Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 09:51
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd bíður eftir ákvörðun Sancho - Nkunku aftur til Þýskalands
Powerade
Jadon Sancho færist nær Roma
Jadon Sancho færist nær Roma
Mynd: EPA
Christopher Nkunku gæti verið á leið til Bayern
Christopher Nkunku gæti verið á leið til Bayern
Mynd: Leiknir
Tvær vikur eru í gluggalok í öllum helstu deildunum í Evrópu og félögin nú að leggja lokahönd á kaup og sölur.

Manchester United er reiðubúið að samþykkja tilboð Roma í enska vængmanninn Jadon Sancho (25), en enska félagið bíður nú eftir að leikmaðurinn taki ákvörðun um framtíð sína. (Fabrizio Romano)

Everton er byrjað að skoða aðra kosti eftir að Southampton hafnaði þriðja tilboði félagsins í enska vængmanninn Tyler Dibling (19). Síðasta tilboð hljóðaði upp á 37 milljónir punda. (Liverpool Echo)

Galatasaray hefur lagt fram 8,6 milljóna punda tilboð í Ederson (31), markvörð Manchester City. (Fabrizio Romano)

Chelsea mun aðeins kaupa þá Alejandro Garnacho (21) frá Manchester United og Xavi Simons (23) frá RB Leipzig ef félaginu tekst að losa sig við tvo sóknarsinnaða leikmenn. (Sky Sports)

Arsenal, Man Utd og Napoli hafa öll áhuga á Lee Kang-In (24), leikmanni Paris Saint-Germain. Hann íhugar að yfirgefa PSG í leit að meiri spiltíma. (Caught Offside)

Roma hefur náð samkomulagi við Aston Villa um Jamaíkumanninn Leon Bailey (28). Hann kemur á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann fyrir 20 milljónir punda. (Gazzetta dello Sport)

Roma have agreed a deal to sign Aston Villa and Jamaica winger Leon Bailey, 28, in a loan deal worth £1.7m with a £20m option to buy. (La Gazzetta dello Sport), external

Nottingham Forest hefur náð samkomulagi við Rennes um kaup á franska sóknarmanninum Arnaud Kalimuendo (23) fyrir 25 milljónir punda. (Telegraph)

Crystal Palace hefur sett sig í samband við Leicester City vegna Bilal El Khannouss (21). Félagið sér Marokkómanninn sem mögulegan arftaka Eberechi Eze sem er sagður á leið til Tottenham. (Athletic)

Man Utd mun endurvekja áhuga sinn á kamerúnska miðjumanninum Carlos Baleba aftur á næsta ári eftir að Brighton tjáði félaginu að hann væri ekki til sölu í sumar (Fabrizio Romano)

Chelsea hefur opnað viðræður við Bayern München varðandi mögulega sölu á franska sóknarmanninum Christopher Nkunku (27). (Mail)

Fenerbahce er að ganga frá kaupum á Oleksandr Zinchenko (28) frá Arsenal. (Sporx)
Athugasemdir
banner
banner