Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Víkingur R.
LL 3
0
Bröndby
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Zrinjski Mostar
LL 1
1
Breiðablik
Lengjudeild kvenna
HK
LL 4
2
Keflavík
Besta-deild kvenna
Fram
LL 1
6
Breiðablik
Besta-deild kvenna
Stjarnan
LL 3
0
Tindastóll
Besta-deild kvenna
Þór/KA
LL 1
2
Valur
Lengjudeild kvenna
ÍBV
LL 5
2
Afturelding
Þór/KA
1
2
Valur
0-1 Jordyn Rhodes '71
Sandra María Jessen '78 1-1
1-2 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '83
07.08.2025  -  18:00
Boginn
Besta-deild kvenna
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Byrjunarlið:
20. Jessica Grace Berlin (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen
13. Sonja Björg Sigurðardóttir ('72)
14. Margrét Árnadóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('72)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
27. Henríetta Ágústsdóttir
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
4. Ellie Rose Moreno ('72)
7. Amalía Árnadóttir ('72)
15. Krista Dís Kristinsdóttir
17. Emelía Ósk Kruger
18. Bríet Jóhannsdóttir
21. Ísey Ragnarsdóttir
23. Bríet Fjóla Bjarnadóttir
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Harpa Jóhannsdóttir
Hannes Bjarni Hannesson
Sigurbjörn Bjarnason
Aron Birkir Stefánsson
Hildur Anna Birgisdóttir
Jóhann Hilmar Hreiðarsson
Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir

Gul spjöld:
Margrét Árnadóttir ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1 - 2 Valsarar fara heim með þrjú stig og 9 sigurinn í röð gegn Þór/KA

Skýrsla síðar
94. mín
Aukaspyrna, síðasti sjens Þór/KA á aukaspyrnu úti hægra megin en of seint
93. mín
Kæruleysi Þór/KA með innkast inn í teig sem Valsarar vinna og fá þrjár tilraunir til að skora en gengur ekki. Þarna var bara kæruleysi í gangi
91. mín
Hættuleg færi Valur hreinsar fram og Angela Mary er fyrst á boltann en laus sending hennar til baka er hættulega laus því Jordyn kemst næstum því í hana. Jordyn fær svo stungusengingu örstuttu síðar og laumar boltanum framhjá Jessicu sem nær að setja neglurnar í boltann og stýra í horn
89. mín
dauðafæri Amalía leggur boltann á Ellie Rose sem er rétt utan markteigs en skotið geigar og fer yfir markið. Þarna áttu þær að jafna.
88. mín
Gott færi Jordyn rekur boltann inn í teig en á laust skot sem Jessica grípur
87. mín Gult spjald: Nadía Atladóttir (Valur)
Gult Sparkar bolta eftir flaut
85. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Valur gerir skiptingu Valsmenn setja inn ferska fætur til að halda stigunum.
83. mín MARK!
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Vítið 1 - 2 Ragnheiður gerir nákvæmlega það sama og Sandra, sendir markmanninn til hægri og leggur boltann í vinstra hornið.
Þetta var vægast sagt ódýrt víti
82. mín Gult spjald: Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Horn - víti Valur á horn frá hægrisem fer í hönd á Margréti sem er með höndina alveg upp við líkamann.
81. mín
Sigurmarkið Bæði lið hafa komið með kraft eftir jöfnunarmarkið og ætla greinilega ekki að sætta sig við eitt stig.
79. mín
Líf í leikinn Auglýsingin virkaði. Það lifnaði yfir leiknum og innköstin sem voru orðin allt of mörg hefur fækkað og því meira líf í leiknum.
78. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Vítið 1 - 1 Sandra gerir sig klára og setur boltann í vinstra hornið en sendir Tinnu í það hægra. Mjög öruggt víti
77. mín
Víti Há sending inn í teig Vals og Málfríður fær boltann í höndina
76. mín
Klafs og skot Þór/KA gerir atlögu að jöfnunarmarki. Boltinn er inni í teig og Valmönnum gengur illa að hreinsa. Að lokum berst boltinn til Söndru sem nær góðu skoti en Tinna ver frá henni.
72. mín
Inn:Amalía Árnadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Þór/KA gerir skiptingar Heimamenn gera strax tvöfalda skiptingu eftir markið
72. mín
Inn:Ellie Rose Moreno (Þór/KA) Út:Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA)
Þór/KA gerir skiptingar Heimamenn gera strax tvöfalda skiptingu eftir markið
71. mín MARK!
Jordyn Rhodes (Valur)
Loksins brast eitthvað 0 - 1 Fyrirgjöf frá Helenu sem Jordan stýrði í fjærhornið
69. mín
Aukaspyrna - sluppu við víti Þór/KA fær aukaspyrnu rétt utan teigs hægra megin. Held að þetta sé fyrsta aukaspyrnan sem getur skapað hættu í leiknum. Karen tekubeint á kollinn á söndru sem er hrint um leið og hún skallar en ekkert dæmt. Þarna hefði verið hægt að dæma víti og það alveg sanngjarnt.
68. mín
Dauðafæri Jasmín í enn einu færinu á markteig. Nú hitti hún boltann illa en kom honum framhjá Jessicu en þá var Hulda mætt á línuna og hreinsaði.
65. mín
Góð sókn Loksins létu heimakonur boltann ganga vel frá vinstri til hægri með styttri sendingum sem kom Huldu Ósk í góða fyrirgjafarstöðu en Tinna greip. Heimakonur unnu strax boltann og Margrét reyndi langskot sem hitti ekki markið
62. mín
Dauðafæri Jasmín fær boltann á markteig og Jessica kemur vel út á móti og ver í horn. Loksins eitthvað annað en innkast. Þarna hefði Valur auðveldlega átt að komast yfir. Vel varið hjá Jessicu. Hornið endar í útsparki
59. mín
Vakandi Ég er alveg vakandi.. það er bara ekkert að gerast.. Auglýsi eftir einhverju öðru en miðjuþófi og innköstum.
54. mín
sendingar Þór/KA hefur komist tvisvar í álitlega stöðu vinstra megin en þá hafa í bæði skiptin verið teknar furðulegar ákvarðanir að dúndra boltanum yfir á hægri kant en í hvorugt skiptið hefur boltinn verið nálægt því að ná þangað. Miklu betri stöður voru vinstra megin í bæði skiptin.
49. mín
Færi Kolbrá kemur boltanum yfir á Ragnheiði sem sendir inn í teig heimakvenna þar sem enginn gerir tilkall til boltans uns Jordyn fær boltann og setur hann rétt yfir markið.
46. mín
Engar skiptingar Liðin eru þau sömu og gengu til búningsherbergja
46. mín
Leikur hafinn að nýju. Þór/KA byrjar með boltann og spilar núna í átt að miðbænum á meðan Valsarar spila í norðurátt..
45. mín
Hálfleikur Markalaust í hálfleik en ég hef fulla trú á að það komi mark / mörk í seinni hálfleik
44. mín
skot / Fyrirgjöf Sandra með lúmskt skot frá vinstri sem Tinna grípur. Ætlaði að setja yfir hana. Heimamenn vinna boltann strax aftur og í kjölfarið fær Sonja skallafæri en setur boltann yfir.
44. mín
Horn Þór/KA fær horn í stað vítis sem Sonja vildi fá þegar Valsari ýtti boltanum í horn. Upp úr horninu fékk Sandra dauðafæri en bjargað á línu og svo aftur í horn. Upp úr seinna horninu fengu heimastelpur þrjú skotfæri sem geiguðu.
41. mín
Horn - frábært skot Hornið frá hægri fyrir markið og skallað út þar sem Henríetta tekur á móti honum og hamrar honum sentimetra frá fjær samskeytunum. Uss..þetta hefði mátt liggja inni.
41. mín
Góð sókn Þór/KA sækir frá markmanni upp vinstri kant sem endar með fyrirgjöf frá Söndru sem bjargað er í horn.
35. mín
Dauyðafæri Nú eru það Valsarar sem pressa, láta boltann ganga þvert yfir völlinn og reyna að finna leið inn í teig. Að lokum tekst það og fyrirgjöf rétt framan við markið berst til Jasmínar sem er í dauðafæri en Jessica hirðir boltann af tánum af henni og missir hann aftur. Þá er Hulda mætt og hreinsar. Þarna skall hurð svo sannarlega nærri hælum.
33. mín
Pressa hjá heimamönnum Þór/KA gerði vel í halda boltanum hátt uppi og ógnuðu vel, hirtu alltaf annan bolta og ógnuðu. Valsarar náðu að lokum að koma boltanum fram og losa þannig um pressuna.
32. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Skipting Fanndís treystir sér ekki til að halda áfram.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Meidd Fanndís meiðist þegar Henríetta hirðir af henni boltann. Þetta er ekki alvarlegt. Hún er staðin á fætur.
27. mín
Valssókn Valsarar komast upp völlinn og sending þvert á vallarhelmingi Þórs/KA ratar til Ragnheiðar sem á gott skot sem Jessica ver vel. Boltanum svo komið út af áður en færi skapast.
26. mín
Heimamenn að hressast Þór/KA hefur staðið af sér pressu Vals og fært sig framar. Nú unnu þær horn hægra megin og boltinn komibeint á koll Söndru sem hittir markið en því miður Tinnu líka.
25. mín
Virðing fyrir leikmönnum Elísa nánast grípur boltann fyrir framan dómarann en hann lætur sem hann sjái það ekki. Annars hefði boltinn farið framhjá henni.
23. mín
Fjórðungur liðinn Hulda Björg sendir boltann fram þar sem Sonja framlengir mjög snyrtilega á Kareni sem á hörkuskot frá vítateig en yfir. Þarna hefði Karen getað gert betur. Það fór enginn varnarmaður í hana og hún hafði nægan tíma
17. mín
Hálffæri Boltinn berst í gegnum teig norðanmanna og Jasmín alveg við það að ná honum en var stigin snyrtilega út og Jessica hirti boltann
15. mín
skot Ragnheiður fór framhjá tveimur norðlenskum varnarmönnum og átti gott skot sem Hulda varði og kom boltanum fram á nöfnu sína sem átti fyrirgjöf sem var skallað í horn.
14. mín
Hornið Ekkert verður úr horninu. Boltinn barst út á Margréti en hún náði ekki góðu skoti. Valskonur náðu hröðu upphlaupi sem Hulda Björg bjargaði í innkast. Þar hefðu rauðar átt að gera betur.
13. mín
Dauðafæri Sonja læðir boltanum inn fyrir vörnina á Söndru sem á gott skot sem Tinna ver vel í horn
12. mín
Sótt á báða bóga Þór/KA með vænlega stöðu 3 á 3 en sendingin frá Söndru ratar ekki til samherja. Valur nær að sækja í kjölfarið en sama sagan sending á mótherja brýtur sóknina niður
10. mín
Leikur jafnast Eftir að Valur náði nokkrum góðum pressum hefur leikurinn jafnast og Þór/KA hefur róað leikinn niður og náð betri tökum á honum.
5. mín
Pressa frá Val Valskonur náðu upp góðri pressu og héldu boltanum hátt á vallarhelmingi heimamanna. Það leit út fyrir að geta orðið eitthvað en ekkert gerðist
2. mín
Fyrsta sóknin Fyrsta sóknin er heimamanna en Tinna grípur boltann eftir að hann hrekkur af varnarmanni
1. mín
Leikurinn hafinn Valkonur byrjuðu með boltann og nú hefst væntanlega stórskemmtilegur leikur
Fyrir leik
Leikir þessara liða undanfarin ár Í fyrra mættust þessi lið þrisvar sinnum, tvisvar í deild og einu sinni í efri hluta eftir skiptingu. Valskonur unnu alla þrjá leikina með markatölunni 6 - 2 (3 - 1, 2 - 1 og 1 - 0) Þær unnu líka alla þrjá leikina 2023. Árið 2022 byrjaði sigurhrinan með sigri í seinni leiknum það árið. Þær eru sem sagt búnar að vinna síðustu 8 leiki þessara liða í Íslandsmótinu. Þór/KA vann í maí 2022 síðast.
Fyrir leik
Styttist í leik.. Liðin ganga til búningsklefa að fá síðustu tipsin frá þjálfurum..
Fyrir leik
Toppbaráttan Þór/KA á eftir að mæta Blikum og FH úti og Þrótti heima þannig að allt getur gerst í toppbaráttunni.
Fyrir leik
Sumarið Sumarið hefur spilast mismunandi fyrir félögin.
Flestir eru orðnir vanir að sjá Blikana og Valskonur stinga af þegar líður á sumarið. Í ár hefur orðið sú breyting að Valskonur hafa einungis unnið 4 leiki af 12 og gert þrjú jafntefli. Þær eru fjarri þeim stað í töflunni sem þær eru vanar að vera á eða heilum 16 stigum á eftir erkifjendunum í Kópavogi. Þær grænklæddu hafa hins vegar ekki nýtt sér þetta til að vera einar á toppnum heldur hafa FH og Þróttur komið skemmtilega inn í mótið og halda sig í humátt á eftir Kópavogsliðinu. Þór/KA getur komið sér í þennan hóp með sigri en þær hafa unnið 6 leiki og sleppt þeim óþarfa að gera jafntefli, það er heimsyfirráð eða dauði hjá þeim.
Nú er næstum því skylda hjá þeim að sigra og koma sér í námunda við Þrótt og FH, sem eru með 25 stig en Þór/KA getur komið sér í 21 stig.
Fyrir leik
Hörkuleikur framundan milli tveggja liða sem sitja hlið við hlið í deildinni. Það er jafnteflislykt af þessum leik, endar eflaust 1-1 en stuðullinn á jafntefli hjá Epic er 3.66.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn / Fyrsti leikurinn Í vor mættu norðankonur á Hlíðarenda og töpuðu þar 3 - 0. Þær eiga því harma að hefna.
Fyrir leik
Úr leikbanni Margrét Árna er væntanlega að koma inn í liðið úr leikbanni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Þór/KA gerir tvær breytingar á liði sínu sem tapaði Norðurlandsslagnum við Tindastól í síðustu umferð. Þær Angela Mary og Margrét Árna koma inn fyrir Amalíu og Bríeti.
Valur tapaði fyrir Blikum í síðustu umferð og gera þrjár breytingar. Sóley, Arnfríður og Elín Metta fara út og Elín er ekki í hóp. Í stað þeirra koma þær Bryndís, Kolbrá og Jordyn Rhodes.
Fyrir leik
Hörkuleikur framundan í Boganum Þór/KA fá Valskonur í heimsókn og eru liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar. Þór/KA eru með þremur stigum meira og geta því rifið sig frá Val með sigri og gert sig gildandi í toppbaráttunni. Valur hins vegar hefur valdið vonbrigðum í sumar miðað við undanfarin ár. Valskonur geta hins vegar farið langt með að tryggja sig í efri hlutann með sigri.
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
5. Bryndís Eiríksdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
9. Jasmín Erla Ingadóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('85)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('32)
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir
30. Jordyn Rhodes
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
3. Sóley Edda Ingadóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
13. Nadía Atladóttir ('85)
17. Arnfríður Auður Arnarsdóttir
24. Auður Björg Ármannsdóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('32)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Fjalar Þorgeirsson
Anna Sóley Jensdóttir

Gul spjöld:
Nadía Atladóttir ('87)

Rauð spjöld: