Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Í BEINNI
Mjólkurbikar kvenna
FH
LL 2
3
Breiðablik
FH
2
3
Breiðablik
Thelma Karen Pálmadóttir '9 1-0
1-1 Samantha Rose Smith '32
Thelma Karen Pálmadóttir '61 2-1
2-2 Birta Georgsdóttir '67
2-3 Samantha Rose Smith '97
16.08.2025  -  16:00
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 2266
Byrjunarlið:
73. Macy Elizabeth Enneking (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('91)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
6. Katla María Þórðardóttir
7. Thelma Karen Pálmadóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('65)
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('65)
13. Maya Lauren Hansen
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
23. Deja Jaylyn Sandoval
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('65)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
24. Sandra Sigurðardóttir (m)
9. Berglind Freyja Hlynsdóttir ('91)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('65)
22. Hildur Þóra Hákonardóttir
33. Anna Heiða Óskarsdóttir
36. Harpa Helgadóttir
37. Jónína Linnet ('65)
41. Ingibjörg Magnúsdóttir ('65)
42. Hafrún Birna Helgadóttir
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Aldís Guðlaugsdóttir
Brynjar Sigþórsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('57)
Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('70)
Berglind Freyja Hlynsdóttir ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BREIÐABLIK ER BIKARMEISTARI 2025! Þá flautar Gunnar Oddur leikinn af og Breiðablik er bikarmeistari árið 2025 í Mjólkurbikar kvenna.

Innilega til hamingju Blikar!
120. mín
+3 í uppbót Nægur tími til stefnu fyrir FH!
119. mín
FH SKORAR EN ÞAÐ ER DÆMD RANGSTAÐA! Það kemur langur bolti inn á teiginn og það er flikkað boltann inn á Örnu Eiríksdóttur sem nær að skora framhjá Katherine en flaggið fór á loft.

Eftir smá VAR tékk var þetta hárrétt og maður verður að hrósa aðstoðardómaranum fyrir þetta.
117. mín
Afhverju skaut hún? Maya Hansen fær boltann við vítateigslínuna og tekur skotið hátt yfir markið í staðinn fyrir að rúlla boltanum út á besta leikmann vallarins, Thelmu Karen.

Þarna hefði hún ekki átt að sjóta.
115. mín
Sláin! Maya Hansen fær boltann inni á teignum í góðu færi og tekur skotið í slána. Sóknarpressa FH-inga heldur áfram en þær eru að henda öllu í áttina að marki Blika.
113. mín
Inn:Líf Joostdóttir van Bemmel (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
108. mín
Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
106. mín
Seinni hálfeikurinn hafinn!
105. mín
Hálfleikur í framlengingu Blikar leiða, risa 15 mínútur framundan.
105. mín
+1 í uppbótartíma
104. mín
Það lítur allt út fyrir það að Blikar munu leiða í hálfleik framlengingarinnar.
99. mín
Berglind Freyja tekur spyrnuna inn á teiginn sem Arna skallar rétt yfir markið.
99. mín
FH fær hornspyrnu
97. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Blikar taka forystuna! Sammy fær boltann við vítateigslínuna, tekur boltann inn á teiginn og klárar gífurlega vel framhjá Macy. Yfirveguð þarna. Þetta þarf ekkert alltaf að vera fast.

Hvernig bregst FH við þessu? Fyrsta sinn í leiknum sem Blikar taka forystuna.
96. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
93. mín Gult spjald: Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH)
91. mín
Inn:Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH) Út:Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
FH-ingar gera eina breytingu í framlengingunni.
91. mín
Framlengingin hafin!
90. mín
+3 - Framlenging! Blikar fá hornspyrnu til að reyna að finna sigurmarkið en ná því ekki og Gunnar flautar. Við erum á leiðinni í framlengingu!
90. mín
+2 Samantha Smith keyrir inn á teiginn og reynir skot sem fer í varnarmann og FH-ingar henda sér fyrir frákastið sem Blikar virðast vera að ná.
90. mín
+2 mínútur í uppbót
89. mín
Fáum við dramatík eða förum við í framlengingu?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

84. mín
Blikar ógna Agla María fær boltann og keyrir með hann í átt að teignum. Þegar hún er komin inn á teiginn reynir hún skotið sem Macy gerir vel í að verja.

Maður sér á Öglu Maríu að hún er orðin verulega þreytt.
83. mín
2266 áhorfendur á Laugardalsvelli í kvöld
78. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
78. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
76. mín
Fleiri myndir frá Hauki Gunnarssyni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

72. mín
Hvernig fór þetta ekki inn?! Thelma Karen keyrir inn á teiginn og tekur skotið á markið sem fer í innanverða stöngina og út í markspyrnu hinum meginn.

Thelma var þarna ekkert smá nálægt því þarna að næla sér í þrennuna!
70. mín Gult spjald: Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
Klókt brot hjá Elísu sem stoppar hraða skyndisókn.
69. mín
Elísa hársbreidd frá því að skora fyrir FH! Elísa Lana gerir vel í að vinna boltann ofarlega á vellinum og tekur skotið á markið sem fer í varnarmann og boltinn lekur rétt framhjá.

Hvað er málið með skot í varnarmenn í þessum leik og hvað er bara málið með þennan leik?
Breiðablik jafnar aftur!
67. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Birta jafnar þetta fyrir Blika! Loksins loksins skora Blikar!

Birta fær boltann inni á teignum og er komin ein á ein gegn Örnu Eiríksdóttur. Hún tekur skotið sem fer í netið en þetta var algjörlega frábær afgreiðsla hjá Birtu.

Þetta er rosalegur leikur sem við erum með hérna!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

65. mín
Inn:Ingibjörg Magnúsdóttir (FH) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
65. mín
Inn:Jónína Linnet (FH) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (FH)
65. mín
Inn:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Aftur kom Thelma FH yfir
62. mín
HVAÐA ÞVÆLU LEIKUR ER ÞETTA?! Berglind kemst ein í gegn og tekur skotið á markið sem Macy ver. Það er svo Birta sem nær frákastinu og fær pressu frá varnarmönnum FH en setur boltann einhvernveginn framhjá.

Það er með hreinum ólíkindum að Blikar hafa ekki skorað seinustu 5 mínútur.
61. mín MARK!
Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
WOOOWWWW - Thelma aftur á ferðinni! Thelma Karen fær boltann við hliðarlínuna og keyrir inn á teiginn. Hún nær skotinu sem fer í varnarmann og í netið. Öll mörk leiksins hafa átt viðkomu í varnarmanni.

Þetta eru ótrúlegar mínútur!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

60. mín
HVERNIG?! Andrea Rut kemur með boltann inn á teiginn og það er Samantha Smith sem tekur hlaupið á fjærsvæðið og er ein gegn Macy og opnu markinu en setur boltann einhvernveginn framhjá af gífurlega stuttu færi.

Hvernig klúðraði hún þessu?!
59. mín
Blikar í dauðafæri! Birta fær boltann inni á teignum og kemur boltanum í lappirnar á Berglindi sem þarf bara að taka við boltanum og klára en hún missir boltann frá sér og Macy nær svo að moka boltanum í horn áður en Blikar ráðast á frákastið.
57. mín Gult spjald: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (FH)
Klárt gult spjald. Brýtur á nöfnu sinni Andreu Rut og verðskuldar gult spjald að mínu mati.
54. mín
Blikar í úrvalsfæri! Blikar keyra upp í átt að marki FH-inga. Andrea Rut fær boltann við vítateigslínuna og finnur Berglindi Björg sem tekur skotið en Macy er í engum vandræðum með það.

Blikar mikið orkumeiri þessa stundina en FH-ingar.
51. mín
Seinni hálfleikurinn fer afar rólega af stað. Það eru Blikar sem byrja hann ívið betur þó að mínu mati.
46. mín
Seinni hafinn! Blikar koma okkur aftur í gang.
45. mín
Hálfleikur
Allt í járnum Allt jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli. Líflegur fyrri hálfleikur að baki.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

44. mín
Blikar orkumeiri Mér finnst Blikar líklegri en FH að taka forystuna fyrir hálfleikinn. Meiri orka í Kópavogsbúum þessa stundina.
41. mín
Manni finnst leikurinn hafa róast aðeins eftir jöfnunarmark Blika. Bæði lið skiptast á að halda í boltann og aðeins minna um færi.
39. mín
Fleiri myndir hjá Hauki
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson



Sammy var varla búin að taka þátt í leiknum, fær sendingu frá Berglindi Björgu og lætur vaða hægra megin og hitti boltann nokkuð vel.
32. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Blikakonur jafna! Samantha fær boltann inni á teignum og tekur skotið á markið sem endar í netinu. Katla María reynir að hreinsa boltanum frá en nær því ekki og sparkar boltanum meira í átt að markinu og inn fer boltinn.

Allt jafnt í Laugardalnum!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

31. mín
FH-ingar sækja! Maya Hansen fær boltann inni á teignum og kemur honum á Elísu Lönu sem er hársbreidd frá því að tvöfalda forystu Hafnfirðinga. Blikar ná að verjast þessu vel.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Valgerður Ósk með heiðarlega tilraun langt fyrir utan teig sem fer framhjá.
27. mín
Haukur Gunnarsson er vopnaður myndavél í Laugardalnum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

25. mín
Blikar svo nálægt því! Barbára með frábæra fyrirgjöf inn á teig FH-inga sem Berglind Björg skallar rétt yfir markið. Þarna munaði litlu!
22. mín
Agla María fær boltann við vítateigslínuna í skyndisókn Blika og tekur skotið sem fer svoítið hátt yfir. Fór þarna yfir á vinstri sem var kannski ekki besta ákvörðunin.
19. mín
Blikar nálægt því Agla María tekur spyrnuna inn á teiginn en FH-ingar ná að skalla frá.

Boltinn kemur svo aftur inn á teiginn hjá FH og Berglind Björg er hársbreidd frá því að skalla boltinn í netið.
18. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu
15. mín
Leikurinn hefur aðeins róast eftir þessar líflegu upphafsmínútur. Blikar eru að vinna sig inn í þetta hægt og bítandi.
Thelma kom FH yfir
9. mín MARK!
Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
FH-INGAR LEIÐA! Hornspyrna inn á teiginn sem Blikar skalla í burtu. Thelma Karen nær skoti á markið sem á viðkomu í Öglu Maríu á leiðinni og endar í netinu.

Heppnin með FH þarna sem voru búnar að hóta þessu með öllum þessum hornspyrnum þessar upphafsmínútur.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

7. mín
Blikar bjarga á línu! Andrea tekur spyrnuna inn á teiginn og það myndast mikill darraðardans inni á teignum áður en Maya nær skoti á markið sem Barbára bjargar á línu.
6. mín
FH fær hornspyrnu
4. mín
Blikar hársbreidd frá þessu! Agla María lætur vaða á mark FH-inga sem Macy ver í stöngina. Boltinn fer út í teig og Blikar ná frákastinu en Macy er fljót á fætur og nær að loka vel á þetta.

Blikar að byrja þetta á mjög góðu færi.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Það eru FH-ingar sem byrja þennan bikarúrslitaleik.
Fyrir leik
Lofsöngur Liðin eru mætt til leiks og núna er það þjóðsöngurinn okkar allra besti sem ómar í tækjunum á Laugardalsvelli.
Fyrir leik
Alvöru stemning Leikmenn fara að lappa inn á, það er alvöru stemning í stúkunni!
Fyrir leik
Blikakonur eru taldar mun líkegri til sigurs hér í dag samkvæmt veðbönkum. Epic bjóða 1.71 í stuðul á að Breiðablik vinni leikinn í venjulegum leiktíma.

Þeir sem hafa trú á óvæntum úrslitum geta skellt sér á að FH vinni titilinn á stuðlinum 3.20.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Guðni Eiríksson, þjálfari FH, gerir tvær breytingar á FH liðinu frá 5-3 sigri liðsins gegn Þór/KA á dögunum. Þær Arna Eiríksdóttir og Valgerður Ósk Valsdóttir koma inn í byrjunarliðið fyrir Jóninu Linnet og Hörpu Helgadóttur.

Nik Chamberlain gerir tvær á Blikaliðinu. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Karitas Tómasdóttir koma úr liðinu fyrir þær Samantha Smith og Barbáru Sól Gísladóttur.
Fyrir leik
Goddurinn á flautunni Gunnar Oddur Hafliðason dæmir þennan úrslitaleik en honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Skiltadómari dagsins er Hreinn Magnússon og eftirlitsmaður KSÍ er Skúli Freyr Brynjólfsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leikur liðanna í deildinni
Fyrir leik
Leið liðanna í úrslitaleikinn FH konur hafa þurft að spila alla sína bikarleiki á árinu á útivelli. Þær byrjuðu á því að slá Fylki út í 16-liða úrslitum með 4-1 sigri. Þær fóru svo norður á Akureyri í næstu umferð og unnu Þór/KA 3-1 í 8-liða úrslitunum.

Svo var það leikurinn. Eftir 2-2 jafntefli í venjulegum leiktíma byrjaði framlenging í leik FH og Vals á Hlíðarenda. Þegar framlengingin var við það að renna sitt skeið mætti Margrét Brynja Kristinsdóttir á vettvang og skoraði hádramatískt sigurmark Hafnfirðinga.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Blikakonur byrjuðu bikarævintýrið sitt fyrir austan þegar þær mættu FHL og unnu 3-0 sigur. Næst var það nágrannar þeirra í HK sem gáfu þeim litla mótspyrnu en Breiðablik vann HK 5-1 í 8-liða úrslitunum.

Undanúrslitaleikur Breiðabliks var spilaður á Kópavogsvelli gegn ÍBV. Eyjakonur gáfu hins vegar Blikum verulega góða mótspyrnu í undanúrslitunum en eftir 48. mínútna leik voru gestirnir komnir í 2-0. Blikar náður hins vegar að snúa þessu við og unnu 3-2 eftir hádramatískt sigurmark á 91. mínútu hjá Barbáru Sól Gísladóttur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Laugardalurinn heilsar! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik FH og Breiðabliks í bikarúrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Katherine Devine (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('113)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('78)
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('96)
27. Barbára Sól Gísladóttir ('108)
28. Birta Georgsdóttir ('78)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('78)
17. Karitas Tómasdóttir ('96)
18. Kristín Dís Árnadóttir ('78)
24. Helga Rut Einarsdóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel ('113)
29. Sunna Rún Sigurðardóttir
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('108)
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson
Valdimar Valdimarsson
Eiríkur Raphael Elvy
Eyrún Ingadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: