Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd með alla anga úti - Newcastle vill McGinn
Powerade
Man Utd hefur áhuga á Baleba.
Man Utd hefur áhuga á Baleba.
Mynd: EPA
Newcastle vill fá McGinn.
Newcastle vill fá McGinn.
Mynd: EPA
Það er líf og fjör á skrifstofum fótboltafélaga Evrópu um þessar mundir og verið að skoða með hvaða hætti liðin geta styrkt sig fyrir komandi tímabil. Powerade býður þér upp á helsta fótboltaslúðrið á hverjum degi.

Manchester United hefur leitað til Brighton í gegnum milliliði til að kanna möguleikann á að fá kamerúnska miðjumanninn Carlos Baleba (21). (The Athletic)

Everton hefur sett sig í samband við Manchester City til að ræða möguleg kaup á enska sóknarmiðjumanninum Jack Grealish (29). (Sky Sports)

Newcastle hefur gengið erfiðlega á leikmannamarkaðnum en félagið er nú farið að kanna möguleika á að kaupa skoska miðjumanninn John McGinn (30) frá Aston Villa. (Guardian)

Newcastle United hefur boðið í kringum 30 milljónir evra (26,2 milljónir punda) í þýska varnarmanninn Malick Thiaw (23) en AC Milan hefur ekki samþykkt tilboðið þar sem félagið vill halda leikmanninum. (Gazzetta dello Sport)

Nottingham Forest er nálægt því að ganga frá kaupum á brasilíska miðjumanninum Douglas Luiz (27) frá Juventus. Á sama tíma er Juventus orðað við miðjumann Forest, Fílabeinsstrendinginn Ibrahim Sangaré (27). (Gazzetta dello Sport)

Everton hefur einnig áhuga á Douglas Luiz og gæti, líkt og Forest, skoðað lánssamning með kaupmöguleika. (Mail)

RB Leipzig ræðir nú við Harvey Elliott (22) áður en mögulegt tilboð verður lagt fram til Liverpool. (Fabrizio Romano)

Inter gæti skoðað möguleika á að fá enska vængmanninn Jadon Sancho (25) frá Manchester United ef félaginu mistekst að krækja í Nígeríumanninn Ademola Lookman (27) frá Atalanta. (Gazzetta dello Sport)

Mateo Kovacic (31), leikmaður Manchester City, hefur fengið tilboð frá félögum í Sádí-arabísku deildinni í sumar, en króatíski miðjumaðurinn vill halda áfram hjá City. (Fabrizio Romano)

Mason Greenwood (23) er kominn með jamaískt vegabréf en þessi sóknarleikmaður Marseille á einn landsleik með Englandi og hann kom gegn Íslandi 2020. Greenwood gæti leikið með Jamaíku í undankeppni HM í næsta mánuði. (BBC)

Sænski framherjinn Alexander Isak (25) hefur verið látinn æfa einn hjá Newcastle United í kjölfar áhuga Liverpool á honum. Hann mætti einnig ekki á fjölskyldudag sem félagið hélt fyrir leikmenn sína. (Mirror)
Athugasemdir
banner