Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Breiðablik
2
1
Virtus
0-1 Stefano Scappini '11 , víti
Valgeir Valgeirsson '31 1-1
Tobias Thomsen '55 , víti 2-1
21.08.2025  -  18:00
Kópavogsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Mikkel Redder (Danmörk)
Áhorfendur: 1164
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('46)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason ('63)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson ('63)
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson (f)
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen ('76)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
9. Óli Valur Ómarsson ('63)
10. Kristinn Steindórsson ('46)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('63)
26. Alekss Kotlevs
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
39. Breki Freyr Ágústsson
99. Guðmundur Magnússon ('76)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@kjartanleifurs Kjartan Leifur Sigurðsson
Skýrslan: Blikar í góðri stöðu en Virtus treysta á kraftaverk
Hvað réði úrslitum?
Blikar eru svo miklu, miklu betra fótboltalið en þetta Virtuslið. Það verður bara að viðurkennast og það sást frá fyrstu mínútu leiksins í dag. Það er þó hægt að setja spurningarmerki við það afhverju mörkin voru ekki fleiri enda fengu Blikar urmul af færum. Ef Virtus ætlaði að ná einhverju út úr þessum leik hefðu þeir þurft að halda forystunni inn í hálfleikinn. Mögulega er því hægt að segja að mark Valgeirs Valgeirssonar hafi ráðið úrslitum.
Bestu leikmenn
1. Kristinn Jónsson
Öflugur í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum þar sem hann virtist geta valsað framhjá öllum varnarmönnum Virtus algjörlega óáreittur. Leggur svo upp jöfnunarmarkið á Valgeir.
2. Valgeir Valgeirsson
Skorar mikilvægt jöfnunarmark undir lok fyrri hálfleiks og er svo klókur þegar hann sækir vítaspyrnuna sem réði úrslitum, líklega örlítil snerting sem hann gerir mjög mikið úr.
Atvikið
Virtus komast yfir snemma leiks og gera það að verkum að þetta einvígi er ennþá galopið fyrir seinni leikinn, þar getur allt gerst.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar fara með eins marks forskot til San Marínó á fimmtudaginn.
Vondur dagur
Viktor Örn Margeirsson er klaufi að hafa brotið af sér innan teigs í upphafi leiks. Virtus höfðu varla farið yfir miðju í leiknum þegar þetta gerðist og algjör óþarfi að gerast sekur um svona klaufaskap innan teigs.
Dómarinn - 3
Illa dæmdur leikur. Þrjú stór atvik sem að hann klikkar á í seinni hálfleiks að mínu mati. Byrjum á því að vítið sem Blikar fá til að vinna leikinn er ekki víti, ef snertingin á Valgeir var einhver þá var hún mjög lítil og ekki þess eðlis að vítadómurinn væri réttmætur. Á 72. mínútu brýtur Nicola Gori harkalega á Viktori Erni þegar hann var á gulu spjaldi og hefði klárlega átt að fá annað gult en Daninn dæmdi ekkert. Gummi Magg skorar svo löglegt þriðja mark undir lokin sem að hefði átt að standa en fékk ekki að standa þrátt fyrir ítarlega VAR-skoðun.
Byrjunarlið:
12. Samuele Guddo (m)
10. Ivan Buonocunto
11. Tommaso Lombardi ('74)
15. Nicola Gori
17. Alessandro Golinucci
18. Matteo Legittimo
19. Abdoul Aziz Niang ('90)
21. Armando Amati ('74)
26. Aron Giacomoni
45. Elia Ciacci ('90)
90. Stefano Scappini ('85)

Varamenn:
1. Mattia Manzaroli (m)
4. Andrea Montanari ('74)
6. Roberto Sabato
16. Jacopo Muggeo ('90)
20. Gabriel Capicchioni ('90)
25. Simone Benincasa ('85)
33. Matteo Zenoni ('74)
34. Umberto De Lucia

Liðsstjórn:
Luigi Bizzotto (Þ)

Gul spjöld:
Alessandro Golinucci ('45)
Armando Amati ('45)
Nicola Gori ('52)
Simone Benincasa ('88)

Rauð spjöld: