Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
ÍA
0
0
Víkingur R.
17.08.2025  -  18:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Bæði lið skítköld! Í síðustu 5 leikjum liðanna hafa Skagamenn sótt 4 stig á meðan Víkingar hafa einungis sótt 3 stig af 15 mögulegum.

Skagamenn unnu KR-inga og gerðu svo magnað jafntefli við Val og komu þessi fjögur stig öll á heimavelli.

Víkingar hafa hinsvegar sótt sín þrjú stig á útivelli með jafntefli í Eyjum, Úlfarsárdalnum og Kaplakrika.

Víkingar unnu síðast deildarleik í júní gegn Aftureldingu.
Fyrir leik
Starfsteymið frá KSÍ! Vilhjálmur Alvar flautar þennan leik.
Gylfi Már og Ragnar Bender flagga.
Gunnar Oddur verður á skiltinu.
Viðar Helgason situr svo með skrifblokkina í stúkunni að punkta niður og gefa svo endurgjöf og einkunn á störf ofantaldra manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Villi spjaldaði Lúkas á dögunum fyrir að segja Damir að "standa í lappirnar".
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan leikdag héðan frá Floridaskaganum í dag!

Við munum fylgjast hér grannt með leik ÍA og Víkings sem eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar.
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: