Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 4
5
FH
Besta-deild karla
ÍA
LL 0
1
Víkingur R.
ÍA
0
1
Víkingur R.
0-1 Óskar Borgþórsson '49
Baldvin Þór Berndsen '90
17.08.2025  -  18:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 740
Maður leiksins: Árni Marinó Einarsson - ÍA
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
5. Baldvin Þór Berndsen
7. Haukur Andri Haraldsson
10. Steinar Þorsteinsson ('46)
13. Erik Tobias Sandberg ('64)
15. Gabríel Snær Gunnarsson
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('84)
19. Marko Vardic
22. Ómar Björn Stefánsson ('72)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
8. Albert Hafsteinsson ('64)
11. Birnir Breki Burknason ('46)
18. Guðfinnur Þór Leósson ('84)
20. Ísak Máni Guðjónsson ('72)
23. Reynir Skorri Jónsson
24. Robert Elli Vífilsson
33. Arnór Valur Ágústsson
77. Daníel Michal Grzegorzsson
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Stefán Þór Þórðarson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic

Gul spjöld:
Johannes Vall ('62)
Baldvin Þór Berndsen ('62)
Gísli Laxdal Unnarsson ('68)

Rauð spjöld:
Baldvin Þór Berndsen ('90)
Leik lokið!
Villi flautar af, Víkingar vinna sinn fyrsta deildarleik síðan í júní!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
96. mín
Vall með iðnaðarsprett upp vinstra megin og reynir fyrirgjöf en Gylfi gerir frábærlega og blokkar, boltinn í Vall aftur og Víkingar eiga innkast.
95. mín
Atli Þór reynir að sóla Vardic inná teignum án árangurs.

Valdi fær svo boltann og er að missa hann útaf í markspyrnu en sparkaði viljandi frekar í innkast.
93. mín
Árni Marinó að bjarga Vall! Vall tapar boltanum aftast við teiginn og Valdimar fær hann einn gegn Árna, reynir að vippa Sigga Hall style en Árni ver frábærlega.
92. mín
5 mín var bætt við. Goddurinn er með skiltið í seinni, það er crucial!
90. mín Rautt spjald: Baldvin Þór Berndsen (ÍA)
Brýtur á Valdimari á miðjunni. Nú er tuðspjaldið dýrt, því þetta var sanngjarnt seinna gula.
86. mín
End to end! Atli Þór gerir hrikalega vel í að koma Stíg í 1v1 stöðu á teignum, Stígur tapar þeirri baráttu og Skagamenn bruna upp hinumegin, Birnir Breki lyftir boltanum fyrir og Albert er að mæta inn á teiginn, fær einhverja hrindingu í sömu andrá og Ingvar grípur, Skagamenn kalla eftir víti en hann var aldrei að fara að ná boltanum þarna.
84. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
82. mín
Vardic með ömurlega sendingu úr vörninni! Setur boltann hreinlega í Víking og boltinn berst á Óskar sem sendir fyrir en Árni grípur.
78. mín
Samskiptaleysi hjá Skagamönnum! Baldvin og Vall fara báðir í sama boltann en taka hann hvorugir, Atli fær hann og keyrir upp, boltinn endar svo í hornspyrnu fyrir Víkinga.

Gylfi með fína spyrnu, boltinn berst á Daníel sem hamrar í Rúnar Má og Skagamenn koma boltanum svo frá.
76. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
73. mín
Skagamenn með álitlega sókn þar sem boltinn berst á endanum á Rúnar sem lætur vaða en það skot fer framhjá.
72. mín
Inn:Róbert Orri Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Oliver Ekroth (Víkingur R.)
72. mín
Inn:Ísak Máni Guðjónsson (ÍA) Út:Ómar Björn Stefánsson (ÍA)
71. mín
Leikurinn kominn í gang og Ekroth joggar inn á völlinn.

Ekroth lendir svo í léttum sprett gegn Gabríel Snæ og er klárlega off, kallar eftir skiptingu og leggst niður þegar boltinn fer útaf.
70. mín
Ekroth liggur á vellinum og það taka allir vatnspásu. Ekki eins og það sé vegna hita sem þessi "pása" er tekin, en menn greinilega þyrstir og ræða málin.
69. mín
Gylfi og Helgi með svaka trix, Helgi fær boltann upp í horn frá Gylfa, Helgi sendir til baka á Gylfa sem er kominn talsvert nær teignum og lætur vaða en yfir markið.
68. mín Gult spjald: Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Brýtur úti vinstra megin og fær gult.
66. mín
Skagamenn skipta um leikkerfi! Komnir í 4 manna vörn og setja grunnskólakennarann Albert Hafsteinsson í tíuna.
65. mín
Víkingar sækja upp vinstra megin og Óskar fær boltann, leggur hann út á Daníel Hafsteins sem þrumar út á Langasand.
64. mín
Inn:Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Erik Tobias Sandberg (ÍA)
63. mín
Gylfi setur aukaspyrnuna á fjær, Ekroth tekur hann niður og vippar yfir á hina fjær þar sem Víkingar ná skalla en afturfyrir.
62. mín Gult spjald: Baldvin Þór Berndsen (ÍA)
Og tuð. Útaf groddaralegu tæklingunni, heimskulegt.
62. mín Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
Groddaraleg tækling.
59. mín
Gísli með iðnaðarsprett upp hægra megin og sækir horn.

Vall með ömurlega fyrirgjöf í þetta skiptið...
57. mín
Furðulegt atvik! Villi screenar Gylfa sem er að fá boltann, Gylfi dettur og boltinn rúllar til Rúnars sem sendir Gabríel strax í gegn, Gabríel í góðri stöðu ætlar að fara á vinstri til að opna færið betur en Sveinn Gísli setur fótinn í boltann og í horn.

Vall með fína spyrnu sem Niko skallar á meðan að stuðningsmenn Víkinga syngja "gult spjald á dómarann".
56. mín
Erlingur í dauðafæri! Helgi sendir boltann fyrir og Erlingur með skallann við markteig en setur boltann yfir markið.
54. mín
Ömurleg spyrna. Johannes Vall tók hreinsun úr þessari spyrnu, langt yfir og í Akraneshöllina.
53. mín Gult spjald: Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
Brýtur á Gísla Laxadal við vítateigslínuna!

Þetta er alvöru færi fyrir heimamenn til að jafna.
49. mín MARK!
Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Viktor Örlygur Andrason
Þetta var rosalega einfalt! Viktor Örlygur fær innkast frá hægri inn á miðjuna, færir boltann út til vinstri á Óskar, Gísli Laxdal æðir í hann og selur sig ansi ódýrt, Óskar kemst í fínt færi og klárar í fjær framhjá Árna.

Ömulegur varnarleikur hjá Gísla og LOS mjög pirraður á bekknum, eðlilega.
47. mín
Vall með flotta hornspyrnu. Ingvar reynir að kýla þetta frá en endar í einhverri þvögu og Skagamenn halda pressunni á gestunum.

Gylfi nær boltanum á endanum niður og losar pressuna, sendir svo á Helga til vinstri sem lætur boltann bara renna í innkast, undarlegt.
46. mín
Vardic með geggjaðan bolta! Djúpt af vellinum í hættusvæðið en Ekroth setur hann í horn.
46. mín
Leikur hafinn
Birnir Breki setur seinni í gang!
46. mín
Inn:Birnir Breki Burknason (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Hálfleiksbreyting.
46. mín
Hálfleikur
Leiðréttingarhornið! Ég fór mannavillt áðan þegar ég sakaði stuðningsmann ÍA um að tuða í Villa úr stúkunni, sá aðili er staðsettur í vinnunni og var því ekki sá sem lét í sér heyra.

Ég bið hann afsökunar á þessu!
45. mín
Hálfleikur
Hvernig varsla var þetta?!? Valdimar fær langan bolta upp, nær að koma sér á hægri fótinn og lætur vaða í nærhornið, Árni var einhvernveginn lagður af stað í fjær en á einhvern ótrúlegan hátt kemur fætinum í boltann og ver í horn.

Eftir hornið fær Óskar aftur boltann útfyrir teiginn, fer á vinstri og hittir núna upp í samskeytin þar sem Árni ver stórkostlega í annað horn.

Sú hornspyrna rennur svo út í sandinn og Villi flautar menn inn í klefa.
45. mín
Dauðafæri! Skagamenn spila vel frá vinstri til hægri, Gísli sendir fyrir markið og Ómar er í dauðafæri en hittir ekki markið.

Þarna verður Ómar að gera betur.
45. mín
Fjórar í uppbót! Gunnar Oddur greinilega ekki með skiltið á sér, horfir djúpt í augun á mér og lyftir upp fjórum fingrum, þetta var alveg skýrt.
45. mín
Víkingar þjarma og þjarma en komast ekki í nógu góð færi.

Skagamenn að verjast vel.
41. mín
Víkingar með fyrirgjöf og Baldvin Berndsen kemur henni í horn.

Gylfi að sjálfssögðu tekur hornið, boltanum lyft á fjær, þaðan útfyrir teiginn á Óskar sem setur boltann á vinstri en skýtur yfir.
39. mín
DAUÐAFÆRI! Steinar Þorsteins kemur Gabríel Snæ einum gegn Ingvar, Gabríel fer framhjá Ingvari og lætur vaða á markið en mér sýnist það vera Davíð Atla sem nær að tækla þetta af línunni og bjarga í horn.

Þarna hefðu Skagamenn átt að skora!
34. mín
Víkingar í frábæru færi! Vinna boltann ofarlega og Valdimar kemur sér inn á teiginn, getur bæði skotið eða gefið á svona 4 samherja, velur Gylfa sem tekur á móti boltanum en á svo frekar aumt og máttlítið skot í vinstra hornið sem Árni legst varlega í og ver.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Gabríel Snær! Fær fyrirgjöf frá vinstri frá Vall og tekur boltann á kassann áður en hann lætur vaða með vinstri en boltinn í bringuna á Ekroth og Víkingar koma hættunni frá.
25. mín
Laust og auðvelt fyrir Ingvar! Rúnar skrúfar boltann innanfótar yfir vegginn og Ingvar grípur hann þægilega.

Þarna mátti svo sannarlega gera betur.
24. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á frábærum stað! Langur bolti fram sem Steinar gerir hrikalega vel í að vinna baráttuna um gegn Davíð Atla sem brýtur svo á Steinari einhverja 22 metra frá marki ca.

Rúnar og Vall standa yfir þessu.
23. mín
Erik skokkar hérna inná fyrir næsta langa innkast Víkinga sem Helgi tekur en þar dreif ekki langt og Skagamenn vinna boltann.
19. mín
Langt innkast frá Davíð sem Erik skallar frá og er svo hamraður á seinni bylgjunni, Villi flautar réttilega brot og Erik liggur eftir.

Frákastið fór á Gylfa sem hamraði því yfir Akraneshöllina í sömu andrá og Villi flautaði.

Erik þarf að fara útaf með Mario, hann liggur enn.

Erik stendur loksins upp og virkar mjög lemstraður, spurning hvort hann muni halda áfram.
17. mín
Gylfi lætur vaða og Baldvin steinliggur! Gott spil hjá Víkingum þar sem Niko er enn og aftur uppspilspunkturinn, hann battar boltann á Gylfa sem leggur hann fyrir sig af 25 metra færi og hamrar á markið en Baldvin setur hausinn fyrir þetta.

Baldvin þarf að fá aðhlynningu og fara útaf með Mario sjúkraþjálfara.
16. mín
Skjóttu Valdimar! Gylfi fann Niko fyrir framan teiginn sem battar boltann á Valda, Valdi á hreinlega bara að bomba þessu en reynir sendingu í gegn á Erling sem nær ekki að taka stjórn á boltanum og þetta rennur út í sandinn.
14. mín
Rúnar með skot! Með boltann skoppandi fyrir framan sig en þarf að snúa full mikið upp á líkamann í skotinu og setur það beint á Ingvar.

Maður hefur alveg séð Rúnar hamra svona boltum í netið oftar en 1x.
11. mín
Skagamenn vandræðast í uppspilinu og komast ekki langt upp völlinn þar til Víkingar vinna boltann trekk í trekk.
9. mín
Villi stoppaði leikinn aðeins þar sem Ómar Björn lá og hélt um höfuðið, en hann er búinn að jafna sig og mættur niður á teig að verjast löngu innkasti frá Davíð Atla sem er flikkað í gegnum teiginn án nokkurrar hættu.
8. mín
Óskar með tilraun! Víkingar ná að taka góða stjórn á boltanum í kringum teig Skagamanna og spila honum á milli sín þar til Óskar kemur sér á hægri og reynir skotið sem fer af varnarmanni og örugglega í fangið á Árna.
6. mín
Erik Tobias minn! Tapar boltanum til Valdimars sem aftasti maður en Valdi hreinlega gerir Erik greiða og hleypur útaf með boltann, þarna var kjörið tækifæri til að refsa.
3. mín
Skagaleiðin! Steinar gerir hrikalega vel á miðjum vellinum, fær boltann og snýr, sendir svo í hlaupaleiðina hjá Vall sem sendir fyrir en Víkingar koma boltanum í innkast áður en Gísli nær þessu á fjær.

Gísli svo með langt innkast og svo annað langt innkast áður en Vardic brýtur af sér.
2. mín
Helgi í góðu færi! Baldvin Berndsen misreiknar eitthvað boltann á miðjumm vellinum og Víkingar keyra upp völlinn, senda boltann þvert fyrir og þar tekur Helgi við boltanum og losar þannig pressuna á sér og tekur skotið en þar framhjá markinu.
1. mín
Uppstilling Víkinga: 4-4-2
Ingvar
Davíð, Ekroth, Sveinn, Helgi
Erlingur, Gylfi, Viktor, Óskar
Valdimar, Nikolaj
1. mín
Uppstilling ÍA: 5-4-1
Árni
Gísli, Vardic, Sandberg, Baldvin, Vall
Gabríel, Haukur, Rúnar, Ómar
Steinar
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar í skemmtilegu yfirvinnumixi fyrir Tóa liðsstjóra þar sem þeir eru svartklæddir að ofan en alhvítir að neðan byrja þennan leik og sækja í átt að Akraneshöllinni.

Gylfi með fyrstu snertingu leiksins.
Fyrir leik
Where the streets have no name! Liðin ganga til vallar undir ljúfum tónum U2.

Það heyrist ágætlega frá stuðningsmönnum Víkinga, Ástríðu-Sveddi gengur einnig yfir völlinn með allt tanið frá Tene.
Fyrir leik
Skaginn án lykilmanna, Víkingar særðir eftir fimmtudaginn og mæta trítilóðir með Ingvar í markinu aftur, -1 Víkingur á Epic er á 1,85, fínasta ávöxtun!
Fyrir leik
Ingvar mættur í markið! Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar og það vekur mesta athygli að Ingvar Jónsson setur á sig hanskana í dag.

Dnaíel Hafsteins, Róbert Orri, Tarik og Kalli fá einnig flís í rassinn fyrir frammistöðuna á Bröndby Stadion á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Villi, dómari dagsins að reka Ingvar útaf í síðasta deildarleik sem Ingvar spilaði.
Fyrir leik
Valur tapaði í Eyjum. ÍBV setur Víkinga og Blika í dauðafæri á að galopna toppbaráttuna með hagstæðum úrslitum í kvöld.

Hinsvegar halda lið í grennd við botninn áfram að gera Skagamönnum erfiðarar fyrir að klóra sig upp úr holunni sem þeir eru í.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Reffilegur Láki að gera Víkingum og Blikum greiða.
Fyrir leik
Bæði lið skítköld! Í síðustu 5 leikjum liðanna hafa Skagamenn sótt 4 stig á meðan Víkingar hafa einungis sótt 3 stig af 15 mögulegum.

Skagamenn unnu KR-inga og gerðu svo magnað jafntefli við Val og komu þessi fjögur stig öll á heimavelli.

Víkingar hafa hinsvegar sótt sín þrjú stig á útivelli með jafntefli í Eyjum, Úlfarsárdalnum og Kaplakrika.

Víkingar unnu síðast deildarleik í júní gegn Aftureldingu.
Fyrir leik
Starfsteymið frá KSÍ! Vilhjálmur Alvar flautar þennan leik.
Gylfi Már og Ragnar Bender flagga.
Gunnar Oddur verður á skiltinu.
Viðar Helgason situr svo með skrifblokkina í stúkunni að punkta niður og gefa svo endurgjöf og einkunn á störf ofantaldra manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Villi spjaldaði Lúkas á dögunum fyrir að segja Damir að "standa í lappirnar".
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan leikdag héðan frá Floridaskaganum í dag!

Við munum fylgjast hér grannt með leik ÍA og Víkings sem eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f) ('72)
7. Erlingur Agnarsson ('64)
8. Viktor Örlygur Andrason ('64)
9. Helgi Guðjónsson
23. Nikolaj Hansen ('64)
24. Davíð Örn Atlason ('76)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
36. Óskar Borgþórsson
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
10. Pablo Punyed
11. Daníel Hafsteinsson ('64)
15. Róbert Orri Þorkelsson ('72)
17. Atli Þór Jónasson ('64)
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('76)
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
77. Stígur Diljan Þórðarson ('64)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Óskar Borgþórsson ('53)

Rauð spjöld: