Fram síðast í gras í Bestu deildinni er liðið tapaði 2-1 fyrir Val á N1-vellinum. Síðan þá hafa fylgt sex leikir í röð án ósigurs en Fram hefur þó reyndar aðeins unnið tvo þeirra.

Á þessum tíma hefur liðið þó klifið upp töfluna og lyft sér úr 8.sætinu frá tapinu gegn Val upp 4.sætið þar sem liðið situr nú.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjarnan verið jó-jó að undanförnu
Stjarnan þarf að finna stöðugleika ætli þeir sér sæti í Evrópu að ári. Þetta mjög svo skemmtilega samsetta lið hefur verið nokkuð sveiflukennt það sem af er tímabili.

Sigrar á Val og Fram til dæmis líta vel út á töflunni en liðið sér einnig mjög eftir stigum sem hafa tapast í tveimur ósigrum gegn liði ÍBV svo dæmi séu tekin.

Nái lið Stjörnunar að finna góðan takt og halda honum verða þeir illviðráðanlegir fyrir önnur lið deildarinnar en þeir gætu að sama skapi haldið sínum sveiflum áfram og gert sér erfitt fyrir í baráttunni sem framundan er.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Einn af þessum lykilleikjum?
Liðin sem mætast í kvöld sitja í 4. 5. sæti deildarinnar sem stendur og eru í góðum mögulega á að vera í hópi sex efstu liða deildarinnar þegar henni verður skipt eftir 22 leiki.

Bæði lið eygja líka möguleika á evrópusæti og er það eflaust stefna beggja að sækja þetta fjórða sæti sem gæti gefið sæti í Evrópu fari svo að Valur endi í topp þremur og vinni Mjólkurbikarinn.

Það má færa fyrir því rök að liðin séu gríðarlega jöfn en liðin sitja jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar en það sem meira er þá eru þau einnig með sama árangur í leikjunum 16. 7 sigra, 3 jafntefli og 6 töp á hvort lið.

Það verður því án efn hart barist á Lambhagavelli í kvöld.

Fyrir leik
Lambhagavöllurinn er svið kvöldsins
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Fram og Stjörnunar í 17. umferð Bestu deildar karla. Flautað verður til leiks á Lambhagavellinum klukkan 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('87)
10. Samúel Kári Friðjónsson
11. Adolf Daði Birgisson ('58)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Benedikt V. Warén
29. Alex Þór Hauksson ('58)
32. Örvar Logi Örvarsson
44. Steven Caulker
99. Andri Rúnar Bjarnason
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
7. Örvar Eggertsson ('58)
14. Jón Hrafn Barkarson
19. Daníel Finns Matthíasson ('87)
24. Sigurður Gunnar Jónsson ('58)
28. Baldur Logi Guðlaugsson
42. Aron Freyr Heimisson
45. Bjarki Hrafn Garðarsson
78. Bjarki Hauksson
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Emil Atlason
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('41)
Steven Caulker ('42)
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('88)

Rauð spjöld: