Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 09:25
Elvar Geir Magnússon
Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji
Powerade
Garnacho á leið í blátt?
Garnacho á leið í blátt?
Mynd: EPA
Akanji er ekki í myndinni hjá Guardiola.
Akanji er ekki í myndinni hjá Guardiola.
Mynd: EPA
Félagskiptaglugganum verður lokað á mánudagskvöld og félögin þurfa að hafa hraðar hendur ef þau ætla að styrkja sig áður en skellt verður í lás! Hér er hinn sívinsæli slúðurpakki í boði Powerade.

Manchester United er við það að semja við Chelsea um sölu á argentínska vængmanninum Alejandro Garnacho (21). Kaupverðið mun vera á bilinu 35 til 40 milljónir punda. (Telegraph)

AC Milan hefur bæst í keppnina um franska sóknarmanninn Christopher Nkunku (27) hjá Chelsea. Nkunku hefur einnig verið orðaður við Bayern München og fyrrum lið sitt, RB Leipzig. (Athletic)

AC Milan hefur sett sig í samband við Manchester City og spurt út í varnarmanninn Manuel Akanji (30) sem er ekki í áætlunum Pep Guardiola. Ítalska félagið hefur þó ekki enn gert tilboð í svissneska varnarmanninn. (Calciomercato)

Gianluigi Donnarumma (26), markvörður Paris Saint-Germain, hefur ekki gefið upp vonina um að færa sig um set áður en glugganum verður lokað. Manchester City er sagt líklegasti kosturinn, ef brasilíski markvörðurinn Ederson fer. (Sky Sports)

Engar samningaviðræður eru í gangi á milli Al-Nassr frá Sádí-Arabíu og Manchester City um Ederson (32), en Galatasaray hefur enn áhuga á markverðinum. (Fabrizio Romano)

Manchester City hefur látið Tottenham vita að félagið ætlar ekki að selja brasilíska vængmanninn Savinho (21) í sumar, jafnvel þótt boð fyrir meira en 60 milljónir punda berist. (Fabrizio Romano)

West Ham hefur áhuga á að fá brasilíska markvörðinn John Victor (29) frá Botafogo, en brasilíska félagið krefst hærri greiðslu en 6 milljónir punda fyrir varanlegan samning. (Sky Sports)

West Ham hefur sagt Everton að þeir ætli sér ekki að selja tékkneska miðjumanninn Tomas Soucek (30) eftir að Everton sendi fyrirspurn. (Athletic)

Tottenham hefur ákveðið að lána króatíska varnarmanninn Luka Vuskovic (18) til Hamborgar fyrir næsta tímabil. Stjóri Spurs, Thomas Frank, vill fá inn annan kost í miðvarðarstöðuna. (Standard)

Nýliðar Sunderland stefna á að fá Nayef Aguerd (29), miðvörð West Ham, en Marseille, AC Milan og AS Roma hafa einnig augastað á Marokkómanninum. (Footmercato)

Sunderland hefur boðið 24 milljónir punda í kolumbíska varnarmanninn Jhon Lucumi (27) hjá Bologna. (Sky Sports)

Genoa íhugar að reyna að fá bakvörðinn Maxwel Cornet (28) frá West Ham. Cornet stóð sig vel á láni í fyrra og heillaði stjórann Patrick Vieira. (Tuttomercatoweb)

Sóknartengiliður Bournemouth, Hamed Traore (25), er sagður á leið til Marseille á láni með kaupmöguleika. (Footmercato)

Úlfarnir hafa sýnt áhuga á Tolu Arokodare (24), framherja Genk, sem var markahæstur í belgísku úrvalsdeildinni síðasta tímabil. (Sky Sports)

Newcastle ætlar að bjóða 60 milljónir punda í norska framherjann Jörgen Strand Larsen (25), eftir að Úlfarnir höfnuðu tilboðum upp á 50 og 55 milljónir punda. (Sky Sports)
Athugasemdir