Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Í BEINNI
Besta-deild karla
Fram
51' 0
1
KR
Fram
0
1
KR
0-1 Galdur Guðmundsson '32
18.08.2025  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Fallegt sumarkvöld
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1617
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Róbert Hauksson
10. Fred Saraiva (f)
12. Simon Tibbling
15. Jakob Byström
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson
26. Sigurjón Rúnarsson
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Bjarki Arnaldarson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson
11. Magnús Þórðarson
16. Israel Garcia
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
30. Kristófer Konráðsson
32. Hlynur Örn Andrason
33. Kajus Pauzuolis
71. Alex Freyr Elísson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:
Kyle McLagan ('15)

Rauð spjöld:
51. mín
1617 áhorfendur Vel mætt hingað í kvöld.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Heimamenn koma þessu af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Dauðafæri hér í þann mund sem hálfleiksflautið glymur. Freyr með boltann fyrir á galopinn Byström sem skallar yfir.

Jafn fyrri hálfleikur en KR leiðir með einu marki.
45. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR)
Fyrir að tefja sýnist mér, spes.
45. mín
Byström fer hérna niður í baráttu við Júlíus Mar sem er aftasti varnarmaður en ekkert dæmt. Það var rosa lítið í þessu.
45. mín
Þremur mínútum bætt við
45. mín
Brot dæmt í teignum eftir hornið og KR á aukaspyrnu.
44. mín
Simon Tibbling með boltann fyrir á Róbert Hauks sem skallar í varnarmanna og aftur fyrir.
38. mín
Amin hér með sprett upp völlinn og skýtur í átt að marki en aldrei líklegt til að ógna markinu og fer framhjá.
35. mín
Fred með fínan sprett hérna að marki og skýtur en skotið laust og með jörðinni beint í hendurnar á Halldóri.
32. mín MARK!
Galdur Guðmundsson (KR)
KR leiða! Matthias Præst tekur spyrnuna yfir vegginn í hornið þar sem Viktor ver en nær ekki að koma knettinum nægilega langt frá marki og Galdur mætir á spretttinum og kemur Vesturbæingum yfir.

KR 1-0 Fram
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
KR fær aukaspyrnu á góðum stað fyrir skot, nú væri gott að hafa Aron á vellinum.
29. mín
Rangstæða!! Jakob Byström skorar hérna en flaggið fer á loft. Þetta er hárréttur dómur.
28. mín
Galdur labbar hérna framhjá Þorra Stefáni sem leit illa út en Þorri kemur þessu í horn sem Viktor grípur.
22. mín
Aron Þórður með frábæra fyrirgjöf á Eið Gauta sem er í fínu færi á fjærstönginni en skallinn er ekki góður og fer framhjá.
21. mín
Maður hefur oft séð líflegri fyrstu tuttugu mínútur í leikjum KR í sumar.
19. mín
Kyle McLagan fer niður í teignum og heimtar víti. Sigurður Hjörtur er ósammála og tekur Kyle tali og minnir hann á að hann sé á gulu spjaldi, hann þarf að passa sig.
15. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Fram)
Fyrsta spjaldið á loft. Þetta var fyrir að fara í Halldór sem er þó staðinn á fætur og heldur leik áfram.
15. mín
Halldór Snær kýlir hérna boltann í burtu og dettur illa á bakið í kjölfarið og steinliggur eftir.
14. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
14. mín
Præst með fyrirgjöf á Finn sem skallar yfir.
13. mín
KR fær fyrsta horn leiksins.
12. mín
Fred brýtur hér á Gyrði á prýðisgóðum stað fyrir fyrirgjöf.
8. mín
Freyr Sigurðsson með flottan bolta í gegn á Róbert Hauks sem á skot framhjá úr þröngri stöðu.
6. mín
Lítil markvert átt sér stað hérna á upphafsmínútunum en það á eflast eftir að breytast.
1. mín
Leikur hafinn
Góða skemmtun KR byrjar með boltann.
Fyrir leik
Styttist í þessa veislu! Liðin eru að ganga til leiks og Bestu deildar stefið ómar um Úlfarsárdalinn.
Fyrir leik
Vuk meiddur á bekknum Þó Vuk Oskar Dimitrijevic sé skráður á bekkinn þá segir Rúnar Kristinsson í viðtali við Sýn að Vuk sé meiddur og komi væntanlega ekkert við sögu í kvöld. Kennie Chopart tekur út leikbann.
Fyrir leik
Aron Sig ekki í hóp Meiðsli að hrjá fyrirliða KR. Fann til aftan í læri og Óskar Hrafn segir við Sýn að ákveðið hafi verið að taka enga áhættu með hann.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KRingar náðu í langþráðan sigur í síðasta leik og það hefur eflaust haft jákvæð áhrif á stemminguna í hópnum, Fram hefur verið aðeins að dala eftir ágætis byrjun og því hallast ýmsir sérfræðingar að sigri KR. KR sigur er á stuðlinum 2,45.
Fyrir leik
Byrjunarlið Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Vestri. Vuk Óskar Dimitrijevic, Israel Garcia og Kennie Chopart fara úr liðinu í stað Þorra Stefáns Þorbjörnssonar, Kyle McLagan og Jakob Byström.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum gegn Aftureldingu. Galdur Guðmundsson kemur inn í liðið í stað Arons Sigurðssonar. Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Galdurs fyrir KR-inga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Styrktarleikur Leikur kvöldsins er styrktarleikur fyrir Bryndísi Klöru, unga stúlku sem var myrt fyrir tæpu ári síðan. Því er heldur betur hægt að mæla með því að fólk geri sér leið í Úlfarsárdalinn og styrki gott málefni.


Fyrir leik
Spáin Einar Freyr Halldórsson, leikmaður Þórs, spáði í spilin fyrir leikinn.


Fram 2 - 2 KR (19:15 á morgun)
Mjög mikilvægur leikur fyrir KR og þeir ná stigi á móti sterku Fram liði. Amin Cosic verður í stuði og setur allavega eitt, jafnvel tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram Fram hefur fatast flugið og hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum. Eftir sigur FH í gær er liðið ekki lengur í efri hlutanum og með tapi í kvöld gæti fallbaráttan bankað upp á ef þeir vara sig ekki. Sigur myndi hinsvegar færa þá í Evrópubaráttu. Það er svo fáránlega stutt á milli í þessu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KR Eftir jafntefli Aftureldingar og KA í gær eru Vesturbæingar komnir í fallsæti að nýju. Staða sem þeir eru ansi óvanir. Það er hins vegar stutt á milli og leiðin upp í efri hlutann er ekki svo löng, sigur í kvöld myndi gera mikið fyrir KR-ingar í þeirri baráttu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkominn í Dalinn Hér fer fram leikur Fram og KR í 19. umferð Bestu deildar karla.

Það var líf og fjör í leikjum gærdagsins og hér má sjá allt það helsta úr leikjunum:
   18.08.2025 15:32
Sjáðu mörkin: Magnaður sigur FH gegn Blikum og Valur steinlá í Eyjum


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson (f)
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
16. Matthias Præst
19. Amin Cosic
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
29. Aron Þórður Albertsson
45. Galdur Guðmundsson
77. Orri Hrafn Kjartansson
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Michael Osei Akoto
5. Birgir Steinn Styrmisson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
18. Óliver Dagur Thorlacius
22. Ástbjörn Þórðarson
27. Róbert Elís Hlynsson
28. Hjalti Sigurðsson
30. Sigurður Breki Kárason
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Theodór Elmar Bjarnason
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Björn Valdimarsson
Lúðvík Júlíus Jónsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('14)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('45)

Rauð spjöld: