Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 4
5
FH
Besta-deild karla
ÍA
LL 0
1
Víkingur R.
ÍR
0
1
Þór
0-1 Sigfús Fannar Gunnarsson '62
17.08.2025  -  16:00
AutoCenter-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Nokkuð þungskýjað en engin rigning og 15 gráður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Sigfús Fannar Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
4. Sigurður Karl Gunnarsson
6. Kristján Atli Marteinsson
8. Alexander Kostic ('67)
9. Bergvin Fannar Helgason
11. Guðjón Máni Magnússon ('67)
13. Marc Mcausland (f)
15. Óliver Elís Hlynsson
23. Ágúst Unnar Kristinsson ('31)
29. Reynir Haraldsson ('67)
30. Renato Punyed Dubon ('67)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
3. Breki Hólm Baldursson ('67)
7. Óðinn Bjarkason ('67)
16. Emil Nói Sigurhjartarson
18. Gils Gíslason ('67)
19. Gabríel Aron Sævarsson ('67)
22. Jónþór Atli Ingólfsson ('31)
25. Gundur Ellingsgaard Petersen
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Ívan Óli Santos
Hrafn Hallgrímsson
Andri Magnús Eysteinsson
Davíð Örvar Ólafsson
Daði Fannar Sverrisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Þórsarar tilbúnir í barninginn og unnu þann fjórða í röð
Hvað réði úrslitum?
Þórsarar voru betra liðið á AutoCenter-vellinum í dag, fengu bestu færi leiksins og skoruðu eina markið. Það var ekki mikill fótbolti spilaður í dag, lokaður leikur, en flestir góðu spilkaflarnir voru hjá gestunum. Þórsarar voru tilbúnir í barninginn sem ÍR-ingar eru svo góðir í og voru ekki síðri í þeim þætti leiksins. Ef horft er í færin og hvort það hefðu átt að koma fleiri mörk, þá hefðu þau komið hjá Þór.
Bestu leikmenn
1. Sigfús Fannar Gunnarsson
Tók markið virkilega vel, sniðug afgreiðsla með hægri vinstra megin í teignum í nokkuð þröngu færi eftir að hafa skilið Marc eftir í ryinu. Sigfús fékk mjög gott færi í fyrri hálfleik en nýtti það ekki, það hafði ekki áhrif á sjálfstrustið. Var óhræddur að hlaupa á menn og hefur tekið miklum framförum milli tímabili, orðinn leikmaður sem virkilega skiptir máli í Þórsliðinu.
2. Ýmir Már Geirsson
Ýmir er í samkeppni um vinstri bakvarðarstöðuna hjá Þór en hefur vart stigið feilspor frá því að hann kom inn í liðið. Frábær stoðsending og lítið vesen í kringum Ými. Aron Birkir fær líka shout-out, væir eflaust í þessu boxi ef það hefði verið meira að gera.
Atvikið
Sigurmarkið á 62. mínútu, Þórsarar náðu nokkrum sendingum eftir innkast, Clement fór með boltann af hægri vængnum inn á miðsvæðið og Ýmir gerði vel að mæta sendingu hans, opna fyrir sendingu inn á Sigfús og Ýmir náði flottri sendingu sem Sigfús gat búið sér til mark úr. Vel afgreitt hjá Sigfúsi sem skoraði sitt ellefta mark í sumar.
Hvað þýða úrslitin?
Fjórði sigur Þórs í röð og Þorpararnir farnir að anda ofan í hálsmálið á Njarðvíkingum sem koma norður í næstu umferð með eins stigs forystu. Fyrsti deildarleikur þessara liða frá því að ÍR kom upp 2023 sem fer ekki 1-1. ÍR er núna án sigurs í þremur leikjum en er áfram einungis fjórum stigum frá toppnum og í umspilssæti. Næsti leikur þeirra gegn grönnunum í ÍR.
Vondur dagur
Jónþór var í smá brasi fannst mér, hefði hæglega getað fengið á sig vítaspyrnu rétt fyrir markið og lítur illa út í markinu; Ýmir lét hann líta ansi illa út í því augnabliki, fannst Jónþór geta ráðist á boltann. McAusland vinnur ekki marga í kapphlaupi og lenti á eftir, leit ekki vel út þar reynsluboltinn.
Dómarinn - 6
Fékk það sem ég bjóst við frá Pétri, lítið dæmt og flæði í leiknum, en það var svo sem mikið flæði að fá í lokuðum leik. Alveg nokkur augljós brot samt sem Pétur sleppti og Þór átti sennilega að fá víti rétt fyrir markið.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
5. Yann Emmanuel Affi
6. Ibrahima Balde
7. Orri Sigurjónsson ('36)
8. Einar Freyr Halldórsson
9. Rafael Victor ('78)
15. Kristófer Kristjánsson ('78)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
24. Ýmir Már Geirsson
25. Christian Greko Jakobsen
37. Sigfús Fannar Gunnarsson ('78)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
28. Franko Lalic (m)
3. Juan Guardia Hermida ('78)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('78)
11. Clement Bayiha ('36) ('92)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('92)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('78)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Stefán Ingi Jóhannsson
Konráð Grétar Ómarsson
Arnar Haukur Sævarsson

Gul spjöld:
Christian Greko Jakobsen ('78)

Rauð spjöld: